Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 23.11.1989, Qupperneq 8
8 molar-, Fíflalæti flugvallar- slökkviliðs Árshátíð flugvallarslökkvi- liðsins var nýlega haldin í Stapanum. Vöktu slökkviliðs- mennirnir athygli umheimsins á árshátíðinni með þeim fífla- skap að hafa slökkvibíl með bláum blikkljósum blikkandi utan við Stapann. Eins sást til ferða umrædds slökkvibíls í farþegaflutningum án blikk- ljósanna. Það athæfi að við- hafa logandi blikkljós framan við Stapann er slökkviliðinu til stórskammar og gróft uppá- tæki sem vart er hægt að líða. Eða hvað með árshátíð lög- reglunnar og sjúkrahússins ef viðkomandi röðuðu bílaflota með logandi bláum blikkljós- um utan við samkomustaðinn. Svona uppátæki er ekki hægt að láta óátalið. Fjölmiðlaruglingur... Nokkuð hefur borið á því í einstaka fjölmiðlum að þeir taki nefndarsamþykktir sem samþykkt mál. Hið rétta erað nefndarálit, t.d. bæjarstjórna, öðlast ekki gildi fyrr en bæjar- ■ grín ■ gagnrýni vangaveltur ■ ’;umsjón:*emil páll.*# stjórn hefur samþykkt. T.a.m. er samþykkt umferðarnefndar út af einhverju aðeins undir- búningsvinna fyrir bæjar- stjórn, sem síðan getur frestað máli eða jafnvel fellt, alveg eins og samþykkt. Oðlast sam- þykkt nefndarinnar gildi ef bæjarstjórnin samþykkir, ann- ars fellur hún niður eða frest- ast. ... og embættisklúður Þá vill það nokkuð brenna við að menn sem rætt er við séu rangt titlaðir. T.d. var ljós- vakamiðill sem ræddi um að- stoðaryfirlögreglustjóra í Keflavík og annar ræddi um Karl Hermannsson lögreglu- stjóra. Þá hefur nýlega birst frétt höfð eftir Þóri Marons- syni yfirlögreglustjóra í blaði einu. Þessir titlar eru allir rangir, því þeir eru aðstoðar- yfirlögregluþjónn og yfírlög- regluþjónn. Lögreglustjórinn er hins vegar bæjarfógetinn og sýslumaðurinn Jón Eysteins- son. Að fylgjast með Slysavarnasveitirnar á Suð- urnesjum voru á föstudags- Vegna mikillar aðsóknar verða aukasýningar á söngleiknum Gretti laugardaginn 25. nóv- ember og sunnudaginn 26. nóvember. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sem þú mátt ekki missa af... Aðgangseyrir er kr. 1000. 50% af- sláttur til 12 ára og yngri og 67 ára og eldri. Miðasala frá kl. 19:00 sýningar- dagana. Leikfélag Keflavíkur kvöld ekkert að bíða eftir út- kalli eftir að ljóst var að leit var hafin að báti á Faxaflóa. Held- ur fóru sjálfar og tóku þátt í leitinni í samráði við höfuð- stöðvarnar í Reykjavík. Eru dæmi um að t.d. Garðsveitin hafi verið komin með menn niður í fjöru aðeins 10 mínút- um eftir að fréttir bárust. Raunar áttu Víkurfréttir þar hlut að máli, því þær komu boðum áleiðis eftir að hafa heyrt um atburðina í gegnum talstöðvarsambönd. Er það ekki í fyrsta sinn sem blaðið verður til þess að björgunar- sveit tekur skjótt við sér eins og hér var á ferðinni. Brotnar I-Iistinn upp í frumeiningar sínar? Því hefur verið fleygt að Al- þýðubandalagið hyggist bjóða fram sér lista í Garðinum í komandi sveitarstjórnakosn- ingum. Sá ílokkur hefur fram að þessu fylgt krötum og frömmurum á svonefndum I- lista. Hvort síðarnefndu flokk- arnir bjóða fram er óljóst ennþá, en þó er talið líklegt að kratar láti sitt ekki eftir liggja. Fer Járnblendiverk- smiðjan í fiskinn? Borist hafa fregnir af því að Jónas Snorrason, sem rak Pítubæ, sé nú kominn á fullt í undirbúning að vinnslu á fiski af fiskbeinum. Yrði framleiðsl- an eitthvað í líkingu við rétt sem vinsæll er í Japan og er einskonar Fiskfille. MunJárn- blendiverksmiðjan standa að baki fyrirtæki þessu, sem ann- að hvort verður staðsett í Garðinum eða í húsnæði Bald- urs h.f. við Hrannargötu í Keflavík. Feluleikur bæjarstjórnar... Það má furðu sæta hvað bæjarstjórn Keflavíkur reynir mikið að komast hjá umræðu, eða er klaufaleg í aðgerðum. 15. nóv. kom hún saman til fundar fyrir luktum dyrum til að fjalla um D-álmuna. I boð- un var rætt um að hér væri á ferðinni fundur bæjarráðs með öllum varamönnum þ.e. þeim bæjarfulltrúum sem ekki eru í bæjarstjórn. Var fundurinn haldinn á fundarstað bæjar- ráðs en ekki bæjarstjórnar. Allir viðstaddir höfðu fullt málfrelsi og skrifuðu undir fundargerðina sem í fundar- boði næsta bæjarstjórnarfund- ar hefur verið nefndur bæjar- stjórnarfundur en ekki bæjar- ráðsfundur. ... hvað voru þeir að fela? En hvað voru þeir að fela og af hverju boðuðu þeir ekki til venjulegs bæjarstjórnarfund- ar á venjulegum fundarstað? Sá grunur læðist að mönnum að þeir hafi ekki viljað hafa áheyrendur, s.s. blaðamenn, sem greint gætu frá einstökum skoðunum manna í málinu. Sá grunur hefur m.a. verið rædd- ur á fleiri stöðum. Sé þetta rétt, staðfesta þeir að það sé ekki aðeins að þeir lesi ekki heima, þeir þora ekki lengur að bæjar- búar viti hver skoðun þeirra er á einstökum málum. Ótvíræður aug- lýsingamáttur Þeir voru ekki í vafa, að- standendur Samkaups, að auglýsingamáttur Víkurfrétta væri ótvíræður. Því síðasta- föstudag og raunar föstudag- inn þar áður líka, var ösin í búðinni það mikil að helst líkt- ist því sem gerðist á Þorláks- messu. Lokum bara hafnarkjaftinum Það voru skrítin ummæli sem einn embættismanna fjár- málaráðuneytis viðhafði á fundi með Keflvíkingum og Njarðvíkingum á dögunum, er verið var að ræða afhendingu Landshafnarinnar. Heima- menn vilja að ríkið greiði með höfninni vegna lélegs ástands hennar, en þau mál hafa lítið þokast. Lét þá umræddur em- bættismaður hafa það eftir sér, að ef samningar næðust ekki fyrir áramót, ,,þá látum við strengja keðju fyrir hafnar- kjaftinn og setjum á hana skilti er á stendur LOKAГ. Þetta er boðskapur fjármálaráðu- neytis til Keflvíkinga og Njarðvíkinga í málinu. Skemmtanalífið vinsælt... Það hlýtur að teljast meiri- háttar vinsælt að starfa á skemmtistöðum miðað við þann fjölda er sendi inn skrif- legar umsóknir um störf við nýja veitingastaðinn að Hafn- argötu 30 í Keflavík. Eigi færri en milli 70 og 80 sóttu um störf þau cr auglýst voru hér í blað- inu fyrir skemmstu. Að vísu spila atvinnuhorfur sjálfsagt eitthvað inn í þennan fjölda. ... Óskar og Guðmund- ur í toppstöðum Þegar, og það áður en um- ræddar stöður voru auglýstar, var ráðið í tvær toppstöður á hinum nýja veitingastað. Yfir- kokkur verður Guðmundur Friðriksson, sem rekið hefur Fitjaborg á Fitjum en varáður bæði á Brekku ogGlóðinni. Þá hefur Óskar Ársælsson verið ráðinn yfirþjónn, en hér er um sama Óskar að ræða og rak Brekku og fleiri staði hér í eina tíð og var nú síðast á Flug Hóteli. Róstusamur fundur í Garðinum H-listinn í Garði ræddi framboðsmál á fundi sínum á mánudag. Var fundurinn nokkuð róstusamur á köflum, en þar komu fram ný nöfn í framboðsmálum fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Var það t.a.m. nafn Ólafs Kjartanssonar og eins gaf virt- ur hæstaréttarlögmaður, bú- settur í Garði, kost á sér á list- ann. Moli frá Ella . . . Við birtum yfirleitt ekki að- sendar greinar í Molunum okkar, en stundum þó. Þetta er ein undantekningin, og gæti kallast aðsendur Moli ig er hann frá Elíasi Jóhannsyni, sem hefur verið orðaður við ýmsa pólitíska flokka og sem kandídat þeirra í næstu sveit- arstjórnarkosningum. En gefum Ella orðið: ,,Eg hef verið, er og mun verða heit- bundinn Sjálfstæðisflokknum. Mínar langanir eru allar í þá veru, að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sterkasta aflið í ís- lenskum stjórnmálum . . . Þar hafið þið það. Vikurfréttir 23. nóv. 1989 Klukkan tifar... Fallegar spegla- klukkur á góðu verði kr. 2.198,- Speglaflísar í miklu úrvali Ferkantaðar súlur dtopinn Hafnargötu 90 Sími 14790

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.