Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Unnið er að þróun smáhúsahverfis
á Hellu, „Þorpsins“. Hugmyndin
er að bjóða upp á umhverfisvænni
búsetulausnir en nú eru algeng-
astar. Íbúarnir munu hafa aðgang
að garði og gróðurhúsi til að
rækta eigið grænmeti, sameig-
inlegum sal og þvottahúsi og jafn-
vel yfirbyggðu grillhúsi og heitum
potti.
Björn Jóhannsson landslags-
arkitekt, verkefnisstjóri Þorpsins,
segir að hugmyndin hafi þróast út
frá verkefni sem hann stýrir, það
er uppbygging þjónustumiðstöðvar
við þjóðveginn um Hellu og sam-
tengds smáhýsahótels. Komið hafi
upp umræður um húsnæðismál
væntanlegs starfsfólks og starfs-
fólks annarra fyrirtækja á staðn-
um. „Þetta á að vera þorp fyrir al-
menning, íbúa á Hellu,“ segir
Björn.
Litlar íbúðir og hús
Sjálfur hefur Björn unnið að
umhverfismálum hjá Umhverfis-
stofnun og víðar í sínu fagi og hef-
ur fylgst með umræðunni um um-
hverfisvænan lífsstíl. Margir hafi
ekki áhuga á að eiga stórar íbúðir
eða hús og vilji frekar geta ræktað
eigið grænmeti í garðinum og búa
við gangstíg frekar en akveg.
Hugmyndin hefur þróast út í
lítið þorp með 80 fermetra ein-
býlishúsum sem byggð verða úr
timbri. Grunnflöturinn verður 50
fermetrar og 30 fermetra efri hæð
með fullri lofthæð. Jafnframt sé
verið að skoða byggingu lítilla fjöl-
býlishúsa þar sem væru fjórar 40
fermetra íbúðir.
Verður 500-700 milljóna
króna verkefni
Hugmyndin var kynnt fyrir
skipulagsnefnd Rangárþings ytra í
síðustu viku og nú hefur sveit-
arstjórn tekið vel í hana, sagt hana
afar áhugaverða. Skipulags- og
byggingarfulltrúa og sveitarstjóra
var falið að gera tillögu að mögu-
legri staðsetningu.
Björn segir að skipulags-
fulltrúi hafi kynnt fyrir honum
byggingarsvæði í útjaðri Hellu,
rétt vestan við Helluflugvöll. Líst
honum ekki illa á það.
Hugmyndin er að reisa 15-20
smáíbúðir í fjölbýlishúsum og jafn
mörg 80 fermetra einbýlishús. Í
Þorpinu á Hellu yrðu þá alls 30 til
40 íbúðir.
„Ef Þorpið fær góðan byr sé
ég fyrir mér að hægt yrði að reisa
fyrstu húsin eða flytja þau á stað-
inn næsta haust. En markaðurinn
ræður því,“ segir Björn.
Verið er að reikna út kostn-
aðinn og hagkvæmni framkvæmd-
arinnar. Verkefnið er í þróun og
ekki komin ákveðin kostnaðar-
áætlun. Björn segir ekki ólíklegt
að heildarfjárfestingin verði á
bilinu 500 til 700 milljónir kr.
Húsin framleidd í héraði
„Ef fýsileikakönnun verður já-
kvæð, þá er til fjármagn. Ég hefði
hins vegar helst viljað fá fjárfesta
sem tilheyra svæðinu með í verk-
efnið. Það yrði líka liður í að auka
sjálfbærni framkvæmdarinnar ef
hægt yrði að framleiða húsin í hér-
aði,“ segir hann.
Ekki hefur verið ákveðið
hvort stök hús verða seld eða
hvort fjárfestir muni eiga allt
Þorpið og leigja íbúðirnar út. Síð-
ari möguleikinn hafi kosti fyrir
uppbyggingu og umsjón sameign-
arinnar. Björn segir æskilegt fyrir
sveitarfélagið að húsin verði seld
eða leigð út þannig að einhver eigi
lögheimili í öllum íbúðum.
30-40 smáíbúðir verði
í „Þorpinu“ á Hellu
Teikning/Björn Jóhannsson landslagsarkitekt
Þorpið Lítil einbýlishús einkenna Þorpið. Salur og sameiginlegt þvottahús verður í húsinu með græna þakinu.
Umhverfisvænn búsetukostur í þróun í Rangárþingi ytra
Fjölbýli Gert er ráð fyrir litlum íbúðum í nokkrum fjölbýlishúsum.
Hugmyndin að smáhúsahverfinu Þorpinu sprettur út úr vinnu við þróun
Þjónustumiðstöðvarinnar á Hellu sem Björn Jóhannsson landslags-
arkitekt vinnur einnig að ásamt samstarfsfólki. Þjónustumiðstöðin á að
verða nýr áningarstaður við hringveginn, einskonar hlið inn í Hellu að
austanverðu.
Þar á að fást ferðatengd þjónusta, eins og matur, drykkur, gisting og
eldsneyti. Þar verður móttaka fyrir smáhýsahótel enda gert ráð fyrir 20-
40 smáhýsum þar við.
Markmið hönnunar og skipulags er að Þjónustumiðstöðin verði besti
staðurinn á Suðurlandi fyrir rútur að stoppa. Besti staðurinn fyrir barna-
fjölskyldur. Og þar verði besta aðstaðan fyrir bændamarkað. Markaður-
inn verður í fjölnotarými sem opnast út í garð. Þar verður bændum og
handverkfólki gert kleift að selja afurðir sínar, beint frá býli.
Áningarstaður og markaður
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Á HELLU
Stjóri Björn Jóhannsson landslags-
arkitekt er verkefnisstjóri Þorpsins.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fyrirtækið KPMG hefur gert út-
tekt á öldrunarþjónustu Akureyr-
arbæjar og voru drög að skýrslunni
rædd á fundi bæj-
arráðs Akureyrar
í gær.
Eiríkur Björn
Björgvinsson bæj-
arstjóri segir að
vísbendingar séu
um að sveitarfé-
lagið beri veru-
legan kostnað um-
fram það sem það
telur sig eiga að
bera, eins og
reyndar hafi áður verið haldið
fram.
„Við sjáum í reikningum okkar
að við erum farin að borga verulega
mikið með þessum málaflokki. Við
vildum því fá úttekt á því hvert
væri okkar hlutverk í rekstri öldr-
unarþjónustu og hvað hún kostaði
okkur raunverulega, greint niður á
rekstrarliði,“ segir Eiríkur.
Hann segir að umæðum sé ekki
lokið um málið og niðurstöður yfir-
gripsmikillar úttektar KPMG séu
því enn trúnaðarmál. Þar sé fjallað
um öldrunarþjónustu bæjarins í
heild, þ.e. heimaþjónustu og hjúkr-
unarheimilin Lögmannshlíð og
Hlíð, en hjúkrunarheimilin vega
þyngst í þeim efnum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hafa forystumenn ýmissa sveitarfé-
laga rætt rekstrarvanda hjúkrun-
arheimili undanfarið. Í síðustu viku
var í Morgunblaðinu greint frá
vanda Garðabæjar vegna reksturs
hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.
Yfirtaka ríkisins á starfsemi
Ísafoldar undirbúin
Erfið staða Ísafoldar var rædd á
fundi Garðbæinga með fulltrúum
velferðarráðuneytisins í síðustu
viku. Í fundargerð bæjarráðs
Garðabæjar segir að á fundinum
hafi komið fram hjá fulltrúum ráðu-
neytisins að ríkið hafi ekki fjármuni
til að hækka daggjöld hjúkrunar-
heimila og þá hafi ríkið hafnað að
greiða uppsafnaðan umframkostn-
að enda sé ekki fjárheimild til þess.
Fulltrúum ráðuneytisins var
kynnt að samkvæmt samþykktri
fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir
árið 2016 væri fjárveiting til rekstr-
ar Ísafoldar aðeins í þrjá mánuði á
næsta ári eða til 31. mars 2016. Á
fundinum var samþykkt að hefja
undirbúning að gerð samninga um
yfirtöku ríkisins á starfsemi Ísa-
foldar 2016.
Á fundi bæjarráðs Garðabæjar
síðasta þriðjudag var samþykkt að
fela bæjarstjóra að undirbúa að
stefna íslenska ríkinu fyrir héraðs-
dóm og krefja ríkið um greiðslu
skaðabóta vegna uppsafnaðrar
skuldar.
Greitt með þjón-
ustu við aldraða
Úttekt á öldrunarþjónustu á Akureyri
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Verið velkomin í
glæsilega verslun okkar
við Laugaveg 99
(gengið inn við Snorrabraut)
aff.is
Concept
ÞÚF
ÆRÐ
VÉLS
LEÐA
-
FATN
AÐIN
NHJ
ÁOK
KUR
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS