Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Akureyrarbær hefur greitt hundruð milljóna með
rekstri öldrunarheimila á Akureyri á síðustu ár-
um og nam þessi upphæð samtals 363 milljónum
króna á árunum 2011-2014. Daggjaldatekjur hafa
ekki dugað fyrir rekstrinum og hækkaði launa-
kostnaður öldrunarheimilanna sem hlutfall af
daggjöldum úr 76% í 93% á
tímabilinu 2007 til 2014. Áætl-
anir gera ráð fyrir að launa-
kostnaðurinn fari enn hækk-
andi í hlutfalli við daggjöld og
stefnir hlutfallið í rúmlega
100% á þessu ári. Heildar-
kostnaður við málefni aldraðra
á Akureyri hefur ríflega tvö-
faldast á tímabilinu 2007 til
2014.
Þetta er meðal þess sem
fram kemur í skýrslu um öldr-
unarþjónustu Akureyrarbæjar, sem KPMG hefur
unnið fyrir bæinn. Skýrslan var rædd í bæjarráði
Akureyrar í gær og fer fyrir bæjarstjórn á þriðju-
dag. Kostnaður Akureyrarbæjar á hvern íbúa 67
ára og eldri hefur vaxið um 148% frá árinu 2007 til
ársins 2014, mælt á föstu verðlagi. Skýrist það
helst af viðvarandi og vaxandi halla á rekstri Öldr-
unarheimila Akureyrar, einkum vegna aukins
launakostnaðar og raunlækkunar á daggjalda-
tekjum, segir í frétt frá bænum.
Ríkið viðurkenni að fjármagn skortir
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á
Akureyri , segir að niðurstöður skýrslunnar séu
sláandi. Hann segir mikilvægt að ríkisvaldið við-
urkenni að það þarf að leggja meira fjármagn til
þjónustu við aldraða á Akureyri, en það eigi í raun
við um landið allt því víða séu miklir erfiðleikar.
Brýnt sé að ákvarðanir verði teknar um framtíð-
arfyrirkomulag á rekstri Öldrunarheimila Ak-
ureyrarbæjar og að fram fari uppgjör við ríkið
vegna fyrri ára.
„Ég held að það sé eðlilegt að umræðan
framundan snúist um það hvort ríkisvaldið taki að
sér þjónustuna ef ríkið telur að fjármagnið dugi
sem það leggur nú til þjónustunnar. Við munum
einnig rýna rekstrarkostnað öldrunarheimilanna
hjá okkur og skoða hvað hægt er að gera. Við telj-
um okkur ekki vera að veita of mikla þjónustu
miðað við kröfulýsingu ráðuneytisins en þetta
verður líka að skoða,“ segir Eiríkur.
Bærinn rekur hjúkrunarheimilin Lögmanns-
hlíð og Hlíð. Fyrrnefnda heimilið var tekið í notk-
un í október 2012 og kemur fram í skýrslunni að
launakostnaður hefur aukist verulega og stöðu-
gildum fjölgað eftir opnun Lögmannshlíðar. Hlut-
fall launakostnaðar ÖA af daggjöldum er hátt
miðað við önnur öldrunarheimili.
Enginn samningur í gildi frá 2008
Lögum samkvæmt er fjármögnun þjónust-
unnar á ábyrgð ríkisins en samningur um rekstur
öldrunarheimilanna hefur ekki verið í gildi frá
árslokum 2008. Ríkið skilgreinir kröfur til þjón-
ustunnar og ákvarðar daggjöld en þau hafa langt í
frá nægt til að standa undir rekstri síðustu árin.
Fram kemur í skýrslunni að ganga þurfi frá
samningi um rekstur öldunarheimila þar sem
ábyrgðarsvið séu skýrt skilgreind, kröfur til þjón-
ustunnar ljósar sem og fjármögnun hennar.
Nauðsynlegt sé að ríkið kostnaðargreini kröfulýs-
ingu velferðarráðuneytisins fyrir öldrunarþjón-
ustu og miði fjárveitingar til að framfylgja henni
við raunkostnað.
Í skýrslunni kemur fram að kostnaður sveit-
arfélagsins vegna þjónustu við aldraða hefur vax-
ið umtalsvert á síðustu árum. Mesta útgjalda-
aukningin hefur orðið vegna vaxandi rekstrar-
framlaga til Öldrunarheimila Akureyrar sem hafa
aukist um 384% frá 2007 til 2014, mælt á föstu
verðlagi.
Á sama tíma hefur kostnaður við félagslega
heimaþjónustu og félags- og tómstundastarf aldr-
aðra vaxið um 16%, sem er í takt við fjölgun íbúa á
aldursbilinu 67 ára og eldri.
Hundruð milljóna með
rekstri öldrunarheimila
Erfið staða öldrunarheimila á Akureyri Viðvarandi og vaxandi halli
Gert ráð fyrir að launakostnaður sem hlutfall af daggjöldum fari yfir 100% í ár
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Erfiður rekstur Akureyrarbær greiddi samtals 363 milljónir árin 2011-2014 með rekstri öldrunar-
heimila. Bærinn rekur hjúkrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð þar sem myndin var tekin í gær.
Eiríkur Björn
Björgvinsson
Sjómannadagsráð tilkynnti
19. nóvember síðastliðinn
að ákveðið hefði verið að
leita leiða til þess að breyta
um rekstrarform í þeim
hluta fasteigna sem til-
heyra Hrafnistu í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Í tilkynningu segir að
ráðið meti það svo að
ákvörðunin hafi verið
nauðsynleg þrátt fyrir að
hún kunni að leiða til veru-
legrar fækkunar á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu, þvert á sívax-
andi þörf fyrir slík rými. Í fjögur ár hafi verið gengið á eigið fé samtak-
anna sem ekki verði unað við lengur.
Í skoðun að breyta um rekstrarform
Hjúkrunarrýmum gæti fækkað verulega
Garðabær fól lögmanni
sínum í byrjun desember
sl. að undirbúa málsókn
gegn ríkinu til að endur-
heimta kostnað sveitarfé-
lagsins vegna rekstrar
hjúkrunarheimilisins Ísa-
foldar í Sjálandshverfi.
Heimilið tók starfa í apríl
2013 og er það mat bæj-
arins að sveitarfélagið hafi
síðan greitt meira en 100 milljónir króna árlega í rekstrarkostnað vegna
heimilisins.
Þá hefur verið rætt um með hvaða hætti best verði staðið að afhendingu
á rekstri Ísafoldar til ríkisins ef daggjöld hækka ekki og ekki næst sam-
komulag vegna fyrri gjalda. Í fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir þetta ár er
aðeins reiknað með rekstrarkostnaði vegna Ísafoldar í þrjá mánuði.
Meira en 100 milljónir árlega í rekstrarkostnað
Aðgerðir vegna Ísafoldar í Garðabæ
Búist er við að fulltrúar fyrirtækja
innan Samtaka fyrirtækja í velferð-
arþjónustu fjölmenni á félagsfund í
dag þar sem ræða á bága stöðu félag-
anna og skort á
þjónustusamningi
við ríkið um rekst-
ur hjúkrunar-
heimila. Gísli Páll
Pálsson, formaður
samtakanna, seg-
ir að tilefni fund-
arins sé bág fjár-
hagsstaða
hjúkrunarheimila
og því megi með
réttu tala um
neyðarfund.
„Mörg hjúkrunarheimilanna nálg-
ast það að fara í þrot og það er ekki
langt síðan sú varð niðurstaðan hjá
Sunnuhlíð í Kópavogi,“ segir Gísli. „Á
fundinum verður fjallað um rekstr-
arvandann og skort á samningum við
ríkið. Í fyrra áttum við 26 bókaða
fundi með Sjúkratryggingum ríkisins
og um margt miðaði ágætlega, en því
miður tókst ekki að ljúka þjónustu-
samningum.
Þessi fundur fjallar ekki um skort á
hjúkrunarrýmum þó svo að þetta
tengist því. Ef fleiri hjúkrunarheimili
komast í þrot eða þurfa að draga
saman seglin þá eykst sá vandi sem
þegar er fyrir hendi,“ segir Gísli.
Ályktun verður lögð fyrir fundinn
og í drögum að henni er m.a. skorað á
ráðherra að beita sér fyrir auknu fjár-
magni til hjúkrunarheimilanna og að
ljúka samningum. Frummælendur
verða Gunnar Einarsson, bæjastjóri í
Garðabæ, Sigurður Rúnar Sigur-
jónsson, forstjóri hjúkrunarheimil-
anna Eirar, Skjóls og Hamra, Guð-
mundur Hallvarðsson, stjórnarfor-
maður Sjómannadagsráðs, og Halldór
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Öldrunarheimila Akureyrar.
Innan vébanda SFV eru rúmlega
30 hjúkrunarheimili og eru þau rekin
af sveitarfélögum, félagasamtökum,
sjálfseignarstofnunum og öðrum.
aij@mbl.is
Bág staða
rædd á
neyðarfundi
Mörg heimil-
anna nálgast þrot
Gísli Páll
Pálsson