Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 9

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is Við mótum skóna á þig! FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 Skíðaskórnir hitaðir á staðnum og sérsniðnir að þínum fæti NÝTT Á ÍSLANDI STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook Loðskinnskragar Loðskinnsvesti Tryggvagötu 18 - 552 0160 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar siffonkápur Verð 10.900 Litir: blátt, svart Str. S-XXL Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Skoðið flottu fötin á friendtex.is Gjafakort Opið laugardaga í desember kl. 12-16 Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið alla virka daga kl. 11:00-17:00, laugardaga kl. 12:00-16:00. 40-50% afsláttur af fallegu haustvörunni frá Friendtex Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framundan eru í næstu viku fjórir frídagar og hefur það vakið hina ár- legu umræðu um hvenær tala megi um „brandajól“. Stutta svarið er að nákvæm skilgreining á hugtakinu er ekki til, en það er notað þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Mun að minnsta kosti óhætt að tala um „litlu brandajól“ í ár þegar aðfangadag ber upp á fimmtudag og sunnudagurinn er fjórði frídagurinn í röð. Í bók Árna Björnssonar þjóðhátta- fræðings Sögu daganna kemur fram að elsta heimildin um hugtakið er runnin frá Árna Magnússyni prófess- or um 1700. „Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi þá jóladag ber á mánadag, áttadag á mánadag og þrettánda á laugardag,“ skrifaði hann. Mismunandi skilningur hefur verið lagður í hugtakið alla tíð og spil- ar þar inn í að árið 1770 voru þriðji í jólum og þrettándinn afhelgaðir af Danakonungi. Þá hefur laugardagur orðið almennur frídagur. Orðið „branda“ vafist fyrir fólki Orðið „branda“ hefur líka vafist fyrir mönnum. Samkvæmt bók Árna er algengasta skýringin sú að merk- ingin komi frá eldibrandi eða eldiviði. Þurftu menn að draga að mikinn eldi- við fyrir jólin þar sem þeir máttu ekki vinna á jólafrídögunum. Þetta er þó ekki vitað með vissu og kemur nafn- giftin efalaust til með að valda mönn- um heilabrotum áfram. Í fyrra, þegar aðfangadagur var á miðvikudegi og frídagarnir urðu fimm, urðu nokkrar umræður um þetta mál. Niðurstaðan varð þá, sam- kvæmt úrskurði Árna Björnssonar þjóðháttafræðings í samtali við Morgunblaðið, að það væru stóru brandajól, en það orð er líka gamalt í málinu. Í Sögu daganna telur Árni eðlileg- ast að tala um stóru brandajól þegar aðfangadagur fellur á mánudag eða miðvikudag og litlu brandajól þegar aðfangadag ber upp á sunnudag eða fimmtudag eins og núna. Morgunblaðið/Kristján Hátíð Óhætt er að slá því föstu að það verði kátt á jólunum í næstu viku, hvað svo sem menn vilja kalla frídagana góðu sem framundan eru. Réttast að tala um litlu brandajól í ár Brandajól » Nú er yfirleitt talað um brandajól þegar margir frídag- ar lenda í röð. » Elsta heimildin um orðið er frá því um 1700. » Breytingar á helgidögum og frídögum hafa áhrif á hvernig menn skilja hugtakið. » Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur gerir greinarmun á stóru brandajólum og litlu brandajólum. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, þar sem óskað er eftir heimild ráðsins til að auglýsa Perluna til leigu. Beiðnin var samþykkt með fjór- um atkvæðum borgarfulltrúa Sam- fylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Fulltrúi Fram- sóknar og flugvallarvina sat hjá við afgreiðslu málsins. Málið fer nú til endanlegrar af- greiðslu borgarstjórnar. Borgarráð samþykkir að leigja Perluna Morgunblaðið/Ómar Perlan Ekki hafa fengist fjárfestar til að kaupa Perluna en núna á að leigja hana. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.