Víkurfréttir - 23.11.1989, Side 18
18
Pílukasttitillinn til Sandgerðis:
KRISTINN
MEISTARI
Kristinn Þór Kristinsson úr Sand-
gerði varð Islandsmeistari í karla-
flokki í pílukasti 1989 og Kolbrún
Tóbíasdóttir varð i öðru sæti í
kvennaflokki, en lcikið var til úr-
slita í Reykjavík um síðustu helgi.
Kristinn sigraði Guðjón Hauks-
son úr Grindavík í úrslitaleiknum
nokkuð óvænt, en sýndi með f'rá-
bærum leik að Islandsmeistaratign
hans var engin tilviljun. En þess
má geta að Guðjón var þarna að
tapa sínum íýrsta leik í mótinu en
Kristinn fór rólega afstað, en þeg-
ar hann sló Islandsmeistarann frá
’88 út í 8 manna úrslitum (Pétur
Hauksson, bróðir Guðjóns), varð
ekki aftur snúið og hann tók titil-
inn til Sandgerðis en Grindvíking-
ar hafa unnið til hans undanfarin
þrjú ár.
Þó Kristinn hafi leikið vel í úr-
slitaleiknum lék liann þó betur í
undanúrslitunum gegn Oskari
Þórmundssyni, en þar náði hann
m.a. 16, 17 og 19 pílum en meðal-
tal atvinnumanna í íþróttinni er á
bilinu 16-18 pílur i „501“, þannig
að stutt er í það að við förum að
eiga menn í „heimsklassa".
Kolbrún byrjaði nokkuð vel í
úrslitaleiknum í kvennaflokki,
vann fyrsta legginn en tapaði
næstu fjórum og Anna Kristín
Bjarnadóttir, Reykjavík, varð
fyrst kvenna íslandsmeistari í
pilukasti.
Úrslitin fóru fram 1 Sport-
klúbbnum nýja í Reykjavík og var
úrslitaleikurinn hjá körlunum
sýndur beint í ríkissjónvarpinu og
fannst þvi mönnum leikið nokkuð
vel miðað við að ætíð er talið erfitt
að leika undir „augum" mynda-
vélanna.
..Dúndur” frá IBK?
Ársþing Í.B.K. verður hald-
ið um næstu helgi og þá verða
reikningar Knatlspyrnuráðs
afgreiddir. Á þessari stundu
höfum við ekki nokkrar
áhyggjur af því. Viðerum farin
að hugsa til næsta starfsárs.
Laugardaginn 2. desember
nk. byrjar fjáröflun okkar fyr-
ir næsta starfsár með ,,Dúnd-
urmarkaði” að Iðavöllum 3,
Keflavík. Þar er ætlunin að
selja nýja og notaða muni á
hlægilegu verði.
Ef þú, lesandi góður, getur
hugsað þér að leggja knatt-
spyrnunni lið og þú liggur með
nýtilega hluti í bílskúrnuni eða
á háaloftinu, sem þú að sjálf-
sögðu ert hættur að nota, þá er
ekki annað að gera en slá á
þráðinn í síma 12730.
Við erum við símann á
fimmtudags- og föstudags-
kvöldið frá kl. 18.00 til 21.00.
Auðvitað komum við um hæl
og losum þig við hlutina.
Með fyrifrant þökk fyrir
góðar undirtektir.
Knattspyrnuráð I.B.K.
ENN JAFNIR
t&p
v\fcm mr
Gunnar
Ólafur
Getraunaleikurinn er að verða
eins ogframhaldssaga. ÞeirGunn-
ar Vilbergsson og Olafur Jónsson
gerðu þriðja .-.stórmeistarajafn-
teflið” I röð I síðustu leikviku og
rcyna því með sér 1 fjórða skiptið.
Þeir fengu báðir 6 rétta. Gunnar er
búinn aðsetja nýtt met í getrauna-
leiknum, er nú að> tippa í níunda
skiptið t röð. „Hann fær ekki meiri
séns. Þetta vcrður lokaumferðin
harts,“ sagði Ólafur um andstæð-
ing sinn, Gunna, sem sagðist
nokkuð viss um að Ólafur myndi
liggja í þetta skiptið...
G. O.
Núrnberg-B.Mitnchen 2 2
Charlton-Man.City 1 1
Coventry-Norwich 1 X
Man.Utd.-Chelsea 1 1
Nott.For.-Everton 1 1
Q.P.R.-Millwall 1 1
Sheff.Wed.-C.Palace 1 1
Southampton-Luton I 1
Tottenham-Dgrby 1 1
Wimbledon-Aston Villa X 2
Blackburn-West Ham 1 X
Newcastle-Sheff.Utd. 2 X
Víkurfréttir
23. nóv. 1989
llluti Itins stórskemmtilega frjálsíþróttahóps, sem æfir reglulega í Keflavík. Ljósmyndir: hbb.
Auknar vinsældir frjálsíþrótta
Eins er sú íþrótt sem I gegn-
um tíðina hefur notið mikilla
vinsælda en hin síðustu ár hef-
ur fallið í skuggann af bolta-
íþróttunum. Sú íþrótt er hér
um ræðir eru frjálsíþróttir.
í Keflavík er þó lítill hópur
ungs fólks sem kappkostar að
halda uppi merkjum þessara
íþróttagreina og æftr stíft,
bæði í Myllubakkaskóla og
íþróttahúsinu í Keflavík. í for-
svari fyrir þessum hópi er
Linda Björk Ólafsdóttir og
annast hún þjálfun.
„Það er erfitt að fá fólk til að
halda þessum íþróttagreinum
uppi, en við gerum tilraun til
að rífa þetta upp. Við tókum
þátt í Meistaramóti Islands
fyrir 14 ára og yngri á Selfossi
nú nýverið og árangurinn var
framarlega, þó svo engin verð-
laun hafi unnist,” sagði Linda
í samtali við blaðamann.
Fram kom í viðtali við
Lindu að nú vantar tilfinnan-
lega fólk til æftnga með félag-
inu, en það er UMFK sem
stendur að frjálsíþróttaæfig-
stendur að frjálsíþróttaæfing-
unum.
„Okkur vantar íþróttafólk
frá 10 ára aldri en það er góður
aldur til að hefja æfingar í
þessum íþróttagreinum.”
Tvær ungar frjálsíþrótta-
dömur, þær Bergjind Bjarna-
dóttir og Jóna S. Ágústsdóttir,
æfa reglulega með UMFK.
Aðspurðar um ástæður þess að
þær æfðu frjálsíþróttir sögðu
þær að þetta væri gaman og
auk þess þeirra áhugamál.
fleiri krakkar sem æfa frjáls-
íþróttir?
,,Það virðist sem fólk sé
hrætt við einstaklingsíþróttina
og einnig hefur karfan, fót-
boltinn og handboltinn stolið
senunni. En þetta er mjög góð-
ur félagsskapur sem enginn
ætti að láta fram hjá sér fara,“
sagði Linda Björk að endingu.
Fyrir þá sem áhuga hafa á
að byrja æfingar í frjálsum, þá
eru æfingar í Myllubakka-
skóla mánudaga kl. 21-22:40 í
flokki 14 ára og eldri; þriðju-
dagakl. 18:30-20:10 íflokki 13
ára og yngri. Á fimmtudögum
er æft í íþróttahúsinu í Kefla-
vík kl. 17-18:20 í flokki 14ára
og eldri og einnig æfa allir
flokkar á laugardögum milli
kl. 13:30 ot? 16.
Jóna Ágústsdóttir
Bcrí»lind Bjarnadóttir
ðli Gott til UMFG?
Allar líkur bentu til þess að Ol-
afur Gottskálksson myndi leika
sinn fyrsta leik með úrvalsdeildar-
liði IBK á sunnudaginn gegn
UMFG. En þaðsemgeturhugsan-
lega komið í veg fyrir það er að
hann hefur verið orðaður við lið
Grindavíkur. Olafur hefur aðeins
leikið einn leik með B-liði ÍBK,
þannig að ef af félagaskiptum yrði
myndi hann verða löglegur með
UMFG 1 janúar nk.
„Við fréttum að Ólafur hefði
áhuga á að koma til Grindavíkur
Kvennagolf
í Leiru
Kvenkylfingar ætla að hitt-
ast í Golfskálanum í Leiru
föstudaginn 1. des. kl. 20.30.
Konurnar ætla að ræða um ár-
angur síðasta sumars. Jóla-
glögg og piparkökur verða á
boðstólum. Konurnar geta
tekið pútterinn með til að
halda púttinu við.
og þess vegna ræddi ég við hann og
spurðist fyrir um áhuga hans á fél-
agsskiptum, en við buðum honum
ekki gull og græna skóga,” sagði
Margeir Margeirsson, formaður
körfuknattleiksdeildar UMFG 1
samtali við blaðið í gær um þetta
mál.
Ekki náðist í Ólaf Gottskálks-
son en ónefndur Keflvíkingur
sagði við blaðið að það væri for-
kastanlegt að „bjóða í“ leikmenn á
miðju keppnistímabili.
Voga Þróttur í
íslandsmótið
Ungmennafélagið Þróttur í
Voguni hefur ákveðið að senda
lið til þátttöku í íslandsmótinu í
knattspyrnu á næsta sumri.
Kemur þetta fram í nýútkomnu
fréttabréfi Þróttar. Eru þegar
byrjaðar fjáraflanir meðal fél-
aga Þróttar og munu krakkar úr
5. flokki ganga í hús annan
hvern þriðjudag í vetur og safna
einnota gosdrykkjaumbúðum.
Úrvalsdeild:
Toppslagur á
suhnudag
Körfuboltinn fer aftur að
skoppa á fjölum iþróttahúsanna
um helgina eftir Bandaríkjaför
landsliðsins. Á sunnudaginn mæt-
ast nágrannarnir ÍBKogUMFG í
Iþróttahúsi Keflavíkur og hefst
leikurinn kl. 20.
Áheitadripl lands-
liðsstúlkna
Stúlkurnar í kvennalandsliðinu i
körfuknattleik ætla scr að safna
áheitum hér á Suðurnesjum unt
helgina, en stúlkumar halda utan til
þátttöku í Evrópumóti smáþjóða í
körfuknattleik 2. desember.
Landsiið kvenna skipa þrjár
stúlkur er leika með Suðurnesja-
liðtim og einnig tvær aðrar dömur
frá Suðurnesjum. Ætla stúikurnar
að dripla bolta frá Reykjavík til
Njarðvíkur 3. desember. en þá fer
frant leikur Njarðvíkur og Þórs i
Njarðvik.
Það verða Suðurnesjastúlkurn-
ar sem munu ganga í hús hcrsyðra
og vonast þær til að vel verði tekið
á móti sér.