Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 ✝ Thelma ÓskÞórisdóttir fæddist á sjúkra- húsinu á Selfossi 20. ágúst 2000. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 7. desem- ber 2015. Móðir Thelmu er Björg Hjördís Ragnarsdóttir, for- eldrar hennar eru Sigurveig Björns- dóttir og Ragnar Tómasson. Fósturfaðir Thelmu er Björgvin Gíslason, foreldrar hans eru Margrét Traustadóttir og Gísli Freysteinsson. Faðir Thelmu er Þórir Guðjón Ágústsson, faðir Þóris er Ágúst Eiríksson og fósturmóðir Erla Sigurgeirs- dóttir. Móðir Þóris er Jónína Aðalsteinsdóttir. Hálfsystir Thelmu er Regína Lind Magn- úsdóttir og fóst- ursystkini eru Sunna Mjöll Magn- úsdóttir og Guð- finnur Snær Magn- ússon. Thelma bjó fyrsta æviárið sitt í Hveragerði með móður sinni og fyrrverandi eig- inmanni hennar, Magnúsi G. Guð- finnssyni. Þau fluttu til Reykja- víkur árið 2001 og bjuggu þar saman þar til móðir Thelmu og Magnús slitu samvistir árið 2010. Frá 2012 bjó Thelma Ósk með móður, systur og fóstur- föður, Björgvini Gíslasyni, í Grafarholti i Reykjavík. Thelma verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 18. desem- ber 2015, kl. 13. Elskulegi engillinn minn, sorg mín yfir því að þurfa að kveðja þig aðeins 15 ára gamla er ólýsanleg. Þú komst inn í líf mitt óvænt árið 2000 og ger- breyttir lífi mínu til hins betra, elsku ástin hennar mömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig inn í líf mitt. Þú varst mikill gleðigjafi og heill- aðir alla sem þú kynntist. Þú varst alltaf brosandi, hlátur- mild, lífsglöð og með óendan- lega létta lund. Þú þurftir að ganga í gegnum svo margt vegna veikinda þinna, elsku fal- lega stelpan mín, og mamma óskaði sér svo oft að fá að skipta við þig og taka yfir til sín allan þann sársauka og óþæg- indi sem þú þurftir svo oft að þola. Þegar þú fæddist varstu mjög veik og þurftir að vera á vökudeild Landspítalans í tvo mánuði eftir fæðingu, og oft fengum við að heyra að lífslíkur þínar væru ekki miklar vegna sjúkdómsins sem þú fæddist með. Ég var því þakklát fyrir hvert ár sem ég fékk með þér og ég naut hverrar einustu mín- útu sem við eyddum saman. Þú varst svo dugleg og skemmti- leg, elsku Thelma mín, og mamma var svo stolt af þér. Þú greindist einnig með einhverfu og því var spáð að þú myndir líklega ekki læra að tala, en viti menn, þú byrjaðir að tala þriggja ára og samkjaftaðir ekki eftir það. Svo var því spáð að þú næðir sennilega ekki að læra að lesa, en þú varst orðin læs átta ára gömul og árið 2010 fékkstu ís- lenskuverðlaun menntaráðs fyr- ir framfarir og góðan árangur í lestri. Minningarnar sem ég á um þig, elsku Thelma mín, eru óteljandi og allar svo fallegar og góðar, jafnvel þær minning- ar sem ég á um þig þegar þú áttir erfitt og varst veik. Það var með ólíkindum hvað þú varst alltaf sterk og jákvæð þegar þér leið illa og það var alltaf stutt í húmorinn og hlát- urinn. Þú elskaðir tónlist og ég gleymi aldrei öllum stundunum okkar sem við sungum saman og hlustuðum á falleg lög og það má segja að nánast öll barnalög sem til eru minni mig á þig, elsku gullið mitt. Þú varst ekki mjög mikil félagsvera en þú heillaðir alla sem þú hittir með því að vera einlæg, skemmtileg, lífsglöð og hrein- skilin. Þú varst svo falleg persóna, vildir öllum svo vel og varst svo blíð og góð. Þú varst engillinn minn og núna ertu engill á himnum. Ég elska þig svo heitt, elsku besta, fallega og yndis- lega Thelma mín. Sál mín verð- ur aldrei sú sama eftir að hafa misst þig úr lífi mínu, það er stórt skarð í mínu hjarta og hjarta allra þeirra sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér. Söknuðurinn sem ég ber er svo sár núna en ég veit að þú ert hér með okkur, ástin mín, og ert núna að gæta okkar hér á jörðu sem eftir erum og veita okkur styrk. Svo er ekki spurn- ing að þú ert að gleðja alla þá hinum megin við móðuna sem þú þekkir þar. Núna ertu ekki lengur veik og þarft aldrei aftur að fá æða- legg. Nú ertu frjáls, elskan mín. Hvíldu í friði, litli engillinn minn, og mamma mun sjá þig aftur þegar minn tími til þess að kveðja kemur. Kveðja, mamma. Elsku besta systir okkar. Thelma snerti svo við okkur öll- um með brosinu sínu, ástinni sinni, hlátri, húmor, kærleik, söng, ákveðni og sögum sem voru oft ekki nema ein setning en þær eiga allar stað í hjörtum okkar og bros. Við erum svo þakklát fyrir þig elsku engillinn okkar, við sitjum hlæjandi og grátandi að tala um þig, þegar þú tókst nef- ið okkar og „límdir“ það svo aft- ur á í fíflalátum, eða þegar þú ákvaðst að taka bumbuna frá stóru syss og vildir ekki henda henni í ruslið, heldur límdir þú hana aftur á mig, mér til mik- illar ánægju. Thelma kunni svo mörg leik- rit utan að og hún var dugleg að fara með þau og kenna okk- ur næstu línu svo við gætum farið með þau með henni og gat hún sýnt endalausa þolinmæði þegar enginn vissi næstu línu eftir margar „æfingar“. Hún var líka mjög hrifin af tónlist og hún var trommuleikarinn, hún kunni líka að spila á píanó og kenndi hún okkur að spila Góða mamma mjög snemma. Thelma var og er ljósið okkar í myrkrinu. Hún var svo sterk og hugrökk í erfiðleikum, hún er ofurhetjan okkar. Thelma heillaði alla þá sem voru svo heppnir að fá að kynn- ast fallega hjartanu hennar og persónuleika, var hún svo góð við allt og alla en ætlaðist aldrei neins til baka. Við erum svo rík af minn- ingum um systur okkar, og þær lifa alla tíð. En þetta er ekki nema ¼ af því sem Óskin okkar var og er í hjörtum okkar og minningu. Hve langt sem er á milli okk- ar og hversu mjög sem lífið hef- ur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfanleg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi okk- ar, elsku systir okkar. Þú lifir alltaf hjá okkur, eng- ilinn okkar. Við elskum þig. Þín systkini, Sunna Mjöll og Guðfinnur Snær Magnúsarbörn. Thelma var besta persóna sem hægt var að finna. Þrátt fyrir að hún glímdi við miklil veikindi lét hún það ekki buga sig, hún var sterk, hugrökk, mikill gleðigjafi og falleg bæði að innan og utan. Hún gerði allt sem sem hún gat til að halda manni glöðum og kátum. Hún var líka svo skemmtilega hrein- skilin að hún sagði fólki að það væri stranglega bannað að reykja, henni fannst það svo ógeðslegt. Thelma sagði einnig að fólk mætti ekki drekka áfengi því það væri svo óhollt og kók því það væri svo vont fyrir tennurnar. Hún var mikið fyrir reglur. Thelma átti ekki í neinum vandræðum með að segja skoð- un sína. Stundum vildi hún ekki hafa margt fólk í kringum sig og þá spurði hún fólk hvort það ætlaði ekki að fara að drífa sig heim. Við Thelma vorum miklar vinkonur og ég elska hana og sakna hennar mjög, mjög mikið. Kveðja, Regína systir. Thelma Ósk kom sem sól- argeisli inn í líf okkar fyrir fimmtán árum. Strax daginn eftir fæðingu kom í ljós að eitt- hvað var að því hún var svo óvenju máttlítil. Rannsóknir leiddu í ljós að hún var með efnaskiptasjúkdóm. Hún var því alltaf á sérfæði sem hún nærð- ist á í gegnum magasondu. Thelma var á þriðja ári greind með einhverfu og var það ekki til að auðvelda henni tilveruna. Þegar árin liðu kom í ljós hjá henni nýrnabilun af völdum efnaskiptasjúkdómsins. Hún varð því máttminni en önnur börn og hreyfigetan minni, henni þótti þó gaman í sundi og fór oft með fjölskyldunni í sund. Hún var mjög tónelsk og söng fjöldann allan af lögum og kunni textann við þau öll. Hún hafði gaman af teiknimyndum og horfði mikið á þær, einnig hafði hún sérstakt dálæti á „Strákunum“ og hló mikið að þeirra bröndurum og sketsum. Sveppi var hennar uppáhald að hinum strákunum ólöstuðum. Þrátt fyrir veikindi sín var Thelma Ósk alltaf glöð og já- kvæð. Hún bar sjúkdóminn með einstakri þolinmæði og þraut- seigju og kvartaði sjaldan. Þeg- ar hún kom til okkar um helgar kallaði hún alltaf: „Hæ ég er komin, eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt?“ Með miklum söknuði kveðjum við okkar ástkæru sonardóttur. Það voru forréttindi að kynnast þessari yndislegu stúlku og fá að hafa hana hjá okkur. Við er- um þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með henni þótt hann hafi verið allt of stuttur. Hvíl í friði elsku barn. Erla amma og Ágúst afi. Ég vil með örfáum orðum minnast okkar yndislegu Thelmu Óskar, sem var tekin frá okkur allt of fljótt. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast henni og systur hennar þegar þær komu inn í fjölskyldu okkar fyrir rúmum þremur ár- um er móðir þeirra hóf sambúð með syni okkar hjóna. Hún var einstakt barn, sem lýsti upp heimilið þegar hún kom í heimsókn. Og svo eru það gullkornin hennar sem fengu mann til að hugsa. Til dæmis var hún eitt sinn í heimsókn er hún segir við mig: „Margrét, eigum við ekki bara að syngja Guttakvæði?“ og ég varð við því og við sungum há- stöfum. Hún var með textann á hreinu og lagviss var hún. En þetta kom allt til út af því að við erum með hund sem heitir Gutti, en hún vildi ekkert endi- lega vera of mikið að atast í honum. Það sem efst er í mínum huga í minningunni er ferm- ingin hennar 24. apríl 2014 í Langholtskirkju. Er hún eitt það fallegasta sem ég hef upp- lifað og var mikil gleðistund fyrir alla viðstadda. Alltaf var hún fyrst til að spyrja „hvað er í matinn?“ þó svo að hún borðaði ekki venju- legan mat. Svo var alltaf of- arlega í hennar huga gamlárs- kvöld hjá Kela, Guðrúnu og Óliver. Hún talaði alltaf um það reglulega. „Hvenær förum við í Réttarheiði 14 að horfa á sprengjurnar?“ Samt var hún hálfhrædd við þær og höfðum við það þannig, að ég var með henni inni að horfa. Hún var með eyrnaskjól, en þurfti samt aðeins að taka þau af og hlusta öðru hvoru. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Elsku Hjördís, Björgvin, Regína, Þórir, ömmur, afar og fjölskyldan öll. Ég og Gísli vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Margrét Sólveig Traustadóttir. Nú skilur leiðir, elsku litla ljósið hans frænda. Það mun aldrei verða hægt að fylla upp í tómið sem þú skilur eftir í fjöl- skyldunni, þú varst svo yndisleg í alla staði og mikið var gaman að hlæja með þér og áttum við oft mjög góð og athyglisverð samtöl sem standa alltaf ofar- lega í huga mér. Sem dæmi þegar ég var að útskýra fyrir þér hvar ég ætti heima. Verð líka að segja þér hversu heppin þú varst að eiga svona sterka og magnaða mömmu sem hugs- aði svo innilega vel um þig alla tíð. Ég mun knúsa þig aftur ein- hvern tíma, litla ljós. Þinn frændi, Björn Ragnarsson. Elsku Thelma mín, litla ljósið mitt. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um tímana sem við áttum saman þó svo ég vildi að við hefðum átt þá miklu fleiri. Ég man þegar ég fékk fréttir af því að mamma þín ætti von á barni og það væri væntanlegt í ágúst 2000. Var tilhlökkunin mikil, stóra Didda mín að fara að eignast barn. Svo komst þú í heiminn en ég fékk ekki að sjá þig nema í gegnum gler fyrstu tvo mánuðina því þú varst á vökudeild vegna veikinda þinna. Þú fæddist með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem enginn annar á landinu er með og var þér vart hugað líf, en jú – duglega Thelma varð 15 ára og er ég svo þakklát fyrir að hafa fengið þann tíma með þér þó svo ég hafi viljað fá 115 ár með þér í viðbót. Við urðum fljótt bestu vinkonur og í uppáhaldi hvor hjá annarri alltaf. Sumarið 2014 komuð þið systur til mín og voruð í viku hjá mér, auðvitað fékkst þú að sofa uppi í hjá frænku og þótti okkur það ekki leiðinlegt. Stundum lá ég bara og horfði á þig og hugsaði hvað ég elskaði þig mikið, ljósið mitt, og fyrir þann tíma er ég mikið þakklát. Þú varst mikill húmoristi og aldrei var langt í grínið. Sama hversu lasin þú varst þá gastu reytt af þér brandarana og strítt manni aðeins í leiðinni. Þú varst best í því að fá mann til að brosa og hlæja, þú varst al- gjör gleðigjafi. Ég trúi því að þér líði betur núna og þurfir aldrei aftur að fara á spítala og láta stinga þig og sért ekki lengur veik. Ég kveð þig með miklum trega, elsku stelpan mín, og sakna þín alveg óend- anlega mikið og er mikið tóm- legt að koma í Þórðarsveig og heyra ekki hláturinn þinn úr herberginu þínu, engin Thelma inni í herbergi að horfa á Sveppa sinn aftur og aftur. Þú átt stóran sess í hjarta mínu, elsku ljósið mitt. Elsku Hjördís mín, missir þinn er mikill og finn ég svo óendanlega mikið til með þér. Thelma var heppin að eignast þig sem mömmu og þú heppin með hana. Dugnaður, æðruleysi og jákvæðni einkenndi ykkur mæðgur og voruð þið oft sem eitt. Ég fyllist stolti þegar ég segist eiga ykkur sem fjöl- skyldu. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk) Sofðu rótt ljósið mitt. „I love you … I love you too.“ Kveðja, Erna Ragnarsdóttir. Kom vornótt, og syng þitt barn í blund. Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund. Ég þrái þig. Breið þú húmsins mjúku vernd- arvængi, væra nótt, yfir mig. … Kom ljúfa nótt sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, svæf glaumsins klið og gef mér frið, góða nótt. (Jón frá Ljárskógum) Elsku Hjördís og aðrir að- standendur, við vottum okkar innilegustu samúð. Við munum geyma minninguna um fallegu Thelmu ykkar. Blessuð sé minning hennar. Megi Guð og góðir englar gæta hennar. Fyrir hönd starfsfólks skammtímavistunar Álfalandi 6, Markrún Óskarsdóttir. Kuldinn hann kemur um jólin með kolsvarta skugga krakkarnir kúra í skjóli hjá kerti í glugga Vindur já dansaðu vindur er vetur og kuldi gefa nýjan þrótt vindur já dansaðu vindur vertu á sveimi um kalda jólanótt (Kristján Hreinsson) Thelmu verður sárt saknað, enda setti hún mark sitt á hóp- inn hvenær sem hún kom í fé- lagsmiðstöðina. Hún var einn af þeim unglingum sem höfðu já- kvæð áhrif á félagsmiðstöðvar- braginn og lýsti staðinn upp. Ást Thelmu á tónlist, frásagn- irnar hennar og húmorinn er nokkuð sem við munum minn- ast. Hún hafði sérstakan áhuga á jólalögum og vildi spila þau allan ársins hring. Thelmu voru jólalögin svo hugleikin að hún samdi jafnvel texta um tregðu annarra til að spila jólalög í júní. Hún tók virkan þátt í ýmiss konar félagsstarfi, en hún hafði sérstaka unun af söng og var fyrst til þegar karókí var á dag- skrá. Þar átti hún mörg uppá- haldslög, en þó var ekkert sungið jafn oft og Dansaðu vindur, sem einnig var síðasta lagið sem hún söng hjá okkur. Elsku Thelma, við minnumst þín með söknuði og gleði. Þér til heiðurs munum við hér eftir spila jólalag í júní. Fyrir hönd starfsmanna og ungmenna Félagsmiðstöðvar- innar Öskju, Andrea Bergmann. Með tregatár á hvarmi nú kveðjumst við um sinn. Í hvammi sumarblóma þig brátt ég aftur finn, þar sem ljós og friður nú faðma þína sál og fegurðin mun lifa, þitt hjartans tungumál. Já, óþarft er að kvíða því er koma skal, þín kærir vinir bíða í glæstum himna- sal. Meðal þúsund engla nú lífsins ljós þitt skín, Já, lýsir eins og stjarna fögur minn- ing þín. (Ólafur Þórarinsson.) Okkur langar að kveðja hana Thelmu Ósk okkar með þessu fallega ljóði sem okkur finnst svo lýsandi fyrir hana. Hún var nemandi í Öskjuhlíðarskóla, sem síðar varð Klettaskóli, alla sína skólagöngu. Thelma Ósk lýsti upp umhverfið með sínu fallega brosi og töfrandi per- sónuleika. Hún var gleðigjafi með leiftrandi húmor og öllum þótti vænt um hana, enda kom hún fram við alla af einlægni og umhyggju. Hún var í skólakórn- um, söng eins og engill og kunni alla texta. Það var stórkostlegt að fylgj- ast með Thelmu eftir að hún reis upp úr erfiðum veikindum fyrir um tveimur árum. Með viljann að vopni náði hún ótrúlegum bata, staðráðin í að gefast ekki upp. Þó að við hefðum áhyggjur og vildum hlífa henni tók hún það ekki í mál og hélt ótrauð áfram. Eftir síðustu sjúkrahúsdvöl Thelmu áttum við von á henni til baka eins og áður eftir veikindi. Fregnin af andláti hennar kom því óvænt og verður hennar sárt saknað úr skólasamfélag- inu okkar hér í Klettaskóla. Við sendum ástvinum hennar öllum innilegar samúðarkveðjur og erum þakklát fyrir árin sem við áttum með henni. Fyrir hönd starfsfólks og bekkjarfélaga í 10. bekk Kletta- skóla, Helga Garðarsdóttir og Elísabet Þorsteinsdóttir. Til minningar um fyrrverandi nemanda minn Thelmu Ósk langar mig að rita nokkur orð. Þegar horft er til baka rifjast upp góðar minningar af skóla- göngu Thelmu. Margar hverjar ylja manni og maður fyllist gleði og ánægju yfir því að hafa átt tækifæri á að kynnast henni. Okkar fyrstu kynni voru á hennar fyrsta degi í skólanum þegar hún kom til mín með sitt fallega bros og sagði: „Hæ, ég heiti Thelma Ósk.“ Ekki þurfti meira til að vinna hug minn og hjarta. Sem nemandi var Thelma ákaflega dugleg og sinnti verkefnum sínum vel og af mikilli jákvæðni og elju. Hún mætti ávallt með gott skap, var hjálpsöm ásamt því að vera blíð og góð. Í 4. og 8. bekk tók Thelma þátt í helgileik með skólasystkinum sínum. Í fyrra skiptið lék hún Maríu mey og í seinna skiptið lék hún engil. Þessi hlutverk lýsa henni á margan hátt vel og segja í raun meira en mörg orð og er ég afar þakklát fyrir að hafa kynnst jafn góðhjartaðri stelpu og Thelmu Ósk. Með þessum fáu orðum kveð ég yndislegan nemanda og um leið votta ég Hjördísi og fjöl- skyldu samúð mína. Kolbrún Petra Sævarsdóttir. Thelma Ósk Þórisdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku frænka okkar, mikið er sárt að þú sért far- in frá okkur, en mikið var gaman að fá að kynnast þér og eyða tíma með þér. Við munum aldrei gleyma þér, elsku Thelma okkar. Bless- uð sé minning þín. Saknaðarkveðjur, Sigurveig Hera, Anna Rakel og Ragnar Hólm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.