Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Fjöllin okkar 2016 24. jan Létt ganga frá Hafravatnsrétt - kynningarganga 31. jan Meðalfellsvatn hringur 6. feb Húshólmi hringleið - láglendisganga 20. feb Gullbringa hringleið 5. mars Reykjanes - raðganga 1 um Sveifluháls 19. mars Reykjanes - raðganga 2 um Sveifluháls 16. apríl Reykjanes - raðganga 3 um Sveifluháls 30. apríl Hvalvatn hringleið 21. maí Óvissuferð vorfagnaður 26. júní Jónsmessuganga - hringleið um Tindaskaga 6. ágúst Landmannalaugar - Hryggurinn milli gilja að Grænahrygg 27. ágúst Þórisjökull 17. sept Laufafell við Fjallabak 1. okt Tröllatindar Snæfellsnesi Verð 43.000 kr fyrir verkefnið Skráning er hafin á thordur@fjallavinir.is Sjá nánar á www.fjallavinir.is og á fésbókinni Fjallavinir.is „Ég var með einhvern kvíða yfir þessu öllu saman og var oft að spyrja mig þeirrar spurningar hvað ég ætti að gera næst. Svo eina nótt- ina á þessu tímabili dreymdi mig að ég gæti verið nuddari og ákvað í gamni að hlusta á það og skrá mig í nuddnám. Ég ætlaði að sjá til hvort mér þætti gaman og hvort mér þætti þetta passa betur og þá klára námið og ef ekki, myndi ég hætta eftir önn- ina og finna eitthvað annað. En svo fannst mér bara svo gaman að ég hélt áfram og kláraði.“ Þörf fyrir slökun í samfélaginu „Þetta er vinna í höndunum, hún er listræn og þetta er heilbrigð- istengt sem er mjög gott,“ útskýrir Sara. „Svo fór ég að vinna við nudd og fannst frábært að vinna sjálf- stætt. Vinnan er svo gefandi og skemmtileg en krefjandi. Það er ekkert betra en að hjálpa fólki við að finna meiri vellíðan og veita slök- un. Þegar ég nudda þá líður mér eins og ég sé að gera gagn fyrir samfélagið. Mér þykir eitthvað svo vænt um fólk þegar það er lagst á nuddbekkinn.“ Sara segir að sér finnist vera mik- il þörf fyrir nudd og meiri almenna slökun og ró inn í samfélagið. „Það er allt of mikið stress í gangi og allt of margir viðurkenna það eins og það sé eðlilegt og gott að ganga fram af sér, þá er maður duglegur. Ég er ekki sammála því. Ég er ánægð með að vinna að þróun í hina áttina. Það er kominn tími til að hægja á og sjá hvert maður stefnir og hvaða áhrif maður hefur á sjálfan sig og umhverfið með gjörðum sín- um, hugsunum og tilfinningum.“ Djúpt en rólegt nudd Sara býður upp á heilsunudd sem er sambland af nokkrum nudd- formum. „Við heilsunuddarar lær- um klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd, sogæðanudd, svæð- anudd og margt fleira. Þessu er oft blandað saman á ólíkan hátt eftir nuddurum. Þess vegna eru engir tveir heilsunuddarar eins. Hver og einn nuddari þróar sína tækni út frá þessum grunni,“ bætir hún við. „Ég myndi segja að nuddið sem ég býð uppá væri djúpt en rólegt. Það fer samt eftir nuddþeganum hversu djúpt nuddið verður. Hann verður að segja til um sinn sársaukaþrösk- uld til að nuddið verði sem best fyrir hann. Svo er líka ólíkt eftir nudd- þegum hvað þeim finnst vera slak- andi. Sumum finnst grunnt nudd vera meira slakandi meðan aðrir finna fyrir pirringi ef nuddið er of grunnt. Mörgum finnst dýptin veita meiri slökun meðan hinum sem vilja það grunna finnst of mikil vinna að anda sig í gegnum djúpt nudd. Ég vil aðlaga nuddið eins vel og ég get að nuddþeganum og hans þörfum. Minn ásetningur er að hjálpa fólki við að ná slökun og losa um ým- iskonar spennu og bólgur og ná fram vellíðan. Ég vil að fólk fari með ró í hjarta heim og leyfi líkamanum að vinna í sjálfum sér eftir nuddið.“ Léttir á allri streitu Sara segir nudd geta hjálpað fólki með ýmislegt, svo sem bólgur í vöðvum og vefjum. Nudd losi um ýmiskonar spennu í líkamanum, einnig í tilfinningalífinu. „Nudd getur hjálpað til við að létta þunglyndi ef viðkomandi er að vinna í þeim málum. Það getur létt á andlegri og líkamlegri streitu. Nudd eykur blóðflæði og súrefnisflæði lík- amans sem fær líkamann til þess að heila sig sjálfur. Nudd hjálpar taug- um að koma boðum áleiðis ef bólgur og spenna þrengja að taugum.“ Sara bætir því við að fólk sem þjá- ist af gigt eða ýmsum bólgu- sjúkdómum hafi mjög gott af nuddi. „Íþróttafólk þarf líka að fara í nudd til að halda sér mjúku. Spenna safnast auðveldlega upp þegar verið er að vinna mikið með líkamanum og það er mikilvægt að losa um hana til að halda líkamanum í jafnvægi. Íþróttanudd hentar vel fyrir íþróttafólk.“ Sara segir ennfremur að kyrr- setuvinna sé mjög spennu- og bólgumyndandi. „Fólk sem vinnur við tölvur eða önnur störf sem krefj- ast mikillar kyrrsetu safnar auð- veldlega í sig spennu. Nudd hjálpar til við að losa um það. Ef bólgan er orðin mikil borgar sig ekki að nudda of djúpt. Gott væri að byrja á nuddi sem væri mjúklegt og í grynnra lagi og með tímanum væri hægt að dýpka það þegar bólgurnar fara að minnka. Spenntir vöðvar þurfa yf- irleitt meiri þrýsting.“ Sogæðanuddið hreinsar kerfið Fólk með mikinn bjúg hefur t.d. gott af sogæðanuddi, að sögn Söru, Morgunblaðið/Styrmir KáriUmhugsun „Það er allt of mikið stress í gangi og allt of margir viðurkenna það eins og það sé eðlilegt og gott að ganga fram af sér, þá er maður duglegur. Ég er ekki sammála því,“ segir Sara. „Það er kominn tími til að hægja á og sjá hvert maður stefnir og hvaða áhrif maður hefur á sjálfan sig og umhverfið.“ É g hef alltaf haft gaman af því að vinna með höndunum. Ég var mjög listræn sem barn og er það í raun ennþá. Ég hafði gaman af því að mála myndir, smíða og föndra,“ segir Sara um að- draganda þess að hún ákvað að ger- ast heilsunuddari. „Ég var að klára stúdent af lista- og hönnunarbraut úr FG þegar ég þurfti að fara að ákveða mig með framhaldið. Ég var búin að finna það að ég vildi ekkert endilega halda áfram í hönn- unarnám í háskóla, ég var ekki spennt fyrir tölvuvinnunni og hvert námið stefndi. Ég var að spá í sál- fræðinám líka á þeim tíma því mér finnst heimspekin í henni svo skemmtileg en ég var ekki viss um hvort ég vildi vinna sem sálfræð- ingur hvort eð er, þó ég vildi læra um hana.“ Hún útskrifaðist um jólin 2009 með stúdentspróf og en vissi ekkert hvað hún vildi og fannst ekkert passa almennilega fyrir sig. Við eigum öll skilið að fara í gott nudd Í Hafnarfirðinum er að finna notalega, litla nuddstofu þar sem Sara Kristófersdóttir býður upp á heilsunudd gegn ýmsum lífstílstengdum kvillum. Hún nýtur starfsins sem er ekki að undra því það vitjaði hennar í draumi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.