Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Launakostnaður sveitarfélaganna
mun aukast um rúman 21 milljarð á
árunum 2015 og 2016. Hækkanirnar
koma í kjölfar kjarasamninga. Um
leið aukast lífeyrisskuldbindingar.
Þetta kemur fram í samantekt
Sambands íslenskra sveitarfélaga
sem gerð var að beiðni Morgun-
blaðsins. Spurt var um áætlaða þró-
un launakostnaðar og skatttekna.
Karl Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir ýmsar breytur hafa
verið teknar með í reikninginn.
„Við höfum áætlað niðurstöður
rekstrarreikninga A-hluta sveitar-
sjóða fyrir árið 2015 á grundvelli
þeirra upplýsinga sem stærstu
sveitarfélögin nota við gerð fjár-
hagsáætlana fyrir árið 2016. Allar
fjárhæðir vegna ársins 2014 liggja
fyrir samkvæmt ársreikningum.
Einnig höfum við lagt mat á líkleg-
an launakostnað A-hluta sveitar-
sjóða á næsta ári, auk líklegra
skatttekna.“
Fer í 128,9 milljarða króna
„Á grundvelli þessa er gert ráð
fyrir að launakostnaðar milli áranna
2014 og 2015 hækki um 8,8% eða úr
118,5 milljörðum króna í 128,9 millj-
arða króna, án áhrifa af breytingum
lífeyrisskuldbindinga. Hækkunin
nemur því 10,4 milljörðum króna
milli ára. Á sama tímabili er gert
ráð fyrir að skatttekjur sveitarfé-
laga, án framlaga úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga, hækki úr 167,9 millj-
örðum króna í 179,3 milljarða, eða
um 11,4 milljarða sem samsvarar
6,8% hækkun.“
Karl segir mjög erfitt að áætla
hversu mikið lífeyrisskuldbindingar
munu aukast. Hann víkur svo að
áætlaðri þróun árin 2015 og 2016.
„Áætlað er að launakostnaður
sveitarfélaga milli áranna 2015 og
2016 hækki um 8,2% eða úr 128,9
milljörðum í 139,6 milljarða.
Hækkar um 9,2%
Hækkunin nemur því 10,7 millj-
örðum milli ára. Á sama tímabili er
gert ráð fyrir að skatttekjur sveit-
arfélaga, án framlaga úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga, hækki um
9,2% eða úr 179,1 milljarði í 195,6
milljarða. Hækkunin nemur 16,5
milljörðum.
Á þessu tveggja ára tímabili
hækkar því launakostnaður samtals
um 21,1 milljarð króna, en skatt-
tekjurnar um 27,9 milljarða, sam-
kvæmt mati okkar,“ segir Karl.
Sveiflast milli ára
Spurður hvort launakostnaður
sveitarfélaganna hafi áður verið
hlutfallslega jafn mikill segir Karl
erfitt að meta það. Sá kostnaður
sveiflist milli ára. Hann rifjar upp
að með yfirfærslu málefna fatlaðs
fólks frá ríki til sveitarfélaga árið
2011 hafi starfsmönnum sveitarfé-
laga fjölgað. Sveitarfélög sinni fyrst
og fremst þjónustu sem sé
mannaflsverk. Loks bendir hann á
að hækkun lægstu launa hafi hlut-
fallslega mikil áhrif á rekstur sveit-
arfélaga.
Auknar skatttekjur fara að
mestu í aukinn launakostnað
Kjarasamningar auka launakostnað sveitarfélaga um 21 milljarð 2015-2016
Morgunblaðið/Ómar
Reykjavík séð frá Höfðatorgi Launakostnaður sveitarfélaganna er á uppleið í kjölfar kjarasamninga. Endurskoðun á starfsmati á þátt í að launin hækka.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að þótt stöðugildum kunni að hafa
fjölgað hjá sveitarfélögunum á árunum 2015 til 2016
séu áhrifin af því lítil miðað við áhrifin af kjarasamn-
ingum frá og með 2014. Þeir vegi mun þyngra í þróun
launakostnaðar. Karl segir endurskoðun í ár á starfs-
mati félagsmanna hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, BSRB, og Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem
starfa hjá sveitarfélögunum, eiga þátt í að launakostn-
aðurinn hækkar.
Launamyndunarkerfið hjá þessum félögum byggist á
starfsmati þar sem störfin eru metin til stiga. Stigin séu tengd við launa-
töflu og því geti fleiri stig í kjölfar endurmats leitt til hærri launa. Þá seg-
ir Karl kjarasamninga við grunnskólakennara einnig hafa leitt til hækk-
ana á launakostnaði sveitarfélaganna.
Endurmatið kostar sitt
ENDURSKOÐUN Á STARFSMATI HÆKKAR LAUNIN
Karl
Björnsson
Var hæst í Reykjavík
» Álagt útsvar árið 2015
vegna launa 2014 var hæst í
Reykjavík, eða samtals
60.686.240.282 krónur.
» Það var næst hæst í Kópa-
vogi, eða 16.688.063.918 kr.
» Hafnarfjörður var í þriðja
sæti, þar var útvarið
13.288.310.502 krónur og í
fjórða sæti var Akureyri með
8.464.304.744 krónur.
Jóla
dagar
Afkastamiklar
og endingagóðar
kaffivélar til
heimilisnota.
kr. 69.900,-
Koparinn er
sígildur enda
er koparlitaða
pressukannan
vinsæl.
kr. 9.900,-
Favola
kaffivélin frá
AEG á sér marga
aðdáendur enda
er Lavazza kaffi
í hylkjunum.
kr. 29.900,-
kr. 5.990,-
Þessi klassíska
frá AEG,
endingargóð fyrir
þá sem vilja það
einfalt.
kr. 12.900,-
SmartControl
Sport 197s
Rakvél
Silk-Épil 5
háreiðingartæki.
Bikini-Styler
fylgir frítt með í
desember.
kr. 14.900,-
kr. 7.990,-
Braun hárblásari
hd550
kr. 26.900,-
Braun rakvél
380
vatnsheld
LÁGMÚLA 8
SÍMI 530 2800
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-19, LAUGARDAG KL. 11-19, SUNNUDAG KL. 13-19
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
og Óli Gneisti Sóleyjarson þjóð-
fræðingur festu í gær upp skiltið
Svarthöfða á gatnamótum þessarar
nýju götu við Stórhöfða.
Óli Gneisti setti hugmyndina, að
kenna götu við persónu úr Star
Wars, á vefinn Betri Reykjavík og
hlaut hún þar mikið fylgi. Málinu
var vísað til byggingarfulltrúans í
Reykjavík sem hefur með nafngiftir
gatna að gera og gerði hann að til-
lögu sinni að breyta heiti Bratt-
höfða, sem liggur milli Sævarhöfða
og Stórhöfða, í Svarthöfða.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík
benti á í rökstuðningi með tillög-
unni að engin fasteign væri skráð
við götuna og það myndi því ekki
hafa áhrif á rekstur fyrirtækja.
„Það getur verið við hæfi að nefna
hluti í umhverfinu eftir nafntog-
uðum fyrirbærum hvers tímabils í
sögu mannkyns, hvort sem er upp-
diktuðum eða raunverulegum.
Mörg dæmi eru um það í nafn-
giftum gatna í Reykjavík að þær
séu nefndar eftir skáldsagna-
persónum og er því ekki úr vegi að
nefna götu í Höfðahverfinu Svart-
höfða,“ sagði meðal annars í um-
sögn byggingarfulltrúans.
Bratthöfða breytt
í Svarthöfða
Breyting Borgarstjóri fær aðstoð við að
setja upp skilti með heiti Svarthöfða.
Morgunblaðið/Hallur Már
Hæstiréttur hefur staðfest 15 mán-
aða fangelsisdóm Héraðsdóms
Norðurlands eystra yfir 38 ára
gömlum karlmanni, sem sakfelldur
var fyrir sex þjófnaðarbrot sam-
kvæmt tveimur ákærum.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar,
að maðurinn, Héðinn Óli Sæunn-
arson, hafi margsinnis verið dæmd-
ur til refsingar og þar af tíu sinnum
fyrir auðgunarbrot. Þá hefði Héð-
inn rofið skilorð reynslulausnar
sem honum hafði verið veitt. Hins
vegar var það virt honum til refsi-
mildunar að hann hefði játað ský-
laust þá háttsemi sem honum var
gefin að sök hjá lögreglu og fyrir
dómi.
Brotin, sem maðurinn var dæmd-
ur fyrir nú, voru framin í maí og
október á síðasta ári. Braust hann
inn í nokkur fyrirtæki á Akureyri
og stal munum. Lögregla hafði uppi
á megninu af þýfinu.
Í fangelsi fyrir fjölda
auðgunarbrota