Víkurfréttir - 24.10.1991, Síða 2
2
Blásarasveitin
byrjuð
Blásarasveit Suðurnesja,
sem getið var um í Vík-
urfréttum nýlega, er orðin að
upprennandi stórhljómsveit.
Sveitin var formlega stofn-
uð laugardaginn 13. október í
Ytri-Njarðvíkurkirkju. Stjórn-
andi sveitarinnar er Siguróli
Geirsson. Æfingar eru á
mánudagskvöldum kl. 20:30
og fara þær fram í Tón-
listarskólanum í Keflavík.
Fyrsta æfingin var 21. þ.m.
Það er enn hægt að stækka
sveitina nokkuð og eru allir
þeir sem áhuga hafa á að vera
með, bæði gamlir og e.t.v.
aðfluttir spilarár, boðnir vel-
komnir og geta þeir enn orðið
stofnfélagar ef þeir vilja.
Þeir sem áhuga hafa á að
vera með. hafi samband í
síma 68121 eða 11565 á
kvöldin. eða mæti á æfingu.
Sveitin verður með íjölbreytt
efnisval og mun vonandi
spila við ýmis tækifæri í
framtíðinni.
Ritari,
Elísabet Karlsdóttir.
Tré-x með
hæstu launin
Trésmiðja Þorvaldar
Ólafssonar hf. greiddi hæstu
heildarlaun fyrirtækja á Suð-
urnesjum á árinu 1990, ef frá
eru talin fyrirtækin á Kefla-
víkurflugvelli.
Greiddi fyrirtækið 60,1
milljón í bein laun á árinu og
sló þar með önnur fyrirtæki
og bæjarfélög á svæðinu út.
Kemur þetta fram í nýjasta
hefti Frjálsrar verslunar.
Fréttir
Víkurfréttir
24. október 1991
• Mikil umferð var í miðbæ Keflavíkur alla „Haustdagana'
Vel heppnaðir Haustdagar
„Haustdagar" voru haldnir í
annað sinn á Suðurnesjum í
síðustu viku, að frumkvæði
Víkurfrétta. Alls tóku um 40
verslanir á svæðinu þátt í
Haustdögunum, með því að
bjóða afslátt og tilboð á ýmsum
vörum.
Voru allir kaupmenn, sem
blaðið hafði samband við. á
einu máli um að Haustdagarnir
hefðu tekist vel og verslun
hefði verið mikil. Sagði einn
þeiria að það hefði verið gaman
að sjá hvernig bærinn lifnaði
við og svona lagað þyrfti að
gerast oftar.
Greinilegt var á umferðinni í
miðbæ Keflavíkur, fimmtudag,
föstudag og laugardag, að mikið
af fólki var á ferðinni. enda til-
valið að nota tækifærið og spara
í mörgum tilvikum þúsundir
króna.
Verslunin HÓLMGARÐUR
HÓLMGARÐI 2 - KEFLAVÍK - SÍMI 14565 - ávallt í leiðinni - alltaf opin!
NYJUNG
FJÖLBREYTT OG
FERSKT KJÖTBORÐ
ALLA DAGA
MINNUM Á OKKAR
LANGA OPNUNAR-
TÍMA
-mánud.-föstud. kl. 09-23
-laugard.-sunnud. kl. 10-23.
Verslunin HÓLMGARÐUR
HÓLMGARÐI 2 - SÍMI 14565
V
Kaffibaunir og nýjar blöndur frá Kaffitár.
Stórmarkaðsverð á kaffinu.
Útgefandi: Víkurfréttir hf. ——^——■——
Afgreiðsla, ritstjórn ogauglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717. 15717. Box 125.230 Keflavík. Póstfaxnr. 12777.
- Ritstjórn: Emil Páll Jónsson. heimas. 12677. bílas. 985-25917. Páll Ketilsson. heimas. 13707. bílas. 985- 33717.
- Kréttadeikl: Emil Páll Jónsson. Hilmar Bragi Bárðarson, bílas. 985-25916 og Garðar Ketill Vilhjálmsson. - Aug-
lýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5900 eintök sem dreift er ókevpis um öll Suðumes. - Aðili að Samtökum
bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað
er óheimilt nema heimildar sé getið. Filmuvinna og prentun: GRÁGÁS hf. Keflavík.