Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ F erðir um Jakobsveginn – píla- grímastíginn – á vegum ferða- skrifstofunnar Mundo njóta vaxandi vinsælda en á síðasta ári fóru á annað hundrað Íslendingar um stíginn, ýmist fótgangandi eða hjólandi. Eigandi Mundo og far- arstjóri í ferðunum er Margrét Jóns- dóttir Njarðvík, leiðsögumaður, spænskufræðingur og vararæð- ismaður Spánar, og aðspurð segir hún áhuga fólks á Jakobsveginum ekki koma sér á óvart. „Pílagrímaferð er andleg og lík- amleg áskorun,“ segir Margrét. „Fólk setur sér oft markmið, leggur upp í ferðalagið með ákveðinn ásetn- ing og sigrast á ýmsum hindrunum. Um leið nýtur það fallegrar náttúru og byggingarlistar á söguslóðum. Þeir sem hefja göngu- eða hjólaferð eftir Jakobsveginum vita að fram- undan er ferðalag með innihaldi, sem er krefjandi bæði fyrir líkama og sál, og ég get fullyrt að það kemur enginn óbreyttur til baka.“ Ein með sjálfri sér Margrét er spurð út í kveikjuna að ferðaskrifstofunni Mundo, sem hún stofnaði fyrir nokkrum árum, og upp- hafið að ferðunum um Jakobsveginn. „Með Mundo vildi ég búa til fyrirtæki utan um sjálfa mig þar sem þekking mín, hæfileikar og ástríða fyrir ferða- lögum, hreyfingu, pílagrímaferðum, tungumálakennslu, stjórnun, menn- ingu og sögu Spánar fengi að njóta sín. Ég fékk brennandi áhuga á Jak- obsveginum árið 1984 þegar ég nam listasögu sem skiptinemi á Spáni. Á veginum eru perlur gotneskrar og rómanískar byggingarlistasögu, auk þess sem þetta er ein af leiðunum til guðs. Fólk hefur farið í píla- grímaferðir um Jakobsveginn frá því á miðöldum og um leið og ég las um stíginn langaði mig að leggjast sjálf í slíkt ferðalag. Svo leið tíminn, ég skrifaði doktorsritgerðina mína um eina af bardagahetjum Spánverja og þar kemur Jakobsvegurinn við sögu, en mín eigin pílagrímsferð var enn að- eins fjarlægur draumur.“ Það var ekki fyrr en sumarið 2012 að Margrét hrinti hugmyndinni loks í framkvæmd og fór allan Jakobsveg- inn á hjóli ásamt góðri vinkonu. „Ferðalagið var stórkostleg upplifun. Það hafði djúpstæð áhrif á mig og það er með mig eins og aðra, ég kom heim breytt manneskja. Þó að ég hafi hitt fjölmarga á leiðinni er pílagríma- ganga fyrst og fremst ferðalag inn á við. Maður gengur þannig einn með sjálfum sér, enda er gjarnan talað um að líkja megi þessu ferðalagi við lífs- gönguna sjálfa. Á Jakobsveginum mætir maður fólki úr öllum áttum, þar sem hver og einn hefur sína sögu að segja, og áður en maður veit af er maður farinn að ræða við sam- ferðafólkið um lífið sjálft.“ Svör við spurningum Jakobsvegurinn er um 800 kíló- metra langur og sumir taka hann í áföngum; lagt er af stað frá franska bænum Saint-Jean-Pied-de-Port, sem er rétt við landamæri Spánar, og lýk- ur ferðalaginu í Santiago de Comp- ostela á Spáni. Að sögn Margrétar ferðuðust tæplega 240 þúsund manns um Jakobsveginn árið 2014, fótgang- andi og á reiðhjólum. „Fyrr á öldum var fólk skikkað til göngu á Jakobsveginum til að vinna yfirbótarverk. Aðrar ástæður liggja að baki ferðum okkar nútímapíla- gríma. Sumir fara stíginn og þakka fyrir það sem lífið hefur gefið þeim, oft er um að ræða bata eftir veikindi eða önnur áföll. Aðrir fara þessa ferð í leit að heilun og til að freista þess að finna svör við spurningum sem vakna, til dæmis þegar við stöndum á kross- götum í lífinu. Sjálf upplifi ég Jakobsveginn ákaf- lega sterkt í hvert sinn sem ég fer þar um. Stígurinn mætir mér eins og ég er hverju sinni og hver og ein ferð er lærdómur. Einna merkilegast finnst mér þó að fylgjast með samferðafólki mínu á Jakobsveginum og skynja sí- fellt nýjar, jákvæðar tengingar sem verða á milli manna. Á leiðinni er allt- af einhver sem gengur á sama hraða og þú, hvort sem það er andlega eða líkamlega, og það er magnað að upp- lifa hvernig fólk lærir hvað af öðru um lífið og tilveruna og finnur svör við spurningum sínum.“ Margrét fór með fyrstu hópana um Jakobsveginn árið 2014 og í ár skipu- leggur Mundo nýjar pílagrímaferðir, í takt við aukna eftirspurn. „Ég fann strax að með þessum ferðum var ég að bjóða upp á eitthvað miklu stærra og meira en venjulegt ferðalag, það gerð- ist eitthvað stórkostlegt á meðal fólks,“ segir hún. „Sumir fara einungis vegna hreyfingarinnar, aðrir vegna listasögu og náttúru og enn aðrir sam- eina allt þetta með því að vinna með sjálfa sig, leita svara og horfa inn á við. Enginn kemst þó hjá því að upp- lifa valdeflinguna sem ferðinni fylgir. Heilagt ár 2016 Mundo býður í vor og sumar upp á fimm hjólaferðir, fjórar gönguferðir og eina rútuferð um Jakobsveginn. Þar á meðal er sérstök ferð fyrir kon- ur, 45 ára og eldri. Þá stöndum við oft á tímamótum og margar umbreyta lífi sínu; skipta um vinnu, mennta sig og taka aðrar stórar ákvarðanir. Þetta er sérlega ögrandi og skemmtilegur tími í lífi okkar kvenna og kvennaferðirnar í fyrra og hittiðfyrra heppnuðust stór- kostlega vel. Einnig skipuleggjum við ferðir fyrir einstaklinga og hópa sem vilja fara sjálfir um stíginn. Best er að taka ákvörðun um pílagrímaferð sem fyrst, því árið 2016 er svokallað heil- agt ár. Það þýðir að dag heilags Jak- obs ber upp á sunnudag og þá gerast heldur betur kraftaverk. Því þarf að panta alla gistingu með miklum fyr- irvara í ár.“ Aðspurð segir Margrét nauðsyn- legt að æfa sig fyrir Jakobsveginn. „Það gerir þetta einmitt svo skemmti- legt. Þú gætir lagt af stað í lélegu formi og verið viss um að koma til baka í góðu formi. Best er þó að fara af stað í góðu formi og koma heim í frábæru formi. Þannig nýtur fólk ferðarinnar mun betur, auk þess sem gleðin við að undirbúa sig og setja sér markmið margfaldar það sem fólk fær út úr ferðinni. Mundo býður upp á vikulegar æf- ingagöngur fram á vor og eina langa göngu í mánuði. Margir setja sér ný markmið í byrjun árs og ferð um Jak- obsveginn er gott dæmi um hversu skemmtilegt það er að setja sér slíkt markmið og forgangsraða, þannig að maður nái árangri. Nú er tækifærið til að byrja að undirbúa sig og sníða æf- ingar og útivist að göngu- eða hjóla- ferð um Jakobsveginn í vor eða sum- ar. Sameiginlegar æfingar eru hvetjandi fyrir alla, þannig ná þátttak- endur líka að kynnast hver öðrum fyr- ir ferðina og máta sig við hlutverk pílagrímsins.“ www.mundo.is beggo@mbl.is Fallegt ferðalag inn á við Margrét Jónsdóttir Njarðvík, leiðsögumaður og eigandi ferðaskrifstof- unnar Mundo, býður upp á göngu- og hjólaferðir um Jakobsveginn sem hún seg- ir krefjandi, bæði líkamlega og andlega, en á pílagríma- stígnum gefist gott tæki- færi til að kyrra hugann, sigrast á áskorunum og setja sér ný markmið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Lærdómur „Þeir sem hefja göngu- eða hjólaferð eftir Jakobsveginum vita að framundan er ferðalag með innihaldi, sem er krefjandi bæði fyrir lík- ama og sál, og ég get fullyrt að það kemur enginn óbreyttur til baka,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík. ’Á æfingum gefst fólki tækifæri til að kynnast ogmáta sig við hlutverk pílagrímsins. Á leiðarenda Margrét og ánægður hópur kvenna á tröppum dómkirkj- unnar í Santiago de Compostela sl. sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.