Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Vinsældir hverskon- ar hreyfingar og íþróttaiðkunar aukast stöðugt, sem betur fer. Margvíslegir íþrótta- skólar fyrir börn eru starfsræktir hjá íþróttafélögunum, leik- ir, stöðvaþjálfun, jóga, golf, skíði, dans, sund og svo mætti lengi telja. Kappkostað er að bjóða báðum kynjum, bæði stúlkum og drengjum, að taka þátt í fjöl- breyttum íþróttagreinum og er það vel. Almenningsíþróttir og alhliða keppnisíþróttir eru stundaðar af kappi og eldra fólk er í ríkari mæli farið að leggja stund á hreyfingu. Fjölmargar rannsóknir sýna að hreyfing hefur góð áhrif til bættrar lýðheilsu og að hreyfingarleysi er einn helsti áhættuþáttur langvinnra sjúkdóma. Aðrir áhættuþættir eru t.d. tóbaksreykingar, óheilsu- samlegt mataræði og misnotkun áfengis. Fjórir flokkar sjúkdóma mynda saman stærstan hluta þess sem fellur undir langvinna ósmit- næma sjúkdóma. Það eru hjarta- og æðasjúkdómar, langvinnir lungna- sjúkdómar, krabbamein og syk- ursýki. Aðrir langvinnir sjúkdómar sem falla í þennan flokk eru til dæmis sjúkdómar í nýrum, lifur og liðum og geðsjúkdómar. Hreyfing og íþróttaiðkun skiptir hvern og einn því miklu máli og getur haft áhrif til að bæta heilsuna. Hreyfing á að miðast við getu hvers og eins og markmiðið á að vera aukin hreysti og bætt líðan. Aukin upplýsing, fræðsla og umfjöllun um íþróttir og hreyfingu hefur leitt til þess að fleiri og fleiri leggja nú stund á íþróttir, en Embætti landlæknis hefur hvatt til þess að fullorðnir einstaklingar hreyfi sig a.m.k. 30 mínútur á dag. Umfjöllun fjölmiðla um unnin af- rek skiptir sköpum vegna þess að afrekskonur og afrekskarlar eru þær fyrirmyndir sem börn og ung- lingar þurfa til þess að áhuginn kvikni og honum sé viðhaldið. Ár hvert standa Samtök íþrótta- fréttamanna fyrir kjöri íþrótta- manns ársins. Kjörinu er lýst í beinni útsendingu í sjónvarpi og fullyrða má að viðurkenningin sé mikilverðasta íþróttaviðurkenning sem veitt er hér á landi. Undirrituð var fyrsta konan til að gegna starfi sem ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ á árunum 1990-1992 og fékk þá inngöngu í Samtök íþróttafrétta- manna. Í samtökunum hafa eftir því sem best er vitað einungis starfað fjórar konur, allar á mismunandi skeiðum, og situr Edda Sif Páls- dóttir nú í samtökunum. Á þessum árum lagði undirrituð a.m.k. tvívegis fram tillögu um að breyta kjöri íþróttamanns ársins á þann veg að kjörin yrðu íþróttakona og íþrótta- karl. Skemmst er frá því að segja að tillögurnar voru ekki samþykktar, þó einhver áhugi hafi komið fram um að slík breyting yrði þó e.t.v. gerð í framtíðinni. Eftir því sem mig minnir breyttu svo einstök sér- sambönd kjöri sínu eftir þetta, en sum hafa þó ekki enn stigið þetta mikilvæga réttlætisskref. Áhugi minn á jafnrétti í íþróttum hefur lengi verið mikill og allt frá veru minni í Samtökum íþrótta- fréttamanna hef ég skrifað nokkrar greinar um málið. Eftir að hafa tek- ið við formennsku íþrótta- og tóm- stundaráðs Kópavogs árið 1998, ákvað ráðið að falla frá því að konur og karlar í Kópavogi þyrftu að keppa innbyrðis um viðurkenning- una íþróttamaður ársins í Kópavogi og veita þess í stað sæmdarheitin íþróttakarl og íþróttakona ársins. Kópavogur var fyrst sveitarfélaga til að breyta kjöri sínu. Rök mín fyrir þessari breytingu, bæði hjá Samtökum íþróttafrétta- manna og íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs, voru m.a. þessi: 1) Í flestum íþróttagreinum keppa konur og karlar ekki hvert við annað og því er það með öllu óásættanlegt að karlar og konur þurfi að keppa sín á milli um hver fær mikilsverð- ustu íþróttaviðurkenningu ársins. 2) Afreksíþróttafólk sem skarar fram úr í sinni íþróttagrein getur verið mikil fyrirmynd fyrir þá sem yngri eru og getur haft þau áhrif að fleiri fari að stunda íþróttir. Rann- sóknir sýna að börn læra mjög snemma að samsama sig ákveðnum fyrirmyndum af eigin kyni. Kenn- ingar í uppeldis- og menntunar- fræðum um atferlismótun og hermi- nám fjalla um að afrekshvöt sé lærð hegðun. Félagsnámskenningin (The social learning theory) fjallar um að nám verði til vegna áhrifa frá fé- lagslegum samskiptum. Herminám fari þannig fram að hátterni eða við- horf er numið með því að veita at- hygli og líkja eftir og getur það haft mikil áhrif á hegðun. Íþrótta- umfjöllun í fjölmiðlum gegnir því ákveðnu hlutverki í félagsmótun einstaklingsins. Við lærum sem sé að tileinka okkur viðhorf, hegðun og skoðanir fyrirmyndar og reynum svo að líkja eftir henni. 3) Af framansögðu er ljóst að það skiptir miklu máli að fyrirmyndir af báðum kynjum í íþróttum séu sýni- legar og komi fram á jafnréttis- grundvelli. Margar rannsóknir sýna að áhrif fjölmiðla eru mikil og með umfjöllun um íþróttahetjur og afrek þeirra eru íþróttafréttamenn meðal annars að hvetja aðra til þess að setja sig í spor hetjanna og fylgja fordæmi þeirra. Það skiptir því miklu máli að Samtök íþróttafréttamanna breyti kjöri sínu á þann hátt að í lok árs 2016 kjósi íþróttafréttamenn íþróttakonu og íþróttakarl ársins. Sífellt fleiri eru nú komnir á þá skoðun að það sé kominn tími til breytinga og sérstaklega ánægju- legt var að hitta nokkra af með- limum samtakanna í nýafstöðnu kjöri þar sem þeir virtust fremur já- kvæðir um málið. Ég vil taka undir orð Stefáns Konráðssonar, for- manns íþróttanefndar ríkisins og fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ, sem sagði í aðsendri grein í Morg- unblaðinu 8. janúar sl. að hann treysti þessu góða fólki í Samtökum íþróttafréttamanna til að færa þessi mál til nútímans. Með lýðheilsukveðju. Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur » Það skiptir miklu máli að fyrirmyndir af báðum kynjum í íþróttum séu sýnilegar og komi fram á jafnrétt- isgrundvelli. Una María Óskarsdóttir Höfundur er lýðheilsufræðingur, verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu. Enn um kjör íþróttamanns ársins Fyrir áramótin keypti fjölskyldan flugelda fyrir nokkuð háa upphæð til styrktar björgunarsveitunum. Þegar aðaldjásninu var skotið á loft féll rakettan til jarðar án ljósa- sjós og eitt stórt blys virkaði lítið. Fyrir þrettándann komum við síð- an við hjá söluaðila flugeldanna og útskýrðum málið. Þrátt fyrir að sýnd væri kvittun voru viðbrögðin dræm og sagt að við gætum fengið eitt blys í staðinn. Samhliða keypt- um við skottertu með það í huga að fá afslátt, en það var ekki í boði. Skoteldagleði okkar dofnaði heldur við nefnda útkomu á flugeldunum sem og vegna viðbragða hjá sölu- aðila. Væntanlega eru söluaðilar á varð- bergi gagnvart athugasemdum við gölluðum flugeldum, en þarna var sýnd kvittun og söluaðilinn viður- kenndi að galli hefði komið upp í einni og einni rakettu eins og við keyptum. Vonum að betur gangi við næstu flugeldakaup og að flugeldaspreng- ingar verði framvegis bundnar við gamlárskvöld, ekki vikum saman. Flugeldafólk. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dræm viðbrögð við gölluðum flugeldum og of langur flugeldatími Rusl Flugeldaleifar eru víða í borginni og mál að sprengingum linni. Morgunblaðið/G.Rúnar Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Engarflækjur Ekkertvesen • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Byko og Krónunni Pakkaðu nestinu inn með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.