Víkurfréttir - 24.10.1991, Page 8
8
grín ■ gagnrýni
■ vangaveltur ■
umsjón: emil páll
Sannleikanum
veröur hver sár
reiöastur...
Umræðan manna á
meðal um sukkið er teng-
ist Vatnsveitunni þ.e. eftir
að formlegu hófi lauk á
dögunum er enn mikil.
Einstaka sveitarstjórnar-
menn láta m.a. hafa sig út
í það að verja gerðir
manna í óhófinu og gagn-
rýna fréttaflutninginn.
Sannast þar enn einu sinni
sú tilvitnun að sann-
leikanum verður hver sár
reiðastur.
... en einn lét þó
skuldfœra á
sig...
Eins hefur fyrrum
framkvæmdastjóri VAS
látið hafa eftir sér á opin-
berum fundum að engir
reikningar hafi borist sem
staðfesti að veitingar hafi
farið úr hófi fram. Honum
og öðrum sem telja það
staðfestingu á að rangt
hafi verið með farið, er rétt
að benda á að svo er ekki.
Ástæðan er sú að annar
þeirra manna sem aðallega
hafa verið sagðir bera á-
byrgð á ósómanum, hefur
tilkynnt MOLA-höfundi
að hann hafi vegna um-
ræðunnar látið skuldfæra
á sig þá reikninga sem
hann skrifaði undir. Með
þessu staðfestir liann að
rangt var að farið og sýnir
um leið þann þroska að
taka á sig það sem hann
gerði án heimildar.
...og þakkir til
„Suðurnesja-
veru“...
Rétt er þó að þakka
Suðumesjafréttum, eða
„Veru'* eins og blaðið er
oft nefnt manna meðal,
fyrir það auglýsingapláss
sem blaðið hefur látið
undir frásagnir af okkur
hér á Víkurfréttum, síðan
núverandi ritstjóri tók við
þar á bæ. Ekkert er betra
fyrir fjölmiðil eins og
Víkurfréttir, en að vera
mikið í umræðunni, það er
okkar besta auglýsing.
Sama á við um þegar við
erum mikið milli tanna
bæjarfulltrúa á bæjar-
stjórnarfundum og eins
BRIDS-
námskeið
Bridsfélag Suðurnesja
hefur ákveðið að
standa fyrir námskeiði
í brids. Námskeið þetta
er ætlað byrjendum og
þeim sem eitthvað
kunna fyrir sér. hetta er
tilvalið tækifæri fyrir
einstaklinga og hópa
að kynnast þessari
skemmtilegu íþrótt.
Upplýsingar
á kvöldin hjá
Halldóri Heiðari
Agnarssyni sími 14810
Pétri Júlíussyni sími
14387
Eysteini Eyjólfssyni
sími 11064
Y4
þegar aðrir fjölmiðlar
vitna í okkur. Að lokum
má benda á að gagnrýni á
okkur og allt umtal er
betra en ekkert og því eiga
þeir og þær þakkir skild-
ar.
.. en segiö
rétt frá
Enn einu sinni er þó
þörf á að árétta við þær
stöllur á „Gulu pressunni"
að þær fari rétt með þegar
þær flytja fréttir. T.d. er
mikill munur á hóft eða ó-
hófi. Þær tala um að gagn-
rýnd hafi verið á bæj-
arstjómarfundi skrif unt
hóf Vatnsveitunnar. Það er
rangt, því enginn hefur
gagnrýnt hófið. Hinsvegar
hefur verið gagnrýnt
óhófið eftir að fonnlegu
hófi lauk. Eins virðist
samkvæmt frásögnum að-
ila sem sátu umræddan
bæjarstjórnarfund að þær
stöllur leggi bæjar-
fulltrúum orð í munn.
A.m.k. hafa þær ekki rétt
nöfn fyrir því sem við-
komandi á að hafa sagt á
fundinum og það eitt er
merki um óvönduð vinnu-
brögð og annarleg skrif,
ekkert annað. Sama má
segja um þann mikla
greinarmun sem er á þvf
hvort einstakir bæjar-
fulltrúar gagnrýna eitt-
hvað eða bæjarstjórnin.
Bæjarstjórnin samþykkti
ekkert í málinu, enda voru
hér á ferðinni örfáir bæj-
Bryndís Jónsdóttir úr
Keflavík sem leikur í aug-
lýsingu um Hunts tómat-
sósu og Garðmaðurinn
Halldór Reykdal sem
kemur fram í auglýsingu
um Maarud kartöflu-
flögur.
Velheppnaöir
Haustdagar
Flestum ef ekki öllum
kaupmönnum ber saman
um að nýliðnir Haustdagar
hafi tekist með miklum á-
gætum. Enda vel kynntir
hér í blaðinu og á vegum
blaðsins á útvarpsstöðinni
Aðalstöðinni. Um 40
verslanir voru þátttak-
endur að þessu sinni og
aðeins fjórar sem voru
með í fyrra voru að ýmsum
ástæðum ekki með nú.
Þótti niörgum það kinnd-
ugt að ein stærsta versl-
unin við Hafnargötu í
Keflavfk, Stapafell var
ekki með.
Berháttað á
Edenborg...
Frá því var greint í
Molum á dögunum að par
nokkurt úr yngsta bæjar-
félaginu á Suðurnesjum og
syðsta bæjarfélaginu hafði
í frammi ýmsa tilburði á
snyrtingu skemmtistaðar í
Keflavík sem vakti athygli
og kátínu hjá gestum stað-
arins. Síðan umræddur at-
fnWJCrMU FVRST m/OKT
SC C.KKÍ m MTDm'FU-
wimv iZc'Keeri.ufJfJn* I
arfulltrúar. En á blaði eins
og „Gulu pressunni," þar
sem staðreyndir eru auka-
atriði, virðist svoleiðis
ekki skipta máli.
Bryndís og Hall-
dór á skjánum
Landsmenn hafa að
undanfömu fengið að
berja tvo nýja Suður-
nesjafulltrúa augum á
skjánum, þeir koma báðir
fyrir í sjónvarpsaug-
lýsingum. Þetta eru þau
burður átti sér stað hefur
þótt vinsælt að berhátta á
Edenborg. Það eru að vísu
ekki Suðurnesjamenn sem
eru á hátta, heldur danskar
fatafellur. Um þar síðustu
helgi var það fulltrúi karl-
peningsins sem háttaði
fyrir fögur fljóð af Suður-
nesjum, en um síðustu
helgi var kvensa frá Dana-
veldi sem háttaði fyrir
áhugasama karlmenn...
Víkurfréttir
24. október 1991
...og allt Malla
aö kenna
...Og það er hægt að
kenna honum Malla, Mar-
el Sigurðssyni, um þetta
allt saman. Það er jú hann
sem hefur staðið í inn-
flutningi á fatafellum af
báðum kynjum frá Dan-
mörku og hefur látið hafa
eftir sér að það verði nóg
framboð í vetur af fata-
felluin í skemmtanalífinu
hér syðra.
Hótanir og
kurteisi
Hvemig eigum við
blaðamennimir að túlka
það þegar haft er í hót-
unum við okkur vegna
ákveðinna mála sem blað-
ið hefur vitneskju um og
jafnvel stendur til að birta
í blaðinu og hvemig skal
taka á hótunum um lík-
amsmeiðingar? Eigum við
að láta þær sem vind um
eyru þjóta eða ber að taka
slíkar hótanir alvarlega?
Það kemur fyrir annað
slagið að blaðamönnum
okkar berist slíkar hótanir
þegar þeir eru að sinna
starfí sínu, en aðrir biðja
okkur kurteisir um að
„setja málið ofan í skúffu"
þar sem það þyki of við-
kvæmt. Það er sjálfsagt að
verða við slíkum beitum
og hefur oft verið gert, en
framvegis verður öllum
hótunum tekið alvarlega
og umrædd mál þá sett á
þrykk „umbúðalaust".
Býflugurnar og
blómin
Framhaldsskólar af höf-
uðborgarsvæðinu hafa
verið duglegir að und-
anfömu að halda nem-
endadansleiki hér suður
með sjó. Hefur dansinn
dunað bæði í Njarðvík og
Grindavik. I síðustu viku
hélt einn menntaskólinn
dansleik í Njarðvík. Af
frásögnum af þeim dans-
leik má vera ljóst að í þeim
skólanum hefur farið fram
viðamikil fræðsla um bý-
flugurnar og blómin og
nemendumir voru ekkert
að fara í felur með sína
kunnáttu í þeim málum.
Býflugurnar skoðuðu
blómin í húsagörðum í
grennd við danshúsið og
einnig heyrðist fluga suða
utan í blómi á einum barn-
um. Eftir að einn gæslu-
mannanna hafði fjarlægt
„býfluguna" af „blóminu"
stóð hún eftir skjóllítil og
var ekkert að hlaupa í fel-
ur.
Þrasliö fjölmiðla
Garri þeirra Tíma-
manna fjallaði um inál
Atlandslax í síðustu viku í
skemmtilegri grein þar
sem fjallað var um allt það
fólk sem komið hefur fram
í fjölmiðlum og tjáð sig um
meðferðina á laxinum. Þá
er sagt frá öllum þeim
fræðingum sem frétta-
stofurnar hafa grafið uppi
til að tjá sig um málið.
Garri segir m.a.: „Þetta
hefur gefið þrasliði fjöl-
miðla og utan þeirra ærið
tækifæri til að fjalla um
laxinn í eldisstöðinni við
Grindavík, og hafa risið
upp margir aðilar sem allt
vita um tilfinningalíf laxa.
Þeir hafa lýst þeim hörm-
ungum sem laxinn hefur
orðið að þola í eld-
isstöðinni af íþrótt og orð-
gnótt, svo varla hefur
hörmungum fólks á hung-
ursvæðum kommúnista í
Eþíópíu verið nánar lýst“.
Sorpeyðingar-
stöö hvað?
I Molum síðustu viku
var greint frá blómakeri
einu sem stolið var frá
Sorpeyðingarstöðinni. I
Molanum voru málin
skýrð og jafnframt vísað í
frétt um stöðina sem væri
að finna á öðrum stað í
blaðinu. Þrátt fyrir að
margir haft flett blaðinu
afturábak og áfram fannst
fréttin ekki. Ástæðan var,
að þrátt fyrir þykkt og gott
blað, þraut plássið í lokin
svo fréttin komst ekki inn.
Við skulum vona að frétt-
ina sé að finna í blaðinu í
dag!