Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 2

Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Verið velkomin í glæsilega verslun okkar Laugaveg 99 - S. 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) Útsala 20-40% afsláttur af völdum vörum 10% afsláttur af öðrum vörum meðan á útsölu stendur Concept aff.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Von er á sérstökum klakabrjóti til þess að vinna á svellbunkum á göt- um höfuðborgarinnar. Um er að ræða tæki sem gefið hefur góða raun í Finnlandi, að sögn Þorgríms Hall- grímssonar, rekstrarstjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur um- sjón með snjóhreinsun og hálku- vörnum hjá borginni. Undanfarna daga hafa 20-30 tæki verið notuð dag hvern til snjóhreins- unar og hálkuvarna í Reykjavík. Þungum vegheflum með klakaskera hefur verið beitt til þess að rífa klaka af götunum. Þeim tækjum er ekki hægt að beita á göngustígum og gangstéttum. Litlir traktorar með ruðningstennur og sanddreifara ryðja þær leiðir og hálkuverja. Þor- grímur segir að sandi sé dreift á gönguleiðirnar til að hálkuverja þær á meðan jafn kalt er og nú. „Nú er það mikið frost að saltið virkar ekki. Við 5-6 gráðu frost leggst saltið í dvala, eins og maður segir. Þá er sandað,“ sagði Þor- grímur. Finnskur klakabrjótur „Verktaki var að bjóða okkur klakabrjót og ætlar að sýna okkur hvernig hann virkar. Hann er bara ekki kominn með hann í hendurnar. Við erum búnir að finna götur þar sem á að beita klakabrjótnum til reynslu. Þetta er tiltölulega nýtt tæki hér á landi en Finnarnir hafa notað þetta með góðum árangri,“ sagði Þorgrímur. Þessa dagana er unnið á sólar- hringsvöktum hjá Reykjavíkurborg við umsjón með snjóhreinsun og hálkuvörnum, að sögn Þorgríms. Verktakar eru svo kallaðir út eftir þörfum. Klakabrjótur gegn hálkunni  Fjöldi tækja er í notkun við hálkuvarnir í höfuðborginni  Gönguleiðir sandaðar því saltið leggst í dvala í kuldanum Morgunblaðið/Júlíus Vetur Háir snjóruðningar, eins og þessi við Stakkahlíð í Reykjavík, og svellbunkar tálma för gangandi fólks. Klakabrjótur er eins konar valtari með sérstaklega hertum göddum sem brjóta klaka. Frístundahús ehf. (argo.is) í Borgarnesi er með umboð fyrir finnsku Raiko- klakabrjótana. Einar Þórisson, talsmaður fyrirtækisins, sagði að fyrstu klakabrjótarnir hefðu komið til landsins vorið 2014. Nú eru nokkur svona tæki í notkun hér á landi. Aðallega hafa bændur sam- einast um að kaupa klakabrjóta til að brjóta svell af túnum svo þau kali ekki. Með því spara þeir sér mikinn kostnað við endurræktun túna auk þess sem þeir missa ekki not af þeim vegna kals. Einar sagði að verktakar hefðu sýnt talsverðan áhuga á klaka- brjótunum. Í gær átti að ganga frá samningi um sölu á klakabrjóti til verktaka í Reykjavík sem ætlar að brjóta með honum klaka af götum og gangstéttum og íþróttavöllum. „Klakabrjóturinn brýtur klakann en skemmir ekki undirlagið, hvort sem það er tún, bundið slitlag á þjóðvegi, malbik, steinsteypa, gangstéttir eða golfvellir og knatt- spyrnuvellir,“ sagði Einar. Hann sagði að hægt væri að fá klaka- brjóta í ýmsum stærðum, allt frá tækjum sem hægt er að festa á ámoksturstæki dráttarvéla upp í tæki sem fest eru framan á stærstu vörubíla eða veghefla. Hægt er að stilla hve fast tækið þrýstir á klakann sem þarf að brjóta. Eftir yfirferðina er yfirborð þar sem áður var glærasvell orðið hrjúft og uppbrotið. Einar sagði að hægt væri að aka á 40 km hraða með klakabrjótinn, t.d. við að brjóta klaka af þjóðvegum. „Það er komin reynsla af Raiko- klakabrjótum alls staðar á Norður- löndum, í Skotlandi, Kanada og Alaska og hefur hann reynst vel,“ sagði Einar. Hann sagði að klaka- brjótar kostuðu frá 2,9 milljónum króna og upp úr eftir stærð og út- búnaði. gudni@mbl.is Bryður ís og klaka undan sér VERKFÆRI SEM BRÝTUR KLAKA AF TÚNUM OG GÖTUM Klakabrjótur Hér er tæki fest á dráttarvél. Stilla má hve það þrýstir fast á svellið. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samningafundir hófust fljótlega eftir áramót í húsakynnum ríkissáttasemj- ara en ennþá er ósamið við töluverðan hóp launþega í landinu. Að sögn Elísabetar Ólafsdóttur skrifstofustjóra er fundað nær daglega vegna þeirra deilna sem hefur verið vísað til sáttasemjara, auk þess sem aðrir hópar eiga þar samningafundi. Boðað hefur verið til samninga- fundar í Ísal-deilunni svonefndu á föstudaginn eftir viku, á milli stjórn- enda og starfsmanna álversins í Straumsvík. Fulltrúar frá slökkviliðs- mönnum og sveitarfélögum funduðu sl. miðvikudag og í gær voru fundir hjá skipstjórnarmönnum og vélstjór- um á kaupskipunum, sem boðað hafa verkfall frá og með 1. febrúar nk. verði ekki búið að semja þá. Ósamið er á milli SFR og starfs- manna félagsins hjá SÁÁ, sem og á milli sjúkraliða og sveitarfélaganna. Hið sama er að segja í deilu Akranes- kaupstaðar og Verkalýðsfélags Akra- ness, en þar hafa viðræður legið niðri á meðan beðið er niðurstöðu Félags- dóms. Engar viðræður hafa verið í Karp- húsinu í vikunni milli Samgöngustofu og flugvirkja sem starfa þar sem eft- irlitsmenn, en þeir hófu ótímabundið verkfall sl. mánudag eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum sl. helgi. Samninganefnd sveitarfélaganna er tíður gestur í Karphúsinu en þar er enn ósamið við um 30 félög starfs- manna, þeim deilum hefur þó ekki verið vísað til sáttasemjara. Ágætur gangur er í viðræðum Sa- lek-hópsins svonefnda þar sem helstu samtök vinnumarkaðarins ræða gerð nýs samkomulags um vinnubrögð við kjarasamninga. Nokkrir undirhópar voru skipaðir sem hafa verið að funda í Karphúsinu og búið er að skipa verk- efnisstjóra til að halda utan um verk- efnið. Verið er m.a. að safna upplýs- ingum frá útlöndum og bera þær saman við íslenskan vinnumarkað. Norskur háskólaprófessor hefur ver- ið Salek-hópnum innan handar í þeirri vinnu. Ósamið við stóran hóp launþega  Viðræður aftur komnar á fullt í Karphúsinu  Fjöldi stéttarfélaga á enn eftir að semja við sína við- semjendur  Sveitarfélögin eiga um 30 samninga ókláraða  Viðræður Salek-hópsins í fullum gangi Unnið að endurskoðun » Aðilar vinnumarkaðarins eiga í viðræðum vegna endur- skoðunar kjarasamninga sem gerðir voru sl. vor. » Þeim viðræðum þarf að vera lokið í lok febrúar og miðar þeim ágætlega, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Máli Reykjavíkurborgar gegn ís- lenska ríkinu vegna lokunar neyðar- brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli hefur verið vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Reykjavíkurborg krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að innan- ríkisráðherra, fyrir hönd ríkisins, væri skylt að efna grein í samningi borgarinnar og ríkisins frá 25. októ- ber 2013 með því að tilkynna lokun neyðarbrautarinnar. Einnig var þess krafist að innanrík- isráðherra endurskoðaði skipulags- reglur fyrir Reykjavíkurflugvöll til samræmis við lokun flugbrautarinnar innan 15 daga frá uppkvaðningu dóms í málinu að viðlagðri greiðslu dagsekta til Reykjavíkurborgar að fjárhæð tíu milljónir króna á dag. Til vara var þess krafist að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna van- efnda á samningnum frá 2013. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að krafa borgarinnar um að innanríkisráð- herra efni grein í samningi um lokun flugbrautar sé efnislega ekki rétt fram sett með tilliti til þess til hvers hún leiðir. Er á það bent að ekki sé sett fram krafa um að stefndi fram- kvæmi ákveðnar athafnir, þ.e. loki fyrrgreindri flugbraut og breyti skipulagsreglum. Þess í stað er kraf- ist viðurkenningar á því að ríkinu sé skylt að efna samning um lokun flug- brautarinnar. Ekki þótti nægilega skýrt til hvers slík krafa myndi leiða. Tók dómurinn því málið ekki til efnis- legrar meðferðar. vidar@mbl.is Neyðarbrautar- máli vísað frá  Máli borgar gegn ríkinu vísað frá dómi Morgunblaðið/RAX Vísað frá Máli Reykjavíkurborgar á hendur ríkinu vegna neyðarbrautar var vísað frá í héraðsdómi. Tveir strætisvagnar lentu í árekstri við gatnamót Snorrabrautar og Eiríksgötu um miðjan dag í gær. Nokkrar skemmdir urðu á vögnunum. Tafir urðu á umferð í kjölfarið vegna lokunar annarrar akbrautar Snorrabrautar. Þá var strætisvagn meðal þeirra sem skemmdust í nokkurra bíla árekstri við Hringbraut. Þá kom upp eldur í hemlabúnaði strætisvagns í Ártúnsbrekkunni í gærmorgun. Enginn farþegi var um borð. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom. 3 rákust á og eldur í einum Strætó Fjórir löskuðust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.