Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 26

Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, var í viðtali á Rás 2 hinn 7. desember sl. Þar sagði hann m.a. að dómstólar væru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og ættu að endur- spegla viðhorf okkar til málefna líðandi stund- ar og þrýstingur al- mennings hefði áhrif á ákvörðun refsinga. „Það er nú einu sinni þannig að ef dómstólar eru ekki í takt við samfélagið sem þeir eru í þá er eitthvað að í samfélaginu.“ Það er með ólíkindum að maður sem hefur slíka ábyrgð í íslensku samfélagi haldi því blákalt fram að dómstólar hafi og eigi að fara eftir þrýstingi og viðhorfi almennings við ákvörðun refsingar. Hvert er almenningsálit þjóðar gegn banka- mönnum eftir efnahagshrun? Símon hefur beðið almenning opinberlega að treysta dómstólum í viðtali á Stöð 2. Þeir ynnu sína vinnu eftir bestu samvisku, sem hlýtur að þýða að dómstólar séu óháðir og stjórnist því ekki af almenningsálitinu. Eins er áhugavert að skoða hvort hann sé vanhæfur að fjalla um málefni líðandi stund- ar þar sem hann muni dæma menn eft- ir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Sönnunarmat Ég og mín fjöl- skylda höfum átt mikið undir með ákvörðun Símonar um sekt eða sýknu Magnúsar, son- ar míns, sem hann dæmdi í tveim- ur sakamálum. Með almenningsálitið að leiðar- ljósi dæmdi hann son minn til sex ára fangelsisvistar án raunveru- legra sannana. Tókst honum til að mynda hið ómögulega í Al Thani- málinu að dæma hann fyrir fyrir- mæli á fundi þar sem fimm manns sátu og allir vitnuðu að sonur minn hefði ekki gefið fyrirmæli og hefði ekki umboð til þess. Réttarfar Á afar viðsjárverðum tímum í kjölfar efnahagshruns þar sem ekki bara almenningur heimtaði blóð heldur löggjafinn líka með stofnun embættis sem hefur það eina hlutaverk að hundelta starfs- menn bankanna og þannig reyna að sefa reiði almennings, eins ómálaefnalega og ótrúlegt sem það hljómar, þá stendur þetta orðrétt í greinargerð með lögum sett af Al- þingi Íslendinga. Þá var það mín staðfasta trú sem embættismaður ríkisins allt mitt líf að dómstólarnir myndu standa í fæturna á sama tíma og hið sérstaka saksóknara- embætti beitti ólögmætum aðgerð- um eins og að hlera símtöl sak- borninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilgangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt. Nú verð ég bara að vona að niðurlag í fréttatilkynningu innan- ríkisráðuneytisins frá 2010 í kjölfar handtöku sonar míns og vinnu- félaga hans verði til þess að málum fari að ljúka. Þótt það verði honum ekki til góðs úr þessu þá þeim hundruðum manna sem enn standa og bíða með stöðu sakbornings eft- ir dómurum sem dæma á grund- velli almenningsálitsins eins og Símoni Sigvaldasyni. Niðurlag hennar hljóðaði þannig: „Með tilliti til mannréttindasjónar- miða sé nauðsynlegt að gera ráð fyrir að öllum málum verði lokið fyrir árslok 2014 og geta áætlanir að mati embættisins ekki tekið mið af öðru tímamarki.“ (Dóms- málaráðherra, Ragna Árnadóttir.) Ógnar réttarkerfið réttarríkinu? Eftir Guðmund Guðbjarnason » Þá var það mín stað- fasta trú sem emb- ættismaður ríkisins allt mitt líf að dómstólarnir myndu standa í fæturna á sama tíma og beitt var ólögmætum aðgerðum Guðmundur Guðbjarnason Höfundur er fyrrverandi skattrann- sóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar. Fyrir rúmlega ári síðan ritaði ég grein hér í blaðið með yf- irskriftinni „Hverjir geta ekki greitt mat- arskattinn?“ Þar færði ég fram rök gegn hækkun virðisauka á matvæli sem fátækt fólk gæti ekki greitt og sagði m. a. „Eitthvert bull um mótvæg- isaðgerðir til að vernda fátækustu heimilin í landinu fyrir skattheimt- unni eru svo hvorki fugl né fiskur.“ Ég verð að viðurkenna að þegar ég skrifaði þau orð óraði mig ekki fyrir hversu sannspár ég væri, ég gerði nefnilega ráð fyrir að einhver lág- marks heilindi hlytu að búa að baki umræðunni sem m.a. gekk út á hækkun húsaleigubóta sem mundu bæta stöðu hinna fátækari. Núna, meira en ári síðar, er engin slík hækkun komin en stjórnin situr enn – rúin trausti. En ég gerði fleira í grein minni. Ég gaf stjórninni það vafasama virð- ingarheiti: Hlöðukálfastjórnin. Með því er ég að vísa til þess að þeir menn sem leiða þessa stjórn eru auðugir menn en virðast gjörsneidd- ir öllum skilningi á kjörum venjulegs fólks, að maður nú ekki tali um þurftamenn, þessa fátæku sem frels- arinn sagði að yrðu ávallt meðal okk- ar. Þurftamenn og óþurfta hafast misjafnt að. Þeir fyrrnefndu hafa aldrei sett þessa þjóð á kaldan klaka, en það hafa hinir svo sannarlega gert með græðgi sinni. Þjóðin öll saup seyðið af hruninu. Stjórnvöld í landinu hafa nógu lengi elt á röndum óþurftamennina sem nú gista reynd- ar sumir hverjir fangelsi landsins þótt nokkrir gangi enn lausir. Eng- inn þeirra sýnir neina iðrun, allir höfðu þeir rétt fyrir sér og engin mistök voru gerð. Ekki einu sinni óviljandi. Sama viðhorf er að mestu ráðandi meðal atvinnustjórnmála- manna. Virðingin fyrir þeim sem eiga og allt mega er svo ráðandi í samfélaginu ennþá, þrátt fyrir hrun- ið, að mönnum sem við völd sitja, hlöðukálfunum. finnst sjálfsagt að traðka á bótamönnum, bræðrum sín- um. Eitt það nýjasta er að æðstu embættismenn og stjórnmálamenn og dómarar reyndar líka fá með úrskurði kjararáðs afturvirka launahækk- un marga mánuði en það á ekki að gilda fyrir fátæka fólkið í landinu. Ó, nei, svo langt niður nær réttlæti þessara manna ekki. Sjálfur fjármálaráðherrann segir líka fullum fetum að bótaþegar eigi ekki að fylgja lágmarkslaunum í landinu, hvað sem lögin segja. Þessi ríkis- stjórn virðist staðráðin í að hafa skuli tvær þjóðir í landinu, menn skuli ekki vera jafnir fyrir lögunum. Svo setur óneitanlega að manni nokkurn hroll þegar hugsað er til þess hvað dómarar kunna að úr- skurða þegar mál koma loks til þeirra kasta. Þar að auki eiga stjórn- málamennirnir gjarna síðasta orðið þegar allt um þrýtur, eins og dæmin sanna. Nýlega var upp grafinn gamall brimvarnargarður í húsgrunni hér í borg. Það skipti engum togum að þarna kom upp mál sem snerti ræki- lega við öðrum hlöðukálfinum þótt vandséð sé hvað brimgarðar koma húsfriðun við. En það er sem sé gæluverkefni á ferð. Og nú eru skyndilega til nægir peningar þótt þá skorti svo átakanlega þegar þurftamenn eiga í hlut. Þetta heitir víst að hafa rétta forgangsröð! Ég veit ekki hvar í fjárlögunum þær verða, milljónafjárveitingarnar í endurgerða varnargarðinn. En þær verða þar jafn örugglega og fúlg- urnar sem úthlutað er til stjórn- málaflokkanna á hverju ári af al- mannafé. Ekki er að efa það. En er virkilega enginn sá maður meðal nánustu samstarfsmanna ráð- herrans sem er með óbrenglaða skynsemi og réttlætiskennd – ég er að tala um einhvern samstarfsmann, ekki ráðherrann – mann sem segir eitthvað sem svo við Sigmund: „Svona gerir maður ekki, elsku besti hlöðukálfurinn minn. Þú eyðir ekki almannafé í úrelta grjóthleðslu en sveltir fátæka í leiðinni. Nei, svona gerir maður ekki, Sigmundur minn.“ Endurgerða grjóthleðslan, þótt úr henni verði, mun ekki verja stjórn- ina falli. En hún verður minnisvarði um rangláta ríkisstjórn. Þurftamenn og óþurfta Eftir Sigurjón Þorbergsson Sigurjón Þorbergsson » Þessi ríkisstjórn virðist staðráðin í að hafa skuli tvær þjóðir í landinu, menn skuli ekki vera jafnir fyrir lög- unum. Höfundur er ellilífeyrisþegi, og fyrr- verandi formaður Leigjendasamtak- anna. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.