Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 4

Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 RÚGBRAUÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kristín María Gunnarsdóttir, stað- gengill forstjóra Útlendingastofn- unar, segir í samtali við Morgun- blaðið einstaklinga sem ríkisfang hafa í Bandaríkjunum og Kanada vera meðal þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi. Það sem af er ári hefur stofnunin afgreitt þrjár um- sóknir frá ríkisborgurum þessara ríkja. „Stofnuninni hafa borist fjórar umsóknir frá ríkisborgurum þess- ara tveggja ríkja á árinu og afgreitt þrjár. Til þessa hafa einstaklingar frá Bandaríkjunum og Kanada ekki fengið hæli hér á landi,“ segir Krist- ín María og bendir á að annars stað- ar í Evrópu megi hins vegar finna dæmi þess að umsóknir ríkisborg- ara þessara ríkja hafi verið sam- þykktar. „Í Svíþjóð hafa t.a.m. 28 Banda- ríkjamenn sótt um hæli á þessu ári og hafa sex þeirra þegar fengið hæli og 13 verið synjað,“ segir hún og bendir á að Útlendingastofnun ber- ist ár hvert hælisumsóknir frá ríkj- um sem skilgreind eru örugg. „Það virðist frekar vera að aukast heldur en hitt,“ segir hún. Hverjir fá hæli? Þeir eiga rétt á hæli sem flótta- menn hér á landi sem uppfylla 44. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Er þar flóttamaður einkum skil- greindur sem „útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðurík- um ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands.“ Þá telst viðkomandi einnig flótta- maður ef „raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða ann- arri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu verði hann sendur aftur til heimalandsins. Sama gildir þegar um er að ræða ríkisfangslausan einstakling.“ Útlendingastofnun upplýsir ekki af hverju áðurnefndir ríkisborgarar hafa sótt um hæli hér á landi. 53 þjóðerni horfðu til Íslands Á borði stofnunarinnar eru nú um 150 umsóknir um hæli í vinnslu og er heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu við stofnunina um 300. Er þetta fólk sem t.a.m. bíður brottflutnings eða vísað hefur máli sínu í kæruferli. Þær umsóknir sem nú eru í vinnslu koma frá einstaklingum af 25 þjóðernum en alls hefur Útlend- ingastofnun afgreitt eða móttekið umsóknir frá fólki af 53 þjóðernum á þessu ári. Einstaklingar með rík- isfang í fjórum ríkjum sem eru á lista Útlendingastofnunar yfir örugg ríki hafa annaðhvort átt inni umsókn á árinu eða eiga umsókn í vinnslu. Á þessum lista má t.a.m. finna að- ildarríki Evrópusambandsins, Alb- aníu, Bandaríkin, Kanada, Noreg og Sviss. „Öll mál sem hingað berast fá hins vegar sömu afgreiðslu, óháð því hvort umsækjandi komi frá ríki sem finna má á þessum lista eða ekki,“ segir Kristín María. Morgunblaðið/Kristinn Stjórnsýsla Fjöldi ólokinna mála er nú í kringum 150 en meðal umsækj- enda um hæli er fólk frá öruggum ríkjum á borð við Kanada og Bandaríkin. Umsóknir um hæli frá Bandaríkjunum  Kanada- og Bandaríkjamenn meðal umsækj- enda hér á landi Allsherjarnefnd Alþingis mun á næstunni taka afstöðu til alls 62 umsókna um íslenskan ríkis- borgararétt, en þeir einstaklingar sem um ræðir eru þó fleiri en talan ein gefur til kynna þar sem ein umsókn getur t.a.m. verið frá for- eldri með börn. Inni í þessum hópi eru tvær alb- anskar fjölskyldur sem ekki fengu hæli hér á landi og fluttar voru til síns heima. Verði þeim veitt ís- lenskt ríkisfang er það í fyrsta skipti, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sem hælisleit- endum, sem snúið hafa aftur til síns heima, er veittur slíkur réttur á Íslandi. Gæti orðið fyrsta dæmið ALLSHERJARNEFND MEÐ ALLS 62 UMSÓKNIR Á BORÐINU Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála komst að þeirri nið- urstöðu í gær að deiliskipulag á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni sem samþykkt var á síðasta ári væri ógilt vegna formgalla í máls- meðferð. Fyrir vikið er því enn í gildi deili- skipulag sem samþykkt var árið 1986. Gerir það m.a. ráð fyrir því að þriðja brautin verði áfram á flug- vellinum. Óbreytt áform Kærendur í málinu voru eig- endur flugskýla á Fluggörðum á flugvallarsvæðinu. Töldu þeir að ekki hefði verið haft samráð við þá áður en deiliskipulagið var sam- þykkt auk þess sem málsmeðferð hefði verið ófullnægjandi. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir að niðurstaða úrskurð- arnefndar breyti engu um upp- byggingaráform á Hlíðarendasvæði. „Þetta varðar deiliskipulag Reykja- víkurflugvallar en ekki þeirrar upp- byggingar sem er í gangi á Hlíðar- endasvæði […] Þetta breytir því ekki að innanríkisráðuneytið þarf að leggja niður þriðju flugbraut- ina,“ segir Dagur aðspurður um málið. Að hans sögn mun þetta í mesta lagi þýða nokkurra vikna bið á því að deiliskipulag verði samþykkt að nýju. „Það fer eftir því hvort það nægi að leggja þetta fyrir fund og samþykkja aftur eða eftir því hvort við þurfum að endurauglýsa skipu- lagið,“ segir Dagur. Ekki áhrif á málarekstur Eins og fram hefur komið stend- ur borgin í málarekstri við innan- ríkisráðuneytið vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að synja borginni um að loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkur- flugvelli sem einnig hefur verið nefnd neyðarbraut. Telur Dagur að niðurstaða nefndarinnar muni ekki hafa áhrif á málareksturinn þar sem hann snýr að þeim samningi sem gerður var árið 2013 þar sem innanríkisráðuneytið skuldbatt sig til að koma að lokun flugbrautar- innar. Mun þessi niðurstaða nefnd- arinnar því ekki hafa bein áhrif á dómsmálið. Engar framkvæmdir í gangi Að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulags- nefndar, eru engar framkvæmdir í gangi á Hlíðarendasvæðinu á með- an beðið er niðurstöðu úr dómsmál- inu. Hann segir niðurstöðu nefnd- arinnar hafa komið nokkuð á óvart. „Það var búið að ræða um þann möguleika að þetta gæti farið svona vegna þeirra formgalla sem búið var að benda á. Við hlítum að sjálf- sögðu þessari niðurstöðu,“ segir Hjálmar. Hann segir fordæmi fyrir því að fundið hafi verið að gerð deiliskipulags, t.a.m. við venjulega íbúðarreiti en þá hafi deiliskipulag einfaldlega verið gert að nýju. Slíkt taki ekki langan tíma þar sem búið er að vinna alla vinnuna að baki því. Ógilda deiliskipulag flugvallar  Úrskurðarnefnd hefur ógilt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar vegna form- galla  Nýtt deiliskipulag kemur innan nokkurra vikna, segir borgarstjóri Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjóri segir að niðurstaðan breyti engu um áform um að loka þriðju flugbrautinni og uppbyggingu á Hlíðarenda. Samkvæmt niðurstöðu úr- skurðarnefndar var deiliskipu- lagið fellt úr gildi vegna breyt- inga sem gerðar voru á greinargerð eftir að afgreiðslu borgarstjórnar á deiliskipu- lagstillögu lauk. Hið kærða deiliskipulag hafði staðreyndavillu innan- borðs þegar það var samþykkt í borgarstjórn 10. mars 2014. Skipulagsfulltrúi breytti þeirri staðreyndavillu eftir ábend- ingar frá Isavia og athuga- semdir um tvö atriði í umsögn Reykjavíkurborgar. Málið fór hins vegar aldrei aftur fyrir borgarstjórn eins og stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Fyrir vikið þótti deiliskipulagið sem samþykkt var í júní á síð- asta ári vera háð slíkum ann- mörkum að rétt væri að fella það úr gildi. Breyttu greinargerð FORMGALLI Á MEÐFERÐ Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Röskun varð á skólahaldi Flóaskóla á Suðurlandi í gær vegna mikillar hálku á vegum. Sjö skólabílar sem aka 93 nemendum 1.-10. bekkjar til og frá skólanum hættu akstri tíma- bundið vegna flughálku á Villinga- holtsvegi. Anna Gréta Ólafsdóttir, skóla- stjóri Flóaskóla, segir í samtali við Morgunblaðið að búið hafi verið að biðja Vegagerðina um að sandbera og salta Villingaholtsveg, sem ligg- ur um sveitina þar sem skólinn er til húsa. Vegagerðin hafði ekki orð- ið við beiðninni um hádegisbil í gær, þegar ákveðið var að stöðva tímabundið allan skólaakstur þar til Villingaholtið yrði sandborið. Þegar Morgunblaðið ræddi við Önnu seinni partinn í gær sagði hún að Vegagerðin hefði dreift sandi á veginn um klukkan 14 í gær, og var röskun skólahaldsins því í um það bil klukkustund. „Við höfum þurft að fella niður skólahald einu sinni það sem af er vetri,“ segir Anna, en það var dag- inn eftir fárviðrið sem geisaði í síð- ustu viku. Hún segir að bílarnir hafi allir komist á leiðarenda eftir að vegurinn hafði verið saltaður „enda fórum við ekki af stað fyrr en búið var að dreifa sandi “. Skólabílum lagt vegna flughálku Morgunblaðið/Jim Smart Hálka Þegar sandi hafði dreift á veginn óku skólabílarnir af stað.  Önnur röskun vetrarins á skóla- haldi Flóaskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.