Morgunblaðið - 11.12.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015
✝ Magni Kjart-ansson fæddist
á Klúkum í
Hrafnagilshreppi,
Eyjafirði 22. maí
1930. Hann lést á
dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri
30. nóvember
2015.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Jónsdóttir, f. 8.2.
1887, d. 5.9. 1969, og Kjartan
Ólafsson, f. 23.11. 1892, d. 2.3.
1974. Systkini Magna eru Jón,
f. 15.3. 1913, d. 4.10. 1977,
Ólafur, f. 13.12. 1920, d. 23.11.
1988, Kristinn, f. 24.3. 1922,
Guðrún, f. 15.6. 1925, og
Tryggvi, f. 4.2. 1927, d. 22.7.
Helgi, f. 15.9. 1961, Alda
Björg, f. 14.8. 1962, og Herdís,
f. 13.12. 1968, faðir þeirra er
Ármann Magnússon, Egils-
stöðum.
Magni fluttist með for-
eldrum sínum fjögurra ára
gamall að Miklagarði í Saur-
bæjarhreppi, gekk í barna-
skóla í sveitinni, ólst upp við
venjuleg bústörf og hallaðist
fljótt að hestamennsku. Fór
snemma að vinna við tamn-
ingar og síðar á vélum. Magni
keypti Árgerði 1963 og hóf
þar búskap 1964 með blandað
bú, þar sem hann stundaði ár-
angursríka hrossarækt. Hann
var einn af stofnendum hesta-
mannafélagsins Funa í Eyja-
firði og var þar virkur alla
tíð.
Útför Magna fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 11.
desember 2015, klukkan 13.30.
2005.
Magni giftist 28.
desember 1982
Þórdísi Sigurðar-
dóttur frá Borgar-
felli í Skagafirði,
f. 21.9. 1941. For-
eldrar hennar
voru Sigurður Ei-
ríksson, f. 12.8.
1899, d. 25.1.
1974, og Helga
Sveinbjörnsdóttir,
f. 27.9. 1918, d. 4.7. 2005.
Systkini Þórdísar eru Guð-
mundur Eysteinn Sigurðsson,
f. 19.12. 1937, d. 3.2. 2005, og
Inga Björk Sigurðardóttir, f.
21.7. 1944.
Börn Þórdísar af fyrra
hjónabandi eru Sigurður
Í dag kveðjum við hestamenn
Magna í Árgerði. Enginn hefur
lagt annað eins til hesta-
mennsku og hrossaræktar í
Eyjafjarðarsveit eins og hann.
Reiðmennska og hrossarækt var
ástríða bóndans í Árgerði en á
báðum sviðum hafði hann náð-
argáfu. Magni tamdi framan af
flest sín hross og sýndi mörg
þeirra í keppni og kynbótadómi
með miklum glæsibrag. Áseta
Magna og reiðmennska var fág-
uð og er enn í dag öðrum til fyr-
irmyndar. Margar eftirminni-
legar sýningar hafa greypt sig í
huga þeirra sem sáu. Skemmst
er að minnast sýninga þar sem
Magni geystist um á Snældu
yngri, það var ekkert slor að sjá
hartnær áttræðan manninn taka
Snældu svo glæsilega til kost-
anna.
Magni var kröfuharður
hrossaræktandi enda búa hross-
in í Árgerði og Litla-Garði yfir
einstökum eiginleikum. Magni
og Dísa voru í góðu samstarfi
við Herdísi og Bigga í Litla-
Garði og á hverju ári koma fram
gæðingar frá búunum sem bera
Magna og Dísu fagurt vitni.
Fátt gladdi Magna meira en vel
þjálfaður gæðingur og því hefur
árangur Bigga og Gangsters frá
Árgerði í keppni við fremstu
gæðinga landsins eflaust fyllt
hann stolti á ævikvöldinu.
Magni var einn af stofnfélög-
um Hestamannafélagsins Funa í
Eyjafirði árið 1960 og var hann
gerður að heiðursfélaga árið
1997. Allt frá stofnun Funa setti
hann svip sinn á mót og sam-
komur félagsins. Framan af var
hann ötull á keppnisvellinum en
síðustu árin mætti hann ævin-
lega í áhorfendabrekkuna ásamt
Dísu til að fylgjast með mótum
félagsins. Ekki hefur skemmt
fyrir að oftast áttu þau fulltrúa í
brautinni, bæði hesta og menn.
Afkomendur Magna og Dísu
munu njóta ævistarfs Magna og
halda merki hans á lofti í heimi
hestamennskunnar. Þau Dísa,
Herdís, Biggi, Hafþór, Nanna
Lind, Sindri og Ásdís Helga
hafa öll gefið Magna mikið með
því að vera honum samferða um
þann ævintýraheim. Minningin
um merkan hestamann mun lifa
um ókomna tíð og félagsmenn í
Funa eins og aðrir unnendur ís-
lenska hestsins eiga Magna
mikið að þakka.
Við sendum Dísu og fjölskyld-
unni allri samúðarkveðju fyrir
hönd félagsins.
Fyrir hönd Funa,
Anna Kristín Árnadóttir og
Valur Ásmundsson.
Vinur minn, Magni Kjartans-
son, bóndi og hrossaræktandi í
Árgerði í Eyjafirði, er látinn. Ég
var svo lánsamur að kynnast
Magna, þeim einstaka manni,
árið 1978 þegar ég var að leita
mér að góðum reiðhesti. Var
mér bent á að glæsilegur fimm
vetra foli væri falur hjá Magna.
Ég prófaði hestinn og kaupin
voru handsöluð. Vinátta okkar
Magna hefur varað síðan og
aldrei borið skugga á.
Sem hrossaræktandi er
Magni þjóðkunnur og hlaut
hann flestar þær viðurkenning-
ar sem veittar eru í hrossarækt
á Íslandi. Sem tamningamaður
og þjálfari var hann í sérflokki.
Hann hafði einstakt næmi á
hross og öll þjálfun var gerð á
forsendum hestsins löngu áður
en það var almennt viðurkennt.
Umgengni við hrossin ein-
kenndist af væntumþykju og
þolinmæði. Það þekkja flestir
hestamenn söguna um Magna
og stóðhestinn Snældu-Blesa.
Hvernig honum tókst með ein-
stakri þrautseigju og góðra
manna hjálp að græða fótbrot
hans og koma honum á fætur
þannig að hann gæti gagnast í
ræktunarstarfinu en undan hon-
um hafa komið margir góðir
gripir.
Magni tileinkaði sér snemma
klassíska reiðmennsku og fal-
lega ásetu. Eftir var tekið hve
hross fóru vel hjá honum. Hann
sat teinréttur í hnakknum og
grófar bendingar og taumaskak
voru honum víðsfjarri þótt tekið
væri til kostanna. Magni vand-
aði sig í öllu sem hann gerði og
fæst var tilviljunum háð.
Mér er það minnisstætt þeg-
ar ég sýndi honum ýmsan ný-
tísku hjálparbúnað sem menn
voru að taka í notkun hér syðra
eins og innbindingagræjur og
margt fleira. Þá kom maður
ekki að tómum kofunum hjá
Magna því oftast hafði hann
prófað eitthvað þessu líkt mörg-
um árum áður og vissi hvernig
búnaðurinn virkaði.
Magna hefur hlotnast marg-
víslegur heiður á lífsleiðinni með
hrossin sín. Það eru nokkrir há-
punktar á ferlinum sem vert er
að nefna. Eins og þegar Magni
komst á verðlaunapall með
Draum sinn á fjórðungsmótinu í
Húnaveri árið 1964. Hann fór
með Snældu á Þingvöll sumarið
1978, þar vann hún sex vetra og
eldri flokkinn, sá sigur lagði
grunninn að hrossarækt Magna,
en segja má að flest hrossin í
Árgerði eigi rætur að rekja til
Snældu 4154 og Penna 702. Það
var líka stór stund hjá Magna að
sýna Penna til fyrstu verðlauna
á Landsmótinu á Vindheima-
melum 1982.
Árið 1987 var haldið fjórð-
ungsmót á Melgerðismelum – í
hans heimasveit, sem var mjög
ánægjulegt fyrir Magna. Þar
sýndi hann Snældu til fyrstu
verðlauna fyrir afkvæmi og varð
hún efst í þeim flokki. Blika
dóttir Snældu hlaut efsta sæti í
sex vetra flokki, Brynja systir
hennar var í öðru sæti í fimm
vetra flokknum og loks Hreyf-
ing í þriðja sæti í fjögurra vetra
flokki.
Síðan þá hefur komið fram
fjöldi úrvalsgripa frá búinu,
bæði merar og stóðhestar sem
væri of langt að tíunda.
Magni hafði góðan húmor og
sá alltaf spaugilegu hliðarnar á
lífinu. Hann var hlýr, heilsteypt-
ur og tryggur vinur. Með honum
og fjölskyldu hans áttum við
Hildur margar góðar stundir. Í
einkalífi var hann lánsamur.
Eiginkona hans, Þórdís Sigurð-
ardóttir, stóð eins og klettur við
hlið hans í einu og öllu.
Ég votta Dísu, Herdísi,
Bigga, Boggu, Helga og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Egill Ágústsson
og fjölskylda.
Magni Kjartansson
✝ ÞorgerðurÞorgeirsdóttir
fæddist á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum
19. janúar 1926.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 27. nóvember
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Þorgeir
Þorsteinsson,
bóndi á Hlemmi-
skeiði, f. 16.3. 1885 á Reykjum á
Skeiðum, d. 20.8. 1943, og k.h.
Vilborg Jónsdóttir, kennari og
húsfreyja á Hlemmiskeiði, f. 9.5.
1887 í Efra-Langholti, Hruna-
mannahreppi, d. 2.4. 1970.
Systkini Þorgerðar voru:
Unnur, f. 15.5. 1915, d. 8.3. 2008,
Þórir, f. 14.7. 1917, d. 25.6. 1997,
Hörður, f. 15.7. 1917, d. 28.5.
2006, Inga, f. 2.2. 1920, d. 30.4.
2010, Jón, f. 29.5. 1922, d. 22.11.
2014, Rósa, f. 6.2. 1924, d. 21.1.
1952, og Vilborg, f. 21.7. 1929.
Þorgerður giftist í Róm á Ítal-
íu 8. maí 1955 Gísla Magnússyni
píanóleikara, f. 5.2. 1929 á Eski-
firði, d. 28.5. 2001. Foreldrar
hans voru Magnús Gíslason
skrifstofustjóri, f. 1.11. 1884 í
Eydölum í Breiðdal, d. 21.9.
1970, og k.h. Sigríður Jónsdóttir
og dvöldu þar í eitt ár í náms-
leyfi.
Þorgerður gekk í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni 1943-45 og
Húsmæðraskólann á Laugar-
vatni 1945-46. Eftir það fór hún í
Húsmæðrakennaraskólann og
lauk þaðan prófi árið 1948. Sum-
arið 1947 starfaði hún á hóteli
sem rekið var í Húsmæðraskól-
anum á Laugarvatni og sá þar
um matseld ásamt skólasystur
sinni en þetta var liður í náminu
í Húsmæðrakennaraskólanum. Í
tvö sumur eftir brautskráningu
var hún ráðskona í hótelinu í
Fornahvammi í Norðurárdal og
bar ábyrgð á allri matseld þar.
Þorgerður hóf störf sem hús-
mæðrakennari við Laugarnes-
skóla 1948 og kenndi þar til árs-
ins 1969 og eftir það í Lauga-
lækjarskóla þar til hún fór á
eftirlaun. Inga systir hennar
kenndi einnig við sömu skóla og
störfuðu þær því á sama vinnu-
stað nánast alla sína starfsævi.
Þorgerður skrifaði kennslubæk-
ur í heimilisfræði: Unga stúlkan
og eldhússtörfin 1967 og Fæðan
og gildi hennar 1968 ásamt sam-
starfskonu sinni Vilborgu
Björnsdóttur. Þær voru notaðar
í heimilisfræðikennslu áratug-
um saman og eru jafnvel enn.
Fyrri bókin fékk síðar heitið
Unga fólkið og eldhússtörfin og
er enn í dag þarfaþing á mörg-
um heimilum.
Útför Þorgerðar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag, 11.
desember 2015, klukkan 15.
húsmóðir, f. 27.9.
1897 í Nesi í Norð-
firði, d. 23.5. 1965.
Börn þeirra eru:
1) Magnús, deild-
arstjóri hjá Reikni-
stofnun HÍ, f. 27.4.
1956, kvæntur Guð-
rúnu Halldórsdóttur
leikskólakennara, f.
16.3. 1957, börn
þeirra Gísli, f. 16.4.
1988, og Vilborg f.
29.5. 1993.
2) Rósa myndlistarmaður, f.
4.7. 1957, m. Þórhallur Eyþórs-
son, prófessor í HÍ, f. 4.6. 1959,
börn þeirra Þorgerður, f. 12.3.
1989, Helga Gunndís, f. 23.6.
1991, og Guðrún Sigríður, f.
19.4. 1996.
Þorgerður, sem var alltaf
kölluð Stella af sínum nánustu,
ólst upp á Hlemmiskeiði. Eftir
að faðir hennar lést flutti hún
ásamt móður sinni og yngri
systkinunum á Langholtsveg 27
í Reykjavík. Þar átti Þorgerður
heima þar til hún giftist Gísla ár-
ið 1955. Þá hófu þau búskap að
Bergstaðastræti 65 og bjuggu
þar alla tíð. Þorgerður bjó ein
eftir að Gísli lést. Árið 1961
fluttu Þorgerður og Gísli til
Lundúna ásamt börnum sínum
Tengdamóðir mín, Þorgerður
Þorgeirsdóttir, var glæsileg kona,
grönn og ljós yfirlitum, hógvær,
hlédræg og með fágaða fram-
komu. Hún var mikil fjölskyldu-
manneskja og stóð eins og klettur
að baki öllu sínu fólki og lét sér
mjög umhugað um velferð þess.
Það var einstök gæfa að tengjast
þessari góðu konu sem tók mér
strax opnum örmum. Mér fannst
raunar frá upphafi að ég hefði allt-
af verið hluti af fjölskyldunni.
Þegar ég kynnti Rósu, konuna
mína, fyrst fyrir ömmu minni
sagði hún: „Mér líst vel á þessa
stúlku; ég held að hún sé skyld
okkur.“ Það kom upp úr dúrnum
að þær amma Guðrún og tengda-
móðir mín voru báðar af Reykja-
ætt á Skeiðum og skyldar í fjórða
lið. Þessi saga telst ekki til tíðinda
á Íslandi en útlendingar verða dol-
fallnir þegar þeir heyra hana því
að hún staðfestir hugmyndir
þeirra um íslenska örsamfélagið
þar sem allir eru skyldir öllum.
Þorgerður var alltaf kölluð
Stella af þeim sem þekktu hana.
Maðurinn hennar, Gísli Magnús-
son, var einn helsti píanóleikari
þjóðarinnar og mikill öðlingur.
Hann dó um aldur fram árið 2001,
sjötíu og tveggja ára að aldri. Þau
Gísli og Stella kynntust í flugvél á
tónleikaferðalagi til Norðurlanda
þar sem hún söng í kór en hann
spilaði undir. Tónlist og ferðalög
voru alla tíð sameinandi afl.
Stella lagði land undir fót til
Ítalíu til að hitta Gísla sem var í
framhaldsnámi í píanóleik í Róm
og þau gengu í hjónaband á skrif-
stofu borgarfógeta á Kapítólhæð
vorið 1955. Mikið var hlegið að til-
raunum Ítalanna til að skrifa nafn-
ið á fæðingarstað hennar,
Hlemmiskeiði, á giftingarvottorð-
ið.
Gísli og Stella voru einstaklega
samhent og samtaka hjón. Á
smekklegu heimilinu að Berg-
staðastræti 65 var menningar-
bragur og þar áttum við fjölskyld-
an ófáar gleðistundir. Stella eldaði
afbragðsgóðan mat enda höfund-
ur annálaðra kennslubóka í mat-
reiðslu.
Bókin Unga fólkið og eldhús-
störfin varð mér opinberun þegar
ég fékk eintak að gjöf rúmlega tví-
tugur að aldri. Stella hafði líka un-
un af blómarækt og hafði svo
græna fingur að hún fékk öll blóm
til að dafna inni sem úti.
Ógleymanlegar eru heimsóknir
tengdaforeldra minna til landa
þar sem við Rósa áttum heima:
Þýskalands, Bandaríkjanna og
Englands. Sérstaklega minnis-
stæð er þó dvöl okkar fjögurra í
Róm þar sem Gísli og Stella höfðu
forðum átt rómantískar stundir.
Það var okkur Rósu sérstök
ánægja þegar Stella slóst í för
með okkur aftur til Rómar fyrir
nokkrum árum. Þótt hún væri þá
komin á níræðisaldur lét hún eng-
an bilbug á sér finna og þrammaði
með okkur um helstu sögustaðina
í borginni eilífu, frá Kapítólhæð,
þar sem þau Gísli giftu sig, til Pét-
urskirkjunnar – og allt þar á milli.
Stella hélt góðri heilsu fram
undir það síðasta og hugsaði um
heimili sitt með þeim glæsibrag
sem hún var vön. Fyrir fáeinum
vikum veiktist hún alvarlega og
var lögð inn á Landspítalann. Þar
fékk hún hægt andlát eftir stutta
sjúkralegu, umvafin ljúfum kon-
um í fjölskyldunni sem vöktu yfir
henni til hinstu stundar.
Þórhallur Eyþórsson.
Í dag þegar þetta er skrifað er
fyrsti í aðventu og það fyllir mig
djúpri sorg að vera ekki hjá ömmu
Stellu í aðventukaffi, drekka kakó
og fá epli í raspi með rjóma,
skinkuhorn og hvítu smákökurn-
ar. Það rennur upp fyrir mér að ég
á aldrei eftir að drekka kaffi í
skotinu í eldhúsinu með ömmu og
það er óttalega, óttalega sorglegt.
Amma var mikið jólabarn og
elskaði jólalög og jólaskraut. Afi
og amma áttu afar skemmtilegt
jólaskraut og settu það alltaf á
sömu staðina. Pínulitla jólakalla
sem héngu úr ljósakrónunni inni í
eldhúsi og fallegar útskornar
myndir af jólabarninu og Betle-
hemstjörnunni sem ég held að afi
hafi föndrað. Þau héldu mikið upp
á leirkalla sem við systurnar
bjuggum til og áttu að vera Jes-
úbarnið og fjölskylda.
Þau voru alltaf svo ánægð með
allt sem maður föndraði eða teikn-
aði og höfðu allt til sýnis.
Það fyllti okkur ómældri
ánægju að sjá að hlutirnir sem við
bjuggum til fengu fallegan sess á
heimilinu.
Sumar af mínum dýrmætustu
minningum eru frá ömmu og afa
og hvernig þau gerðu hversdags-
leikann ævintýralegan og háfleyg-
an. Það er til eftirbreytni.
Amma bjó til heilan heim í
kringum litla króka á heimilinu
eins og „skyrskotið“ sem var lítið
horn inni í búri og þar fékk maður
alltaf hrært skyr við pínulítið
borð. Þau höfðu svo mikið fyrir
okkur barnabörnunum og vildu að
við hefðum allt til alls og fengjum
að upplifa fegurð heimsins.
Þau fóru oft og mörgum sinn-
um með okkur í bústaðinn sinn
Skýjaborg. Þar var allt óendan-
lega spennandi fyrir litlar sálir.
Hið venjulega varð undravert í
þeirra heimi. Við byggðum stein-
hús niðri við Grjótá, lékum með
búdót, tíndum bláber á haustin og
lásum Grimmsævintýri á kvöldin.
Amma og afi voru ótrúlega
samhent hjón og ég man eftir svo
mikilli ást á milli þeirra og gagn-
kvæmri virðingu. Þau voru svo
góð hvort við annað. Það er stór-
kostlegt að skoða gamlar myndir
af þeim, sérstaklega um það leyti
sem þau giftu sig í Róm; þau voru
eins og Hollywood-stjörnur. Allt
var rómantískt í kringum þau.
Amma elskaði fátt jafn mikið og
að vera úti í garði að sinna blóm-
unum, sópa stéttina eða taka til og
raða, endurraða hlutum í geymsl-
unni eða þrífa og gera fínt. Hún
vildi hafa gríðarmikið magn af
blómum hjá sér og var með marg-
rómaða græna fingur. Bleiku pel-
argóníurnar í gluggunum á Bestó
hafa verið umtalaðar sem prýði
götunnar.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir að
hafa haft ömmu Stellu í mínu lífi,
hún hefur séð um mig alla tíð og
alltaf veitt mér griðastað. Hún var
kærleiksrík og sterk kona, skyn-
söm, listræn og fáguð og eldaði
besta hafragraut í heimi.
Ég er einnig þakklát fyrir
stundirnar okkar á spítalanum
þótt þær hafi verið erfiðar. Ég er
þakklát fyrir að hún skuli hafa far-
ið á friðsamlegan hátt umkringd
elskandi barnabörnum sem eiga
alltaf eftir að sakna hennar og
minnast með hlýju í hjarta. Ég sé
fyrir mér langþráða endurfundi
hennar og afa Gísla, skýjum ofar í
sinni eigin Skýjaborg, umvafin pí-
anótónum, bleikum pelargóníum
og með gnægð af kaffi og mola-
sykri.
Elsku amma Stella, ég mun
sakna þín á hverjum degi.
Þorgerður Þórhallsdóttir.
Það er ótrúlega erfitt að þurfa
að kveðja ömmu Stellu svona
snöggt en ég er svo þakklát fyrir
allar stundirnar sem við höfum átt
saman. Heimili hennar á Berg-
staðastræti 65, Besta strætinu eða
Bestó eins og hún kallaði það, var
staður sem maður gat alltaf leitað
til hvort sem það var til að fá kaffi-
bolla og láta stjana við sig, fá góð
ráð eða bara til að slappa af. Það
Þorgerður
Þorgeirsdóttir
Fallin er frá á
besta aldri Gísli
Jensson, sam-
starfsmaður okkar til rúmlega
tveggja áratuga.
Gísli Jensson kom til starfa
Gísli Jóhann
Viborg Jensson
✝ Gísli JóhannViborg Jensson
fæddist 23. nóv-
ember 1949. Hann
lést 22. nóvember
2015.
Útför Gísla fór
fram 4. desember
2015.
hjá Íþrótta- og
tómstundasviði
Reykjavíkur árið
1994. Hann hóf
fyrst störf sem
vaktstjóri í Árbæj-
arlaug, sem þá var
nýtt mannvirki hjá
ÍTR. Gísli tók svo
síðar við sem for-
stöðumaður í
Sundhöll Reykja-
víkur. Gísli fór
þaðan til starfa sem forstöðu-
maður í Breiðholtslaug um tíma
en kom svo aftur til starfa í
Sundhöllinni þar sem hann
lauk sínum starfsferli á þessu
ári.
Þegar Gísli kom til starfa
fyrir ÍTR hafði hann um árabil
verið stýrimaður til sjós og
vissulega hafa það verið við-
brigði að koma í land eftir all-
an þann tíma og hefja störf við
sundlaug. En Gísli aðlagaðist
því fljótt og í störfum sínum
sem stjórnandi var hann ákaf-
lega traustur og sinnti sínu
starfi af mikilli samviskusemi.
Fyrir hönd samstarfsmanna
og vina þökkum við frábær
kynni. Minning um góðan
dreng og samstarfsfélaga mun
lifa meðal okkar.
Fjölskyldu Gísla færum við
innilegar samúðarkveðjur.
Steinþór Einarsson,
Ómar Einarsson.