Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 45

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Stjörnustríðsmyndirnar eftirGeorge Lucas hafa fylgtmér frá því að ég man eftirmér. Star Wars: A New Hope (1977), The Empire Strikes Back (1980) og Return of the Jedi (1983) eru á meðal minna uppá- haldskvikmynda, og er þá líklega vægt til orða tekið. Að sama skapi voru „Nýju mynd- irnar“ sem komu út á árunum 1999 til 2005 einhver mestu vonbrigði kvikmyndasögunnar að mínu mati. Svo virtist sem Lucas hefði al- gjörlega misst sjónar á því í hverju töfrar myndanna fólust. Í staðinn fyrir geimævintýri og flugbardaga komu umræður í geimþinginu um fundarstjórn forseta, í staðinn fyrir trúverðugar tæknibrellur komu tölvuteiknuð atriði sem litu ekki sér- lega vel út á sínum tíma og því síður nú tíu árum seinna. Þá hafa stöð- ugar „viðbætur“ Lucas og breyt- ingar á gömlu myndunum mælst frekar misjafnlega fyrir meðal „Stjörnustríðsnjarða“. Það voru því blendnar tilfinningar þegar tilkynnt var í október 2012 að Disney hefði keypt réttinn að Stjörnustríðsmyndunum af Lucas og að kvikmyndarisinn hygðist gefa út nýjan þríleik sem ætti að eiga sér stað á árunum eftir Return of the Jedi. Síðan þá hafa aðdáendur bálksins fylgst grannt með fram- vindunni, leikaravali og alls kyns fréttum af kvikmyndagerðinni. Bið- in hefur verið löng og spennustigið í algjöru hámarki. Það er síðan skemmst frá því að segja að afrakst- urinn var svo sannarlega biðarinnar virði. Mátturinn vaknar er „stjörnu- stríðslegasta“ kvikmynd sem gerð hefur verið frá árinu 1983, og allt í henni rímar fantavel við það sem gerðist í þeim gömlu. Mætti nánast kalla hana ástarbréf til gömlu kvik- myndanna, en sem betur fer er mjög lítið af anda hinna nýrri. Á sama tíma tekst handritshöf- undunum, J.J. Abrams, Michael Arndt og Lawrence Kasdan, að búa til nýja og aðsteðjandi hættu sem hetjur nýrrar kynslóðar þurfa að takast á við. Með öðrum orðum, þá sést langar leiðir að kvikmyndin er gerð af mikilli ást og virðingu við þær upphaflegu, en hún tekur sér jafnframt stöðu við hlið þeirra sem mynd sem gengur fullkomnlega upp á eigin verðleikum. Hið magnaða handrit, sem ber augljóst handbragð Lawrence Kas- dan (Empire Strikes Back), leiðir til þess að Mátturinn vaknar er best leikna myndin af öllum sjö Stjörnu- stríðsmyndunum. Það hallar á eng- an þó ég nefni sérstaklega Daisy Ridley í hlutverki Rey, sem var til- tölulega óþekkt nafn áður en tökur hófust. Ridley má líklega eiga von á því að verða að einni skærustu stjörnu alls bálksins. Þá nær hún einstaklega vel saman við John Bo- yega og karakter hans, Finn, og eru samskipti þeirra einn helsti lykillinn að myndinni. Helstu vonbrigðin eru þau að karakter Gwendoline Christie (Game of Thrones), hin illa Captain Phasma, er ekki notaður meira, en þar voru möguleikar svo sannarlega fyrir hendi. „Gömlu brýnin“ úr fyrri kvikmyndunum, þau Harrison Ford, Carrie Fisher og Mark Ha- mill, snúa síðan öll aftur og hjálpa til við að lyfta þessari á hærra plan. Ford er sérstaklega í essinu sínu sem smyglarinn Han Solo. Tæknibrellur eru fyrsta flokks, með einungis smáhnökrum hér og þar. Abrams gaf það út að hann myndi treysta miklu meira á „raun- verulegar“ brellur en gert var í „nýju myndunum“, og það sést langar leiðir, án þess þó að tölvu- tæknin sé skilin útundan. Það er þó tölvutæknin sem bregst í tvö skipti, þar sem tveir af tölvuteiknuðu kar- akterunum verða ögn gervilegri en þörf var á. Það dregur þó ekki úr gæðum verksins svo nokkru nemi. Eitt af því sem hefur fylgt Stjörnustríðsmyndunum frá upphafi er hin einkennandi tónlist John Williams, og er Mátturinn vaknar þar engin undantekning. Það kom mér þó á óvart að tónlistin var á vissan hátt lágstemmdari en í fyrri myndum, og kannski ekki jafneft- irminnileg. Gömlu leiðarstefin eru hins vegar öll á sínum stað, einkum þemalag Máttarins, en hann er, eins og gefur að skilja, í stóru hlutverki. Ég hló, ég grét, ég saup hveljur. Ég sat þögull í losti, ég fagnaði há- stöfum. Mátturinn vaknar ber byrð- ina sem henni hefur verið falin á hendur mjög vel. Segja má að leik- stjóranum JJ Abrams hafi tekist að kveikja nýja von í brjóstum Stjörnu- stríðsaðdáenda, þar sem engin von var áður um að hefja mætti bálkinn aftur til vegs og virðingar. En, hvers vegna ætti að taka mark á mér, forföllnum Star Wars- aðdáanda? Ekki gera það. Hlustið frekar á konuna mína sem hefur aldrei deilt aðdáun minni á kvik- myndunum: „Í fyrsta sinn fattaði ég þetta,“ sagði hún. Ég get ekki hugs- að mér nein sterkari meðmæli með Mátturinn vaknar en það. Mátturinn vaknar Illmennið Kylo Ren (Adam Driver) leiðir stormsveitarmenn til orustu. Gagnrýnandi segir myndina ástarbréf til gömlu myndanna. Njörðum gefin ný von Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Star Wars Ep. VII: The Force Awakens bbbbb Leikstjóri: JJ Abrams. Handrit: Law- rence Kasdan, JJ Abrams og Michael Arndt. Aðalhlutverk: Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Adam Driver, Lu- pita Nyong’o, Andy Serkis, Domhnall Gleeson, Max von Sydow, Anthony Dani- els, Peter Mayhew, Carrie Fisher, Harr- ison Ford og Mark Hamill. Bandaríkin 2015. 135 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Markús & The Di- version Sessions heldur tónleika í Gym & tonic saln- um á Kex hosteli í kvöld kl. 21. Hljómsveitin mun leika lög af nýút- kominni plötu sinni, The Truth The Love The Life, auk eldri og nýrri laga og gestatónlistarmenn munu skreyta lögin með lúðra- blæstri, slagverki og bakröddum, eins og segir í tilkynningu. Hljóm- sveitina skipa Ási Þórðarson, Georg Kári Hilmarsson, Markús Bjarnason og Marteinn Sindri Jónsson. Markús og félagar leika á Kex hosteli Markús Bjarnason Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð STAR WARS 3D 2, 5, 8, 10:45 STAR WARS 2D 3, 6, 9 THE 33 10:45 HUNGER GAMES 4 8 GÓÐA RISAEÐLAN 2, 5 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar -K.Ó. VÍSIR.IS -USATODAY -TOTAL FILM -THE GUARDIAN TILBOÐ KL 2 ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR STÆRSTI OPNUNARDAGUR ALLRA TÍMA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.