Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.10.1989, Side 11

Víkurfréttir - 26.10.1989, Side 11
10 Messur Keflavíkurkirkja Sunnudagur 29. október Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mál- fríðar Jóhannsdóttur og Ragnars Karlssonar. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Smiðjumessa fermingarbama, sem lesa saman prédikun og texta dagsins. Brynjar Steinn Jónsson, Sigrún Gróa Magnúsdóttir og Þóranna Kristín Jónsdóttir leika einleik á píanó. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fermingarbarnamótið: 7. bekkur A og B leggja af stað í Skálholt mánudaginn 30. okt. kl. 9.30 árd. frá Kirkjulundi. 7. bekkur C og D leggja af stað í Skálholt þriðjudaginn 31. okt. kl. 9.30 árd. frá Kirkjulundi. Sóknarprestur Ytri-Njarðvíkurkirkja Barnasamkoma kl. 11. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson fíSSi. Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagaskólinn ki. 11. Séra Guðmundur örn Ragnarsson t Grindavikurkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára börn á miðvikudögum kl. 18. ' Sóknarprestur Kirkjuvogskirkja Laugardagur: Fermingarstarf kl. 10. Barnastarf kl.( 11. Sóknarprestur L Viðtal Víkurfréttir 26. okt.1989 „Stjórnvöld verða að gera ráðstafanir" - segir Guðfinnur Sigurvinsson um stöðuna í sjávarútveginum á Suðurnesjum Nú er svo komið að allt er að fara í vaskinn“, segir Guðfinnur Sigurvinsson. Staðan í undirstöðuatvinnu- vegi Suðurncsja, sem og ann- arra landsmanna, hefur verið mjög slæm hvað varðar þennan landshluta. Fréttir af báta- og kvótasölum eru nánast orðnar hversdagslegar fréttir sem menn, sumir hverjir, eru haettir ]t+j aðkippaséruppvið.Þóerusem Jh betur fer alltaf einhverjir sem hafa geysilegar áhyggjur af þróun mála í þessari atvinnu- n 8rein- En hvaða skoðun skyldi bæj- 2 arstjórn Kcflavíkur hafa á mál- ^ um og þá sér í iagi bæjarstjór- q inn? Til að fá svör við því var • • Guðfinnur Sigurvinsson tekinn tn tali um málið og hér kemur ár- ^ angurinn af því viðtali. Allsherjarúttekt „Mér sýnist það vera orðið þannig nú, að það verði þegar að gera allsherjarúttekt á mál- um. Við gerðum skýrslu 1986 um þróun sjávarútvegs og áhrif kvótakerfisins á sjávar- útveg á Suðurnesjum. Síðan er búið að selja 20 skip af Suðurnesjum og allt stefnir í sömu átt. Þeir sem enn eru í þessu eru í hinu mesta basli. Menn leggja allt í sölurnar en baráttan er mjög tvísýn. Ef stjórnvöld í þessu landi vilja að sjávarútvegur lifi á Suðurnesjum, þá verða þau núna að gera einhverjar ráð- stafanir í málinu. Þetta getur ekki gengið lengur." Allt að fara í vaskinn ,,Við erum að reyna að benda á þetta æ ofan í æ og út- vegsmenn líka. En þetta hefur verið að kafna í kokinu á okk- ur og við náum ekki til fólks- ins. Það hefur verið talað um Grátkór Suðurnesja allt frá fyrri tíð, er menn bentu á hvað væri að gerast og höfðu sann- arlega rétt fyrir sér. Svo hefur verið snúið út úr málum og nú er svo komið að allt er að fara í vaskinn. Þau fyrirtæki sem enn eru í rekstri eru mjög illa sett og það laðar svo sannarlega ekki að unga og fríska menn, sem annars vildu vera í þessu. Það fælir aftur á móti frá, þó það séu Unga kynslóðin alltaf einhverjir bjartsýnir og duglegir sem hella sér út í þetta. En þeir lenda í ógöngum á stuttum tíma. Því finnst mér að það verði virkilega að taka nú á þessu á stuttum tíma. Það verður að kryfja þetta niður í merginn og sjá hvaðhægterað gera.“ Verðum að halda kvótanum -Sérð þú eitthvað sem hægt er að gera? „Það er kannski orðið of seint núna, en málið er það t.d. að ef skip vill selja kvóta, þá má ekki selja hann af svæðinu nema með samþykki verka- lýðsfélagsins og viðkomandi sveitarstjórnar. Ef viðkom- andi vill selja allan kvótann og þar með bátinn, er enginn spurður og heimamenn hafa engin tækifæri til að koma inn í kaupin til að halda skipinu heima. Með öðrum orðum, ef þú selur kvótann í þrennu eða fernu lagi þarft þú alltaf að fá leyfi. En ef þú selur hann í einu lagi og lætur bátinn fara með, sem venjulega er til að sökkva honum, þá þarf engan að spyrja. Þetta eru hin mestu ólög sem ganga ekki. Þá er líka spurning hvort ekki verði að stokka kvótakerfið upp á nýtt. Láta þá kvótann vera á lands- svæðum, það gæti verið mögu- leiki. Ef bátur færi burtu, yrði meiri kvóti eftir fyrir þá sem eru eftir heima. Eg er ekki að segja að svona hugmyndir myndu renna í gegn, það er víst harðari slagur en það. En þessi mál verður að ræða af einurð og í alvöru.“ Erfítt vandamál „Það er spurning hvað Byggðastofnun gæti gert, fengi hún það verkefni að gera út- tekt á þessum málum hér pg koma með ábendingar. Eg verð að segja það að það sem ég hef kynnst varðandi starfsemi Atvinnutryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs, að forstöðu- maðurinn, Gunnar Hilmars- son, er okkur mjög vinveittur. Hins vegar sýnist mér að þau fyrirtæki, sem nú eru til skoðunar hjá þeim, eigi við stærri vandamál að glíma. Það gæti því orðið mjög erfitt vandamál að hjálpa þeim, þar sem eiginfjárstaðan er ekki nógu góð. Hún er orðin það léleg að það er spurning hvort það sé hægt að bjarga fyrir- tækjunum eða ekki.“ Frávik frá reglum „Þarna verða stjórnvöld hreinlega að koma inn í og koma með frávik frá þessum reglum til að bjarga umrædd- um fyrirtækjum, sem enn eru eftir. Stjórnvöld beraábyrgðá þróun þessara mála fram á þennan dag, með ódýru, vaxt- alausu Iánunum fram til 1980. Síðan kom þetta svæði inn og fékk fyrirgreiðslu frá Byggðar- stofnun eins og önnur lands- svæði, en þá með dúndrandi vöxtum og vísitölu. Hefur þetta orðið til þess að drepa fyrirtækin niður eitt af öðru, það er staðreynd. Við höfum verið að rembast við að veita bæjarábyrgðir þeg- ar ný skip eru að koma og í annan atvinnurekstur, eftir því sem tök eru á. Þar erum við komnir fram á fremstu brún og við megum ekki stilla fjár- hag bæjarins í voða, en það hefur þó verið gert. Þannig hefur verið reynt að stuðla að atvinnuuppbyggingu.“ Eldey „Við komum inn í Eldey með 10 milljónir króna. Það væri rosalegt áfall fyrir okkur ef þetta fé myndi tapast. Það eina sem áunnist hefur eru tekjur af starfsfólki fyrirtækis- ins, sem runnið hafa í bæjar- sjóð.“ -Tekst að bjarga Eldey? „Ef við fáum aðstoð eins og ég var að tala um áðan, hvort sem það er í gegnum Atvinnu- tryggingasjóð eða Byggða- stofnun, er vissulega hægt að bjarga fyrirtækinu. Það er búið að bjarga fyrir- tækjum út um allt land, sem staðið hafa svipað og jafnvel verr. M.a. á einum stað voru 100 milljóna króna skuldir skornar niður og byrjað upp á nýtt með 100 milljóna króna minni skuldabagga og það gengur enn í dag.“ Það verður að beita þingstyrk -Eru það þá fyrst og fremst stjórnvaldsaðgerðir, með aðild opinberra sjóða, sem til þarf og ekki síðar en núna strax? „Já, þetta er alveg rétt. Þeir 'erða að beita þingstyrk er þeir ________11_ Víkurfréttir 26.okt. 1989 hafa og sínu valdi, til að hafa áhrif á það sem gera má til að bjarga umræddum málum. Gangi það ekki alveg upp og gera verði einhverjar ráðstaf- anir til þess að uppfylla frek- ari skilmála, verða þeir að ganga svo frá málum að það verði hægt. Þetta er svo brýnt og líka svo sárt, ef mönnum tekst nú ekki að ljúka svo málum að menn verði ánægðir með.“ Brýnt verkefni „Þegar tímar líða, má segja að níðst hafi verið á þessum at- vinnurekstri hér. Hann hefur ekki fengið sömu fyrirgreiðslu og annars staðar. Það er sann- að mál að í gegnum tíðina hefur hann ekki fengið neina fyrirgreiðslu. Er kvótakerfið kom bentum við á að viðmið- unarárin voru tvö lökustu árin sem komið höfðu hér. A okk- ur var ekki hlustað og því kom lélegur kvóti í okkar hlut. Hafa menn því verið dæmdir til að tapa útgerð sinni. Þannig hafa málin gengið, svo einfalt er það. Liggur því fyrir land- auðn í þessu. Fái fyrirtækin ekki að þríf- ast og ná sér á strik aftur, er komið að endalokum og þvi má segja að sjávarútvegur leggist hér niður að stærstum hluta. Er þetta því mjög brýnt verkefni fyrir stjórnvöld, okk- ur, þingmenn og ráðherra. Þeir verða að horfa á þetta öðruvísi núna en þeir hafa gert áður. Með meiri festu og ein- urð. Með því hugarfari að nú gerum við átak í þessu máli, það er það sem gildir.“ Með þátt á Rótinni Á morgun, föstudag, mun ungur Keflvíkingur, Friðrik Jónsson að nafni, hefja útsend- ingar á Suðurnesjaþætti í Ut- varpi Rót. Til að fræðast um þennan þátt, tókum við Friðrik tali nú nýverið. „Til að byrja með mun þátt- urinn verða hálfsmánaðarlega og þar mun ég taka á þeim málum sem efst eru á baugi hér á Suðurnesjum hverju sinni,“ sagði Friðrik og bætti jafn- framt við: „Einnig mun ég fjalla um það sem skemmti- staðirnir hafa upp á að bjóða og einnig lesa allt það helsta úr Víkurfréttum hverju sinni. Hugmyndin er að þetta verði nokkurs konar svæðisútvarps- þáttur, en mun einnig höfða til fólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Friðrik. -Hvað með tónlist? „Það verður ekki spilað neitt „píkupopp", heldur verður þetta öðruvísi tónlist, svolítið í rokkaðri kantinum, og einnig mun ég leika íslensk lög með.“ -Hvað með öll Suðurnesja- lögin? „Já, hér er af nógu að taka og ég mun að sjálfsögðu reyna að koma okkar tónlistarfólki að.“ -Nú hefur lítið sem ekkert heyrst frá þér í útvarpi. Hvernig stendur á því að þú tekur að þér þennan þátt? „Það er rétt, ég hef lítið fengist við þetta áður. Fyrstu kynni mín af útvarpsmálum voru nú um verslunarmanna- helgina, en þá var ég gesta- plötursnúður á Rótinni hjá Grétari Miller, sem má segja að sé forveri minn á þessari út- varpsstöð. Hann er nú hættur þessu og hefur snúið sér að öðru, sá m.a. um dagskrárgerð á Bylgjunni um tíma. Fjölmiðlabakterían hefur að vísu blundað nokkuð lengi í mér og ég hef mikinn áhuga á útvarpsmálum og ekki síst því að komast til starfa á sjón- varpsstöð.“ -Hvenær heyrir fólk svo í þér á morgun? „Þátturinn verður milli klukkan tvö og fimm og verður sendur út hálfsmánað- arlega. Það er verið að leita að öðrum aðila til að sjá um dag- skrárgerð föstudagana á móti mér, en stefnan er að reyna að halda þessum þætti úti hvern föstudag,“ sagði Friðrik Jóns- son, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Rót, að endingu. VIÐTAL og MYND: HBB. Þú kemst í sam- band við síma- bankann með einu símtali • Hringdu í bókhald Sparisjóðsins í síma 15800 og fáðu að- gangsnúmer að Símabankanum. Hann gefur þér margvís- legar upplýsingar um viðskipti þín í Sparisjóðnum, hvar 0 sem er og hvenær sem er sólarhringsins. • Símabankinn vinnur þannig: Þú hringir og færð samband. | Síðan slærðu inn kennitölu og aðgangslykil (sem þú færð < með því að hringja í bókhald Sparisjóðsins) á símann. Þar ? með bjóðast þér t.d. þessir valmöguleikar: | • upplýsingar um stöðu reiknings • upplýsingar um síð- | ustu hreyfingar • beiðni um millifærslu • sparisjóðs- | fráttir • símapóstur o.fl. • Símanúmerið er 15828 ÞÚ HRINGIR ( 15828

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.