Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2016, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Um 2% barna í bílum viðleikskóla á Íslandi eruenn laus í bílnum sam-kvæmt niðurstöðum könnunar, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá, VÍS og Sam- göngustofa gerðu haustið 2015 á ör- yggi barna í bílum. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 30 ár en ár- ið 1985 voru um 80% barna alveg laus í bílum. Könnunin í haust var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum. Það þýðir að um 45 börn voru laus í bílnum þegar komið var með þau í leikskólann. Öryggisbelti ekki nóg Ef skoðað er tímabilið sem leik- skólakönnunin hefur verið fram- kvæmd frá 1996 sést að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hef- ur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 32% árið 1997 í 2% árið 2015. Árið 1990 var sett í lög að skylt væri að nota sérstakan öryggis- og verndar- búnað fyrir börn í bílum og jafn- framt var komið á beltaskyldu fyrir öll sæti í bíl. Um 5% barna mættu í leikskólann einungis spennt í örygg- isbelti, sem er ekki fullnægjandi búnaður fyrir aldurshópinn. Þeir staðir sem eru til fyrir- myndar á höfuðborgarsvæðinu eru Kópavogur og Seltjarnarnes og Hofsós stendur upp úr á lands- byggðinni. Á botninum er Ólafs- fjörður, með aðeins 68% barna í við- eigandi búnaði. Sveitarfélög sem færast upp listann eru Seltjarnar- nes, Kópavogur, Sauðárkrókur, Keflavík, Akranes og Garður. Önnur hafa staðið í stað eða færst neðar á listann. Allt of mörg börn „Það er allt of mikið að 45 börn séu óspennt í umferðinni,“ segir Dagbjört H. Kristinsdóttir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hún segir að 2% sé lítil tala en það séu margir litlir einstaklingar á bak við töluna og hún sé allt of há. „Við gerðum þessa könnun árlega til 2011 en eftir það annað hvert ár. Þessi tvö prósent hafa lítið breyst og við erum föst í þeim. Við kom- umst ekki neðar. Auðvitað á þetta að vera 0% og ég hreinlega skil ekki hvers vegna sú er ekki niðurstað- an,“ segir hún. Fólkið í bænum fékk áfall Hástökkvarar á listanum eru Fáskrúðsfjörður og Grindavík. Árið 2013 voru um 20% barna á Fá- skrúðsfirði ekki í viðeigandi örygg- isbúnaði en í ár komu yfir 95% barnanna í viðeigandi búnaði í leik- skólann. Í Grindavík fjölgaði þeim um 10% sem mættu með börnin sín í viðeigandi öryggisbúnaði í leikskól- ann. „Þessi sveitarfélög hafa bætt sig verulega, fólkið í bænum hefur hrokkið í kút við það að sjá þessar niðurstöður og ég veit að slysa- varnadeildin á Fáskrúðsfirði fór í átak og hnippti í foreldra og lét vita af þessum slæmu niðurstöðum 2013 sem varð til þess að foreldrar bættu sig,“ segir Dagbjört. Ekki gott mál Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Fjallabyggð, segir að tölurn- ar um Ólafsfjörð komi á óvart og farið verði í átak. „Þetta er ekki gott mál og auðvitað þurfa vegfarendur og bæjarbúar að taka sig á í þessum efnum. Bæjaryfirvöld munu stuðla að því og hvetja fólk til að spenna börnin sín í viðeigandi öryggis- búnað. Það erum ekki bara við sem munum koma þar að máli, lögreglan og fleiri munu verða okkur innan handar.“ Morgunblaðið/Ómar Umferð Enn leynast börn í bílum sem eru ekki í viðunandi öryggisbúnaði. Um 45 börn mættu í leikskólann í haust laus í sætunum sínum. Komumst ekki niður fyrir tvö prósentin Laus í bíl » Árið 1985 voru um 80% barna alveg laus í bílum sam- kvæmt umferðarkönnun sem þá var gerð. » Þegar leikskólakönnunin var fyrst gerð 1996 mættu 28% barna í leikskólann án ör- yggisbúnaðar. » Árið 2015 voru 7% ekki í viðeigandi öryggisbúnaði. 2% voru laus, 5% í bílbelti. » Á áratugnum 1964 til 1973 var meðaltal fjölda lát- inna barna í umferðinni 5,5 börn en áratuginn 2006 til 2015 er það komið niður í 0,8 börn. » Könnunin var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátt- takendum. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Guantanomo-fangelsið áKúbu hef- ur algjöra sér- stöðu í röðum fangelsa. Það hef- ur verið notað til að geyma meinta hryðjuverkamenn, ekki síst frá löndum á borð við Afgan- istan, Jemen og Írak. Fangelsið var opnað árið 2002 eftir að ríkisstjórn George W. Bush hafði fengið þann úrskurð lagaráðs dóms- málaráðuneytis Bandaríkj- anna að fangelsið í flotastöð þeirra á Kúbu teldist standa utan venjulegrar lögsögu Bandaríkjanna. Hafa Bandaríkjamenn haldið sig við þá túlkun og jafnframt að eðli þessarar fangelsunar væri annað þar sem um hryðjuverkamenn væri að ræða en ekki stríðs- fanga. Því giltu til dæmis ekki almennar reglur Genfarsátt- málans um meðferð á stríðs- föngum um þá sem væru lok- aðir inni á Guantanamo. Hæstiréttur Bandaríkj- anna hefur ekki fyllilega stað- fest þennan skilning Banda- ríkjastjórnar og úrskurðað að lágmarksvarnir sáttmálans um stríðsfanga hljóti einnig að gilda um þessa tegund fangelsaðra manna. Var reglum um fangahaldið breytt til samræmis við þá niður- stöðu. Hvað sem fyrrnefndum úr- skurðum um „lögsögu“ Bandaríkjanna líður fer starf- semin þar fram undir fána Bandaríkjanna og bandarísk- ir herlögreglumenn gæta fanganna og bandarískir starfsmenn leyniþjónustu- stofnana koma þar að yfirheyrslum og það jafnvel með aðferðum sem margar þjóðir myndu flokka undir pyntingar. Obama forseti fór fram með það sem hástemmt kosninga- loforð að þessu fangelsi skyldi loka. Á sínum fyrstu dögum í forsetaembætti skrifaði hann undir yfirlýsingar og fyrir- mæli sem stefndu í þessa átt. Þegar fjölmennast var í fang- elsinu voru þar tæplega 800 fangar. Í valdatíð Bush for- seta voru hundruð fanga úr þeim hópi látin laus. Það gefur augaleið að þeir sem fyrst voru látnir lausir hafa verið þeir sem minnst hætta þótti stafa frá og í þeim hópi menn sem komið hafði í ljós að dvalið höfðu þar alsak- lausir innan veggja. Nú er rétt ár þar til Obama lætur af sínu embætti. Marg- ar ástæður eru fyrir því að honum gekk svo treglega að efna kosninga- loforð sitt, sem hann hófst þó handa við í upp- hafi embættis- tíðar sinnar. Mikill meirihluti banda- ríska þingsins hefur verið andvígur fyrirætlunum for- setans og hefur þingið þannig neitað að samþykkja fjárveit- ingar sem fylgdu þessum áformum. Einstök fylki Bandaríkjanna eru ekki áfjáð í að fá þessa fanga til sín. Þeim yrði ekki haldið þar án dóms og laga. Rétta yrði yfir þeim í kjölfar flutnings til meginlands Bandaríkjanna. Líklegt er talið að erfitt yrði að fá sakaða menn frá Guantanamo dæmda fyrir bandarískum dómstólum, m.a. vegna þess hvernig handtökur þeirra og fangels- un hefur borið að og hvernig háttað var yfirheyrslum yfir þeim og þeir nutu engrar lög- fræðilegrar verndar þegar fundnar voru sannanir gegn þeim. Eftir að hinu svokallaða Ríki íslams óx fiskur um hrygg hefur stuðningur við áform forsetans um lokun fangelsisins minnkað veru- lega. Ekki bætir úr skák að talið er að örugg vissa liggi fyrir um það, að allt að 30% þeirra fanga sem látnir hafa verið lausir hafi þegar gengið til liðs við hryðjuverkasamtök á ný. Og andstæðingar forsetans telja augljóst að þegar harð- svíraðasti hópurinn, fangar sem haldið hefur verið inni án ákæru í 14 ár, verði látinn laus, muni flestir þeirra þegar verða virkir í hryðjuverkum á ný. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni. En þó að það fái staðist og þrátt fyrir þann mikla óhug sem hryðjuverk í Evrópu, Bandaríkjunum, Indónesíu, Írak og Egyptalandi og víðar vekja þessi misserin, er niðurstaðan aðeins ein. Óhjákvæmilegt er að loka þessu fangelsi sem allra fyrst. Þótt í upphafi, í kjölfar ógn- arverkanna 11. september 2001, hafi heimurinn horft í gegnum fingur sér varðandi Guantanamo, þá getur helsta lýðræðis- og réttarríki í heim- inum ekki lengur rekið fang- elsi af þessu tagi. Hver dagur sem líður án þess að því verði lokað stækk- ar því svarta blettinn á sam- viskunni. Það er vond lausn að loka Guantanamo, en áframhaldandi starfsemi þar er ennþá verri} Óhjákvæmilegur endir Þ egar tekin var ákvörðun um að Ís- land yrði hluti Schengen- svæðisins var samkomulagið nokkurn veginn svona: Við fellum niður landamæragæzlu okkar gagnvart öðrum ríkjum svæðisins gegn því að geta treyst því að gæzlan á ytri mörkum þess verði í lagi. Við höfum staðið við okkar hluta samkomulagsins en það hefur hins vegar ekki verið raunin af hálfu Evrópusambandsins. Með öðrum orðum hefur átt sér stað fullkom- inn forsendubrestur í þessum efnum. Landamæragæzla hefur víða verið í ólagi á ytri mörkum Schengen-svæðisins frá því að því var komið á laggirnar fyrir fimmtán árum. Einkum víða í Austur-Evrópu og meðfram Miðjarðarhafsströnd álfunnar. Ítrekaðar til- raunir Evrópusambandsins til þess að koma skikki á þetta hafa ekki borið árangur. Flóttamanna- vandinn í Evrópu olli því þannig ekki að ytri mörk Schengen-svæðisins brustu. Hann beindi í raun aðeins kastljósinu að vanda sem verið hefur viðvarandi. Mikill straumur flóttamanna og hælisleitenda inn fyr- ir ytri mörk Schengen-svæðisins, fyrst á landamærum Ungverjalands og Serbíu en síðan víðar um Evrópu, varð hins vegar til þess að skörðin í ytri mörkum þess leiddu til enn stærra vandamáls en áður. Meira en hálft ár er nú liðið frá því að þessi staða kom upp og þrátt fyr- ir ítrekaða neyðarfundi forystumanna Evrópusam- bandsins á þeim tíma eru menn nær ráðalausir. Fyrir utan samkomulag við stjórnvöld í Tyrklandi, um að þau komi í veg fyrir að flóttamenn og hælisleitendur reyni að komast þaðan til Schengen-ríkja eins og Grikklands, sem virðist strax í uppnámi, hefur útspil forystu- manna Evrópusambandsins einkum verið að dusta rykið af hugmyndum um að sambandið taki yfir gæzluna á ytri mörkum Schengen- svæðisins. Ísland er eitt þeirra ríkja sem gæta ytri markanna og næðu áformin því hingað til lands. Landamæralögregla sem og strandgæzla Evrópusambandsins, sem væri óháð aðild- arríkjum Schengen-svæðisins, er nú komin í formlegt ferli hjá sambandinu og er reiknað með því að fyrstu skrefin verði jafnvel tekin strax í sumar. Ólíklegt verður þó að teljast að íslenzk stjórnvöld verði reiðubúin til að af- sala sér landamæragæzlu hér á landi í hend- ur Evrópusambandinu, en fyrir 15 árum þegar hug- myndin var viðruð var því hafnað af þáverandi ráðamönnum landsins. Vafalaust mun krísan á Schengen-svæðinu verða nýtt til þess að koma á enn meiri samruna innan Evrópusam- bandsins og færa enn frekari völd til þess. Svonefndur Evrópusamruni hefur enda alla tíð þrifist á krísum. Nokkuð sem hófst með síðari heimsstyrjöldinni. Þegar krísur verða og í kjölfar þeirra eru ákvarðanir enda gjarnan teknar í örvæntingu fremur en af yfirvegun. Eftir á kemur hins vegar í ljós hverju hefur verið fórnað. En þá er það oftar en ekki um seinan. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fullkominn forsendubrestur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.