Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
É
g hugsa vel um heilsuna og
hef alltaf gert. Mamma var
með gott heilsuuppeldi og
lagði mikla áherslu á hollt og
fjölbreytt mataræði, hreyfingu og
útiveru. Hófsemi og aga, en líka
slökun og hvíld. Þess vegna tel ég að
ég hafi átt tiltölulega auðvelt með að
viðhalda góðu jafnvægi í lífinu.
Ég hreyfi mig alltaf eitthvað dag-
lega en geri þó ekki mikið af neinu.
Reyndar eiginlega aðeins of lítið á
síðasta ári og mig langar að bæta úr
því. Bella, hundurinn minn, sér til
þess að göngutúrarnir eru tíðari og
lengri, sem er mjög gott. Það er oft
betra að hafa smá tilgang með úti-
verunni og labbinu.“
Næring á fjöllum
Hvernig heldurðu þér í góðu and-
legu og líkamlegu formi?
„Ég reyni að halda mér í formi
með því að ganga mikið, alla daga,
og passa að sitja ekki of lengi í einu.
Það eru forréttindi að geta gengið í
vinnuna og ég geri það allt árið, eða
hjóla á sumrin. Ég fer stundum í
lengri göngutúra og af og til á fjöll.
Ég elska fjallgöngur og finnst þær
gera jafnmikið fyrir mig andlega og
líkamlega.
Svo finnst mér dásamlegt að fara í
sund, þótt það hafi einhvern veginn
vikið fyrir göngutúrum með hundinn
undanfarið. Ég fer í pilates í Kram-
húsinu tvisvar í viku og finnst það
snilldarprógramm, nokkuð sem ég
get ekki verið án. Ég held að ég sé
komin með mjög sterka innri kvið-
vöðva, þó að það sjáist kannski ekki
beinlínis í sundi.
Gott andleg form byggist á góðri
næringu og nægum svefni og auðvit-
að góðum félagsskap. Eitt það mik-
ilvægasta sem ég geri er að reyna að
muna að anda. Það er kannski ekki
mikið puð, en ég stend mig oft að því
að halda ómeðvitað niðri í mér and-
anum, eða anda stutt og asnalega.
Það er ótrúlega mikilvægt að anda
djúpt og meðvitað. Stoppa, hlusta,
horfa, njóta, slaka, anda. Bara vera.“
Súkkulaði og kex
Mataræðið – fyrst og fremst hollt?
„Ég borða pottþétt meira hollt en
óhollt og er meðvituð um hvað ég læt
ofan í mig; drekk mikið vatn og reyni
alltaf að muna að borða hægt og
tyggja matinn vel. Ég er svo heppin
að sækja í góðan mat, veit fátt betra
en nýkreistan gulrótasafa og finnst
grænmetisréttir yfirleitt betri en
kjötmáltíðir.
Fisk panta ég mér oftast á veit-
ingastöðum þar sem er spennandi
matreiðsla og hágæðahráefni. Ég er
lánsöm að eiga mann sem eldar oft
góðan og hollan mat, börnin eru líka
farin að taka meira að sér matseld
og sem betur fer hafa þau gæði og
hollustu að leiðarljósi.
En – ég borða oft kex og súkku-
laði og mætti alveg draga úr því. Ég
trúi samt að einhver endorfínfram-
leiðsla eigi sér stað þegar maður fær
sér góðan kaffibolla og súkkulaði og
því er lífsnauðsynlegt að hafa það
með. Hófsemi hér er lykilatriði.
Fjölbreytileiki er annað sem ég hef
tileinkað mér, ég er til dæmis mjög
lítið fyrir heilsuátak og matarkúra.“
Sjósund á áætlun
Ferðu frekar á fjöll að sumarlagi?
„Mér finnst ekki skipta nokkru
máli hvernig viðrar þegar útivist og
göngur eru annars vegar. Rok og
rigning getur verið ótrúlega frísk-
andi og heilandi. Auðvitað er dásam-
legt að hafa milt og gott veður, að-
allega upp á skyggni og léttari
klæðnað, en ef maður á góða úlpu og
skó þá er maður góður í hvað sem er.
Mér finnst eiginlega erfiðara ef það
er of heitt þegar ég er að hreyfa mig,
í fjallgöngum til dæmis, en það er nú
ekki stórt vandamál á þessu landi,
sem betur fer.“
Áformin 2016, tengd heilsurækt
og útivist?
„Ég er frekar íhaldssöm þegar
kemur að líkamsrækt, en finnst
samt mjög gaman að prófa eitthvað
nýtt. Ég elska að vera í vatni og sjó-
sund hefur verið á áætlun hjá mér í
þó nokkurn tíma, ég held að það eigi
vel við mig. Nú hef ég hugsað mér að
láta af þessu verða og fara í sjóinn
með hækkandi sól, ég er að vona að
ég verði fljótt háð honum.
Ég ætla svo að reyna að stunda
skíðin í vetur og vonandi næ ég
nokkrum góðum fjallgöngum á
árinu. Þó að ég hafi verið ágætlega
dugleg að ganga á íslensk fjöll er
enn svo ótalmargt spennandi sem ég
á eftir að upplifa og sjá af okkar fal-
lega landi. Planið er því að halda
áfram í góðu flæði og njóta.“
beggo@mbl.is
Áríðandi að
muna að anda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvatningin Ragna Sæmundsdóttir, birtingarstjóri hjá ABS fjölmiðlahúsi: „Bella, hundurinn minn, sér til þess
að göngutúrarnir eru tíðari og lengri, sem er mjög gott. Það er oft betra að hafa smá tilgang með útiverunni.“
Ragna Sæmundsdóttir birtingarstjóri
É
g hugsa ágætlega um heils-
una. Viðhaldsvinnan hefur
samt aukist með árunum, ég
lenti í slysi árið 2001 sem
gerði mig enn ákveðnari í að passa
upp á líkamann. Ég stunda líkams-
rækt fimm sinnum í viku. Sigurbjörg
Ágústsdóttir frá Skuld í Vest-
mannaeyjum er þjálfarinn minn og
hún er fínn harðstjóri. Við fjöl-
skyldan stundum jafnframt marg-
víslega útivist; skíði, göngur, veiði og
fleira.“
Hvað með andlega formið?
„Ég hef alltaf haft það mottó að
láta engan stela gleðinni frá mér. Þá
held ég að mestu máli skipti að vera
umkringdur góðu og áhugaverðu
fólki. Það er mjög mikið af því fólki í
mínu nánasta umhverfi.
Það, ásamt útivist og líkamsrækt,
hefur haft mest að segja og stuðlað
að góðri andlegri og líkamlegri heilsu
minni.
Svo er gott að eiga sér fyr-
irmyndir. Þegar ég sá nýlega viðtal
við Dagfinn Stefánsson, níræðan
flugstjóra sem flýgur enn um háloft-
in, hugsaði ég strax með mér að
svona fyrirmynd þyrfti maður að
hafa.“
Regla í ræktinni
Ertu íhaldssamur eða nýj-
ungagjarn þegar kemur að heilsu-
rækt?
„Bæði og. Ég held að það sé mikil-
vægt að hafa regluna og ég er dálítið
fyrir hana. Mæti alltaf á sama tíma í
ræktina, á morgnana fyrir vinnu, í
World Class í Laugum.
Svo er frábært að eiga vini eins og
Helga Jóhannesson, lög- og útivist-
armann. Hann hefur drifið okkur fjöl-
skylduna í göngur og útivist. Það er
gaman að hafa svona fólk eins og
hann í kringum sig, sem er hug-
myndaríkt og dregur okkur með sér á
nýjar slóðir.
Ég er ekki með stór áform á sviði
heilsuræktar á árinu, en við fjöl-
skyldan stefnum þó að því að fara oft-
ar á skíði og erum bjartsýn á að það
verði mikill og góður snjór í vetur,
bæði í nágrenni Reykjavíkur og fyrir
norðan.“
Fjórir bananar
Mataræðið – fylgirðu ákveðinni
línu?
„Ég borða mikið og bæði fyrir og
eftir æfingar. Við höfum alltaf haft
mikið af ávöxtum á heimilinu og það
hentar mér og fjölskyldunni vel. Ég
borða þrjá til fjóra banana á dag, sem
er langt yfir þeim mörkum sem ráð-
gjafar setja, en mér finnst það gott.
Ég hugsa oftast um það sem ég læt
ofan í mig. Ég held að eiginkona mín
hafi samt haft mest áhrif á það síð-
ustu 25 árin hversu hollur minn mat-
seðill er. Hún hefur alla tíð verið
arkitekt nýjunga og hollustu fyrir
fjölskylduna. Ég hef alltaf verið mik-
ill fiskneytandi og nú er ég á vinnu-
stað þar sem veitingastaðurinn
Bergsson RE er með aðsetur. Fisk-
urinn hjá þeim er algerlega ómót-
stæðilegur.“
beggo@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Vetrarsport „Ég er ekki með stór áform á sviði heilsuræktar á árinu, en við fjölskyldan stefnum þó að því fara
oftar á skíði og erum bjartsýn á að það verði mikill og góður snjór í vetur, bæði í nágrenni Reykjavíkur og fyrir
norðan,“ segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.
Gott að eiga
sér fyrirmynd
Þór Sigfússon framkvæmdastjóri
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS
Hefst 3. september
Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Mánudaga kl. 17.45 ogmiðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug
AQUA FITNESS
Hefst 11. janúar
BAKLEIKFIMI &
AQUA FITNESS
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA
Í GRENSÁSLAUG, GRENSÁSVEGI 62.
Upplýsingar og skráning
á www.bakleikfimi.is