Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 24.10.1991, Blaðsíða 1
Úttekt Frjálsrar verslunar: KAUPFÉLAGIÐ STÆRST -Hæstu meðallaunin hjá skipverjum Hauks GK. amkvæmt úttekt sem Frjáls verslun hefur gert á því hver séu stærstu fyrirtækin á árinu 1990 kemur í ljós að fjögur stærstu Suð- urnesjafyrirtækin veltu öll yfir milljarði króna. Þau eru í réttri röð Fríhöfnin, Kaupfélag Suð- urnesja, Hitaveita Suðumesja og Miðnes hf. Var Fríhöfnin í 59. sæti yfir landið með 1506,9 milljónir í veltu og hafði skotist upp um 30 sæti frá árinu 1989. Kaupfélag Suðurnesja var í 60. sæti yfir landið með 1486,3 milljónir, hækkaði um þrjú sæti frá árinu 1989. Hitaveita Suðurnesja var í 69. sæti með 1362,1 milljón og hafði hrapað um sjö sæti frá árinu 1989. Miðnes hf. var í 86. sæti með 1067 milljónir og hafði hækkað sig um þrjú sæti milli áranna 1989 og 1990. Ef skoðað er hvaða fyrirtæki á Suðurnesjuni greiddu hæstu launin á árinu 1990 kemur í ljós að Valbjörn hf. í Sandgerði, sent gerir út togarann Hauk GK, greiddi meðallaun upp á 4,1 milljón króna og var í 14. sæti yfir landið. Hraðfrystihús Kefla- víkur var það Suðumesjafyrir- tæki sem greiddi næst hæst Iaun á árinu eða 3,8 milljónir í með- allaun og Þróttur í Grindavík í 3. sæti með 3,750 milljónir í með- allaun. Símadóni handtekinn undanfömum mánuðum hefur talsvert borið á því að hringt hafi verið í krakka sjö til níu ára gamla og klæmst við þau. Hefur borið mest á þessu í Vogum og Garði, en þó er vitað um tilfelli á nánast öllunt Suðurnesjunt. Síðasta föstudag handtók lögreglan liðlega tvítugan Suð- urnesjamann, sem við yfir- heyrslur hefur játað á sig verkn- aðinn, að sögn Johns Hill lög- reglufulltrúa hjá rannsóknar- lögreglunni í Keflavík. Talið er að hinn seki hafi hringt fleiri hundruð sinnúm og yfirleitt á morgnana milli kl. 9 og 11, þegar mestar líkur voru á að bömin væru ein heima. Ef full- orðinn svaraði skellti hann á og hringdi í næsta símanúmer í símaskránni. Höfðu margir foreldrar orðið áhyggjur af þessu auk þess sem saklausir menn voru taldir sekir að þessum Ijóta leik. Lán Byggðastofnunar 1990: 100 milljónir lánaðar til Suðurnesja Á síðasta ári fengu 19 aðilar á Suðurnesjum lán frá Byggða- stofnun, samtals að upphæð tæpar 99 milljónir króna. Þar af fengu tjórir aðilar samtals 26 milljónir að láni í lánaflokki, sem var settur upp til að auka verkefni innlendra Skipa- smíðastöðva. Hinn almenni lánaflokkur var vegna fjárhagslegra endur- skipulagninga, skuldbreytinga, bátakaupa eða stofnkostnaðar s.s. breytinga í frystingu eða verkun sjávarfanga í landi. I þeim flokki fengu tveir Suð- umesjaaðilar mest þ.e. 10 millj- ónir hvor um sig. Voru þetta Eldey hf. og Keflavíkurbær. Þeir aðilar sem mest fengu til endurbyggingar, nýsmíði eða viðhalds skipa voru eigendur Víkurbergs GK, 15 milljónir króna. Kemur þetta fram í árs- reikningum Byggðastofnunar. undkennsla er fastur þáttur í skólastarfinu. Kennslan byrjar strax á haustin og er kennt langt fram á næsta vor. Meðfylgjandi mynd var tekin í sundlauginni í Sandgerði á mánudag. Þar voru sjö ára krakkar úr Grunnskólanunt að læra réttu sundtökin. Kennari er Þórður Olafsson. Hér er það ung hnáta sem sýnir okkur hvemig á að fara að því að komast yfir laugina, án þess að setja tæmar í botninn. Ljósm.:hbb SUNDKENNSLA í SANDGERDI Aðalfundur SSS hefst á morgun: Samstarfs-, fræðslu- og atvinnumál í brennidepli Aðalfundur Sambands sveit- arfélaga á Suðumesjum verður haldinn á morgun föstudag og á laugardag í Samkomuhúsinu í Garði. Aðalmál fundarins verður um- ræða um úttektarskýrslu Rekstrar og Ráðgjafar á skipulagi og stjómun samstarfsverkefna sveit- arfélaganna á Suðumesjum. Einnig verða fræðslumál og at- vinnumál til umræðu. Meðal gesta fundarins verða Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, og ýmsir aðrir sér- fróðir um þau málefni sem tekin verða fyrir. Bæjarstjórn Sandgerðis: Eldeyjarrækjan verði unnin hér á svæðinu Bæjarstjórn Sandgerðis hefur á fundum sínum haft til umræðu veitingu veiðileyfa vegna veiða og vinnslu á rækju sem veidd er á miðum við Eldey. I framhaldi af umræðum hefur eftirfarandi bók- un verið gerð: „Bæjarstjóm leggur á það þunga áherslu að Eldeyjarrækja verði unnin hér á svæðinu og ef ekki takist eðlilegir samningar milli kaupenda og seljenda verði leyfi til rækjuveiða skilyrt þannig að öll rækja verði seld á Fisk- markaði Suðurnesja hf.“ Bíða álits sérfræðinga Mál fiskeldisstöðvarinnar Atlaslax á Reykjanesi er í bið- stöðu hjá lögreglunni í Grindavík. Eins og greint hefur verið frá hefur laxinn í stöðinni ekki verið fóðraður um nokkurt skeið og var málið kært til lögreglunnar í Grindavík. Sigurður Ágústsson, að- alvarðstjóri, sagði í samtali við blaðið nú í vikunni að beðið væri frekari niðurstöðu frá dýralækni um hvað hægt er að gera í málinu. Dýralæknir hefur skilað inn einni skýrslu og nú er verið að afla frekari upplýsinga hjá sér- fræðingum. AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA ^14717,15717 • FAX «12777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.