Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 7
Endurhæfing og þjónusta í 60 ár
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má
finna á heimasíðu okkar heilsustofnun.is
Grænumörk 10 - 810 Hveragerði
Sími 483 0300 - heilsa@heilsustofnun.is
Heilsustofnun NLFÍ
Læknisfræðileg endurhæfing
Njóttu nálægðar við náttúruna í heilsusamlegu umhverfi
Einstaklingsmiðuð meðferð, traust og fagleg þjónusta stuðlar að árangri dvalargesta við
endurhæfingu, forvarnir og aðlögun að daglegu lífi eftir áföll, veikindi eða sjúkdóma.
Nánari upplýsingar um endurhæfingu á http://heilsustofnun.is/endurhaefing.
Ýmis námskeið 2016
Samkennd
Að styrkja sig innan frá
13.-20. mars
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann
styrk sem býr innra með okkur öllum.
Á námskeiðinu er tvinnað saman núvitund og
samkennd. Ný meðferðarleið sem þegar hefur
verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að
fást við streitu, sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar
eins og sektarkennd, skömm, reiði, kvíða og depurð.
Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.
Núvitund/gjörhygli
Átta vikna námskeið sem hefst 6. apríl
Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu.
Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlis-
meðferð og er kerfisbundin þjálfun í að vera í núinu.
Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga.
Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo
tíma í senn. Daglegar hugleiðsluæfingar.
Verð 56.000 kr. á mann.
Úrvinnsla áfalla
EMDR-áfallameðferð og listmeðferð
Helgarnámskeið 29.-31. janúar
Námskeiðið er fyrir þá sem langar að vinna úr erfiðri
lífsreynslu á öruggan og árangursríkan hátt og vilja öðlast
verkfæri til að fást við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi.
Verð 49.000 kr. á mann.
Ritmennska
Skapandi aðferð gegn þunglyndi
2., 5. og 6. febrúar og 30. mars, 1. og 2. apríl
Getur það hjálpað einstaklingum sem eru að ná
sér upp úr þunglyndi að skrifa sig frá erfiðum
tilfinningum?
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir
þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu
á líðan í þunglyndi og svo að sjá þessa líðan utan
frá. Hópeflið og aðferðin er nýtt til að finna nýjar
leiðir að bættri líðan.
Verð 49.000 kr. á mann.
Líf án streitu
Lærðu að njóta lífsins
7.-14. febrúar og 3.-10. apríl
Þátttakendur læra að þekkja einkenni streitu,
skoða hvað veldur, læra að hægja á og vera til
staðar í augnablikinu. Kenndar eru aðferðir til að
þekkja streituvalda og einkenni og fá innsýn í leiðir til að
auka streituþol. Þátttakendum gefst tækifæri til að skoða eigin líðan og
aðstæður og kynnast ólíkum leiðum til að takast á við streitu með það
að markmiði að öðlast jafnvægi og ró í daglegu lífi.
Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.
Sorgin og lífið
Ástvinamissir og áföll
21.-28. febrúar og 17.-24. apríl
Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að
draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og finna leiðir til að
auka jákvæð bjargráð í erfiðum aðstæðum. Lögð er áhersla
á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna
nálgun, slökun og hugleiðslu.
Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.
Komdu með
Hressandi sjö daga námskeið
10.-17. janúar og 6.-13. mars
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna
einstaklingum að bera ábyrgð á eigin heilsu,
huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og
andlegri heilsu.
Verð 130.000 kr. á mann – 123.500 kr. á mann í tvíbýli.
Berum ábyrgð
á eigin heilsu
60 ára