Víkurfréttir - 23.11.1989, Síða 19
Fréttir
19
Tveir ungir strákar, Jóhann Davíð Albertsson (t.v.) og Gústav
Helgi Haraldsson, héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Sjúkrahúsi
Keflavíkurlæknishéraðs. Varð ágóðinn kr. 790. Ljósm.: pket.
Almennur
félagsfundur
Iðnsveinafélag Suðurnesja heldur almenn-
an félagsfund mánudaginn 27. nóvember
nk. í húsi félagsins kl. 20:30.
Fundarefni:
Kynning á lífeyrissjóðsréttindum og
starfsemi Lífeyrissjóðs Suðurnesja.
STJÓRNIN
AÐAL-
FUNDUR
Austflrðingafélags Suðurnesja
verður haldinn í húsi Iðnsveinafélags Suðurnesja,
Tjarnargötu 7 (neðri hæð), Keflavík, sunnudaginn
26. nóvember nk. og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Önnur mál.
Félagar mætið vel. Nýir félagar, Austfirðingar, mak-
ar þeirra og afkomendur velkomnir.
STJÓRNIN
Atvinnuleyfi til
leigubifreiðaaksturs
Auglýst er eftir umsóknum um atvinnuleyfi
til leigubifreiðaaksturs á félagssvæði bif-
reiðastjórafélaganna Fylkis og Freys á Suð-
urnesjum, sbr. reglugerð 308/1989.
Umsóknum skal skila til formanns umsjón-
arnefndar, Sigmars Ingasonar, Þórustíg 10,
Njarðvík, fyrir 31. desember 1989.
Umsjónarnefnd leigubifreiða
á Suðurnesjum.
Tölf í
fanga-
geymslu
Mjög annasöm hclgi var hjá
lögreglunni í Keflavik. Fimm
ökumenn voru teknir fyrir
meinta ölvun við akstur. Einn
bílþjófnaður upplýstist þegar
lögreglan stöðvaði ölvaðan
ökumann. Jafnframt hafði sá
hinn sami valdið árekstri á
höfuðborgarsvæðinu. Fjögur
umferðaróhöpp urðu, öll án
teljandi meiðsla og tólfmanns
fengu gistingu í fangageymsl-
um lögreglunnar.
Ungir fíkni-
efnaneytendur
handteknir
Lögreglumenn höfðu hendur
í hári tveggja ungra fíkniefna-
neytenda aðfaranótt föstudags-
ins síðasta. Var um að ræða tvo
drengi, 16 og 18 ára gamla.
Voru þeir bæði með efni og
tilheyrandi tól.
Þá fékk lögreglán einnig til-
kynningu um að fíkniefnasali
hefði boðið ungum drcng efni
til sölu á Hafnargötu í Kefla-
vík. Var hinn grunaði tekinn
til yfirheyrslu en reyndist ekki
hafa nein efni meðferðis, en
hins vegar með pípu til reyk-
ingar á kannabisefnum.
Beitingafólk
Óskum aö ráða beitingafólk. Upplýsingar í
síma 13675.
Beitingamenn
Beitingamenn óskast.
Stafnes hf.
Sími 13450 og 11069
Starf hjá Vatns-
leysustrandarhreppi
Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir starfs-
manni fyrir Vatnsleysustrandarhrepp. Um
er að ræða 1/1 dags starf sem að hluta til er
hús- og gangavarsla í Stóru-Vogaskóla og
að hluta umsjón með öðrum eignum og
verkefnum hreppsins (vatnsveitu, götum,
höfn o.fl.) eftir því sem til fellur.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Vatnsleysustrandarhrepps, Iðndal 2 (opið
þriðjudaga kl. 9-16 og miðvikudaga-föstu-
daga 9-12.30). Skriflegum umsóknum skal
skila á skrifstofu hreppsins fyrir 1. des. nk.
Sveitarstjóri
Keflavíkurbær auglýsir til sölu eða leigu fasteignirnar að
Grófinni 2 (Dráttarbraut Keflavíkur). Hægt er að gera tilboð í
eignirnar í heild eða að hluta, hvort sem er til kaups eða leigu.
Einnig er óskað eftir kauptilboðum í ýmsar vélar og tæki til
járnsmíða sem eru á staðnum.
Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofu Keflavíkur, Hafnar-
götu 12, fyrir kl. 15:30, mánudaginn 4. des. 1989, merkt ,,Gróf-
in“. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna
öllum.
Eignirnarverðatil sýnis mánudaginn 27. nóv. frákl. 13:00-
17:00. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkstjóri í síma 92-
11552.
Atvinnuhúsnæði - Keflavík
BÆJARSTJÓRI