Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ H ugmyndin að baki fjarsál- fræðimeðferð er að allir eigi kost á sálfræðiþjón- ustu og því býð ég upp á sálfræðimeðferð í gegnum netið þar sem ég notast við skype, google- skjöl og tölvupóst,“ segir Ragnhild- ur Þórðardóttir, klínískur heilsusál- fræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli, en hún hef- ur verið búsett í Kaupmannahöfn frá árinu 2009. „Fjarsálfræðimeðferð hefur reynst mörgum árangursrík og það er margt mjög jákvætt við þetta fyr- irkomulag. Mörgum skjólstæðingum mínum finnst það mikill kostur að geta tjáð sig heima, í öruggu um- hverfi, enda sé þannig auðveldara að vinna úr hugsunum og tilfinningum. Ég rek jafnframt sálfræðistofu hér í Kaupmannahöfn og meðhöndla þar bæði Dani og Íslendinga, en fjöl- margir Íslendingar eru búsettir í borginni og þeim finnst ómetanlegt að geta tjáð sig á sínu eigin tungu- máli.“ Átröskun og kvíði Ráðgjöf á sviði heilsusálfræði; hver eru þín helstu viðfangsefni? „Mín sérhæfing innan sálfræð- innar snýr að átröskunum, þyngd- arvandamálum, líkamsímynd og hegðun tengdri ofáti. Sömuleiðis vinn ég mikið með kvíða, streitu, sorg, depurð og þunglyndi. Ég not- ast mest við hugræna atferl- ismeðferð, gjörhygli, en blanda mik- ið inn öðrum meðferðarformum, eftir því sem við á. Mikilvægt er að meðferðin sé alltaf einstaklings- miðuð, því enda þótt vandamálin séu í grunninn svipuð er birtingarmynd þeirra mismunandi. Margra ára starfsreynsla og þekking mín á lík- amsþjálfun nýtist mér mjög vel við ráðgjöf varðandi mataræði og hvernig hægt er að breyta hugs- unarhættinum og þróa með sér já- kvæðara samband við mat.“ Neikvæðar tilfinningar og vanda- mál tengd mat; er vandinn stærri á meðal yngra fólks? „Í nútímasamfélagi er rík til- Máttur auglýsinga Hvað með áhrif tískunnar og mátt auglýsinga? „Tískuiðnaðurinn á auðvitað sinn þátt í því að draga upp óraunsæja mynd af því hvað er fallegt og eðli- legt, sem getur leitt til óheilbrigðrar sjálfsmyndar og átröskunar. Mynd- ir af horuðum ofurfyrirsætum ýta undir óánægju fólks með líkama sinn, ekki bara á meðal unglinga heldur líka þeirra sem eldri eru. Rannsóknir sýna að konur sem lesa tískublöð að staðaldri borða minna og hafa meiri áhyggjur af útliti sínu en aðrar konur. Sömuleiðis hafa rannsóknir leitt í ljós að ungar stúlkur eru óánægðari með líkama sinn eftir að hafa horft á auglýs- ingar með fyrirsætum undir með- alþyngd, en þegar um er að ræða auglýsingar með fólki í eðlilegum líkamsstærðum.“ Hvert er hið leiðandi stef í þinni heilsusálfræðiráðgjöf? „Í mínum huga hefur heilsa lítið með holdarfar að gera. Að vera hraustur, geta gert það sem maður vill og notað líkamann eins og mað- ur vill, þegar maður vill – það er heilsa. Þá er mjög mikilvægt að við temjum okkur jákvætt sjálfstal. Að mínu mati væri ráðlegt að for- eldrar væru vakandi yfir því hvað börn þeirra aðhafast á netinu, hverj- um þau fylgja á fésbók, instagram og twitter og uppfræddu þau um heilbrigða líkamsímynd. Það er mik- ilvægt að börn og unglingar geti greint á milli þess hvað er heilbrigt og hvað er glimmergerviveröld sem við getum ekki, og eigum ekki, að keppa við.“ Engin u-beygja Heilsubók Röggu nagla, sem kom út á síðasta ári; gekkstu lengi með hana í maganum? „Ég hef skrifað pistla um heilsu, hreyfingu og mataræði í 10 ár og lét loks tilleiðast að skrifa mína eigin bók. Heilsubókin hefur fengið frá- bærar viðtökur og ratað efst á met- sölulista. Í nýlegri bókagagnrýni á RÚV sagði Auður Haralds til dæmis að bókin væri sérstaklega góð fyrir þá sem vildu styrkja sjálfsmyndina, því í henni væri hamrað á mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar. Markmiðið með bókinni var að leggja áherslu á mikilvægi hug- arfarsins, í stað þess að einblína á hegðunarbreytingar eins og svo margar lífsstílsbækur ganga út á. Yfirskrift bókarinnar er að hugur stjórnar hegðun og hegðun stjórnar heilsu. Bókin fjallar með öðrum orð- um ekki um það að taka u-beygju í hegðun, heldur byrja á byrjuninni og skoða hvað það er sem stjórnar hegðuninni, nefnilega hugsanirnar. Í bókinni útskýri ég hvernig við getum lært inn á okkur sjálf og náð að bremsa okkur af, áður en við föll- um í gildrur, þannig að heilsan – rétt mataræði og hreyfing – verði lang- tímalífsstíll. Bókin inniheldur jafn- framt fjölda girnilegra uppskrifta að hollum og góðum mat og er full af fróðleik um hráefni og matreiðslu.“ Nýtt frá Röggu „søm“ Ný verkefni í fæðingu, hjá Röggu nagla? „Ég mun halda áfram með mat- reiðslunámskeið mín í samstarfi við Nettó og NOW, bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Sömuleiðis held ég reglulega fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum í tengslum við efni Heilsubókarinnar, þar sem skapast hafa mjög áhugaverðar umræður. Það hefur verið nefnt við mig hér í Danmörku að gefa bókina út á dönsku og ég hef gælt við þá hug- mynd. Reyndar skrifa ég óhefð- bundið mál, nota eigin nýyrði og sér- stakar myndlíkingar og veit að það yrði þrautin þyngri að þýða bókina. En hver veit hvað árið 2016 ber í skauti sér? Kannski verður það ein- mitt árið sem Ragga „søm“ lætur að sér kveða í danskri bókaútgáfu.“ https://ragganagli.wordpress.com https://www.facebook.com/ RaggaNagli beggo@mbl.is Hugur stjórnar hegðun Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, er búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún rekur sálfræðistofu og veitir jafnframt sálfræði- ráðgjöf á netinu. Bók henn- ar, Heilsubók Röggu nagla, hefur fengið mjög góðar viðtökur en þar leggur hún höfuðáherslu á breytt hug- arfar í tengslum við mat og lífsstíl. Reynsla „Margra ára starfsreynsla og þekking mín af líkamsþjálfun nýtist mér mjög vel við ráðgjöf varðandi mataræði og hvernig hægt er að breyta hugsunarhættinum og þróa með sér jákvæðara samband við mat,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Laxaborgarar 400 g roðlaust og beinhreinsað lax- flak 1 rauð paprika 2 vorlaukar 1 msk. hökkuð fersk steinselja ½ msk. Himnesk hollusta Sædögg (rósmarín) Skerið flakið í bita og hendið í matvinnsluvél þar til áferðin verður farskennd. Skerið papriku og vor- lauk smátt og bætið út í laxfarsið ásamt kryddum, salti og pipar, hakkið í 1 mínútu. Formið fjóra borgara úr deiginu og steikið í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Rófufranskar 1 stór rófa 1 msk. ólífuolía Himnesk hollusta Sædögg (rósm- arín) sjávarsalt og pipar Stillið ofn á 220°C. Skerið rófuna í strimla, hendið í plastpoka með olíu og kryddum og hristið eins og vindurinn. Skellið á ofnplötu og bakið í 25 mínútur. ’Það hefur veriðnefnt við mig hér íDanmörku að gefa bók-ina út á dönsku. hneiging til að tengja grannan lík- ama og gott líkamlegt form við al- menna velgengni í lífinu og um leið félagslegt samþykki. Fjölmiðlar, ekki síst samfélagsmiðlarnir, halda á lofti myndum og frásögnum af fal- legu, grönnu fólki. Unglingar með ómótaða sjálfsmynd verða sér- staklega fyrir neikvæðum áhrifum og fá ranghugmyndir um hvað sé eðlilegt og eftirsóknarvert. Lífið snýst um „læk“ á myndir á fésbók og þar með viðurkenningu frá jafn- öldrum varðandi útlit og hegðun. Þörfin fyrir samþykki annarra eykst sífellt og sjálfsmynd margra ung- linga mótast af því hve margir „læka“. Þeir verða svo uppteknir af því að lifa í samræmi við fyrirmyndir á instagram eða fésbók að þeir gleyma sínum eigin gildum og því sem þeir hafa raunverulega gaman af.“ Laxaborgari Góður með rófufrönskum. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Óblönduð – meiri virkni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.