Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
✝ Rósa Jónsdótt-ir fæddist á
Ártúni á Langanesi
13. október árið
1942. Hún lést á
Vífilsstöðum 9.
nóvember 2015.
Hún var dóttir
þeirra heiðurs-
hjóna Rósu Gunn-
laugsdóttur hús-
freyju og Jóns Óla-
sonar bónda. Hún
var áttunda í röð alsystkinanna
en alls urðu þau systkinin tólf.
Kári er sonur Jóns og Helgu
systur Rósu Gunnlaugsdóttur,
Sturla Einarsson er yngsti
bróðirinn og átti Rósa Gunn-
laugsdóttir hann með bróður
Jóns, Einari Ólasyni. Systk-
inaröðin er því
svona: Kári Jóns-
son, Daníel, Þor-
björg, Þórunn,
Steinunn, Gunn-
laugur, Pálmi
Dagur, Óli, Rósa,
Marinó, Jóni Óli
og Sturla Ein-
arsson. Þau Þór-
unn, Daníel, Gunn-
laugur og
Þorbjörg eru látin
en hin lifa.
Rósa gekk í grunnskólann á
Þórshöfn, vann á Álafossi,
Hressingarskálanum Austur-
stræti og starfaði í um 40 ár á
Bifreiðastöð Reykjavíkur, BSR.
Útför Rósu fór fram 19. nóv-
ember 2015.
Mamma fluttist ung að heiman,
15 ára gömul. Fór að vinna á Ála-
fossi og vann næturvaktir. Þar
vann hún í um tvö ár og líkaði vel.
Sá eitt sinn draug, mann sem unn-
ið hafði lengi á Álafossi, hún
kippti sér lítið upp við það og
horfði á hann lengi þar sem hann
sat við vinnu sína og hvarf.
Mamma var þarna alein og
óhrædd. Seinna vann hún á
Hressingarskálanum í Austur-
stræti, einnig í bakaríi fyrir
Dennu frænku. Hún tók meira-
próf, og um tíma vann hún á
gröfu. Hún byrjaði að vinna á
BSR árið 1972 á símanum og vann
í 40 ár. Bílstjórarnir báru ótta-
blandna virðingu fyrir henni og
henni líkaði vel í vinnunni. Þar til
fyrir stuttu var bara talstöð. Eitt
sinn var hún að senda bíl í túr og
sá átti að sækja konu á tiltekinn
stað. Bílstjórinn tilkynnti svo eftir
smástund að þetta væri plat, eng-
in kæmi konan. Þó nokkru síðar
kallar mamma í þennan sama bíl-
stjóra aftur og segir: „Konan sem
kom EKKI gleymdi vettlingunum
sínum í bílnum.“ Mamma var
hrekkjótt. Tengdafaðir mömmu
til margra ára var Steindór Jóns-
son (1908-2010), hann bjó heima á
Kársnesbrautinni, mikill komm-
únisti og kenndi henni allt um
stjórnmál. Þegar kosningar voru í
nánd tók hún auglýsingableðlana
frá Sjálfstæðisflokknum, skrifaði
nafnið hans á þá og bætti við
„kæri flokksbróðir og félagi“.
Hún hló þegar hann blótaði:
„Déllans árans afætustéttin.“
Hún var alltaf mjög brún því
hún var alltaf í sundi. Oft var hún
spurð hvort hún hefði verið á
Spáni. Hún synti mikið og var vel
á sig komin vegna þess, krakk-
arnir fóru oft með henni. Mamma
hafði einkar næmt auga fyrir fal-
legum hlutum og handbragði, var
listræn og vissi mikið um list og
listamenn. Hún saumaði út í gard-
ínur, rúmföt og dúka. Hún kom
auga á það sem fallegt er á undan
öðrum þótt sjónin væri slæm.
Hún hafði gaman af því að versla,
var ekki nísk og kenndi mér það
að það er enginn sparnaður fólg-
inn í því að kaupa drasl. Líf henn-
ar var ekki dans á rósum, því mið-
ur. Ef hún reiddist þá varð hún
mjög reið og hafði ævinlega rétt
fyrir sér. Augasteinninn hennar
var Steinrós Birta sem hún kall-
aði silfurengilinn. Fyrir hana fór
hún meira að segja margar ferðir
í rennibrautina í sundlauginni,
þær eyddu heilu dögunum saman
og gistu, miklar vinkonur. Kor-
máki Mána þótti afar vænt um
ömmu sína og í nokkur ár kom
hún vikulega og bakaði fyrir hann
pönnukökur. Hann hjálpaði henni
við að gera fínt, þó svo að hann
skildi engan veginn hvað væri að
þurrka af eða til hvers það eig-
inlega væri, það kæmi hvort eð er
ryk aftur. Undir það síðasta var
mamma orðin gleymin og illa átt-
uð. Hún tók samt eftir ef maður
kom í einhverju nýju eða fallegu.
Hún saknaði vinkvenna sinna og
vina og gladdist þegar hún var
heimsótt á spítalann.
Elsku mamma mín, takk fyrir
allt. Allt sem þú gerðir með mér
og fyrir mig í gegnum árin. Þú
huggaðir mig og fræddir, kenndir
mér og kættir.
Þín dóttir,
Gríma Sóley.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Elsku Gríma mín, Steinrós og
Kormákur. Ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir.
Tíminn flýgur áfram og hann
teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi
svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til
þín.
Ég gaf þér forðum keðju úr gulli
um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins
amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði
ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að
vera þar alla tíð.
Það er margt sem angrar en ekki
er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve
langur tími er liðinn.
Og ég skrifa þar eitthvað með
fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein
og dagurinn á báli.
Já, og andlitið þitt málað. Hve ég
man það alltaf skýrt,
augnlínur og bleikar varir, brosið
svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt
það sem er best,
en svo þarf ég að greiða dýru
verði það sem er verst.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttunni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur fer
ég á þinn fund.
(Megas)
Kveðja,
Vilma.
Rósa Jónsdóttir
Sæll Gunni minn,
þetta er kellingin
hérna – og lifandi
ennþá.
Þessa setning klingir enn í
huga mér því þessa setningu
heyrði ég í hvert sinn seinni árin
sem Gunnhildur tengdamóðir
mín hringdi og ég svaraði í sím-
ann.
Frá því að við hittumst fyrst og
ég var kynntur inn í fjölskylduna
var mér vel tekið og alla tíð síðan
var góð vinátta milli okkar Gunn-
hildar. Hún var stríðin og kunni
vel að meta létta glettni og kom
sú glettni oft upp í samskiptum
okkar. Gunnhildur fór yfirleitt
sínar eigin leiðir og var óhemju
hugmyndarík með að bjarga sér
með ýmsa hluti. Þó voru tækni-
málin oft að þvælast fyrir henni
og þá var kallað á tengdasoninn
til að bjarga málunum, með að
finna rásirnar aftur á litla túbu-
sjónvarpinu. Að síðustu, þegar
málið var orðið svo flókið með
nýrri sjónvarpstækni og fjarstýr-
ingarnar orðnar tvær, var málið
bara leyst með því að hætta að
horfa á sjónvarpið. Það væri
hvort sem er ekkert merkilegt í
því. Gunnhildur var mikill lestr-
arhestur, las mikið guðspekirit og
rit um lífsins gátur, en ekki síður
skáldsögur og ljóð. Daginn áður
en hún lést otaði hún að mér bók
með ljóðum Arnar Arnarsonar
sem hún sagði að við yrðum að
lesa.
Síðustu árin hafði Gunnhildur
búið á Hrafnistu og kynntist þar
Herði Einarssyni, sem átti eftir
að verða lífsförunautur hennar í
14 ár. Það var yndislegt að fylgj-
ast með sambandi þeirra þessi ár.
Þau nutu þess að ferðast saman
bæði innan lands sem utan og
gaman var að fylgjast með dag-
legum ferðum þeirra síðustu árin,
eftir að heilsu Gunnhildar hafði
hrakað nokkuð, ferðum sem ekk-
ert mátti trufla og ekki gekk að
koma í heimsókn á þessum helga
Gunnhildur
Kristjánsdóttir
✝ GunnhildurKristjánsdóttir
fæddist 15. júlí
1930. Hún lést 7.
desember 2015.
Útför Gunn-
hildar fór fram 16.
desember 2015.
tíma þeirra. Þá óku
þau niður að Sunda-
höfn eða inn í Laug-
ardal og þar fengu
skötuhjúin sér
göngutúr og settust
á bekk í Grasagarð-
inum og skoðuðu
gróðurinn í garðin-
um.
Seinni árin var
Gunnhildi orðið tíð-
rætt um ellina og
dauðann og var búin að velja sér
stjörnu á himninum til þess að
taka bólfestu á þegar yfir lyki.
Með þessum orðum kveð ég
Gunnhildi tengdamóður mína,
sem á örugglega eftir að líta niður
til okkar frá stjörnunni sinni.
Gunnbjörn Marinósson.
Elsku amma mín,
meðan tárin renna niður vang-
ana hugsa ég um hvað við áttum
margar góðar stundir saman.
Bláa lónið minnir mig á þig, en
þangað fórum við oft saman – áð-
ur en það varð að túristastað. Með
þér var oftast rólegt og notalegt.
Til dæmis þegar þú kenndir mér
að prjóna inniskó, galdrabrögð og
um það bil öll þau spil sem ég
kann í dag. Við eyddum ótrúleg-
um tíma í lönguvitleysu, kana,
kasíón og manna. Þegar við fór-
um í skopparakringlukeppni
færðist smá fjör í leikinn, en þú
varst oftast miklu betri í að snúa
þeim en ég. Ég held ég hafi ekki
verið byrjuð í skóla þegar þú last
fyrir mig Sálminn um blómið, enn
þann dag í dag man ég vel eftir
Sobbegga afa og Lillu Heggu.
Þú kenndir mér svo margt, en
það sem stendur einna mest eftir
er og verður alltaf í kollinum á
mér. Með þér lærði ég að hug-
urinn kemur manni ansi langt,
meira að segja til útlanda. Ég
mun aldrei gleyma því þegar þú
spurðir mig hvort ég vildi koma
með þér til Kanarí.
„Hvenær?“ spurði ég, „núna“
sagðir þú. Ég horfði stórum aug-
um á þig og spurði svo hvort ég
þyrftir ekki að hringja í mömmu.
„Nei, nei. Við skulum bara koma“.
Síðan elti ég, heldur undrandi,
glottandi ömmu mína út úr blokk-
inni, gegnum undirgöng og þar
vorum við komnar. Umkringdar
pálmatrjám keyptum við ís, sett-
umst á bekk og nutum sólarinnar.
Síðan röltum við bara aftur heim.
Auðvitað lærði ég seinna að þessi
staður er kallaður Eiðistorg, en
fyrir mér mun þetta alltaf vera
Kanarí.
Á litla fingri vinstri handar
geymi ég hringinn frá þér sem
einu sinni passaði á löngutöng.
Hann minnir mig á þig og söguna
um það hvernig þessi hringur rat-
aði til mín. Litla krílið sem mætir
með vorinu fær að heyra ógrynni
af sögum um sniðugu, stríðnu og
uppátækjasömu langömmu sem
skín nú svo bjart á himnum.
Hafðu það gott á stjörnunni
þinni.
Björkin þín.
Björk Gunnbjörnsdóttir.
Það var mér mikil gæfa í æsku
að eiga tvær yndislegar ömmur
sem ég var mikið hjá. Þær bjuggu
í hverfinu og meira að segja í
sömu götu, Þykkvabænum.
Amma Guðrún var eins og maður
ímyndar sér gamlar og góðar
ömmur: Með lagt hárið, í inni-
skóm, bauð upp á kandísmola og
knús. Aðeins ofar í Þykkvabæn-
um bjó amma Gunnhildur, þá rétt
rúmlega fimmtug og kvik eins og
unglingsstelpa. Hún var með slétt
sítt hár, tekið saman með spennu,
og var ekkert mikið fyrir að
hanga heima í velúrgalla og inni-
skóm. Ég hentist því út um allar
trissur með ömmu Gunnhildi og
hundunum þegar mikið var að
gera hjá mömmu í háskólanám-
inu.
Ein fyrsta minning mín af ferð-
um okkar ömmu var þegar ég var
á að giska sex ára og við fórum í
bíltúr upp í Rauðhóla. Amma sér
smá hindrun fram undan og segir
mér að halda mér fast, gefur
bensínið í botn og fer í loftköst-
unum yfir hólinn. Lætur þar ekki
staðar numið heldur spólar í
hringi á sléttu þar fyrir handan.
Ég næ varla andanum af gleði yf-
ir þessari rússíbanareið en næ að
kreista út úr mér orðunum:
„Amma þú ert algjör, algjör ...
torfæruamma!“
Eftir þetta festist viðurnefnið
við ömmu Gunnhildi á mínu heim-
ili og ég veit að henni þótti pínu
vænt um það. Og það var líka lýs-
andi fyrir hana á þessum árum,
hún var nefnilega ekkert allt of
mikið fyrir að feta hinn beina og
breiða veg. Hún kom sér út í alls
kyns ævintýri: Rak golfskála,
keypti sjoppu og flutti milli staða
af hinum ýmsu ástæðum. En
svona var bara amma: Hún lét
vaða í torfærurnar og komst alltaf
yfir þær. Ferðalagið var kannski
ekki alltaf áfallalaust en hún
komst alltaf á leiðarenda, reynsl-
unni ríkari.
Amma var mikill húmoristi og
pínulítill stríðnispúki. Stríðnis-
púkinn eltist ekkert af henni og
þegar ég og María mín heimsótt-
um hana í sumar bauð hún okkur
upp á dýrindis sveppasúpu. Við
borðuðum hana með bestu lyst en
ég undraðist útlitið á sveppunum
og spurði hvar hún hefði fengið
þá. „Nú, ég tíni þá bara hérna úti
við götu,“ sagði amma. Mér
svelgdist á og sá fyrir mér að nú
hlyti ég að fara að sjá bleika fíla
hvað úr hverju. Amma kemur svo
með pottinn og býður upp á ábót.
„Nei takk ómögulega, alveg
pakksaddur,“ var svarið. Sé ég
svo glitta í kunnuglegt stríðnis-
glott á ömmu þegar hún gengur
til baka með pottinn.
Enga fíla sá ég þann daginn því
hún amma þekkti nefnilega nátt-
úruna betur en flestir, tíndi jurtir,
grös og sveppi og var framúr-
stefnuleg í matargerð. Hún var
líka fróð um allt milli himins og
jarðar og var næm á andans mál.
Ég hitti hana í síðasta mánuði
og við ræddum heima og geima
og hvað tæki við eftir dauðann.
Hún var búin að lesa sér mikið til
og var alveg handviss um hvernig
framhaldið yrði:
Hún var búin að velja sér
stjörnu og þangað var förinni
heitið. Þar ætlaði hún ýmislegt að
brasa, hún átti tilbúna bók sem
hún ætlaði að koma í verk að gefa
út og svo þurfti hún líka að gefa
sér tíma til að tefla við Ella bróð-
ur.
Á mánudaginn, þegar amma
fór, gekk yfir landið einn öflugasti
stormur í manna minnum. Það
þurfti kraft til að koma kerlu út í
kosmósið.
Góða ferð, amma mín.
Baldur.
Hver hefði trúað því að einn
hundur myndi breyta öllu í lífi
okkar systra. Gunnhildur átti
yndislega írska setter tík sem hét
Heba. Við systurnar aðeins átta
og níu ára gamlar fengum oft að
vera með hana. Okkur langaði
mikið í hund en Heba varð okkar
besta vinkona og einnig Gunn-
hildur Hebumamma eins og við
kölluðum hana. Við vorum með
Hebu öllum stundum og fékk hún
að fara með okkur fjölskyldunni í
útilegur, í hesthúsið, reiðtúra og
svo fékk Heba ómælda skemmt-
un af öllum gönguferðunum okk-
ar með hana um Árbæinn. Þegar
Heba sá kött eða fugl, stökk hún
af stað og dró okkur, þannig að
við fengum oft hrufluð hné, sem
Gunnhildur okkar bjó um. Við
systur urðum heimalningar hjá
Gunnhildi. Hún var engin venju-
leg kona. Mikill dýravinur og
kenndi okkur margt í umgengni
við dýrin. T.d. talaði hún við Hebu
hundinn sinn eins manneskju og
sagði að dýrin skildu ef maður tal-
aði við þau. Og það er sko sann-
arlega rétt. Við vorum oft með
henni í sjoppunni sem hún rak og
átti niðri á Hverfisgötu.
Eitt sinn gisti önnur okkar hjá
henni og Hebu í um viku þegar
foreldrar okkar fóru í hestaferða-
lag. Það var góður tími.
Minnisstætt er vorið sem Heba
dó og við sem og Gunnhildur flutt-
um úr Árbænum. Við systur tók-
um okkur til og fórum í reiðtúr til
hennar upp í Mosó. Við geymdum
hestana í garðinum og hún bauð
okkur í mat. Ýmislegt var skrafað
í gegnum árin og alltaf hittum við
hana reglulega og þá var mikið
talað. Hún sagði okkur frá æsku-
árum sínum í Dölunum. Hún
sagði okkur frá því hvernig hún
fór að því að hæna að sér stygg-
ustu hestana. Hún sagði okkur að
pabbi hennar hefði oft sent hana
að sækja erfiða hesta vegna þess
hvað hún hafði gott lag á þeim.
Okkar vinskapur varði í um 30
ómetanleg ár. Það var ótrúlega
gott að leita til hennar og hún var
svo skilningsrík og var hún okkar
besta trúnaðarvinkona. Heb-
umamman okkar var einstök og
erum við svo óendanlega ríkar að
hafa kynnst þessari yndislegu
konu. Hún fylgdist með okkur í öll
þessi ár og hún sá börnin okkar,
prjónaði á þau peysur og sokka og
gaf þeim teppi.
Við vitum núna að hún er kom-
in á staðinn sem hún vildi vera á
og búin að þrá að fara til í mörg
ár. En við sitjum uppi með sökn-
uðinn en minningarnar um hana
ylja okkur systrum.
Hún kveður okkur í þessum
dimmasta mánuði ársins. Hún
sagði við okkur að henni leiddist
óskaplega desember og umstang-
ið í kringum jólin. Hún var ekki
mikið fyrir veislur, en þó kom hún
í útskriftarveisluna hennar Krist-
ínar Höllu þegar hún varð stúd-
ent. Það var ómetanlegt.
Við vottum börnum hennar,
Sigrúnu, Árna og Magnúsi og
barnabörnum okkar dýpstu sam-
úð og einnig Herði hennar besta
vin.
Kristín Halla og Gunnhildur
(Hebustelpurnar).
HINSTA KVEÐJA
Við þökkum Gunnhildi
ljúfar stundir í áratug eftir
endurnýjuð kynni. Horfin
er einstök kona, næm á um-
hverfi sitt hér og það sem
við tekur handan þess.
Ragnheiður og Sigurþór.
Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, sonar, bróður og mágs,
JENS INGÓLFSSONAR
rekstrarhagfræðings,
Vesturbergi 87, Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
heimahlynningar Landspítalans fyrir kærleiksríka umönnun.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
.
Brynhildur Bergþórsdóttir,
Þóra Jensdóttir,
Auður Ákadóttir, Sigursteinn J. Gunnarsson,
Margret Jensdóttir,
Gerður Sigfúsdóttir,
Viktor Arnar Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJALTI JÓHANNESSON
bifreiðastjóri frá Flögu, Þistilfirði,
verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju
laugardaginn 19. desember klukkan 14.
.
María Anna Óladóttir,
Hafdís Hjaltadóttir, Axel Gunnarsson,
Margrét Hjaltadóttir, Óðinn Haraldsson,
Þórhalla Hjaltadóttir, Ívar Jónsson,
Maren Hjaltadóttir, Þórarinn Þórisson,
Jóna Sigríður Gestsdóttir, Jón Ingi Kristjánsson.