Morgunblaðið - 11.12.2015, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Hassan Moustafa, forsetiIHF (Alþjóðahandknatt-leikssambandsins) líturupp til Sepps Blatters,
forseta FIFA (Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins). Spilaborg Blatters er
sem kunnugt er hrunin til grunna og
eftir áralangar ásakanir um mútu-
þægni og aðra spillingu er Blatter á
leið frá völdum. Moustafa situr þó
sem fastast og er nánast orðinn ein-
ráður í alþjóðlegum handbolta.
Hann hefur fyllt ráð og aðrar nefnd-
ir af svokölluðum „jámönnum“ sem
fylgja aðeins skipunum Moustafa.
Þannig ákvað Moustafa að
senda íslenska dómaraparið Anton
Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson
heim af heimsmeistaramóti kvenna
sem nú stendur yfir í Danmörku og
hætta að nota marklínutæknina um
leið. Tæknin kostaði milljónir en hef-
ur nú kvatt mótið eins og Anton og
Jónas, sem voru sendir heim hand-
boltaspekingum til furðu. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem Moustafa
kemst í fréttirnar fyrir furðulegar
ákvarðanir sem eru síst til að auka
hróður handboltans. Einu sinni
breytti hann reglum þannig að Þjóð-
verjar gætu spilað á stórmóti.
Vann náið með honum
Kjartan K. Steinbach var for-
maður dómaranefndar Alþjóðahand-
knattleikssambandsins og sat í
framkvæmdastjórn þess um átta ára
skeið frá 1996 til 2004. Hann er lík-
lega sá Íslendingur sem þekkir Mou-
stafa hvað best og vann mjög náið
með honum í nokkur ár eða þangað
til Moustafa fór að vinna gegn Kjart-
ani vegna þess að hann fylgdi ekki
skipunum forsetans í einu og öllu.
„Ég var auðvitað ekki þarna úti
en hef heyrt að það sé alfarið ákvörð-
un Moustafa að senda þá Anton og
Jónas heim og hann sýnir þarna ein-
ræðistilburði sína í þessari ákvörð-
un. Hann er háll sem áll, alveg eins
og fyrirmyndin Blatter. Þrátt fyrir
nokkrar tilraunir til að steypa Mou-
stafa af stóli stendur hann alltaf uppi
sem sigurvegari.“
Moustafa er frá Egyptalandi og
var handboltaleikmaður og dómari
en náði litlum frama. Hann er með
doktorspróf í íþróttum frá íþrótta-
skólanum í Leipzig í Þýskalandi, var
einnig handboltaþjálfari um stund
áður en hann kom inn í stjórn IHF.
„Við Moustafa, ásamt nokkrum
fleirum innan ráðs IHF, mynduðum
þrýstihóp og fengum ýmsu fram-
gengt. Þá var hann „vinur okkar“.
En hann lenti svo upp á kant við þá-
verandi forseta IHF, Erwin Lanc,
og ég man alltaf hvað Moustafa sagði
þegar þeir rifust á gólfinu: „Ef þú
vilt fara að stjórna því sem á að gera
úr mínum stól þá skal ég taka við og
stjórna því úr þínum stól.“ Við það
stóð hann og fór í framboð, sem hann
vann.“
Lanc, sem hafði verið forseti í
16 ár, hætti og Moustafa tók við.
„Hann beitir alveg miskunnar-
laust þeim áhrifum sem hann
hefur til að ná sínu framgengt.
Þetta er svipuð aðferðafræði
og Sepp Blatter hefur beitt
enda hefur hann verið fyr-
irmynd Moustafa lengi.
Hann hyglir sínum alveg hik-
laust og hann er að mínu
mati orðinn mjög
einræðiskenndur.
Það þorir enginn
í hann og enginn
sem ræður við
hann í dag.“
Næsta árs-
þing IHF verður
haldið árið 2017.
„Háll sem áll eins og
fyrirmyndin Blatter“
Morgunblaðið/Eva Björk
Takk fyrir okkur Handboltadómararnir Anton Gylfi og Jónas gerðu
ekkert rangt en voru sendir heim fyrir eitthvað sem þeir gerðu ekki.
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rúmlega eittog hálft árer liðið frá
því að fyrst varð
vart við ebólu-
faraldurinn skelfilega, sem
hefur smitað um 28.000 manns
í heildina og valdið um 11.000
dauðsföllum. Þó að sannarlega
megi segja að faraldurinn sé
yfirstaðinn að mestu er barátt-
unni við hann ekki lokið. Sér-
stökum áhyggjum veldur að
þrjú ný tilfelli hafa nú greinst í
Líberíu, sem hafði verið laus
við sjúkdóminn í tvo mánuði
þar á undan. Voru þar á ferð-
inni þrír feðgar, og lést einn
þeirra.
Þó að hinir tveir hafi greinst
fljótt og séu nú útskrifaðir af
sjúkrahúsi hafa tíðindin valdið
áhyggjum um að erfiðlega
muni ganga að kveða sjúkdóm-
inn alveg niður. Hætta er á að
nýr faraldur brjótist út.
Skárri eru fréttirnar frá Gín-
eu, þar sem sjúkdómurinn kom
fyrst upp að þessu sinni, en þar
hefur síðasti staðfesti ebólu-
sjúklingurinn verið útskrifaður
af sjúkrahúsi. Tekur nú við
nokkurra vikna bið, áður en
hægt verður að lýsa landið
laust við faraldurinn.
En jafnvel þó að það tækist
að uppræta faraldurinn með
öllu hafa samfélög ríkja Vest-
ur-Afríku þegar verið grátt
leikin af þessum skaðvaldi.
Fjöldi fólks á besta aldri hefur
verið tekinn frá fjölskyldum
sínum, og innviðir ríkjanna
hafa því sem næst
brostið. Full þörf
er á að styðja
þannig við þau ríki
sem urðu fyrir
barðinu á ebólufaraldrinum að
ástandið í þeim verði ekki það
hörmulegt, að það auki á þá
upplausn sem nú þegar ríkir í
Vestur- og Norður-Afríku.
Áhyggjuefni er hve hæg við-
brögð Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar voru þegar far-
aldurinn fór af stað. Fyrir
skömmu kom út skýrsla sér-
stakrar sérfræðinganefndar,
sem kynnti sér faraldurinn og
vinnubrögð stofnunarinnar.
Þar kemur fram að í apríl og
maí, stuttu eftir að fyrstu til-
fellin komu fram, hafi stofn-
unin lýst því yfir að ebólu-
faraldurinn væri enn smár í
sniðum, og því kallað til baka
viðbragðsteymi sín, allt of
snemma.
Stofnunin hafi síðar, þegar í
ljós kom hvers kyns var, þráast
við að lýsa yfir neyðarástandi,
sent of litla aðstoð sem kom of
seint til þess að verða að gagni
og verið hreinlega illa upplýst
um stöðu mála og illa skipu-
lögð. Meginniðurstaða skýrsl-
unnar er sú, að traust til stofn-
unarinnar sé í lágmarki.
Þetta eru afleit tíðindi enda
aðeins tímaspursmál hvenær
annar faraldur á borð við eból-
una brestur á. Það skiptir því
miklu að Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin endurskoði vinnu-
brögð sín hið fyrsta.
Ebólan lætur enn
á sér kræla.}Græna ljósið ekki komið
Lækkun trygg-ingagjalds
hefur verið nokkuð
til umræðu og virð-
ist sem standa eigi
fast á því að verða ekki við slík-
um kröfum í fjárlögum næsta
árs.
Í röksemdum fyrir því að
sitja fast við sinn keip hefur
fjármálaráðherra bent á að at-
vinnulífið hafi samþykkt að
taka á sig miklar launahækk-
anir í nýgerðum kjarasamn-
ingum og fyrst það hafi efni á
slíkum hækkunum geti og for-
svarsmenn þess ekki kvartað
undan tryggingagjaldinu.
Því má þó ekki gleyma að í
samningunum var forgangs-
röðinni snúið á haus. Í stað
þess að bíða og sjá hvernig
samningar tækjust í einkageir-
anum og nota þá sem fyrir-
mynd að samningum hjá hinu
opinbera var hin leiðin farin.
Hið opinbera reið á vaðið og
gerði samninga við kennara og
lækna, sem urðu að mælistiku í
kjarabaráttunni. Frumkvæðið
að miklum launahækkunum
kom því frá hinu
opinbera.
Til marks um
kostnaðinn af þess-
um hækkunum er
að útgjöld Landspítalans
vegna kjarasamninganna verða
á þessu ári vel á fjórða milljarð
króna. Munar þar mest um
kjarasamninga lækna og
skurðlækna. Hækkunin vegna
þeirra er 1,6 milljarðar króna.
Samtök atvinnulífsins hafa
reiknað út að kostnaður vegna
nýrra kjarasamninga verði á
núvirði samtals 450 milljarðar
króna til ársins 2030 að með-
töldum lífeyrisskuldbind-
ingum. Þorsteinn Víglundsson,
framkvæmdastjóri SA, metur
það svo að með þessari þróun
sé verið að festa í sessi skatta-
hækkanir áranna 2010 til 2011.
Atvinnulífið hefur vissulega
samið um miklar launahækk-
anir, en frumkvæðið kom ekki
frá einkageiranum. Því er ekki
sanngjarnt að setja trygginga-
gjaldið í það samhengi. Hænan
kom nefnilega á undan egginu.
Eða var það öfugt?
Atburðarásinni snú-
ið á hvolf}Eggið og hænan
M
issouri-ríki í Bandaríkjunum
státar af þeim vafasama
heiðri að vera það ríki Banda-
ríkjanna þar sem flest dauðs-
föll hafa orðið vegna þess að
ung börn hafa hleypt af byssu í óvitaskap. Það
er það ríki landsins þar sem lög um skot-
vopnaeign eru einna rýmst og þar eru lög um
fóstureyðingar einna ströngust.
Nýverið lagði Stacey Newman, þingmaður
á ríkisþingi Missouri-ríkis, fram frumvarp á
þinginu sem felur í sér að sömu hömlur verði
lagðar á byssueign og eru nú á aðgengi
kvenna að fóstureyðingum. Frumvarp New-
man felur m.a. í sér að þeir sem vilja kaupa
skotvopn þurfi að bíða í 72 tíma eftir að kaup-
in gangi í gegn, þeim verði skylt að undir-
gangast mat hjá sálfræðingi og að fá ráðgjöf
um þær hættur sem geta stafað af skotvopnum. Þá er
þar lagt til að næsta skotvopnaverslun verði í 120 mílna
fjarlægð, sem er sú vegalengd sem konur í ríkinu yf-
irleitt þurfa að fara til að fara í fóstureyðingu eða kynna
sér aðgerðina.
„Andstæðingar fóstureyðinga tala í sífellu um réttinn
til lífs (Pro-life),“ sagði Newman í viðtali við vefmiðilinn
The Huffington Post. „Fyrst þeir vilja leggja allar þess-
ar hömlur á konur til að bjarga lífi ófæddra barna, hvers
vegna ættu þeir þá ekki að vera tilbúnir til að leggja
sömu hömlur á fólk sem vill eiga byssur? Þannig væri
hægt að bjarga mörgum mannslífum.“
Umræða sem þessi er býsna framandi í augum margra
Íslendinga því hér á landi eru fóstureyðingar
almennt lítið til umræðu. Það er athyglivert í
ljósi þess að 900 – 1.000 slíkar aðgerðir eru
gerðar hér á hverju ári. Af og til komast þessi
mál þó í umræðuna, t.d. þegar einn af dag-
skrárliðunum á Kristsdeginum svokallaða
fyrir rúmu ári var að „biðja fyrir breyttum
viðhorfum til fóstureyðingar, hugarfars-
breytingu og endurnýjaðri ábyrgðartilfinn-
ingu,“ eins og það var orðað. Fáir fögnuðu
þessum fyrirbænum, aftur á móti risu fjöl-
margir upp til að mótmæla og bentu á að við-
horf sem þessi væru til þess fallin að vekja
skömm og sektartilfinningu fólks.
Silja Bára Ómarsdóttir, annar höfunda
bókarinnar Rof, sem inniheldur reynslusögur
kvenna af fóstureyðingum, hefur bent á að þó
að samfélagsumræðan sé vísbending um að
meirihluta landsmanna finnist að konur eigi að hafa
óskorað vald yfir eigin líkama geti það vel breyst. Ef hér
á landi yrði bakslag í jafnréttismálum, eins og sést hafi
víða um heim, yrði auðvelt að grafa undan aðgengi
kvenna að fóstureyðingum miðað við núverandi laga-
ramma, sem m.a. felur í sér að fyrir aðgerðinni þarf sam-
þykki tveggja fagaðila. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra boðað að hann vilji endurskoða nú-
verandi löggjöf um fóstureyðingar frá 1975. „ Í mínum
huga er þetta ákvörðun sem konan sjálf er best búin og
fær um að taka,“ sagði Kristján Þór í viðtali við Vísi og
sagði þar allt sem segja þurfti. Eða hver annar ætti ann-
ars að taka ákvörðunina? annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Framandi umræða – en þó ekki
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Kona Hassans Moustafa lést úr
krabbameini fyrir nokkrum ár-
um og var hún honum eðlilega
mikill harmdauði. Skömmu síð-
ar var Hosni Mubarak steypt af
stóli í Egyptalandi, sem Kjartan
segir að hafi sömuleiðis verið
mikið áfall. „Hann hélt hlífðar-
skildi yfir Moustafa allan tím-
ann og sá síðarnefndi stólaði
miskunnarlaust á ýmislegt hjá
Mubarak,“ segir Kjartan.
„Hann er mikið fyrir það að
safna í kringum sig hirð sem
maldar ekki í móinn.“ Kjartan
segir að einræði gangi ekki til
lengdar í siðmenntuðum
þjóðfélögum. „Auðvit-
að á hann sína góðu
punkta eins og allir
en ég get fullyrt það
að ég er guðslifandi
feginn að vera ekki
lengur þarna innan-
borðs.“
Skjöldur frá
Mubarak
HASSAN MOUSTAFA
Hassan
Moustafa