Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.10.1991, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 24.10.1991, Qupperneq 9
9 ORÐí EYRA_________________________ Opið bréf til Hannesar Einarssonar og félaga - í tilefni af Vatnsveitusukkinu Vegna skrifa á baksíðu Suð- urnesjafrétta sem margir kalla nú Gulu pressunna og í framhaldi af orðum ykkar á fundi bæj- arstjórnar Keflavíkur í síðustu viku, teljum við okkur knúna til að senda ykkur opið bréf. Þar sem við teljum ykkur vita betur, viljum við nú hressa upp á minni ykkar. Aður en að því kemur, er þó rétt að árétta tvennt. Annars vegar fengum við eins og aðrir fjöl- miðlar tilkynningu unt hófið og þangað fór annar okkar sem full- trúi blaðsins. Eins og flestir hafa eflaust tekið eftir gáfum við út stórt og mikið blað út deginum eftir bæjarstjómarfundinn og það er skýringin á fjarveru okkar. Finnst okkur það mikill heiður að Guðfinnur skyldi sakna okkar svona sárt eins og fram hefur komið, því á síðustu 6 árum hefur okkur aðeins vantað á 3-4 fundi. Um hinn furðulega málflutning ykkar viljum við segja þetta: Þú, Hannes veist betur, því í lok þar- síðasta bæjarstjórnarfundar spurði annar okkar um aðild þína 'að „Vatnsveitusukkinu" og svar þitt var þetta: „Eg trúi því ekki að þú ætlir að fara að skrifa eitthvað um það þó fyrrverandi formaður hafi haldið glæsilega upp á það nteð vinum sínunt, svona þegar hann var að hætta.“ Þetta skalt þú lesa vandlega yfir og hugsa um hvað þú varst að segja. Við getum líka sagt frá því sem þú sagðir er þú hringdir í annan okkar morg- uninn eftir til að reyna að stöðva fréttaflutning af ntálinu, það samtal geymum við og hver veit nema það verði birt við tækifæri. Ef þú vilt, getum við líka dregið fram staðfestingar frá nokkrunt af þeim 50 mönnum sem sátu áfram að sumbli í Stap- anum, þegar formlegu hófi var lokið og greiddu ekken af því sem þeir drukku og var aldrei til- kynnt um að þeir ættu að greiða fyrir það. Heldur var þeim þjónað á sama hátt og á meðan formlega hófið stóð yfir. Hvemig þú hins vegar sérð á reikningi frá Stap- anum hvað hafi verið drukkið fyrir kl. 20 og hvað eftir, er okkur hulin ráðgáta. Varðandi það sem gerðist á öðru veitingahúsi vitum við eins og þú, að þar var hafður opinn reikningur. Margir fengu að drekka út á hann og sumir einnig að snæða. Þann reikning færð þú sennilega aldrei að sjá, nenia þú berir þig eftir því. Astæðan er að einn af þeim sem opnaði þann reikning hefur iðrast gjörða sinna og látið skuldfæra á sig það sem hann kvittaði fyrir. Hannes! Eftir þennan ntál- flutning getur þú alveg eins flutt erindi á fundi bæjarstjómar og mótmælt því að verktakahúsið sem hýsir bæjarskrifstofumar sé ljóst að lit og sagt húsið vera dökkrautt á litinn og síðan eins fengið Gulu pressuna til að setja á útsíðu þá fregn að okkar frétt hafi verið röng. Að endingu Hannes! Ef þú vilt, getum við, eins og þú veist, nafn- greint fjöldann allan af fólki sem tók þátt í sukkinu eða varð vitni að því. Þó þetta Itafi farið úr böndunum hjá þeim sem ábyrgir eru, þarf að sameinast um að bæta um og varast í framtíðinni, en ekki ráðast á þann sem sér bjálk- ann í augum ykkar. Hvað Guðfinnur á við því sem haft er eftir honum skiljum við ekki. En við vitum líka að það er slæmt fyrir ykkur ef þið missið framvegis af sopa vegna þessara skrifa, en það er ykkar mál. Eins megið þið velta ykkur upp úr því að vild, hvaða hugsanagangur sé illa innrættur og hver ekki. Hafið að lokum í huga að í öll- um málum er bara til einn sann- leikur. Þó svo að menn taki sig saman unt að segja að sann- leikurinn sé lygi, þá breytir það ekki sannleikanum, heldur býr aðeins til lygara. Með baráttukveðjum Ritstj. Víkurfrétta • Grein Suðurnesjafrétta í síðustu viku. Yikurfrcttir Húsamálun Dúka- og teppalögn Nordsjö málningarvörur Nú er rétti tíminn til að panta húsamálarana íyrir jólin. BG húsamálun Sími I 7 950 Verkstjórí: Sævar Jóhannsson sími 12007 FÉLAGSVIST I GARÐINUM ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 í SÆBORGU, HÚSI VERKALÝÐSFÉLAGSINS, (BAKVIÐ PÓSTHÚSIÐ) BJÖRGUNARSVEITIN ÆGIR, GARÐI LEIKFELflG KEFLAVíKUR ^ Höfundur OMAR JOHANNSSON FRtTTAVEITfll SUÐURNESJA Síðustu sýningar um helgina Fimmtudaginn Föstudaginn Laugardaginn 24. okt. kl. 21 25. okt. kl. 21 26. okt. kl. 21 ANDRES SIGURVINSSON Leikstjóri Miðasala hefst kl. 19 í Félagsbíói sýningardagana. Miðaverð kr. 1000 Fyrir elli- lífeyrisþega kr. 800. Fyrir nemendur gegn framvísun skólaskírteina kr. 800.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.