Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Loksins aftur
Lunchbox útvörpin komin
Frábært kynningartilboð
24.995
Einnig MyBox, RockBox,
RockBull & Workman.
Öflugir vinnufélagar sem þola
erfiðustu aðstæður.
árið eftir, eins og kemur fram í fylgi-
skjali fjármálaráðuneytisins með
frumvarpinu.
„Við erum búin að lofa því, í
tengslum við kjarasamninga, að veita
stofnframlög til allt að 2.300 íbúða á
næstu fjórum árum og hámark 600
íbúðir á ári. En það kemur einnig
fram í yfirlýsingu okkar frá því að
kjarasamningarnir voru gerðir í vor
að þörfin verður endurmetin að lokn-
um næstu fjórum árum,“ sagði ráð-
herra.
Eygló bendir á að Íbúðalánasjóður
hafi verið að lána á 3,5% vöxtum til
u.þ.b. 250 félagslegra leiguíbúða á ári
að meðaltali, þannig að hér verði um
verulega aukningu að ræða.
Aðspurð hvenær hún geri sér í
hugarlund að frumvarpið verði að
lögum sagði Eygló: „Þegar ég hef
mælt fyrir frumvarpinu fer það til
velferðarnefndar. Þetta er stórt mál
og það þarf að gefa þinginu og sam-
félaginu ráðrúm til að fara yfir málið
og skila inn umsögnum. En þetta er
líka hluti af forsenduákvæðum kjara-
samninga, sem munu koma til endur-
skoðunar í febrúar, þannig að ég tel
mikilvægt að þingið nái að ljúka mál-
inu fyrir þann tíma.“
Erum að taka stórt skref
„Ég tel að með þessu frumvarpi
séum við að taka stórt skref í átt að
nýja húsnæðiskerfinu, sem verkefn-
isstjórn um framtíðarskipan húsnæð-
ismála lagði til að við myndum taka
upp. Við erum að hætta með ákveðna
tegund af lánum, sem Íbúðalánasjóð-
ur hefur verið að veita, þannig að það
jafnar þá möguleika annarra fjár-
málafyrirtækja til þess að fjármagna
líka félagslega leiguíbúðakerfið að
hluta, auk þess sem við erum að gera
það sem við lofuðum, með því að
koma verulega til móts við aðila
vinnumarkaðarins,“ sagði Eygló.
Hún segir að þetta frumvarp eigi
ekki að leiða til nýrra útgjalda fyrir
ÍLS varðandi reksturinn, því hann
muni hætta með 3,5% lánin til fé-
lagslegra leiguíbúða. Hún segist telja
að það sé lykilatriði, að með tilkomu
hins nýja kerfis og ekki hvað síst með
hinum svokallaða Húsnæðismála-
sjóði, þá verði þetta nýja kerfi sjálf-
bært með tíð og tíma og muni jafnvel
ekki þurfa á sérstökum stofnfram-
lögum að halda frá hinu opinbera,
þegar fram líða stundir.
„Við erum að gera grundvallarbreyt-
ingu á stuðningi við félagslega kerfið“
Greiðslubyrði leigjenda í félagslega leiguíbúðakerfinu verði ekki meiri en 20% til 25% af tekjum
Morgunblaðið/Ómar
Framkvæmdir Búast má við auknum byggingarframkvæmdum verði frum-
varp félagsmálaráðherra um félagslegar leiguíbúðir að lögum á nýju ári.
Möguleg fjármögnun almennra íbúða
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Fjöldi íbúða á ári
Fjármögnun í m.kr. % 1 100 200 300 400 500 600
Stofnframlag sveitarfélaga 12,0% 2 209 418 627 836 1.044 1.253
Stofnframlag ríkis 18,0% 3 313 627 940 1.253 1.567 1.880
Lántaka eða eigin fjármögnun 70,0% 12 1.218 2.437 3.655 4.874 6.092 7.311
Samtals fjármögnun 100,0% 17 1.741 3.481 5.222 6.963 8.703 10.444
VIÐTAL
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Frumvarp Eyglóar Harðardóttur, fé-
lags- og húsnæðismálaráðherra, um
nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, (al-
mennar leiguíbúðir) gerir ráð fyrir
því að 2.300 slíkar íbúðir verði reistar
á næstu fjórum árum.
„Þetta er gífurlega stórt mál. Við
erum að gera grundvallarbreytingu á
því hvernig stuðningi hins opinbera,
ríkis og sveitarfélaga, verður háttað í
þessu nýja fé-
lagslega leigu-
íbúðakerfi,“ sagði
félagsmálaráð-
herra í samtali við
Morgunblaðið í
gær. „Við munum
ekki lengur
tengja stuðning-
inn við lánveit-
ingar frá Íbúða-
lánasjóði, heldur
verður þetta í
formi stofnframlaga,“ sagði Eygló.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því
að ríkið leggi fram 18%, sveitarfélög
12% og kaupandi sjái um70% fjár-
mögnunarinnar.
Eygló segir að þetta eigi að leiða til
þess að greiðslubyrði leigjendanna
eigi ekki að verða meiri en 20% til
25% af tekjum þeirra.
Sömu tekju- og eignamörk
„Það verða sömu tekju- og eigna-
mörk í þessu kerfi og verið hafa í nú-
verandi kerfi, þar sem félög hafa sótt
um 3,5% félagslegu íbúðalánin hjá
ÍLS,“ sagði Eygló.
Þótt ráðgert sé að 2.300 félags-
legar leiguíbúðir verði reistar á
næstu fjórum árum, bendir Eygló á,
að verið sé að búa til framtíðar laga-
rammann um fjármögnunina. Það
verði tekin ákvörðun á hverju ári með
fjárlögum, hversu miklum fjármun-
um ríkissjóður ráðstafi í stofnframlög
Eygló
Harðardóttir
Í fylgiskjali fjármálar- og efna-
hagsmálaráðuneytisins, með
frumvarpi félagsmálaráðherra,
segir m.a. í niðurstöðu:
„Verði frumvarpið lögfest í
núverandi mynd verður Íbúða-
lánasjóði fyrir hönd ríkisins fal-
ið að veita stofnframlög til
byggingar eða kaupa á svoköll-
uðum almennum íbúðum handa
efnaminni leigjendum. Í gild-
andi ríkisfjármálaáætlun
stjórnvalda fyrir árin 2016-
2019 og í fjárlagafrumvarpi fyr-
ir árið 2016 hefur þegar verið
gert ráð fyrir 1,5 ma.kr. fram-
lagi til slíkra stofnframlaga á
ári næstu fjögur árin. Engin
sérstök fjármögnun á þeim út-
gjöldum hefur þó verið útfærð
og verður afkoma ríkissjóðs því
lakari sem því nemur að
óbreyttu.
Líkt og tiltekið er í frumvarp-
inu skal umfang stofnframlaga,
og þar með fjöldi íbúða sem fá
stofnframlög, ákvarðast af fjár-
heimild samkvæmt fjárlögum
hverju sinni. Óvissan er því
fólgin í því hversu margar íbúð-
ir verður hægt að byggja eða
kaupa miðað við framangreinda
fjárheimild þar sem stofn-
framlögin munu ráðast af
stærð íbúða og stofnvirði
þeirra.
Ef miðað er við 70 fermetra
íbúðir og vegið meðalstofnverð
eftir staðsetningu þá má áætla
lauslega að hægt yrði að
byggja um 480 íbúðir ár-
lega …“
Óvissan um
fjölda íbúða
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Farþegafjöldi Icelandair á þessu
ári fór í gær yfir 3 milljónir. Þrí-
milljónasti farþeginn reyndist vera
Embla Waage, 12 ára, sem var að
fara til Kaupmannahafnar með
foreldrum sínum, Indriða Waage
og Þórhildi Ósk Halldórsdóttur, og
systrum sínum, Sigríði Maríu og
Brynju Valdísi.
Birkir Hólm Guðnason, fram-
kvæmdastjóri Icelandair, var
mættur í Leifsstöð, til að afhenda
Emblu glaðning við brottfarar-
hliðið. Fékk hún blómvönd og
gjafabréf og öllum farþegum í
fluginu var boðið upp á léttar veit-
ingar.
Þetta er í fyrsta sinn í langri
sögu Icelandair sem farþegafjöld-
inn í áætlunarflugi fer yfir þrjár
milljónir á einu ári. Farþegafjöld-
inn fór í fyrsta sinn yfir tvær
milljónir árið 2012, en þeir voru
um 2,6 milljónir á síðasta ári.
Farþegafjöldinn í ár er í sam-
ræmi við áætlanir, segir í tilkynn-
ingu félagsins, en gert er ráð fyrir
að farþegum fjölgi um 450 þúsund
á næsta ári og verði í heild um 3,5
milljónir á árinu 2016.
Tímamót Embla Waage lukkuleg með blómvöndinn frá Icelandair. Hér er
hún fyrir miðju ásamt foreldrum sínum og systrum, auk áhafnar vélarinnar
til Kaupmannahafnar og framkvæmdastjóra félagsins, Birkis Hólm Guðna-
sonar.
Farþegar Icelandair
yfir 3 milljónir á árinu