Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.1991, Síða 7

Víkurfréttir - 08.05.1991, Síða 7
Ljósm: Ingólfur Níels Árnason. Bjarklind Gfsladóttir Ungfrú Fjörheimar 1991 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Fjörheimar, fór fram síðasta dag aprílmánaðar. Keppnin fór fram í Stapanum, og var mikið um dýrðir. Krakkarnir í Grunn- skólanum í Njarðvík höfðu skreytt salinn veglega og var góð stemmning í honum. Átta stúlkur tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Komu þær tvisvar fram. Fyrst í æf- ingagöllum frá Sportbúð Osk- ars, en síðan í kjólum að eigin vali. Stúlkurnar voru allar mjög glæsilegar og eiga eflaust margar eftir að taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja áður en langt um líður. Þrjár stúlkur voru krýndar, vinsælasta stúlkan, Ijós- myndafyrirsætan, og Ungfrú Fjörheimar. Stúlkumar völdu sjálfar vin- sælustu stúlkuna, og varð Ester Sigurjónsdóttir fyrir vaiinu. Ljósmyndarar völdu síðan bestu ljósmyndafyrirsætuna, Sigríði Margréti Oddsdóttur. Þá var komið að hápunkti kvöldsins. Ungfrú Fjörheimar 1991 var valin af dómnefnd, Bjarklind Gísladóttir. Var henni fagnað vel og innilega af nemendum og gestum, sem troðfylltu Stapann þetta kvöld. Stúlkumar fengu ýmsar gjaf- ir. Má þar nefna blóm, snyrti- vörur og sérstök hálsmen sem Karl Olsen smíðaði í tilefni keppninnar. Lovísa Guðmundsdóttir sá um skipulagningu keppninnar og þjálfun stúlknanna, og á hún lof skilið fyrir frammistöðu sína. Greinilegt að hún ætlar lítið að gefa móður sinni eftir. Dómnefnd var skipuð þeim Ágústu Jónsdóttur, Bertu Guð- mundsdóttur, Garðari K. Vil- hjálmssyni, Kristjáni Möller og Olgu Björt Þórðardóttur. __________7 Víkurfréttir 8. maí 1991 Miðvikudagur: Á miðvikudagskvöldið mæta þeir félagar úr Sniglabandinu á Edenborg og Rokka með Suðurnesjamönnum til kl. 03. Fimmtudagur: Blúsmenn Andreu verða fimmtu- dagsgestir að þessu sinni. Andrea Gylfadóttir úrTodmobile og Blúsmenn hennar hafa á undanförnum mánuðum spilað í Ásbyrgi, Hótel íslandi, og verið ákaflega vel tekið. Ekki missa af Blúsmönnum og Andreu Gylfadóttur á Edenborg. Láttu sjá þig. Föstudagur: Loðnu Rotturnar ásamt Jóhannesi Eiðssyni mæta og halda uppi taumlausri gleði til 03. Strip Show upp úr miðnætti. Naughty Nicky ku vera einn sá rosalegasti í þessu fagi. Laugardagur: Þetta er ykkar kvöld. Rotturnar áfram á góðri keyrslu, og takið eftir, Jóhannes Eiðsson er að verða einn heitasti söngvari landsins í dag. Kl. 00.30 mætir Magnús Scheving og hans fólk með splunkunýtt atriði sem hann kallarWILD HOTNIGHT. Ekki missa af Rottunum og Magga Scheving á laugardagskvöldið. Mættu hress á Edenborg. Sunnudagur: Mummi og Balli spila Sími12000 Opið í kvöld til kl. 03. Guðmundur Rúnar föstudags- og laugardagskvöld til kl. 03. 20 ára aldurstakmark. Láttu sjá þig! ‘ ' SANDGERÐI Föstudagur: Hljómsveitin Atlantis meö Eyjólf Kristjánsson, Stefán Hilmarsson og Nínu fremst í flokki. Einnig eru í sveitinni Karl og Atli Orvarssynir, Friörik Sturluson úr Sálinni, Gulli Briem úr Mezzoforte, og Þorvaldur Þorvaldsson úr Todmobile. Húsiö opnaö kl. 10. Stanslaust fjör til kl. 03. Laugardagur: Vegna fjölda áskorana og frábærra undirtekta veröur hin stórkostlega rokksýning - ROCKY HORROR - GREASE - endurtekin. Ath. Aöeins þetta eina sinn. Hljómsveitin Glerbrot sér um tónlistarflutning og heldur uppi rokk stemmningu. Síöast var húsfyllir. Þú hefur ekki efni á aö missa af þessari sýningu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.