Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Hugboð nefnist sýning þýsku listakonunnar Moniku Grzymala sem opnuð verður í A-sal Hafn- arhússins í kvöld kl. 20. „Þar mætast á einstæðan hátt listrænt inngrip í arkitektúr safns- ins og teikning eða umfangsmikið línuspil sem unnið er úr lituðu límbandi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar kemur einnig fram að Grzymala lýsi verkum sínum sem rýmisteikningum. „En hún hefur þróað einstaka aðferð við að vinna þrívíðar teikningar. Til verksins nýtir hún marga kíló- metra af límbandi sem hún teygir um rýmið.“ Samkvæmt upplýsingum frá safninu er listakonan Monika Grzymala fædd í Póllandi árið 1970 en hefur frá barnsaldri búið í Þýskalandi. „Hún hefur undanfar- inn áratug vakið athygli fyrir rým- isteikningar sínar. Verk hennar hafa verið sýnd í virtum sýning- arsölum beggja vegna Atlantshafs, þar á meðal í MoMA í New York, í Judd Foundation í Marfa í Texas og Theseus Temle í Vínarborg.“ Morgunblaðið/RAX Sýnt víða Verk Moniku Grzymala hafa verið sýnd í virtum sýningarsölum beggja vegna Atlantshafsins, þar á meðal í MoMA í New York. Þrívíðar teikningar unn- ar með lituðu límbandi Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kvartett nefnist fyrsta sýning Lista- safns Íslands á nýju ári sem opnuð verður í dag. Þar getur að líta verk eftir fjóra samtímalistamenn, þau Gauthiers Hubert, Chantal Joffe, Jockum Nordström og Tuma Magn- ússon. „Öll vinna þau með sjálfan manninn í brennidepli. Framsetning verka þeirra snýst um listmiðilinn og sögu hans að fornu og nýju og þau ganga út frá ákveðnum sögulegum forsendum en með afar ólíkum hætti,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. „Ég vinn yfirleitt ekki mikið með líkamann, þótt það komi fyrir í stöku verkum. Verkin hér eru öll tengd lík- amanum nema hljóðverkið „Lækur“ sem ég sýni í anddyrinu,“ segir Tumi og bendir á að hljóðið muni flæða milli hæða. „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg sýning. Hún er sett upp þannig að allir listamenn- irnir verða í stóra salnum, þ.e. sal eitt. Hinir listamennirnir þrír sýna málverk, en ekki ég,“ segir Tumi sem verður með innsetningar bæði í sal eitt og tvö sem og í anddyrinu. „Í sal tvö verð ég með vídeó-hljóðinnsetn- ingu,“ segir Tumi sem sýnir verkið „Fjölskyldumynd“ frá árinu 2000. „Þar er um að ræða risastórt ljós- myndaprentverk þar sem sjá má ýmsa hluti úr andliti, svo sem nef og eyra,“ segir Tumi og bendir á að verkið nái á milli hæða þar sem það er sjö metra hátt og fjögurra metra breitt. Hljóðverk unnið inn í rýmið „Hljóðverkið í anddyrinu er nýtt og unnið sérstaklega inn í sýningar- rýmið. Vídeóverkið er frá 2013, en þar er ég að vinna með rólegan sof- andi andardrátt. Loks má nefna minni prentverk sem birtast hér og þar í rýminu,“ segir Tumi og vísar þar í röð af teygðum hauskúpumynd- um sem nefnast „Holbein“ og vísa til málverksins „The Ambassadors“ eða Sendiherranna sem þýski listmál- arinn Hans Holbein málaði árið 1553. „Á myndinni birtist teygð hauskúpa í forgrunni myndarinnar. Ég vitna í þetta verk Holbeins án þess að vinna með minnið um forgengileika lífsins, enda hefur merking hauskúpunnar breyst í vestrænu samfélagi og er orðin meira kitsch,“ segir Tumi sem býr og starfar í Danmörku. „Flest sumur dvel ég á Íslandi. Ég var að kenna í Danmörku, en sá samningur rann út 2011 og síðan þá hef ég bara starfað að myndlist,“ segir Tumi sem gegndi prófessors- stöðu í myndlist í sex ár við Akadem- íuna í Kaupmannahöfn, en hafði áður gegnt prófessorsstöðu í jafnlangan tíma við Listaháskóla Íslands. „Það fer mjög vel saman að kenna og skapa, en hins vegar tekur kennslu- staðan of mikinn tíma frá sköpun- inni, ekki síst ef maður hefur umsjón með heilli deild. Mér finnst gaman að kenna, en þetta var komið gott. Mig langaði alltaf svo mikið til að hafa meiri tíma fyrir myndlistina,“ segir Tumi sem kennir þó enn stöku nám- skeið. Þess má að lokum geta að sýningin stendur til 1. maí nk. Verk tengd líkamanum Morgunblaðið/Eggert Flæði „Ég held að þetta verði skemmtileg sýning,“ segir Tumi Magnússon. „Gauthier Hubert tekur hug- myndlæga afstöðu til mál- verksins og spretta verk hans af sagnfræðilegum at- vikum sem bregða skýru ljósi á starf og hugarheim listamannsins í fortíð og nú- tíð,“ segir í kynningartexta frá Listasafni Íslands um sýninguna Kvartett. „Chantal Joffe gengur gjarnan út frá sjálfri sér, sínu nánasta umhverfi. Verk hennar eru í senn nærgætin, innileg og nærgöngul. Jockum Nordström teiknar, klippir og límir upp barnslegar myndir af samfélagi eins og það birtist okkur gjarnan í sögulegum sápuóperum um húsbændur og hjú. Undir liggur þó sori og siðleysi.“ „Sori og siðleysi“ SAMSÝNINGIN KVARTETT Í LISTASAFNI ÍSLANDS Afstaða Listamaðurinn Gauthier Hubert tekur hugmyndlæga afstöðu til málverksins. Opnað verður fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 15. janúar. Myndlistarsjóður Úthlutað verður tvisvar úr sjóðnum árið 2016. Síðari úthlutun er áætluð í ágúst. Úr fyrri úthlutun verða veittir Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningar- verkefna, útgáfu-/rannsóknar- styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. mars 2016. Upplýsingar um myndlistar- sjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leið- beiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs. www.myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í apríl. Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2016-2017. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. mars nk. til formanns sjóðsins: Halldór Friðrik Þorsteinsson Pósthólf 8444, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Styrkur til tónlistarnáms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Ím y n d u n a ra fl / M -J PJ www.minningarsjodur-jpj.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.