Morgunblaðið - 11.12.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015
✝ Eyjólfur RúnarKristmundsson
fæddist 12. ágúst
1951 á Eyrarbakka.
Hann varð
bráðkvaddur á Te-
nerife 24. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Ólöf
Ólafsdóttir frá
Syðra-Velli, f. 1921,
d. 2007, og
Kristmundur Sigfússon, f. 1901,
d. 1983. Bræður Eyjólfs eru Ing-
ólfur, f. 1944, og Ólafur Grétar,
f. 1958
Eyjólfur kvæntist þann 28.
17. júlí 1982. Börn þeirra eru
Pálmar Óli og Sunneva Ösp.
Eyjólfur ólst upp á Hamri í
Gaulverjabæjarhreppi til 12 ára
aldurs en fluttist þá með
foreldrum sínum á Selfoss. Eftir
nám í barna- og unglingaskóla
hóf Eyjólfur nám í bifvélavirkj-
un hjá Kaupfélagi Árnesinga á
Selfossi. Hann starfaði á verk-
stæðum þess fyrirtækis, svo í
áraraðir hjá Sigfúsi Kristinssyni
byggingameistara. Þá voru þau
Jóhanna umboðsmenn Olís á
Selfossi um skeið. Þaðan lá leið-
in í Vegagerðina en mörg und-
anfarin ár var Eyjólfur starfs-
maður Ræktunarsambands Flóa
og Skeiða og síðar Borgarverks.
Þar vann hann á verkstæði og
sem verkstjóri malbikunar-
flokks.
Útför Eyjólfs fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 11. desem-
ber 2015, klukkan 15.
maí 1977 Jóhönnu
Þorsteinsdóttir, f.
19.2. 1956, frá
Reykhól á Skeið-
um. Foreldrar
hennar voru Þor-
steinn Þórðarson
og Unnur Jóhanns-
dóttir sem bæði eru
látin. Börn Eyjólfs
og Jóhönnu eru: 1)
Óli Rúnar, f. 21.
febrúar 1977,
kvæntur Ragnhildi Hauksdóttir,
f. 9. júlí 1976. Börn þeirra eru
Jasmín Ásta og Eyjólfur Snær.
2) Unnur, f. 8. nóvember 1985,
gift Ástmari K. Steinarssyni, f.
Elsku pabbi, við vorum ekkert
búnir að semja um þetta. Manstu,
við vorum með plan, við eigum
eftir að gera svo mikið í framtíð-
inni. En af hverju vorum við að
lifa í framtíðinni en ekki nútíð-
inni? Af hverju vorum við bara
ekki búnir að mörgu af þessu sem
við ætluðum að gera? Nú ég sit
orðið einn við þetta borð þar sem
við sátum og skipulögðum hlutina
og get ekki planað eitt eða neitt
með þér, varla næsta andardrátt
því ég sakna þín svo mikið. Ég
skal lofa þér einu, ég skal halda
utan um mömmu alla ævi og
minningu þinni verður haldið á
lofti um ókomna tíð, ekki það að
ég þurfi þess því þú skilur eftir
slóð, slóð minninga. Pabbi þú ert
snillingur. Ég á svo skemmtilegar
minningar um þig sem ég tek með
mér áfram í lífið og þennan létt-
leika sem einkenndi þig og vin-
semd. Ég á margar góðar, líka
bara af okkur tveim, hvort sem
við vorum að veiða, eða bara
læddumst frá að hlæja saman og
fara yfir heimsmálin, við vorum jú
alltaf skoðanabræður og hringd-
umst á á hverjum degi og fórum
yfir heimsmálin.
Pabbi, það er núna sem lífið á
að byrja. Viltu gera mér greiða,
vertu í öllum mínum draumum og
þegar ég fer að veiða vertu fyrir
aftan öxlina, þegar ég keyri bíl
passaðu mig, þegar börnin mín
fara að heiman, gerðu eitthvað.
Nei, pabbi, ég get ekki hugsað
svona. Ég fékk 38 ár með mesta
snillingi sem ég veit um, það eru
ekki allir sem hafa fengið frá föð-
ur sínum það sem ég fékk frá þér
og það er það sem ég ætla að taka
áfram með mér út í lífið. Eyjólfur
Rúnar, pabbi, þú ert mesti snill-
ingur sem ég veit um, þú er eini
maðurinn sem ég veit um sem
fæddist ekki með vont bein. Ef
það var skýjað sagðir þú að hann
myndi sennilega rífa af sér eftir
smástund. Það var þessi jákvæðni
sem einkenndi þig alltaf. Svona
varst þú og svona ætla ég að ljúka
þessum pistli en ég ætla ekki að
segja bless við þig, pabbi, því við
erum að fara að gera ýmislegt
saman.
Þú verður alltaf með mér í hug-
anum, já eða að flækja spóluna á
veiðihjólinu.
Pabbi, við eigum eftir að sakna
þín alveg svakalega.
Takk fyrir allt. Þinn sonur,
Óli Rúnar.
Ég er ekki enn búin að ná því
að þú sért farinn frá okkur, elsku
Eyfi. Að fá aldrei að hitta þig aft-
ur, aldrei að fá faðmlag, aldrei að
heyra stríðnishláturinn þinn,
aldrei að heyra allar sögurnar
sem þú hafðir svo gaman af að
segja, aldrei aftur. Af hverju varst
þú tekinn allt of snemma frá okk-
ur? Þú áttir öll bestu árin eftir
með elsku Jóhönnu þinni, þið vor-
uð sem eitt.
Það var fyrir næstum 20 árum
sem ég kom fyrst inn á heimili
ykkar þegar við Óli fórum að vera
saman, strax var mér tekið opn-
um örmum af ykkur, þú varst sá
besti tengdafaðir sem hugsast
getur. Ein góð saga af þér lýsir
þér manna best: Ég var flutt á
Selfoss og stundaði nám í Iðnskól-
anum og þurfti að keyra daglega
yfir heiðina, við Óli áttum gamlan
bíl sem var ekki sá besti í kulda og
frosti. Þú athugaðir alltaf veður-
spána á kvöldin og ef frostið átti
að fara undir 5-6 gráður hringd-
irðu og vildir setja bílinn inn á
verkstæði yfir nóttina svo hann
yrði heitur og færi í gang. Svo
fórstu á fætur fyrir allar aldir til
að koma og sækja mig fyrst og svo
bílinn. Svona varst þú, vildir alltaf
allt fyrir alla gera.
Það er erfitt að hugsa að barna-
börnin fjögur og það fimmta á
leiðinni fái ekki að njóta lengri
tíma með afa sínum, en það var
alltaf mikið stuð þegar allir voru
saman komnir og ekki var nú
verra eftir að hann Tumi kom til
sögunnar, þið voruð miklir vinir.
Við sem eftir sitjum varðveit-
um ótal margar yndislegar minn-
ingar um þig og við skulum vera
dugleg að passa hana Jóhönnu
þína.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Ragnhildur.
Elsku afi Eyfi, við elskum þig
og eigum eftir að sakna þín mikið.
Þú varst alltaf svo góður við okk-
ur og skemmtilegur og það var
alltaf svo gaman þegar þið amma
komuð í heimsókn til okkar til Kö-
ben. Okkur finnst skrýtið og erfitt
að fá aldrei að sjá þig aftur. En við
vitum að Guð mun passa þig og
við munum passa ömmu og Tuma.
Guð geymi þig.
Þín
Jasmín Ásta
og Eyjólfur Snær.
Morguninn eftir stórbruna á
Selfossi hringdi bróðir minn Ólaf-
ur í mig og bjóst ég þá að fá fréttir
af eldsvoðanum. Tíðindin voru þó
önnur og verri, þau að bróðir okk-
ar Eyjólfur hefði orðið bráð-
kvaddur þá um nóttina á hóteli á
Tenerife.
Það hlýtur að vera skelfilegt að
missa maka yfir móðuna miklu í
fjarlægu landi, fjarri stuðnings-
neti sínu, eins og mágkona mín,
Jóhanna Þórsteinsdóttir, reyndi.
En eitt sinn skal hver deyja, eins
og þar stendur. Staðreyndum
verður ekki breytt. Bróðurmissir
er mér erfiður, að þurfa að sætt-
ast við þann veruleika að við hitt-
umst ekki aftur og eigum ánægju-
stundir saman. Tilfinningar
lamast, maður syndir áfram í
móðu og reynir að láta ekki á
neinu. Ber samt þungan harm í
brjósti sem vegur þyngra en allt
annað. Sorgin er erfitt ferli en það
er nauðsynlegt er að taka steininn
úr hjartanu. Með slíka byrði lifi
enginn eðlilega.
Eyfi bróðir var fæddur í
Skjaldbreið á Eyrarbakka 12.
ágúst 1951. Ég var þá nýorðin sjö
ára og var víst ennþá að skríða
upp í til foreldranna minna, sagði
móður mín. Að kvöldi sagði
mamma að ég yrði að sofa í mínu
rúmi yfir nóttina því sér væri illt í
bakinu. Þegar ég svo vaknaði að
morgni var bróðir fæddur. Og
ekki kvartaði móðir mín svo um
bakverki lengi á eftir öðruvísi en
svo að ég teldi ekki von á fleiri
systkinum.
Líklega hefur það verið
snemma árs 1952 sem við Eyfi
fórum í fyrstu ökuferðina saman.
Ég ók barnavagninum og hann
svaf með pelann. Eitthvað hefur
bíladellan verið byrjuð að láta á
sér kræla því mér fannst mest
sportið að spítta í skaflana á göt-
um Eyrarbakka. Ég var hins veg-
ar ekki starfinu vaxinn, vagninn
valt og barnið rann niður skaflinn
með pelann í höndunum. Ég hef
ekki í annan tíma orðið skelkaðri.
Haustið 1953 flutti fjölskyldan í
Kaldaðarnes í Flóa þar sem pabbi
var vinnumaður. Á fardögum vor-
ið eftir lá leiðin að Hamri í Gaul-
verjabæjarhreppi sem þá hét svo,
og þar var Eyfi var sín æskuár.
Hann var á tólfta ári þegar for-
eldrar okkar fluttu á Selfoss, þar
sem þau bjuggu lengst á
Tryggvagötu 12.
Ég skal ekki segja til um hvort
fyrsta ökuferðin hafi haft áhrif á
starfsvalið en að loknu unglinga-
skólaprófi á Selfoss hóf Eyfi nám í
bifvélavirkjun. Ævistarf hans
snérist síðan að mest bíla og vél-
búnað og gátum við bræðurnir
talað endalaust um þá hluti.
Í lífi Eyfa var fjölskyldan í fyr-
irrúmi. Hann var einstakur pabbi
og frábær afi. Afabörnin áttu hug
hans allan og var hann óþreytandi
að tala um þau og þeirra líf.
Reyndi að vera sem mest þátttak-
andi í þeirra lífi og heimsækja þau
jafn oft og tök leyfðu, þó þau ættu
heimili síðari árin í öðrum lönd-
um. Eyfi og Jóhanna dvöldu í
Noregi hjá dóttur sinni, tengda-
syni og þeirra börnum áður en
þau flugu suður til Tenerife, þar
sem Eyjólfur lést.
Nú er komið að stund þar sem
við kveðjum hinsta sinni þennan
góða mann. Minningin er björt,
vörðuð af gleði okkar yfir þeim
góðu og skemmtilegu stundum
sem við áttum saman. Við kveðj-
um hann öll með þakklæti og virð-
ingu. Megi Guð almáttugur
styrkja og styðja þá sem sorgina
þungu bera.
Ingólfur Kristmundsson.
Það er erfitt að setjast niður og
setja nokkrar línur á blað til að
kveðja besta vin okkar hjóna,
Eyjólf Rúnar Kristmundsson,
sem kallaður var á vit æðri mátt-
arvalda alltof fljótt. Maður spyr
sig margra spurninga en fær ekki
svör. Um miðjan nóvember sátum
við saman við eldhúsborðið í Sól-
túninu að spjalli um daginn og
veginn í sunnudagskaffi, ekki
grunaði okkur að við ættum ekki
eftir að hitta Eyfa aftur og að
þetta hefði verið hinsta faðmlagið.
Hann var einstaklega ljúfur og
góður, greiðvikinn, snyrtimenni,
góður afi og heimilisfaðir. Við vor-
um tíðir gestir hjá þeim hjónum
þegar þau bjuggu á Tindum, Vall-
holtinu, Lóurima og nú síðast í
Sóltúninu. Það hefur verið gaman
að fylgjast með og fá að taka þátt í
uppvexti barna þeirra Óla Rúnars
og Unnar. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og bar hag barna
sinna fyrir brjósti. Fylgdist vel
með hvað þau voru að gera og
hvatti þau í námi, leik og starfi.
Tengdabörnin voru honum mikil-
væg og barnabörnin voru gullmol-
arnir hans. Eyfi og Jóhanna nutu
þess að heimsækja börnin sín til
Noregs og Danmerkur og áttu
þess kost að vera stundum öll
saman í öðru hvoru landinu, það
voru dýrmætar stundir fyrir þau.
Við eigum góðar minningar frá
öllum þeim ferðum sem við höfum
farið saman í tjaldútilegur, sum-
arbústaðaferðir og nokkrar utan-
landsferðir. Eyfi var skemmtileg-
ur ferðafélagi og fróður um það
sem fyrir augu bar, en best naut
hann sín við eldhúsborðið að segja
sögur af mönnum og málefnum,
enda víðlesinn og þótti gott að
hafa góða bók sér við hönd.
Eyfi var mikill hagleiksmaður,
það sýndi sig best þegar hann hóf
að smíða og innrétta ferðabílinn
sinn, öllu er haganlega fyrir kom-
ið og er hann glæsilega innrétt-
aður. Hann hafði mikinn áhuga á
þessu verkefni og var stöðugt að
betrumbæta bílinn. Þetta var nýi
ferðamátinn og áttum við þess
kost að fara nokkrar ferðir með
þeim sem urðu allt of fáar. Hann
hafði gaman að renna fyrir fisk
með góðum félögum og naut nátt-
úrunnar, drakk hana í sig. Um
árabil starfaði hann sem verk-
stjóri yfir klæðningarflokki sem
fór víða um landsbyggðina og
lagði olíumöl á vegi. Hann var vel
liðinn og samviskusamur í þessu
krefjandi verkefni og naut þess að
ferðast með flokkinn sinn og
víkka sjónarsviðið sitt á landið og
njóta fegurðar þess. Nú síðast
starfaði hann hjá Borgarverki og
var nýlega kominn heim eftir fjar-
veru sumarsins með klæðningar-
flokkinn sinn af Austfjörðum.
Með fallega sálminum hans
Sveinbjörns Egilssonar, kveðjum
við vin okkar, Eyjólf Rúnar Krist-
mundsson, með virðingu og þökk
og geymum góðar minningar í
hjörtum okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Jóhanna, Óli Rúnar,
Ragnhildur, Unnur, Ástmar Karl,
Ingólfur, Ólafur Grétar og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðj-
ur, biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur á erfiðri stundu og að jóla-
ljósin lýsi í sorgmædd hjörtu ykk-
ar.
Kristín Björnsdóttir og
Ólafur Sigurðsson.
Það er komið að kveðjustund.
Á lífsleiðinni kynnumst við oft
einstaklingum sem okkur þykir
strax vænt um. Eyjólfur var einn
af þeim. Nærvera hans var góð,
enginn gassagangur eða læti og
okkur leið strax vel í návist hans.
Eyjólfur, eða Eyfi „minn“, eins og
Jóhanna kallaði hann alltaf, var
einstaklega skemmtilegur, sposk-
ur og hafði gaman af að segja frá.
Hann var greiðvikinn, góður vin-
ur og gott að leita til hans.
Árið 1997 vorum við nokkrar
vinkonur sem stofnuðum saman
Gufuhópinn og hafa makar okkar
verið virkir þátttakendur á hinum
ýmsu gleðistundum. Ólík erum
við öll en náum samt einstaklega
vel saman. Eyfi naut sín vel í þess-
um hópi og þar komu mannkostir
hans glöggt fram og fengum við í
Gufuhópnum vel að njóta.
Jóhanna og Eyfi voru einstak-
lega samhent hjón og varla hægt
að nefna annað án þess að nefna
hitt, Jóhanna talaði um Eyfa sinn
og Eyfi um Jóhönnu sína. Hann
var mikill fjölskyldumaður og
góður vinur barna sinna og barna-
barna.
Það er sárt að kveðja góðan
vin. Ótal góðar minningar hrann-
ast upp um skemmtilegar stundir
á liðnum árum sem við erum
óendanlega þakklát fyrir.
Þannig týnist tíminn en minn-
ingin lifir.
Elsku Jóhanna, Óli Rúnar,
Unnur og fjölskyldur, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Halldóra og Birgir, Kristín
og Ólafur, Kristjana og Þor-
geir Ingi, Kristjana og Kári,
Ragnheiður og Ólafur Börk-
ur, Svandís og Sigurður.
Fráfall Eyjólfs Rúnars Krist-
mundssonar er harmafregn. Mik-
ill öðlingur og mannvinur er horf-
inn á braut í einni svipan. Kvöldið
á undan gjöreyðilagðist fyrirtæki
á Selfossi í eldsvoða og hugur
bæjarbúa var markaður þeim at-
burði. Góður starfsmaður okkar,
þátttakandi í slökkviliðinu, kom
eðlilega seinna til vinnu þann
morgun. Ég bar honum fréttina
og fyrir honum rifjaðist upp að
Eyfi hafði einmitt leitt hann
fyrstu sporin við slökkvistörf og
fylgt honum í fyrstu reykköfun
hans á brunastað. Á sama hátt
leiddi Eyfi fjölskyldu sína, vini og
samferðafólk í gegnum lífið með
þolgæði, léttleika og endalausu
umburðarlyndi.
Frumbyggjar í Lóurima á Sel-
fossi fyrir rúmum þrjátíu árum
grófu fyrir og reistu ný heim-
kynni á túnum suður af bænum.
Lítill ljóshærður hnokki, sonur
Eyfa og Jóhönnu, hjólaði frá hús-
inu númer níu yfir til mín og við
tókum tal saman; „Okkur pabba
og körlunum sem eru að vinna
með honum finnst þetta ganga
hálfhægt hjá þér,“ sagði stráksi.
Og þetta braut ísinn, upphaf
kynna var markað og húsin voru
reist á skömmum tíma.
Með fjölskyldum okkar tókst
svo vinátta en Jóhanna og Hafdís
sáu um félagstengslin og unnu
saman um árabil. Fjölskyldur
okkar fóru ógleymanlega ferð
saman til Daun Eifel í Þýskalandi
sumarið 1989. Gist var í sumar-
húsum og ferðast á tveimur bílum
um hraðbrautir og sveitavegi
Þýskalands um Mósel- og Rínar-
dali.
Við fórum aftur ferð saman ár-
ið 2006, dvöldum í München og
ókum um suðurhluta Þýskalands.
Í þeirri ferð fengum við óvænt
stærri bíl fyrir okkur fjögur og
Eyfi tók algjörlega yfir sem bíl-
stjóri. Hleypti mér aldrei að. Þar
naut hann sín vel á bestu vegum
veraldar í fögru umhverfi. „Vertu
bara á kortinu, Steini, ég veit ekki
hvert ég er að fara. Þú veist það
hins vegar og því er betra að ég
keyri.“
Eyfi nam bifvélavirkjun og var
traustur starfsmaður og trúr sín-
um vinnuveitendum. Starfaði
lengi hjá Sigfúsi Kristinssyni
byggingameistara og seinna
Ræktunarsambandi Flóa og
Skeiða en Eyvi var lengi verk-
stjóri í klæðningarflokki þess fyr-
irtækis, sem Borgarverk tók yfir
á síðasta ári. Þeirri breytingu
kunni hann vel eftir óvissu
eftirhrunsáranna.
Enginn ræður för. Eftir anna-
samt sumar og haust héldu þau
Eyfi og Jóhanna í ferð upp á eigin
spýtur til suðrænna stranda til að
komast í langþráða hvíld. En eigi
má sköpum renna, því úr þessari
ferð átti Eyvi ekki afturkvæmt.
Ferill Eyjólfs Rúnars Krist-
mundssonar er saga manns sem
reyndist öllum vel. Hann vann
mikið og jafnvel of mikið á köflum.
Fórnaði sér fyrir fjölskyldu,
vinnuveitendur og samferðafólk.
Var iðinn og mikill hagleiksmað-
ur.
Missir Jóhönnu er mikill en
hún á verðmætan fjársjóð í börn-
um sínum, tengdabörnum og
barnabörnunum. Systkini Jó-
hönnu og fjölskyldur þeirra eri
sterkur hópur; gott bakland á
þeim erfiða tíma sem í hönd fer.
Jóhönnu, Óla Rúnari, Unni og
fjölskyldum þeirra, bræðrum
Eyjólfs og fjölskyldum sem og
öðrum aðstandendum, vinum og
samstarfsfólki vottum við einlæga
samúð okkar.
Bergsteinn Einarsson
og fjölskylda.
Eyjólfur Rúnar
Kristmundsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
ÞÓRIS MAGNÚSSONAR
bónda, Syðri-Brekku.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fyrir
góða umönnun og hugulsemi.
.
Aðstandendur.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI SIGURÐSSON
sjómaður frá Þingeyri við Dýrafjörð,
lést á heimili sínu og fór útförin fram í
kyrrþey. Hjartans þökk,
.
Sigurður, Jóna Ágústa,
Guðný Helga, Sigríður Kristín,
Elísabet Sif
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar og amma,
WILMA NORA THORARENSEN,
lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
2. desember. Útför hennar hefur farið fram
í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er
bent á dvalarheimilið Hlíð.
Bestu þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir góða umönnun.
.
Axel Thorarensen,
Helga Thorarensen,
Kai Þórður Thorarensen,
Sara Dögg Thorarensen,
Linda Marie Thorarensen,
Róbert Heiðar Thorarensen.