Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Suffragette
Kvikmynd sem segir af fótgöngu-
liðum í árdaga femínistahreyfing-
arinnar í Bretlandi, konum sem
voru neyddar til að heyja baráttu
sína við grimmileg stjórnvöld neð-
anjarðar, eins og því er lýst á vefn-
um Midi.is. Þær hafi verið reiðu-
búnar til þess að leggja allt að veði í
baráttu sinni fyrir jafnrétti og þurft
að grípa til róttækra aðgerða. Leik-
stjóri er Sarah Gavron, handrits-
höfundur Abi Morgan og aðalleik-
arar Carey Mulligan, Anne-Marie
Duff og Helena Bonham Carter.
Metacritic: 67/100
Magic in the Moonlight
Nýjasta kvikmynd Woodys Allens,
rómantísk kómedía sem gerist í
upphafi fjórða áratugarins. Colin
Firth leikur enska sjentilmanninn
Stanley sem heillar fólk með sjón-
hverfingum. Dag einn kemur kunn-
ingi til hans og biður hann að hjálpa
sér að fletta ofan af konu sem segist
vera skyggn og hefur vafið heilli
fjölskyldu um fingur sér, að því er
virðist, í hagnaðarskyni. Stanley
slær til en miðillinn reynist ekki sá
svindlari sem haldið var fram. All-
en skrifaði handrit myndarinnar og
auk Firths fara með helstu hlutverk
Emma Stone og Marcia Gay Hard-
en. Metacritic: 54/100
Bíófrumsýningar
Allen og réttindabarátta
Átakasaga Stilla úr Suffragette.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Litlu jól Björgvins nefnast jóla-
tónleikar sem haldnir verða í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði á Þorláksmessu.
Björgvin mun koma fram með
söngvaranum Bjarna Arasyni og
söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu og
hljómsveit skipaðri Þóri Úlfarssyni á
hljómborð, gítarleikurunum Jóni E.
Hafsteinssyni og Kristjáni Grétars-
syni, bassaleikaranum Róberti Þór-
hallssyni og tromuleikaranum Jó-
hanni Hjörleifssyni.
Björgvin hefur í níu ár staðið fyrir
afar umfangsmiklum og glæsilegum
jólatónleikum í Laugardalshöll, Jóla-
gestum Björgvins, sem tugir þús-
unda manna hafa sótt og orðnir eru
fastur liður í jólahaldi hér á landi.
Björgvin segir að uppselt hafi verið á
hvora tveggja tónleikana 12. desem-
ber sl. og að á næsta ári verði tón-
leikarnir jafnvel enn glæsilegri þar
sem þeir verði haldnir tíunda árið í
röð.
Kræsingar frá Kjötkompaníi
Björgvin er Hafnfirðingur eins og
alþjóð veit og segir hann góðar
æskuminningar tengdar Gamla bíói.
Fyrir nokkrum árum hafi borist í tal
að gaman væri ef hann héldi jóla-
tónleika í heimabænum og hann hafi
að sjálfsögðu slegið til. „Þetta er í
þriðja skipti sem ég fer í Bæjarbíó á
Þorláksmessu. Hugmyndin er sú að
hafa þetta klukkan tíu, fólk er þá bú-
ið að asast um bæinn, kaupa jólagjaf-
ir og gera klárt fyrir jólin og endar
svo í Bæjarbíói,“ segir Björgvin.
Tónleikarnir í fyrra hafi heppnast
mjög vel og færri komist að en vildu.
„Við bryddum upp á nýjung núna,
bjóðum gestum upp á mat þegar þeir
koma. Hið fræga Kjötkompaní, sem
margir koma víða að til að versla í,
enda ein flottasta kjötverslun lands-
ins, býður upp á jólahlaðborð. Það
verður tvíreykt hangikjöt, gæs, önd,
naut og laufabrauð og allur pakkinn
og það gestum að kostnaðarlausu,“
segir Björgvin. Fólk geti gætt sér á
þessum kræsingum, bæði fyrir tón-
leika og í hléi, og keypt plötur og boli
sem verði til sölu. Hvað efnisskrá
tónleikanna varðar segir Björgvin að
rúmur helmingur laganna verði jóla-
lög, m.a. lög sem hann hafi hljóðritað
en hann á að baki sjö jólaplötur. Er-
lend og innlend jólalög verði flutt og
lög úr viðamiklu lagasafni hans.
„Besti vinur aðal“
„Þetta verður ofsalega kósí, mikil
nánd og spjall,“ segir Björgvin.
Hann muni bæði segja jólasögur og
sögur úr bíóhúsinu frá því hann var
strákur. „Þá fór maður í KFUM
klukkan tvö, fékk sér Jesúmyndir og
var með hasarblöðin innan á sér og
svo fór maður í Bæjarbíó og sá Roy
Rogers eða Ríki undirdjúpanna. Síð-
an var farið út í hraun að leika bíó-
myndina,“ rifjar Björgvin upp. Í
þeim leikjum hafi orðið til frasarnir
„pant vera aðal“, þ.e. aðalpersónan,
og þegar sá var fundinn sagði sá
næsti „pant vera besti vinur aðal“.
„Þetta notaði Laddi á plötunum sín-
um,“ segir Björgvin kíminn um vin
sinn og félaga úr firðinum.
Bæjarbíó verður opnað kl. 21 á
Þorláksmessu og tónleikarnir hefj-
ast klukkustund síðar.
Ljósmynd/Mummi Lú
Jólastemning Björgvin Halldórsson syngur af innlifun á stórtónleikum sín-
um í Laugardalshöll, Jólagestum Björgvins, 12. desember síðastliðinn.
Notaleg stemn-
ing og mikil nánd
Björgvin Halldórsson heldur jóla-
tónleika í Bæjarbíói á Þorláksmessu
Risaeðlustrákurinn Arlo heldur í ferðalag vegna væringa.
Metacritic 67/100
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00
Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40,
17.50
Samb. Egilshöll 13.00 15.20, 17.40
Sambíóin Kringlunni 15.40, 17.50
Sambíóin Akureyri 17.00
Sambíóin Keflavík 17.00
Góða risaeðlan Suffragette 12
Í árdaga femínistahreyfing-
arinnar börðust verkakonur
sem höfðu séð að friðsam-
leg mótmæli skiluðu engu.
Metacritic 67/100
IMDb 6,9/10
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
In the Heart
of the Sea 12
Sönn saga um áhöfnina á
hvalveiðiskipinu Essex, sem
varð fast á sjó í 90 daga eftir
að búrhvalur réðst á skipið.
Metacritic 48/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 14.40,
17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Sambíóin Kringlunni 22.55
Love the Coopers Í þessari rómantísku jóla-
gamanmynd kynnumst við
fjórum kynslóðum Cooper-
fjölskyldunnar. Þegar allir
eru samankomnir um jólin
fer allt á annan endann.
Metacritic 31/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.20
The 33 12
Hinn 5. ágúst 2010 hrundi
gull- og koparnáma sem
kennd er við San José í Chile
og 33 námuverkamenn sátu
fastir í rústunum í 69 daga
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 22.45
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 17.40,
22.00
SPECTRE 12
James Bond uppgötvar dul-
kóðuð skilaboð úr fortíð
sinni sem leiða hann á slóð
Spectre.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Smárabíó 22.20
Krampus 16
Þegar hinn sanna hátíðar-
anda er hvergi að finna vakn-
ar hinn ógnvænlegi jólapúki
Krampus til lífsins.
IMDb 6,8/10
Smárabíó 22.50
Borgarbíó Akureyri 17.40
The Night Before 12
Metacritic 57/100
IMDb 7,4/10
Smárabíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 20.00, 22.20
Bridge of Spies 12
Bandarískur lögfræðingur er
ráðinn af CIA á tímum Kalda
stríðsins til að hjálpa til við
að bjarga flugmanni sem er í
haldi í Sovétríkjunum.
Metacritic 81/100
IMDb 8,0/10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Solace 16
Hrottaleg morð benda til að
raðmorðingi gangi laus.
IMDb 6,5/10
Sb. Álfabakka 20.00
Hotel
Transylvania 2 IMDB 7,7/10
Smárabíó 13.00, 15.15
Þrestir 12
Dramatísk mynd um 16 ára
pilt sem sendur er á æsku-
stöðvarnar vestur á firði.
Bíó Paradís 20.00
Macbeth
Bíó Paradís 17.45
Magic in the
Moonlight Séntilmaðurinn Stanley er
fenginn til að fletta ofan af
miðlinum Sophie, sem reyn-
ist ekki öll þar sem hún er
séð.
Metacritic 54/100
IMDB 6,6/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00,
22.00
Fúsi
Bíó Paradís 18.00
Glænýja testamentið
Guð er andstyggilegur skít-
hæll frá Brussel, en dóttir
hans er staðráðin í að koma
hlutunum í lag.
Morgunblaðið bbbbn
Myndin er ekki við hæfi yngri
en 9 ára.
Bíó Paradís 20.00
Dheepan 12
Fyrrverandi hermaður úr
borgarastríðinu á Srí Lanka
reynir að finna sér samastað
í Frakklandi.
Metacritic 78/100
IMDB 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
The Program
Metacritic 61/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.45
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Sjöundi kafli Star Wars-sögunnar gerist
um 30 árum eftir Return of the Jedi.
Morgunblaðið bbbbb
IMDb 9,1/10
Laugarásbíó 14.00, 15.00, 17.00, 18.00,
20.00, 21.00, 22.45
Sambíóin Álfabakka 14.00, 14.00, 14.30, 17.00, 17.00,
17.30, 20.00, 20.00, 20.30, 22.20, 22.55, 22.55, 23.30
Sambíóin Egilshöll 11.30, 13.00, 14.00, 14.20, 16.00,
17.00, 17.10, 19.00, 22.00, 23.00
Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.00, 18.00, 21.00, 22.55
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.10, 20.00, 22.10, 22.55
Sambíóin Keflavík 17.00, 19.10, 20.00, 22.10, 22.55
Smárabíó 13.00, 13.00, 14.00, 16.00, 16.00, 17.00,
19.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.00, 23.00
Star Wars: The Force Awakens
Katniss Everdeen er nú orðin
leiðtogi uppreisnarinnar gegn
Kapítól, þó að hún viti enn ekki
alveg hverjum á að treysta full-
komlega.
Morgunblaðiðbbbbn
Metacritic 75/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 13.00, 17.00, 20.00
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
The Hunger Games: Mockingjay 2 12