Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Qupperneq 5

Víkurfréttir - 24.10.1991, Qupperneq 5
Einkaréttur á skipsnafninu Hólmsteinn Siglingamálastjóri hefur veitt Hólmsteini hf„ Garðhúsum, Garði einkarétt á skipsnafninu Hólm- steinn. Er þetta gert samkvæmt lög- um um skráningu skipa. En sem kunnugt er þá eiga þeir Hólm- steinsmenn bát með þessu nafni og hafa átt í áratugi. Vinnugallinn fuðraði Lögreglan í Grindavík var kölluð að iðnaðarhúsnæði við Tangasund í Grindavík í hádeginu sl. föstudag. Tilkynnt var að eldur væri laus í húsinu. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang var iðnaðarhúsið fullt af reyk. Eldurinn reyndist þó ekki vera mikill. Fyrir hádegismatinn hafði starfsmaður verið að brenna málm með gastækjum og neisti örugglega hlaupið í vinnugallann. Þegar há- degismátunnn stóð sem hæst fór gallinn að loga og gjöreyðilagðist í brunanum. Aðrar skemmdir urðu ekki. Einn valt og tveir skemmdir Bílvelta varð á Grindavíkur- veginum kl. 17:05 á föstudag. Eng- in meiðsli urðu á fólki en bifreiðin er mikiö skemmd. Þá voru tvær bifreiðar skemmdar fyrir utan Félagsheimilið Festi um helgina. Rúða var brotin í annari bifreiðinni og hurð beigluð á hinni. Upplýst er hver olli skemmdunum og er málið nú til meðferðar hjá lögreglunni í Grindavík. Bæjarráö Njarðvíkur: Krefst svara vegna „Vatnsveitu- sullsins" Eftirfarandi bókun hefur verið samþykkt í bæjarráði Njarðvtkur: „Bæjarráð Njarðvíkur vill vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa út af veislu. sem framkvæmdanefnd Vatns- veitu Suðumesja sf. hélt í til- efni af opnun vatnsveitunnar 27. september sl. óska eftir svörum frá nefndinni vegna ásakana unt óhóf og bruðl við þetta tækifæri. Bæjarráð vill jafnframt fá upplýsingar um kostnað vatns- veitunnar vegna umræddrar veislu og þá meðtalinn ferða- kostnað ásamt matar- og vín- kostnaði í Félagsheimilinu Stapa og Flughóteli hf., sund- urliðað. Bæjarráð fer fram á svör við þessu hið fyrsta." Holtsgata 32, Ytri-Njarðvík Gott eldra einbýlishús á tveimur hæðum sem skiptist í stofu og sex svefnherbergi, til sölu. Stór og góður bílskúr. Verð kr. 8.700.000,- Upplýsingar gefur Sigþór í síma: 92-13558 og Helga í síma: 92-16043 _________5 Víkurfréttir 24. október 1991 Bæjarráö Njarövíkur: Hvað brást í útkalli al mannavarna? Bæjarráð Njarðvíkur ræddi í síðustu viku um útkall björg- unarsveita á Suðumesjum varð- andi það er tilkynning barst um eld í breiðþotu frá Lufthansa. I framhaldi af umræðunni var eft- irfarandi bókun gerð: „Bæjarráð Njarðvíkur lýsir á- hyggjum sínum yfir því, að ekki skyldi betur takast til, við útkall björgunarsveita á Suðurnesjum þegar tilkynning barst um eld í f'lugvél kl. 04.31 sl. laugardag, en raun varð á. Bæjarráð óskar eftir skýringum á þessu, hvað hafi brugðist og hverjar breytingar verði hjá stjóm Almannavarna Suðurnesja í kjöl- far þessarar reynslu." Vantar - séreign Við leitum að einbýli, sér hæð eða raðhúsi í Keflavík eða Njarðvík á verðbilinu ca. 8-9 millj. í skiptum gæti komið ca. 95 ferm. góð þriggja herb. íbúð á 1. hæð í Jöklaseli í Reykjavík Einstakt toekifœri Til sölu tvær íbúðir í steinhúsi rétt við miðbæinn í Keflavík. 2. hæð er ca. 125 ferm. 5 herbergja. 3. hæð er ca. 125 ferm. 5 herbergja Samtals 250 ferm. Mjög auðvelt er aðsameina íbúðirnar í eina. Hæðirnar eru hentugar til þess að leigja út, hvora fyrir sig eða sem stök herbergi. Einnig kemurtil greina að leigja íbúðirnar. Fasteignamiðlun Kringlan 7, 103 Reykjavík S: 68-77-68 TILBOÐ I BUSO 20" Superteck sjónvarp og Philips myndbandstæki kr. 64.900 stgr.- 4 manna kaffi og matarstell kr. 2.595.- Steikarsteinn kr. 2.995.- Fatadeild: Bama náttserlur kr. 490.- Dömupeysur SOKKAR Á TILBOÐI -mikið úrval og margar gerð- ir. M.a. hvítir sokkar, fimm í pakka Kynning hjá danol fimmtudag og föstudag. Daloon rúllur - Kína - vor - og Pizzarúllur Kynningar • ískóla • Polly-snakk • Kjörís DÆMI Homblest kex. Sveppir í dós 300g. Hrísgrjón 2,3 kg. UM VERÐ: 89.- Jago kaffi 500g.. 199.- 78.- Síróp 1 kg.......182.-

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.