Víkurfréttir - 24.10.1991, Page 7
7
Fréttir
Víkurfoéttir
24. október 1991
Hjörleifur Stefánsson, lög-
giltur rafvirkjameistari, hefur
sett á stofn í nýtt raf-
verktakafyrirtæki að Vest-
urbraut 8c í Keflavík. Býður
hann upp á alhliða rafþjónustu,
nýlagnir og viðgerðir. Þá út-
vegar hann teikningar og setur
upp dyrasímakerft.
„Eg lærði hjá Reyni
Olafssyni og tók sveinsprófið
1983. Ég vann hjá Reyni til
1988, en þá fluttist ég til Noregs
og vann við rafvirkjun þar.
Þegar ég kom heim aftur fór ég
í Tækniskólann og tók próf til
löggildingar 1989-90,“ sagði
Hjörleifur í samtali við blaðið.
Hann mun starfa einn við fyr-
irtækið fyrst um sinn; meðan
hann er að vinna markað, sem
hann segir taka langan tíma.
Hjörleifur segir það ekki vera
auðvelt að komast inn á „raf-
magnsmarkaðinn" og það taki
tfma að vinna sér nafn.
Það er hægt að hafa samband
við Hjörleif á öllum tímum sól-
arhrings og hann er alltaf til-
búinn til að koma og aðstoða
fólk með sín rafmagnsmál og
tekur reyndar fram að fólk eigi
ekki að gerast rafvirkjar hjá
sjálfu sér. Mörg dæmi eru þess
að fólk hafi jafnvel valdið meira
tjóni nteð því að vera að „fúska"
við hlutina sjálft og gera stór-
viðgerðir á rafmagnskerfinu á
sínu heimili.
• Það er hetra að hafa
ryksuguna í lagi. Hér er
Hjörleifur Stefánsson, lög-
giltur rafvirkjameistari, að
koma gönilu græjunni í samt
lag á ný. Ljósm.:hbb
„Engir húsverðir í Leifsstöð*
llonum hefur eflaust brugðið í brún eiganda Ford Escort
bifreiðar einnai', sem stóð við Leifsstöð, er hann kom til lands-
ins. Framhjólunum hafði nefnilega verið stolið undan bif-
reiðinni, auk þess sem hjólkoppar voru teknir af afturhjólunum.
Stóð bifreiðin þannig með framendann niður í jörðu í einu
bílastæðanna við flugstöðina.
Þar sem nokkuð ljóst er að nokkurn tíma hefur tekið að taka
hjólin undan bílnum, hafði blaðið samband við Þorgeir Þor-
steinsson, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, og spurði hann
hvernig eftirliti við Leifsstöð væri háttað. Sagði Þorgeir að
lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefði eftirlit með Leifsstöð og
nánasta umhverfi undir sínum höndum. Hann bætti við: „Við
erum engir húsverðir í Leifsstöð, en sinnum eftirliti þar eftir
fremsta megni. Lögreglan getur að sjálfsögðu ekki ábyrgst
eignir fólks þarna frekar en annars staðar, en við reynutn að
hafa samband við eigendur eða skyldmenni, þegar svona mál
koma upp,“ sagði Þorgeir.
Nýr rafverktaki í
Keflavík:
Alhliða raf-
þjónusta
• Frá framkvæmdum við Aðalgötuna á mánudag. Götu-
stæðið hefur verið grafið upp og umhverFið á eftir að taka
stakkaskiptum á næstu vikum. Ljósm.:hbb
Aöalgata í Keflavík:
Gatan hækkuð, lækkuð og
breikkuð á kafla
Þessa dagana standa yfir fram-
kvæmdir við breikkun Aðalgötu í
Keflavtk framan við húseigina
númer fimm.
Það er fyrirtækið Nesprýði sem
annast framkvæmdina og að sögn
Guðmundar B. Kristinssonar hjá
fyrirtækinu verður gatan lækkuð
um 35 sentimetra við gatnamót
Vallargötu, en hækkuð um 25
sentimetra við Túngötu. Er þetta
m.a. gert í tengslum við lóð-
arframkvæmdir að Aðalgötu 5, en
lóðin þar hefur verið hækkuð mikið.
Verður gengið frá þeirri lóð sam-
hliða breikkun götunnar.
MIKKI REFUR sér um fjörið til 03.
Dýrin í Hálsaskógi fá frítt inn til
kl. 23. Gleðistund við kranann.
Ölið á hálfvirði kl. 23 til 24.
Sími 12000
VEITINGA^IÐ íll
SFlHatlST
Hjóluluusi híllinn við Leifsstöð.
5:c Fordrykkur
* Tvíréttaður kvöldverður
Erobikktískusýning
;!c Blues brothers
Miðaverð á skemmtidagskrá og kvöldverð kr. 2000
Dansleikur með Loöinni rottu. Miðaverö á dansleik kr. 1000.
NÆSTA HELGI
1. nóvember: Sálin hans Jóns míns
2. nóvember: Kódakvöld meö tískusýningu,
skemmtiatriðum og hljómsveitinni Eldfuglinum
LAUGARDAGSKVÖLD
Hljómsveitin Undir Tunglínu með
fimmtudagstónleika til kl.01.
Föstudagur:
GCD með sína síðustu tónleika fyrir áramót á
Suðurnesjum. Síðustu forvöð að sjá GCD á
þessu ári. Tónleikarnir hefjast á miðnætti.
Fimmtudagur:
DAGSKRA: