Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Talsvert er um að fólk sem fékk
greiðsluaðlögun þegar það var án
vinnu eigi enn í greiðsluvanda þótt
það hafi nú starf. Greiðslugeta þess
hefur ekki aukist, eins og gert var ráð
fyrir í samningi, til að standa undir
hluta skulda sinna.
Þetta segir Svanborg Sigmarsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns
skuldara (UMS).
„Það er svolítið
um að fólk komi
aftur til okkar eft-
ir að samningi um
greiðsluaðlögun
lýkur vegna þess
að það nær ekki
utan um eftir-
stöðvar skulda,
þrátt fyrir eftir-
gjöf. Við upphaf
samnings þess um
greiðsluaðlögun
var óvissa um framtíðartekjur og
gert ráð fyrir að staðan yrði betri og
tekjur hærri við lok samningstímans.
Því náðist einungis að semja um 80-
90% eftirgjöf.“
Hefðu þurft fulla eftirgjöf
„Við lok samningstímans hefur
hins vegar komið í ljós að greiðsluget-
an hefur ekki aukist og ljóst að við-
komandi hefðu þurft fulla eftirgjöf.
Það er enda ekki fyrir hendi greiðslu-
geta til að borga af þessum 10-20%
sem eftir standa. Þeir sem voru at-
vinnulausir, þegar þeir fengu samn-
ing um greiðsluaðlögun, voru með
neikvæða greiðslugetu. Þ.e.a.s.
tekjur þeirra dugðu ekki fyrir fram-
færslu. Þótt viðkomandi séu komnir
með vinnu við lok samningsins hafa
tekjurnar ekki hækkað nógu mikið til
að þeir geti staðið undir hækkandi
framfærslukostnaði og þeirri
greiðslubyrði af lánum sem gert var
ráð fyrir í upphafi samnings,“ segir
Svanborg. Um 55% samninga gera
ráð fyrir 100% eftirgjöf samnings-
krafna við lok samnings. Í öðrum er
gert ráð fyrir hlutfallslegri eftirgjöf.
Eins og sýnt er á grafi hér til hliðar
er vinnslu lokið í 5.462 málum vegna
greiðsluaðlögunar. Tölurnar miðast
við stöðuna 1. janúar sl. Alls 66 slík
mál voru þá í vinnslu hjá UMS og 120
mál í vinnslu hjá umsjónarmanni.
Hafa rúmlega 2.900 umsækjendur
fengið samþykktan samning vegna
greiðsluaðlögunar.
Annað graf sýnir fjárhagsaðstoð
vegna skiptakostnaðar, en lög um
slíka aðstoð tóku gildi 1. febrúar 2014.
Hér er átt við kostnað við uppgjör
bús þegar einstaklingur fer í gjald-
þrot. Þriðja grafið sýnir fjölda samn-
inga um greiðsluaðlögun.
Þegar umsókn um greiðsluaðlögun
hefur verið samþykkt fara umsækj-
endur í greiðsluskjól og eru afborg-
anir af lánum þá frystar. Umboðs-
maður skuldara aðstoðar síðan
umsækjendur við að semja um eftir-
gjöf skulda í samræmi við greiðslu-
getu. Námslán, meðlög, virðisauka-
skattur og staðgreiðsla opinberra
gjalda er hér undanskilið, en tekið er
tillit til þessara skulda og greiðslna
vegna þeirra í greiðsluaðlögunar-
samningi. Það er forsenda fyrir eftir-
gjöf skulda að umsækjendur standi
við samninginn og mánaðarlegar
greiðslur.
Alls bárust 276 umsóknir um
greiðsluaðlögun í fyrra.
Svanborg segir fjölda umsókna um
greiðsluaðlögun hafa náð hámarki.
Vilja breyta samningi
Hins vegar berist embættinu enn
margar umsóknir um breytingar á
samningi, eða 162 umsóknir í fyrra af
samtals 571 umsókn frá stofnun emb-
ættisins í ágúst 2010.
„Fólk er að óska eftir breytingum á
samningum sem eru í gildi en það
getur af einhverjum ástæðum ekki
staðið við að fullu. Þá aðstoðum við og
athugum hvort hægt sé að breyta
samningnum þannig að hægt sé að
standa við hann. Ef ekkert er gert
endar samningurinn í vanskilum og
þá fær fólk ekki þá eftirgjöf sem ætti
að koma í lok samnings.“
Leigjendur í greiðsluvanda eru nú
áberandi hópur umsækjenda hjá
embættinu. Tæplega 51% umsækj-
enda hjá embættinu í fyrra voru leigj-
endur, borið saman við 26,5% árið
2010. „Þetta er fólk sem er í erfiðleik-
um, vegna þess að þegar búið er að
taka tillit til leigugreiðslna er lítið eft-
ir til framfærslu og til að borga aðrar
skuldir,“ segir Svanborg.
Á sama tímabili, 2010-2015, hefur
umsækjendum í eigin fasteign fækk-
að úr 62,8% í 28,5%.
Launin lítið hærri
en bæturnar
Fjöldi samninga um greiðsluaðlögun
20152014201320122011
1.200
1.000
800
600
400
200
0
288
1.126
683
539
305
Greiðsluaðlögun einstaklinga
Í vinnslu hjá UMS 66
Í vinnslu hjá umsjónarmanni 120
Vinnslu lokið 5.462
Þ.a. samningar 2.912
Þ.a. synjað 813
Þ.a. afturkallað 864
Þ.a. niðurfellt í kjölfar athugasemda umsjónarmanns 732
Þ.a. staðfestir nauðasamningar af dómstólum 51
Þ.a. nauðasamningum synjað af dómstólum 20
Þ.a. lokið án samninga 70
Alls 5.648
Fjárhagsaðstoð
v/skiptakostnaðar
Í vinnslu hjá UMS 53
Vinnslu lokið 590
Þ.a. samþykkt 287
Þ.a. greitt 229
Þ.a. synjað 303
Alls 643
Greiðslugeta margra sem voru án vinnu þegar þeir fóru í
greiðsluaðlögun hefur lítið aukist þótt þeir hafi nú vinnu
Yfir 50% umsókna hjá Umboðsmanni skuldara eru nú frá
leigjendum Mesti skuldavandinn eftir hrunið nú að baki
Svanborg
Sigmarsdóttir
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 |
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
NÝ SENDING AF
UMGJÖRÐUM
Traust og góð þjónusta í 19 ár
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200
Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í vikunni voru veittir styrkir úr
Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jóns-
sonar. Að þessu sinni var úthlutað
úr sjóðnum í tilefni af aldarafmæli
þeirra Ögnu og Halldórs og 60 ára
afmæli Halldórs Jónssonar ehf.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór
fram árið 2010 og fram til þessa
hafa 12 aðilar fengið samtals 40
milljónir í styrki. Barnaspítalinn og
Hjartavernd hlutu 25 milljónir kr.
hvort í styrk.
Haft er eftir Ásgeiri Haraldssyni,
prófessor í barnalækningum og yf-
irlækni á Barnaspítala Hringsins, í
fréttatilkynningu að þessi styrkur
muni nýtast Barnaspítalanum afar
vel. Styrkurinn verður notaður í
kaup á mismunandi tækjum á ýms-
ar deildir spítalans.
Að sögn Vilmundar Guðnasonar,
forstöðulæknis Hjartaverndar, hef-
ur Hjartavernd á undanförnum ár-
um unnið að gerð nýs áhættureikn-
is sem sannreynt hefur verið að
virkar og reiknar út líkurnar á því
að hafa þegar merkjanlegan æða-
sjúkdóm í hálsslagæðum, sem er
talinn mælikvarði á æðakölkun sem
er forsenda þess að fá hjartaáfall.
Styrkveitingin mun nýtast Hjarta-
vernd við áframhaldandi rann-
sóknir með nýjum áhættureikni.
Jón Grímsson, stjórnarmaður í
Líknarsjóðnum, afhenti styrkina og
veitti starfsfólk Barnaspítalans og
Hjartaverndar þeim viðtöku.
Styrktu Barnaspít-
alann og Hjartavernd
60 ára afmæli Halldórs Jónssonar ehf.
Afhending Starfsfólk Hjartaverndar og Barnaspítalans tók við styrkjunum.