Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.1991, Page 11

Víkurfréttir - 08.05.1991, Page 11
10 Fegurðarsamkeppni Islands: Vikurfréttir 11 8. maí. 1991 Víkurfféttir 8. maí 1991 SÆTASTAR AF SUÐURNESJUM -„Búiö aö vera gaman, en erfitt," segja þær Sigrún Eva og Telma Sigrún Eva í blómahafinu. Henni bárust alls 22 blóinvendir eftir keppnina. „Þetta er búið að vera mjög gaman, en líka erfitt,“ sögðu þær vinkonur Sigrún Eva Kristinsdóttir og Telma Birg- isdóttir aðspurðar um hvernig þeim liði eftir þátttökuna í Feg- urðarsamkeppni Islands. Kom þeim á óvart Við Suðumesjamenn megum vel við una að þessu sinni. Stúlkumar tvær sem við send- um sem fulltrúa okkar í keppn- ina stóðu sig með einstakri prýði. Sigrún Eva hafnaði í öðru sæti, Telma í því fjórða og var jafnframt kjörin ljós- myndafyrirsæta íslands. Svo skemmdi það alls ekki týrir að sjálf Fegurðardrottning Islands. Svava Haraldsdóttir, er ramnr- keflvísk í báðar ættir og sleit bamskóm sínum að Suðurgötu 38 hér í Keflavík. En áttu stúlkurnar okkar von á þessum frábæra árangri? „Nei, alls ekki,“ svarar Telma. „Þetta var mjög góður hópur, og það er erfitt að geta sér til um liver nær hvaða sæti þegar við eru hver innan um aðra.“ Tónlistarskólinn í Keflavík: Vortónleikar og skólaslit Vortónleikar yngri nemenda verða í skól- anum fimmtudaginn 9. maí kl. 16.00. Vortónleikar eldri nemenda verða í skól- anum laugardaginn ll.maíkl. 15.00. Skólaslit verða í skólanum þriðjudaginn 14. maí kl. 17.00. Þar fer fram afhending einkunnabóka og prófskírteina. Núverandi nemendur sem ætla að halda áfram námi næsta vetur eru minntir á að sækja um fyrir 14. maí. Skólastjóri Frá Grunnskóla Njarövíkur: Innritun 6 ára barna Börn sem fædd eru árið 1985 hefja skólagöngu í haust. Innritun fyrir þessi börn verður í skólanum mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí frá kl. 9-12 og 13-15, báða daganna. Vorskóli fyrir 6 ára börn verður frá 15. maí til 23. maí Skólastjóri Það mæddi mikið á þessum Suðurnesjamenn áttu ekki bara sætustu stelpurnar í feg- urðarsamkeppninni. heldur var bróður partur þeirra sem að baki liennar stöifuðu líka af Suðurnesjum. Hér að ofan sjást þær Katrín Hafsteinsdóttir og Anna Lea Björnsdóttir, sem sáu um líkamsþjálfun stúlknanna, Agústa Jónsdóttir, sent aðstoðaði við gönguþjálfun. óróa Asgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri, og Birna Magnúsdóttir, göngu- og framkomuþjálfari. Húsbyggjendur - Húseigendur Seljum á góðu verði: Galv. þakjárn, skorið eftir máli, 567 kr. pr. m. Kjöljárn 20 cm x 20 cm. 440 kr. pr. m. Kverkrennur 30 cm x 30 cm. 650 kr. pr. m. Einnig öll almenn blikksmíðavinna Gerið verðsamanburð Blikksmiðja Agústar Guðjónssonar h.f. Vesturbraut 14, Keflavík, sími12430 Þrjár kampakátar Sigrún Eva, Ágústa og Telma, framan við heimili Sigrúnar Evu í Innri-Njarðvík. „Við erum að gera rétta hluti“ - segir Ágústa Jónsdóttir, umsjónarmaöur Feg- uröarsamkeppni Suðurnesja Það voru fáir sem kættust meira yfir árangri stúlknanna okkar en hún Ágústa Jónsdóttir, um- sjónarmaður Fegurðarsamkeppni Suðumesja. „Mér finnst þetta alveg meiri- háttar úrslit og ég er yfir mig ánægð. Það var náttúrlega vitað mál að við áttum þama tvo glæsi- Iega fulltrúa en þetta gekk betur en ég þorði að vona. Þetta sýnir mér að við erunr greinilega að gera rétta hluti hérna fyrir sunnan því við höfum aldrei náð betri ár- angri. Eg held að þetta hljóti að verða niikil lyftistöng fyrir keppnina hérna.“ Ágústa hefur hlotið mikið hrós frá umsjónarrnönnum Fegurðar- samkeppni Islands fyrir það hversu vel undirbúnar stúlkumar koma héðan. „Eg legg mikið upp úr því að kenna stúlkunum sem niest fyrir keppnina hérna svo allt verði sem líkast því sem gerist í aðal keppn- inni. Sigrún Eva og Telma stóðu sig meiriháttar vel, og fleiri stúlk- ur úr keppninni héma hefðu sóm- að sér fullkomlega vel inni á Hótel Islandi. En við erum tvímælalaust á réttri leið með þetta og ég er í sjöunda himni,“ sagði Ágústa. Telma ætlar í hjúkr- unarfræði En nú þegar Telma er orðin ljósmyndafyrirsæta íslands, liggur ekki beint við að hún leggi fyrir sig einhvers konar fyrirsætustörf? „Það liggur nú ekkert beint fyrir, þó svo að eflaust komi þessi titill til með að hjálpa mér ef mig langar að reyna fyrir mér sem fyrirsæta. Eg hef hins veg- ar lýst því yfir áður að mér finnst það ekki vera neitt fram- tíðarstarf. Eg er hins vegar al- veg ákveðin í því að fara í hjúkrunarfræði í Háskólanum unt leið og ég klára Fjölbraut," svaraði Telma ákveðin í bragði. Sigrún Eva e.t.v. í hótelrekstrarnám En hvað skyldi liggja fyrir hjá Sigrúnu Evu? „Á þessari stundu liggur ekkert annað fyrir en að klára vorprófin. Við eigunr báðar eftir 4-5 próf, en höfum lítið getað einbeitt okkur að lær- dómnum undanfarið. Svo stefni ég að því að klára Stúd- entsprófið um næstu jól og hef jafnvel hug á að fara í nám í hótelrekstri að því loknu. En það verður bara að fá að koma í ljós.“ Hvað með fegurðarsam- keppni erlendis? „Já, það er venjan að sú sem hlýtur annað sætið fer í annað hvort Miss World eða Miss Universe keppnina, en það er ekkert komið á hreint um það í hvora keppnina ég fer,“ sagði Sigrún Eva. Blóm og ut- anlandsferðir Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið um dýrðir á heimilum drottninganna beggja. T.a.m. fékk Sigrún Eva 22 blómavendi, og Telma ann- að eins. Ættingjar þeirra og vinir höfðu því góðfúslega hlaupið undir bagga og lánað þeim auka blómavasa. En þær fengu fleira en blóm, því veg- legir vinningar fylgdu titlum þeirra beggja. Sigrún Eva hlaut tveggja vikna ferð til Benidorm, snyrti- vörur frá Elisabeth Arden, og hársnyrtivörur frá Sebastian. ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? I Aörir sætta sig ekki viö það! Af hverju skyldir þú gera þaö? • Faröu og fáöu þitt eigiö hár sem vex eölilega • -sársaukalaus meöferö • -meöferöin er stutt (1 dagur) • -skv. ströngustu kröf- um bandarískra og þýskra staöla. • -Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaöra lækna. Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráögjafastöö Neöstutröö 8 Pósthólf 111 202 Kópavogi Simi 91-641923 kv sími 91-642319 Telnta fékk tveggja vikna ferð til Irlands, en auk þess fengu þær báðar árskort í leikfimi, ljósakort, skartgripaskrín, veski o.fl. Langþráð frí Stúlkumar vildu að lokum fá að koma á framfæri kæru þakk- læti til allra sem komið hafa nálægt undirbúningi keppn- innar. „Við höfum mætt alveg einstökum hlýhug allsstaðar, og það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur. Stelpurnar í Kóda hafa hjálpað okkur mik- ið með allan fatnað og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Það er hins vegar gott að vera kominn í frí og geta verið nreð fjölskyldu og vinum,“ sögðu þær Sigrún Eva og Telma að lokum. +c SÓL ÚR SORTA Söfnunarfólk mætið til skráningar að Hafnargötu 50, Keflavík, á söfn- unardaginn, sunnudaginn 12. maí frá kl. 13. Rauðakross deild á Suðurnesjum Hafnargötu 50, Keflavík, sími 14747 Tökum aö okkur alla almenna garöaþjónustu • Trjáklippingar • Hellulögn • Út- plöntun • Umhirða á lóðum • Gröfuvinna • Sláttuþjón- usta fyrir einstaklinga og húsfélög • Föst verðtilboð • Fagleg vinna, þjónusta og raðleggingar Jón B. Olsen Jóhanna Gunnarsdóttir Guðmundur B. Krist- skrúðgarðameistari garðyrkjufræöingur insson sími13767 sími 13767 sími 13646

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.