Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 13
Frumkvöðlarnir Kristján, Kjartan og Hörður segja snjallsímavæðinguna kærkomið tækifæri til að samtvinna
tæknina við hefðbundið lestrarform og að lestur sé undirstaða allrar þekkingaröflunar.
lestur ungmenna – bylta lestrar-
umhverfi þeirra. Study Cake er
spurningaleikur úr vinsælum barna-
bókum. Þátttaka í leiknum kallar á að
börnin hafi lesið bækurnar. Eftir lest-
ur hvers kafla geta þau kíkt á símana
sína, svarað spurningum sem reyna á
lesskilninginn og fengið sýndarveru-
leikastig í staðinn. Stigin safnast sam-
an og verða að svokölluðum heilasell-
um og síðan að raunheimaverðlaun-
um. Til dæmis ísbíltúr, sundferð, kósí
bíómyndakvöldi eða öðru skemmti-
legu sem þeim hafði hugkvæmst að
semja um við foreldra sína eða for-
ráðamenn áður en leikar hófust. Með
þessum hætti geta foreldrar eða afar
og ömmur hvatt börnin til að lesa
meira og börnin um leið bæði aukið
lesskilning sinn og minni. Fyrir vikið
verður lesturinn skemmtilegri en ella
og nokkurs konar hvatakerfi í hönd-
um foreldra,“ útskýra þeir félagar.
Tenging við tæknina
Þeir víkja að umræðum sem
skapast hafa um hlutverk snjallsím-
ans og hvernig látlaus skilaboð geti
truflað bæði börn og fullorðna í dags-
ins önn og amstri. Sérstaklega hafi
yngri kynslóðinni verið legið á hálsi
fyrir að eyða of miklum tíma í snjall-
símanum. Facebook, Twitter eða
Snapchat glepji hana frá þarfari
verkum. „Í bókum eru engin „hash-
tögg“ eða „retweet“ en það er þar
sem við komum inn,“ eins og Kjartan
sagði á fyrrnefndum kynningarfundi.
Bara lestur upp á gamla mátann, en
þó með beina tengingu við tækni nú-
tímans. Snjallsíminn er enda ekki
óvinurinn.
„Snjallsímavæðingin er þvert á
móti tækifæri til að samtvinna
tæknina við hefðbundið lestrarform.
Rót vandans er að krakkar lesa
minna en nokkru sinni fyrr og eyða
gríðarlega miklum tíma fyrir framan
síma, spjaldtölvur og alls konar
skjái. Lestur er undirstaða allrar
þekkingaröflunar og því hagsmuna-
mál fyrir alla. Okkur finnst því eðli-
legra að nota tækniþróunina til þess
að hjálpa ungmennum að bæta sig
og læra meira. Með því að gera lest-
urinn að hluta stafrænan verða bæk-
ur margfalt áhugaverðari fyrir þau.
Við sem samfélag þurfum að læra að
nýta tæknina til þess að mæta yngri
kynslóðinni á hennar forsendum,“
segja þeir.
Í samstarfi við bókaútgáfur
Í lok mánaðarins er í bígerð að
þrjátíu barnabækur verði fáanlegar í
Study Cake-smáforritinu og fjölgi
ört þaðan í frá. Í fyrstu útgáfunni
eru spurningapakkar úr nokkrum af
þeim vinsælustu frá liðnu ári;
Mömmu klikk eftir Gunnar Helga-
son, Vísindabók Villa, Rökkur-
hæðum, Stelpunum okkar eftir Ill-
uga Jökulsson og Stráknum í
kjólnum svo fáeinar séu nefndar.
Study Cake er í samstarfi við átta
bókaútgáfur og segja Kjartan, Hörð-
ur og Kristján að þær sem og rithöf-
undar sem þeir hafi kynnt framtakið
fyrir hafi tekið því fagnandi.
Yfirleitt eru þrjár spurningar
fyrir hvern kafla bókarinnar, bæði
huglægar og hlutlægar. „Spurning-
arnar snúast ekki eingöngu um inni-
hald kaflans, heldur eru sumar
samdar til að hvetja börnin til sjálf-
stæðrar hugsunar og um leið að
mynda sér skoðun. Til dæmis eru
þau spurð hvort þau væru sammála
sögupersónunni ef þau væru í sömu
aðstöðu og þar fram eftir götunum.
Við slíkum spurningum eru engin
rétt eða röng svör, en börnin fá samt
stig fyrir að hafa myndað sér skoð-
un.“
Sjálfir semja þeir spurningarn-
ar ásamt um tíu manna teymi
menntaskóla- og háskólanema, sem
allir eru mjög áhugasamir um bók-
menntir. Study Cake-smáforritið er
bara fyrsta skrefið á verkefnalista
þremenninganna. Þeir lofa ýmsum
skemmtilegum nýjungum á næst-
unni og hyggjast sækja á alþjóða-
markað þegar fram líða stundir. Há-
skólanámið kann því að frestast um
sinn. Study Cake er þeirra hjartans
mál, sem tekur allan þeirra tíma,
orku og peninga.
„Við ætlum að halda þróunar-
vinnunni áfram og safna í reynslu-
bankann,“ segja frumkvöðlarnir
ungu.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
Study Cake er snjallsíma-
forrit þar sem ætlað er að
hvetja krakka til lestrar.
Börnin svara huglægum og
hlutlægum spurningum úr
uppáhaldsbókunum sínum.
Foreldrar geta veitt börn-
unum verðlaun, heilasellur, fyrir
góðan árangur.
Í Study Cake er hægt að
kaupa vinsælustu barna- og
unglingabækurnar og spurn-
ingapakka.
Nánari upplýsingar:
studycake.is.
Hvati til að
lesa bækur
SNJALLSÍMALEIKUR
listahátíðin Ferskir vindar í Garði er
haldin og listrænn stjórnandi er sem
fyrr Mireya Samper. Hún segir mark-
miðið að skapa lifandi umhverfi sem
allir njóta góðs af, með nýstárlegum
listaverkum og viðburðum. „Hér hef-
ur myndast mikilvægt tengslanet
milli erlendra og íslenskra lista-
manna og við aukum fjölbreytileika
menningarviðburða á Íslandi með há-
tíðinni auk þess að efla íslenska
myndlist.“
Veðrið, hafið, vindar og fuglar
Nálægðin við hafið og hvítfyssandi
öldur Atlantshafsins er mikil í þessu
sjávarplássi á nyrsta odda Reykja-
nessins. Vitarnir tveir við Garðskaga
hafa verið innblástur fyrir listamenn-
ina sem hafa tekið þátt í Ferskum
vindum. Vitinn á líka sinn sess í
mörgum verkanna í sýningarsalnum
við skrifstofur sveitarfélagsins við
Sunnubraut. Vindurinn, landslagið,
veðrið, fuglanir og myrkrið eru einnig
áberandi í verkunum. Eitt af því sem
erlenda listafólkið hefur haft orð á að
sé svo dýrmæt reynsla er nálægðin
við lifandi náttúru. Og enn fjölgar
verkunum í Listaverkagarði Garðs,
sem er eitt af áhugaverðustu lista-
verkunum sem þátttakendur skilja
eftir samfélaginu til góða. Í grjót-
hnullungana sem mynda skjólgarð er
fjöldi lágmynda sem hoggnar hafa
verið í jafnt á köldum vetrardögum
og blíðum sumardögum. Í Listaverka-
garðinum eru líka skúlptúrar.
Síðustu sýningardaga listahátíð-
arinnar, 16. og 17. janúar, hefst dag-
skráin hefst kl. 14 í sýningarsalnum
við Sunnubraut en síðan er haldið
með rútu um bæinn með viðkomu þar
sem listaverk og viðburði er að finna.
Ókeypis er á alla listviðburði. Dag-
skrá helgarinnar er á www.fresh-
winds.com eða á Facebook, Fresh
Winds in Garður.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Innblásturinn Vitarnir tveir við Garðskaga hafa frá upphafi verið mikill inn-
blástur fyrir listamennina sem hafa tekið þátt í Ferskum vindum.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
ÍSLENSKAR BÆKUR
VIKAN 06.01.15 - 12.01.16
1 2
5 6
7 8
109
43
Tíminn minn - dagbók 2016
Björg Þórhallsdóttir
Nóttin langa
Stefán Máni
Sjálfstætt fólk
Halldór Laxness
Ísl.-dönsk / dönsk-ísl. orðabók
Halldóra Jónsdóttir
Fram hjá
Jill Alexander Essbaum
Konan í blokkinni
Jónína Leósdóttir
Sogið
Yrsa Sigurðardóttir
Almanak Hins íslenska
þjóðvinafélags 2016
Dauðaslóðin
Sara Blædel
Almanak fyrir Ísland 2016