Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Jeremy til liðs við okkur,“ segir Hrafnkell Orri Egilsson, sellóleik- ari hjá Kammersveit Reykjavíkur, um semballeikarann Jeremy Jo- seph sem kemur fram á árlegum jólatónleikum sveitarinnar sem haldnir verða í Áskirkju sunnudag- inn 20. desember kl. 17. Að sögn Hrafnkels kynntust þeir Joseph fyrir tæpum tuttugu árum þegar þeir voru í tónlistarnámi í Lübeck á sama tíma. „Jeremy byrjaði að spila á orgel níu ára gamall, en fjórtán ára fékk hann sína fyrstu stöðu sem orgel- leikari við dómkirkjuna í Durban í heimalandi sínu,“ segir Hrafnkell en Joseph fæddist í Suður-Afríku. „Hann stundaði nám við Tónlistar- háskólann í Lübeck og lauk meist- araprófi frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart. Hann er nú búsettur í Vínarborg þar sem hann er org- elleikari við hina þekktu kirkju Hofburgkapelle,“ segir Hrafnkell og bendir á að Joseph sé sembal- leikari Wiener Akademie- hljómsveitarinnar auk þess sem hann leiki reglulega með mörgum af helstu hljómsveitum Austurríkis og víðar um heim. Hlakkar til tónleikanna „Þar sem ég bý í Vínarborg lang- aði mig að kynna úrval af þeim verkum sem urðu til þar í borg á barokktímanum,“ segir Joseph, en á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Heinrich I.F. von Biber, Georg Muffat, Johann Heinrich Schmelzer og Johann Sebastian Bach. „Við spilum tvö verk eftir Bach, annars vegar konsert í a-moll fyrir flautu, fiðlu og sembal og hins veg- ar Brandenborgarkonsert í D-dúr,“ segir Joseph, en auk hans leika ein- leik á tónleikunum þær Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari. Að sögn Joseph hefur hann margoft leikið Brandenborgarkonsertinn á tónleikum. „Það er alltaf jafn gam- an að koma aftur að verkinu, því maður sér alltaf eitthvað nýtt auk þess sem hver ný hljómsveit setur mark sitt á verkið,“ segir Joseph og fer fögrum orðum um Kammersveit Reykjavíkur og samstarfið. „Ég hlakka mikið til tónleikanna.“ Í ljósi þess að barokktónlist verður oft fyrir valinu á aðventutónleikum liggur beint við að spyrja hvort það sé eitthvað við barokktónlist sem sé sérlega jólalegt. „Ég hef sjálfur velt þessu mikið fyrir mér og á ekkert einhlítt svar. Ætli það skýrist ekki af því hversu hátíðlegur hljómurinn er í tónlist frá þessum tíma. Svo skýrist þetta sennilega líka af því hversu mikið af kirkjutónlist var samið á barokktímanum sem kall- ast á við hátíðir á borð við jólin,“ segir Joseph. Hljóðfærin tvö kallast á Aðspurður segist Joseph hafa kynnst sembalnum sem hljóðfæri fyrir tilstuðlan orgelsins. „Orgel- leikarar leika eðli málsins sam- kvæmt mikið af barokktónlist og eldri tónlist sem leiðir mann auð- veldlega að sembalnum í samleik með öðrum hljóðfæraleikurum, sér- staklega í barokkkammerverkum,“ segir Joseph og bendir á að bæði Bach og Händel hafi verið jafnvígir á orgelið og sembalinn. „Hljóðfærin tvö kallast því mjög vel á,“ segir hann og bendir á að semballeikur- inn geri hann að betri orgelleikara og öfugt þótt hljóðfærin tvö kalli á gjörólíka spilatækni. „En ef ég neyddist til að velja annað hvort hljóðfærið myndi ég samt hiklaust velja orgelið, því maður þarf ekki að ferðast með það með sér og stilla í sífellu,“ segir Jo- seph kíminn. „Einnig finnst mér orgelið bjóða upp á miklu fjöl- breyttari og skemmtilegri hljóð- heim. Ég myndi því fyrst og fremst skilgreina mig sem orgelleikara, þótt mér þyki vissulega gaman og gefandi að grípa í sembalinn þess á milli,“ segir Joseph. Þess má að lokum geta að miða- sala er á midi.is og við innganginn. „Mikill fengur fyrir okkur“  Árlegir jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur haldnir í Áskirkju á sunnudaginn klukkan 17  Jeremy Joseph leikur einleik á sembal í tveimur konsertum eftir Johann Sebastian Bach Morgunblaðið/Golli Aðventutónlist Semballeikarinn Jeremy Joseph ásamt Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Áskirkju í gærkvöldi. Ég man hve mikill missirmér þótti að því þegarPáll Baldvin Baldvinssonhvarf á braut úr bók- menntaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni, en þar fór hann yfir nýút- komnar bækur með vasklegum hætti svo eftir því var tekið og mun- að. Nú er hins- vegar ljóst að brotthvarf hans var í þágu góðs málstaðar, nefni- lega þessa mynd- arlega uppfletti- og fræðslurits um seinni heims- styrjöldina og áhrif hennar og birt- ingu á Íslandi. Þessi bók er meiri- háttar afrek og hér hefur hreint þrekvirki verið unnið sem er öllum hlutaðeigendum til mikils sóma. Flest höfum við, sem fæddumst eftir stríð (ekki síst fólk af minni kynslóð en undirritaður er ’73 ár- gerðin), einhverja mynd í huganum af því hvernig stríðsárin horfðu við heimamönnum. Hingað kom Bret- inn, þá Kaninn, í kjölfarið ýmiss konar áhrif og var þar sumt ágætt og annað miður, að því er fólki fannst og finnst enn. Er þá ótalið ástandið. Þessi bók sýnir hinsvegar ljóslega að kynslóðirnar sem fædd- ust á seinni hluta 20. aldar og þaðan í frá vita ekki baun þegar að er gáð; alltént er það tilfinningin sem gref- ur um sig þegar þetta hlemmistóra rit, sem vigtar um 4.000 grömm, er skoðað. Stríðsárabók Páls Baldvins er slíkur hafsjór af fróðleik að hægt er að gleyma sér tímunum saman yfir þeirri veröld sem hér var á þessu sjö ára tímabili. Höfundur einskorðar sig nefnilega ekki við eintómt stríð heldur bregður ljósi á tíðarandann með ýmsum fróðlegum fréttamolum og samantektum um menningarmál, launabaráttu kvenna, kosningabaráttu (menn voru enn orðljótari í þá daga og er þá mikið sagt!), berklasjúkdóminn og ótalmargt annað sem hjálpar les- andanum að skilja og fanga stemn- ingu liðins tíma. Bókina prýða ótal myndir og eru sjaldnast færri en fjórar á hverri opnu. Sérstaklega er vert að geta þess hve drjúgum hluta Páll ver til að varpa ljósi á það hversu skammarlega íslensk stjórnvöld stóðu sig þegar kom að því að taka á móti flóttamönnum sem flúðu ofsóknir nasista, og um leið þyngra en tárum taki þegar skoðað er hversu lítið sum okkar hér á landi hafa þokast til einhvers þroska í þeim efnum á þeim 70 ár- um sem liðin eru frá stríðslokum; sorglega sambærileg staða er nefni- lega upp á teningnum nú í dag. Það er tímabært að Ísland geri þennan kafla upp og Stríðsárabók Páls Baldvins slær þar hvergi af heldur listar upp fjölmarga gyðinga sem var neitað hér um var á vondum tímum og var snúið aftur út í opinn dauðann; sögulok þar iðulega „Af- drif ókunn“ eða „Fórst í Ausch- witz“. Fyrir þetta og allt hitt sem þessi glæsilega bók er ber að þakka höf- undi og útgefanda. Stríðsárin 1938 - 1945 er bók sem fær allra bestu meðmæli og fullt hús stjarna. Morgunblaðið/Golli Stríðsárin „Þessi bók er meiriháttar afrek og hér hefur hreint þrekvirki verið unnið sem er öllum hlutaðeigendum til mikils sóma,“ segir í umsögn. Hér fagnar höfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson útgáfu bókarinnar ásamt útgefanda, Jóhanni Páli Valdimarssyni, hjá JPV útgáfu. Fjögur kíló af ilmandi sagnfræði og fróðleik Sagnfræði Stríðsárin 1938 - 1945 bbbbb Eftir Pál Baldvin Baldvinsson. JPV útgáfa, 2015. Innbundin, 1080 bls. Uppsetning bókar og kápa: Jón Ásgeir Hreinsson. JÓN AGNAR ÓLASON BÆKUR Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Njóttu aðventunnar með frönskum mat og drykk Jólamatseðill og jólaglögg alla daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.