Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hafin er rannsókn á umsvifum
Hansakaupmanna á Íslandi, í Fær-
eyjum og á Hjaltlandi á 15.-17. öld,
gróft til tekið. Tímabilið þegar
þýskir kaupmenn voru ráðandi í
utanríkisverslun Íslendinga hefur
verið kallað þýska öldin. Auk
kaupmennsku stunduðu þeir einnig
útgerð hér. Höfuðstöðvar Hansa-
kaupmannanna á Íslandi voru í
Hafnarfirði. Bundinn var endi á
umsvif þýskra kaupmanna hér í
eigin nafni þegar dönsku einok-
unarversluninni var komið á árið
1602.
Þýsku Leibniz-samtökin, sem
eru samtök rannsóknastofnana,
styrkja rannsóknina. Yfirskrift
hennar er „Frá Norðursjó til Nor-
egshafs - Þverfræðileg rannsókn á
Hansakaupmönnum“. Verkefnið
fékk styrk upp á 900.000 evrur
(128 milljónir króna) sem er einn
sá stærsti sem veittur hefur verið
á sviði sagnfræði- og fornleifarann-
sókna í Þýskalandi. Verkefnið
hófst á liðnu vori og er til þriggja
ára. Höfuðstöðvar þess eru í Þýska
sjóminjasafninu í Bremerhaven og
er það unnið í samstarfi við Þjóð-
skjalasafn Íslands auk fleiri safna
og fræðistofnana á Hjaltlandi, í
Færeyjum og Þýskalandi.
Dr. Natascha Mehler forn-
leifafræðingur stýrir rannsókninni.
Auk hennar hafa þrír aðrir sér-
fræðingar, sagnfræðingur, skipa-
fornleifafræðingur og líffræðingur,
verið ráðnir til verkefnisins.
Öll skjöl afrituð
Sagnfræðingurinn mun m.a.
stýra afritun allra ritaðra heimilda
í ríkisskjalasöfnum Bremen og
Hamborgar sem tengjast um-
svifum Hansakaupmanna á eyj-
unum í Norður-Atlantshafi. Það
eru m.a. sendibréf, bókhaldsgögn
og tollpappírar. Skjölin verða vist-
uð í stafrænu skjalasafni á netinu
sem verður opið án endurgjalds.
Einnig eru til margvíslegar
menningarminjar á borð við dýra-
og jurtaleifar eða skipsflök. Þá eru
til veðurfræðileg gögn og upplýs-
ingar sem lúta að sjávarlíffræði
tímabilsins. Ætlunin er að byggja
heildstæða mynd af umsvifum
Hansakaupmannanna á Íslandi,
Hjaltlandi og í Færeyjum á öllum
þessum heimildum.
Ekki náðist í dr. Natascha
Mehler í gær við vinnslu fréttar-
innar.
Umsvif Hansakaupmanna
á Íslandi til rannsóknar
Morgunblaðið/Eggert
Hafnarfjörður Höfuðstöðvar
Hansakaupmanna voru þar.
Verkefnið fékk
128 milljóna styrk
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ásmundur Friðriksson, alþingis-
maður í Suðurkjördæmi, vill að
fengnir verði óháðir sérfræðingar í
sandhöfnum til að meta stöðuna í
Landeyjahöfn og fara í gegnum
það hvort raunhæft sé að ætla að
þar verði heilsárshöfn fyrir ferju-
siglingar við Vestmannaeyjar. Ef
niðurstaðan verði að svo sé ekki
þurfi að smíða öðruvísi ferju en nú
er í undirbúningi, ferju sem henti
til siglinga til Þorlákshafnar hluta
úr árinu.
Grafið fyrir rúma 2 milljarða
Ásmundur hefur ekki trú á að-
gerðum Vegagerðarinnar í Land-
eyjahöfn. Segir að búið sé að eyða
tveimur milljörðum eða ef til vill
eitthvað á þriðja milljarð í dýpkun
frá haustinu 2010. Í haust hafi ver-
ið farið í fyrirbyggjandi aðgerðir
sem kostað hafi 200 milljónir en
höfnin síðan lokast í fyrstu brælu.
„Þegar farið var að dýpka á ný var
dýpið í innsiglingunni 3 metrar.
Það sýnir að vasarnir sem voru
grafnir voru orðnir fullir og sand-
urinn átti enga aðra leið en að fara
inn í höfnina.“
„Menn hafa verið að vaða þarna
áfram án þess að á bak við það
væru nákvæmar rannsóknir. Eftir
að hafa grafið fyrir rúma tvo millj-
arða eru menn ekkert betur stadd-
ir en áður. Það er vaðið áfram en
menn sjá ekki fyrir endann á
vandamálinu,“ segir Ásmundur.
Hönnuð hefur verið ný Vest-
mannaeyjaferja og hefur staðið til
að bjóða út smíði hennar. Ásmund-
ur segist sammála því að það þurfi
nýja ferju. „En þegar höfnin fyllist
alltaf af sandi skiptir ekki máli
hversu margar ferjur við smíðum,
þær komast ekki inn.“ Hann óttast
að ferjan sem verið er að smíða
geti ekki notað höfnina nema sjö
mánuði á ári vegna ástandsins þar.
Þá þurfi að sigla til Þorlákshafnar
en skipið henti ekki til þess. „Þetta
snýst allt um að vita hvernig höfn
við höfum í raun yfir að ráða og
smíða skip í samræmi við það,“
segir Ásmundur.
Tíminn notaður til endurbóta
Lokið er hönnun nýrrar Vest-
mannaeyjaferju og rætt hefur ver-
ið um að smíði hennar verði boðin
út fyrir áramót. Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
segir að þau áform að bjóða smíði
skipsins út sem ríkisframkvæmd
og einkaframkvæmd hafi valdið
töfum á útboðinu. Hann segist hafa
þær upplýsingar frá innanríkis-
ráðuneytinu að búið sé að skila
greinargerð um það út til Evrópu
og að verkið verði boðið út á allra
næstu dögum, vonandi fyrir jól en
allavega fyrir áramót.
Elliði tekur fram að bæjarstjórn
hafi alla tíð verið samhljóða í af-
stöðu sinni til málsins. Það sé hins
vegar eðlilegt að margir bæjarbúar
hafi ekki traust á Landeyjahöfn
eftir það bras sem verið hafi með
höfnina. Það beri að virða.
„Landeyjahöfn er komin til að
vera. Okkar krafa er að tafarlaust
verði smíðuð ný ferja og smíðatím-
inn notaður til að breyta höfninni
svo hún henti fyrir ferjusiglingarn-
ar,“ segir Elliði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landeyjahöfn Miklar frátafir eru við siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar yfir vetrarmánuðina. Ferjan hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar.
Landeyjahöfn verði metin
Þingmaður vill fá óháða sérfræðinga til að endurmeta Landeyjahöfn
Ef hún verði aldrei heilsárshöfn þurfi að hanna öðruvísi Vestmannaeyjaferju
Varnargarður við
ósa Markarfljóts
sem ætlað er að
draga úr efnis-
framburði fljóts-
ins að Landeyja-
höfn laskaðist í
óveðrinu á dög-
unum. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum G. Péturs
Matthíassonar,
upplýsingafulltrúa Vegagerð-
arinnar, losnuðu steinar úr garð-
inum, aðallega þeir minni. Skemmd-
irnar hafi ekki orðið það miklar að
dregið hafi úr virkni garðsins.
Mikill framburður er úr Markar-
fljóti og berst hann vestur með land-
inu, meðal annars í Landeyjahöfn.
Vegagerðin byggði 450 metra bráða-
birgðagarð á árinu 2011 til að reyna
að beina sandinum frá höfninni og
fékk síðar leyfi til að lengja hann um
250 metra.
Varnar-
garður
laskaðist
Minni steinar
færðust til við ósinn
Markarfljót hamið
við Landeyjahöfn.
Ríkissaksóknari
hefur ákveðið að
áfrýja ekki til
Hæstaréttar
sýknudómi Hér-
aðsdóms Reykja-
víkur í máli gegn
Ástu Kristínu
Andrésdóttur
hjúkrunarfræð-
ingi, sem var
ákærð fyrir
manndráp af gáleysi eftir að sjúk-
lingur í hennar umsjón lést á gjör-
gæsludeild Landspítala síðla árs
2012. Þetta kemur fram á vef ríkis-
saksóknara.
„Það hvarflaði aldrei að mér að
málinu yrði áfrýjað, ég leit á þetta
bara sem pro forma,“ segir Einar
Gautur Steingrímsson, lögmaður
Ástu, um niðurstöðuna.
„Réttarhöldin leiddu í ljós að
ákæran gat ekki staðist,“ sagði Ein-
ar Gautur á mbl.is í gær.
Ekki áfrýjað
í máli hjúkr-
unarfræðings
Ásta Kristín
Andrésdóttir
„Það er fínt að fá nýtt skip. Við teljum þó að það
geri lítið. Það þarf að laga aðkomuna að höfninni,
það vita allir,“ segir Steinar Magnússon, fyrrver-
andi skipstjóri á Herjólfi. Hann er í hópi níu skip-
stjóra á Herjólfi, dýpkunarskipum, Lóðsinum og
Víkingi sem nýlega skoruðu á innanríkisráðherra
að hlusta á rök sín um Landeyjahöfn og siglingar
þangað. Steinar segir að lítið samráð hafi verið
haft við skipstjórana. Þeir telji að lengja þurfi hafn-
argarðana til að koma höfninni í lag. Það sé dýr
framkvæmd en fljót að borga sig ef eyða þurfi hálf-
um til heilum milljarði á ári í dýpkun.
Þarf að laga aðkomuna
ÁSKORUN NÍU SKIPSTJÓRA
Steinar
Magnússon
Minningarsjóður Hjálmars R.
Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðar-
son auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með
sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með
lúpínu. Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 25. janúar 2016.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslu
ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktar-
félags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal
skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi. Ófullgerðum
umsóknum verður vísað frá.
Nánari upplýsingar gefur formaður sjóðsins, Guðbrandur
Bynjúlfsson í síma 844 0429. Netfang: buvangur@emax.is
Umsóknumskal skila til: Landgræðslusjóðs, Þórunnartúni 6,
105Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður
Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.