Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 29
Sólveigu finnst mikilvægt að bjóða
upp á jóga alla daga vikunnar – og að
lágmarki 364 daga á ári. „Frá því að
jógastöðin var opnuð í maí í fyrra
höfum við bara haft lokað einn dag og
það var á jóladag. Á rauðum dögum
hefur fólk einmitt tíma til að sinna
sjálfu sér og gera eitthvað upp-
byggilegt og hvað er þá betra en að
fara í jóga. Í Sólum leggjum við
áherslu á fjölbreytnina, þar liggur
okkar helsti styrkur, og við fáum
reglulega til okkar gestakennara,
höldum vinnustofur og efnum til
spennandi viðburða, tengda hug-
leiðslu og jóga. Meðal þeirra má
nefna Sólardjamm; mánaðarlegan
viðburð þar sem fólki gefst tækifæri
til að iðka jóga undir kynngimögn-
uðum áhrifum frá fullu tungli. Þetta
eru mjög kraftmiklir og heilandi
tímar þar sem við sleppum tökunum
og leyfum jóga oftar en ekki að flæða
yfir í seiðandi dans.“
Ævintýri á Taílandi
Aðspurð segir Sólveig margt
spennandi framundan í Sólum á nýja
árinu. „Við byrjum með því að leiða
hóp jógaiðkenda í jóga- og heilsuferð
til Taílands um miðjan janúar, þetta
verður sannkallað ævintýraferðalag
um eitt fegursta svæði heims. Í jan-
úar munum við líka auk nýrra jóga-
námskeiða bjóða upp á hópnámskeið
í markþjálfun, fyrir þá sem vilja setja
sér markmið í byrjun árs og ná meiri
árangri í lífi og starfi.
Í lok apríl fögnum við eins árs af-
mæli Sóla með ýmsum hætti og þá
kemur í heimsókn Lucas Rocwood,
stofnandi Absolute Yoga Academy.
Hann er einn af stóru nöfnunum í
jógaheiminum og við erum afar
spennt að fá hann hingað til lands til
að kenna í Sólum. Annar þekktur
gestakennari, sem von er á á næstu
mánuðum, er Eddie Stern, ashtanga
jógi frá New York.
Síðast en ekki síst ber að nefna að í
ágúst næstkomandi bjóðum við upp á
kennaranám í hot yoga, RYT200, og
er það í fyrsta sinn sem kostur er á
slíku námi á Íslandi. Það er enginn
annar en Jimmy Barkan sem leiðir
hot yoga-kennaranámið í Sólum og
við erum ákaflega stolt af því sam-
starfi.“
www.solir.is
beggo@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vellíðan „Mér finnst eins og ég hafi öll „stækkað“ í jákvæðum skilningi með aukinni sjálfsþekkingu en í mín-
um huga er það lykillinn að velsæld og hamingju að vita hver maður er,“ segir Sólveig um jógaástundun sína.
’Fólk er óhrætt við að blanda samanjógategundum.
MORGUNBLAÐIÐ | 29
VATNSHELDUR FATNAÐUR REIÐHJÓLA- OG HLAUPAJAKKAR
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Absolute-jóga
„Heitt jóga. Í seríunni eru 50
fremur hefðbundnar hatha-
jógastöður, sem nánast allar eru
framkvæmdar í kyrrstöðu, og því
hentar þessi sería sérstaklega vel
fyrir byrjendur. Unnið er á víxl
með jafnvægi og stöðugleika,
styrk, teygjur og slökun, með
virkri öndun allan tímann.“
Barkan-jóga
„Heitt jóga. Lögð er meiri
áhersla á flæði (vinyasa). Farið er
í helstu stöður úr hatha-jóga og
þær tengdar saman með sól-
arhyllingum eða vinyasa. Þótt vi-
nyasa sé líkamlega krefjandi
hentar það einnig þeim sem eru
nýlega byrjaðir að stunda jóga
þar sem hægt er að aðlaga tím-
ann að iðkendum og gera hann
auðveldari.“
Jóga nidra
„Áreynslulaus, útafliggjandi
slökun og leidd hugleiðsla sem
krefst engrar þekkingar á meðal
iðkenda. Það er ekki síst af þess-
um sökum sem jóga nidra hefur
notið vaxandi vinsælda í hinum
vestræna heimi á undanförnum
árum.“
Yin-jóga
„Lögð er megináhersla á auk-
inn liðleika og einbeitingu. Í tím-
anum er hægur taktur þar sem
farið er í fjölmargar teygjur og
þeim haldið í lengri tíma en venja
er í hefðbundnum jógatímum.
Uppröðun æfinga er með þeim
hætti að unnið er með öll svæði
líkamans, frá fótleggjum að
miðju, út í axlir, handleggi og úln-
liði.“
Ashtanga-jóga
„Kraftmikil, öguð jógasería
sem samanstendur af jógastöð-
um og djúpri öndunartækni. Iðk-
endur eru leiddir í gegnum sól-
arhyllingar, standandi stöður og
nokkrar sitjandi stöður, lokastöð-
ur og endað á góðri slökun. As-
htanga-jóga hentar bæði byrj-
endum og lengra komnum og er
iðkað í léttupphituðum sal.“
Kundalini-jóga
„Mjög markvisst og kröftugt
jógakerfi með eflandi jóga,
öndunaræfingum, hugleiðslu,
möntrum og slökun. Kundalini-
jóga hentar bæði byrjendum og
jógaiðkendum sem hafa reynslu
af öðru jóga.“
Pilates
„Klassískar pilatesæfingar á
dýnu samkvæmt æfingakerfi sem
Joseph Pilates hannaði á síðustu
öld. Æfingarnar byggjast á sam-
spili hugar og líkama og kallaði
Pilates sjálfur æfingakerfið
contrology, eða art of control.“
Mömmujóga
„Styrkjandi og nærandi hreyf-
ing fyrir mæður og ungbörn frá
aldrinum sex vikna. Áhersla er
lögð á jóga fyrir móðurina, styrk-
ingu eftir fæðingu, teygjur og
slökun með barninu.“
Fjölskyldujóga
„Gæðastund fyrir foreldra og
börn með leik, jóga og slökun.
Tímarnir eru byggðir upp eins og
krakkajógatímar, farið er í leiki og
jógastöðurnar eru léttar þannig
að allir geti verið með. Fjöl-
skyldujóga er fyrir börn á aldr-
inum 2-12 ára og foreldra þeirra.“
Jóga í Sólum