Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 11
www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík
S. 568 2533 | www.fi.is
Lýðheilsu- og forvarnarverkefni
Ferðafélags Íslands
Fyrsta skrefið – Heilsurækt á fjöllum
Ferðafélag Íslands stendur fyrir nýju verkefni sem hlotið hefur nafnið Fyrsta skrefið
þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku. Verkefnið er hugsað fyrir þá sem ganga
rólega á létt og þægileg fjöll.
Umsjónarmenn verkefnisins eru Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson.
Kynningarfundur: Fimmtudaginn 7. janúar, kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.
Alla leið
Ferðafélag Íslands býður upp á æfingaáætlun sem miðar að því að undirbúa þátttak-
endur fyrir langa og spennandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er þríþættur
og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, alhliða ferða-
fræðslu um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur og svo vikulegum
þrekæfingum.
Umsjónarmaður er Hjalti Björnsson.
Kynningarfundur: Fimmtudaginn 14. janúar, kl. 19:45 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Eitt fjall á mánuði – Léttfeti
Þetta verkefni er hugsað fyrir þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé sem og
alla þá sem vilja koma reglulegum, rólegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt
Eitt fjall á mánuði – Fótfrár
Þetta verkefni er tilvalið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem
þessi hópur ræðst til uppgöngu á erfiðari og meira krefjandi fjöll. Þátttakendur þurfa
því að vera í nokkuð góðu gönguformi.
Tvö fjöll á mánuði – Þrautseigur
Þeim sem vilja ganga meira og hittast oftar gefst kostur á að taka þátt í báðum
verkefnunum hér að ofan og ganga þá á alls 24 fjöll yfir árið, yfirleitt bæði fyrsta
og þriðja laugardag í hverjum mánuði. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðu
gönguformi því bæði er gengið á létt og krefjandi fjöll.
Umsjónarmenn eitt – tvö fjöll á mánuði eru Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Kynningarfundur fyrir eitt og tvö fjöll á mánuði:
Þriðjudaginn 12. janúar, kl. 20 í sal FÍ í Mörkinni 6.
The Biggest Winner
Lýðheilsu- og forvarnarverkefnið The Biggest Winner er sérstaklega ætlað fyrir feita,
flotta og frábæra sem þora, geta og vilja. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir-
vigt þar sem boðið verður upp á rólegar göngur, stöðuæfingar, fræðslu og mælingar.
Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
Umsjónarmenn eru Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson.
Verkefnið fer af stað síðsumars og verður auglýst nánar síðar.
Bakskóli FÍ
Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í verkefni sem hlotið
hefur nafnið Bakskóli FÍ. Í bakskólanum er farið í léttar gönguferðir og fjallgöngur,
gerðar eru stöðu- og styrktaræfingar ásamt liðkandi æfingum og auk þess er boðið
upp á fræðslukvöld með sjúkraþjálfurum. Bakskólinn starfar yfir tvö tímabil á ári,
það er bæði að vori og hausti.
Umsjónarmenn eru Páll Guðmundsson og Steinunn Leifsdóttir.
Nánar auglýst síðar.
Ferðafélag Ís
lands
sendir félags
mönnum
og landsmön
num öllum
bestu óskir u
m farsælt
komandi ár o
g
þakkar ánæg
julega
samfylgd á
liðnum árum
.
Ferðafélag Íslands heldur úti
nokkrum fjallaverkefnum sem öll
eiga það sammerkt að vera lokuð
verkefni sem ganga út á reglulegar
fjallgöngur, heilsubót og góðan
félagsskap. Eins og í öllum ferðum
Ferðafélags Íslands er mikil áhersla
lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.