Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 ✝ Dóra Gígja Þór-hallsdóttir fæddist 26. júlí 1933 í Reykjavík. Hún lést 2. janúar 2016 á hjúkrunarheimilinu Mörk. Foreldrar Dóru Gígju voru Þórhall- ur Þorgilsson, mag- ister í rómönskum tungumálum og bókavörður, frá Knarrarhöfn í Hvammssveit, f. 3. apríl 1903, d. 23. júlí 1958, og Bergþóra Einarsdóttir húsmóðir, frá Garðhúsum í Grindavík, f. 27. apríl 1908, d. 1. október 1989. Dóra Gígja giftist 28. febrúar 1956 Andrési Reyni Kristjáns- syni framkvæmdastjóra, f. 24. febrúar 1931, d. 31. ágúst 2007. Foreldrar Andrésar Reynis voru Christian August Otto Kornerup- Hansen kaupmaður frá Hróars- inkona Þórhalls er Sigríður Thorsteinsson kennari, f. 16. nóv- ember 1958. Börn þeirra eru: a) Dóra Gígja verslunarmaður, f. 10. febrúar 1984. Sambýlismaður Dóra Gígju er Atli Sævar Guðmundsson tölv- unarfræðinemi, f. 3. janúar 1980. Barn Dóru Gígju og Atla Sævars er Áróra Sirrí , f. 6. október 2013. b) Ragnar, tónlistarmaður, f. 6.3. 1987. Sambýliskona Ragn- ars er Birna Ásbjörnsdóttir læknanemi, f. 20. júlí 1990. 3) Kristján Ottó, verslunar- maður og húsasmíðameistari, f. 27. desember 1959. Dóra Gígja fæddist og ólst upp í gamla Vesturbænum. Þaðan og frá sumrunum sem hún dvaldi hjá ömmu sinni og afa í Garð- húsum í Grindavík, átti hún sínar bestu æskuminningar. Að loknu námi vann hún við afgreiðslu- og skrifstofustörf þar til hún giftist Andrési Reyni. Eftir það helgaði hún sig hús- móðurhlutverkinu. Útför Dóru Gígju fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. janúar 2016, kl. 15. keldu, Danmörku, f. 9. apríl 1902, d. 3. febrúar 1965, og Guðrún Andrésdótt- ir Kornerup- Hansen, húsmóðir í Reykjavík, f. 11. október 1901, d. 20. febrúar 1980. Dóra Gígja var næstelst fjögurra systkina. Elstur var Ólafur Gaukur tón- listarmaður, f. 11. ágúst 1930, d. 12. júní 2011. Næstyngst er Ólafía Guðlaug húsmóðir, f. 22. desember 1936, og yngstur er Einar Garðar gullsmiður, f. 10. júlí 1946. Börn Dóru Gígju og Andrésar Reynis eru þrjú: 1) Guðrún bankafulltrúi, f. 26. september 1956. 2) Þórhallur framkvæmda- stjóri, f. 2. október 1958. Eig- Nú er hún horfin á braut hún Dóra, stóra systir mín fallega. Ég man hana fyrst á Eyri, þangað sem fjölskyldan fluttist frá Ás- vallagötu 29, en þar fæddist ég tveimur árum fyrr. Ég hafði skot- ið upp kollinum 13 árum eftir að Dóra fæddist. Áður hafði fjöl- skyldan átt heima á Öldugötu 25A, og þaðan eru sjálfsagt helstu æskuminningar systra minna. Eftir því var munað er barnið Dóra Gígja sagði stundarhátt þegar dynkur heyrðist á efri hæð- inni: „Nú sprakk Jódís.“ En sú var frú hússins og matgæðingur mikill. Stundum er sagt að í minning- argrein tali höfundur mest um sjálfan sig, sem stafar kannski af því að hann hefur ekki aðra heim- ildarmenn, að minnsta kosti hvað varðar tilfinningar, svo sem sorg og gleði. Það var sem sé á Ásvalla- götu 29 sem við systkinin vorum fyrst saman öll fjögur, ég, Dóra, Lóla, yngri systir mín, og Gaukur, einkabróðir okkar, sem spilaði lögin svo glimrandi vel og var listamaður. Hann hvarf á vit hins ókunna fyrir fáeinum árum. Við fluttum síðan út á Eyri í túni Lambastaða. Þar var margt um manninn og fjölmennt á jól- um, börn og fullorðnir, oft um 15 manns. Á Seltjarnarnesi hafði áð- ur búið langalangafi okkar systk- inanna, barna Bergþóru, hann Ja- fet Einarsson í Pálshúsum, og var af Hrafnseyrarætt. Á Eyri undi ég öllum stundum með mömmu og pabba, Dóru Gígju, Lólu, Gauki og Ingu konu hans og börn- um þeirra hjóna, Beggu, Röggu, Ingibjörgu, Ingunni og Hlöðveri, þá nýfæddum. Spennandi var að sjá forseta- bílinn renna í hlað á Eyri og borðalagðan bílstjórann fara í skottið og sækja pakka til Dóru Þórhallsdóttur. Dóra pantaði sér nefnilega tískuföt frá Sears Roe- buck í Ameríku og pakkinn lenti á Bessastöðum, því að forsetafrú Íslands hét líka Dóra Þórhalls- dóttir. Það varð uppi fótur og fit í litla hverfinu við Tjarnarstíginn þegar flotta drossían af gerðinni Packard rann í hlað með fána við hún. Á þessum árum kynntist Dóra Andrési Reyni Kristjánssyni, syni Ottós Kornerup-Hansen. Hann var ættaður frá Hróarskeldu og frændi H.C. Andersen, hins fræga danska rithöfundar. Á þessum ungu árum var Dóra fagurkeri og hallaðist að listum og bóhemlífi. Hún starfaði sem skrifstofustúlka og ritari í Austurstræti 17, þar sem var fyrirtækið Samband ís- lenskra botnvörpunga. Góður vin- ur hennar á næstu hæð var Jó- hannes Sveinsson Kjarval, sem þar hafði vinnustofu, snillingurinn sem breytti vatni í vín. Hann kom með Dóru út á Eyri til að signera málverkið Hjörleifshöfða, sem þar skartaði sínu fegursta á stofu- vegg. Það var einstakt að fylgjast með Dóru, þá á Miklubraut, sem beið komu sonar síns í heiminn, og var að skrásetja hið mikla bóka- safn föður síns, sem þá var nýlát- inn, og lagði nótt við dag. Í þann mund er hún lauk því verki fædd- ist drengurinn hennar, lifandi eft- irmynd afa síns, og hlaut nafnið Þórhallur. Guð blessi minningu Dóru Gígju Þórhallsdóttur. Einar Garðar. Dóra og Anna Bjarnason, móð- ir mín sáluga, kynntust þegar þær hófu skólavist í Miðbæjarskólan- um haustið 1940, sjö ára gamlar. Þær urðu sessunautar fyrsta dag- inn í skólanum og óaðskiljanlegar vinkonur upp frá því þar til dauð- inn skildi þær að 58 árum seinna. Dóra varð heimagangur á heimili Önnu á Víðimel 65. Þær voru átta ára þegar hernámið hófst og hafa án efa notið þess, eins og önnur börn á þessum tíma, að geta feng- ið amerískt tyggjó, útlenskt súkkulaði, leikaramyndir og ann- að dýrmæti. Seinna kom svo áhuginn á tónlist hjá þeim stöllum og heillaði djassinn þær báðar. Þær fylgdust að í Miðbæjarskól- anum og síðar í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar en eftir það fór Anna í Versló en Dóra hugði á nám í MR en af því varð þó ekki. Dóra var með þegar saumaklúbbur var stofnaður í Versló. Auk Önnu vinkonu voru þar saman komnar þær Þórunn Gön- dal, Anna Borg, Erla Ó. Gröndal, Hervör Hólmjárn, Sigrún Hann- esdóttir, Sigríður Lúðvíksdóttir, Adda Steingrímsdóttir og Heba Jónsdóttir. Þessi saumaklúbbur varð að vinkonusambandi sem aldrei slitnaði. Dóra hóf um þetta leyti að vinna hjá Reykvískri endurtrygg- ingu í Austurstræti 16 og minntist hún ávallt starfstímans þar með mikilli ánægju. Í Austurstrætinu kviknaði ástin því mannsefnið hennar, Andrés Reynir, vann þá í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar í næsta nágrenni við vinnu- stað hennar. Þau giftu sig í febr- úar 1956 og lét Dóra af störfum utan heimilis við þau tímamót. Strax í kjölfarið fóru þau til Kaup- mannahafnar með Gullfossi en þar fór Reynir í starfsnám til að undirbúa sig fyrir framtíðarstarf- ið, þ.e. að taka við rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins Fönix. Fyrsta heimilið þeirra var því í Kaupmannahöfn og þau nutu þess bæði að búa það fallegum vönd- uðum dönskum húsgögnum og öðrum fallegum munum sem áttu eftir að fylgja þeim alla tíð. Eftir að heim kom bjuggu þau sér heimili, fyrst á Ljósvallagötu og fljótlega á Miklubraut 26 og börn- in, Guðrún, Þórhallur og Ottó fæddust. Síðar var flutt í Máva- hlíðina, á meðan húsið á Tómasar- haga var byggt en þar bjó Reynir fjölskyldu sinni og móður glæsi- legan verustað og þar annaðist Dóra tengdamóður sína síðustu ár hennar af mikilli natni. Síðar byggðu þau hjón Hátún 6a og bjuggu þar lengst af. Dóra var mikil fyrirmyndar- húsmóðir og bar heimili hennar því fagurt vitni. Þau hjónin voru samhent og glaðsinna og héldu ófáar skemmtilegar veislur þar sem Dóra bar fram dýrindis veit- ingar og húsbóndinn spilaði á gít- arinn í glöðum söng og spili. Þegar foreldrar mínir bjuggu í Bandaríkjunum um 10 ára skeið kom Dóra reglulega í heimsókn og stundum Reynir líka. Dóra naut þess að ferðast um með for- eldrum mínum og kynnast nýju fólki. Það var mikið reiðarslag þegar móðir mín lést fyrir aldur fram árið 1998. En tengsl fjöl- skyldanna eru orðin svo gam- algróin og sterk að þau haldast hvað sem á dynur. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd fjölskyldu minnar, þakka Dóru fyrir órofa vináttu við móð- ur mína og okkur öll. Börnunum hennar og afkomendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Það er ljúft að minnast góðrar konu. Ása Steinunn Atladóttir. Dóra Gígja Þórhallsdóttir ✝ María AnnaLund ljósmóðir fæddist á Raufar- höfn 2. september 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. janúar 2016. Foreldrar hennar voru Maríus Jóhann Lund, f. 27. septem- ber 1880, d. 15. jan- úar 1935, og Rann- veig Guðrún Laxdal Lund, f. 7. júlí 1890, d. 9. nóvember 1961. Foreldrar Maríusar voru Christian Gottfred Peter Lund, f. 1835, d. 1896, hálfdanskur að ætt sem kom til landsins 1858, og Þorbjörg Árnadóttir, f. 1843, d. 1914, frá Ásmundarstöðum. Þar hófu þau búskap en jafn- framt var Lund starfsmaður við verslun Thaaes kaupmanns á Raufarhöfn og verslunarstjóri þar um tíma. Árið 1870 fluttu þau á Rauf- arhafnarjörð – fengu hana til ábúðar 1875 og var Raufarhafn- 1958 og keyptu þær María Anna þá íbúð í Meðalholtinu og bjuggu þar uns Rannveig lést 1960. María Anna giftist í desember 1960 Hákoni Magnússyni kenn- ara, f. 30.12. 1930, d. 9.5. 2003. Foreldrar hans voru Magnús Hákonarson, f. 4.5. 1889, d. 24.11. 1963, og Ingunn Jón- asdóttir, f. 28.11. 1909, d. 29.10. 1999. Börn Maríu Önnu og Há- konar eru: 1) Þorbjörg Rann- veig, f. 29. júlí 1961, gift Bertr- and Jouanne, f. í Frakklandi 2. ágúst 1965. Eiga þau og reka ferðaskrifstofuna Ferðakomp- aníið. Börn Þorbjargar og Bertrands eru: Skarphéðinn Mathieu, Nicolas Magnús og Anouk Marianna Michele, f. 11. nóvember 1997, stunda öll nám. 2) Magnús, f. 14. febrúar 1963. Að hefðbundinni skólagöngu lokinni lærði María Anna til ljós- móður á Landspítalanum og starfaði sem slík fyrst við fæð- ingardeild Grace-spítalans í Winnipeg í Kanada og síðar á Landspítalanum í tugi ára. Útför Maríu Önnu fer fram frá Neskirkju í dag, 15. janúar 2016, kl. 13. arjörð síðan í ábúð Lundsfjölskyld- unnar til 1958 eða í tæp 90 ár. For- eldrar Rannveigar voru Sveinbjörg Torfadóttir Lax- dal, f. 1863, d. 1947, og Grímur Jónsson Laxdal, f. 1864, f. 1940, kaup- maður á Vopna- firði, Húsavík og víðar. Þau fluttu til Kanada 1907-1909 ásamt sjö börnum sín- um en Rannveig varð ein eftir á Íslandi, nýtrúlofuð Maríusi Lund. Börn Maríusar og Rann- veigar voru: a) Sveinbjörg Lúð- víka, f. 8.6. 1910, d. 15.8. 1977, b) Grímur Laxdal, f. 22.11. 1914, d. 9.9. 1992, c) Þorbjörg Andrea, f. 2.5. 1916, d. 22.10. 1960, d) Árni Pétur, f. 9.9. 1919, d. 1.3. 2002, og e) María Anna, f. 2.9. 1927, d. 8. 1. 2016. Fósturdóttir Rann- veigar er Halldóra Óladóttir, f. 5.7. 1931. Rannveig flutti suður Lundshúsið á Raufarhöfn, æskuheimili Maríu Önnu, eða Stúllu eins og hún var kölluð, vakti athygli, ekki aðeins húsið sjálft sem foreldrar hennar þau Maríus og Rannveig byggðu 1911 heldur einnig fólkið sem þar bjó, fyrir myndarskap, framkomu og dugn- að. Þau hjónin bjuggu ágætu sauð- fjárbúi, nytjuðu góð hlunnindi og börnunum fjölgaði. Það var því mikið áfall er Maríus fékk heila- blóðfall sem leiddi til lömunar næstu átta árin sem hann lifði. Maríus var „glæsilegur maður með góðar gáfur, sterkur, vinfast- ur og gleðimaður í vinahópi“. Rannveig hjúkraði manni sín- um heima og hélt búinu áfram og sinnti veðurathugunum, vita- vörslu og póstafgreiðslu. Þekktust var hún fyrir gestamóttöku og greiðasölu því Lundshúsið var um áratuga skeið eins konar hótel staðarins; hún hafði fasta kost- gangara en seldi auk þess gestum mat á uppgangsárum þorpsins er síldin óð fyrir öllu Norðurlandi. Í Lundshúsinu var tekið á móti háum sem lágum og fjölmargir minnast enn í dag góðra samveru- stunda þar. „Rannveig var gædd sterkum persónuleika, alltaf tekið eftir henni. Frá henni geislaði lífs- orka, bjartsýni og starfsgleði. Hún var kjarkmikil og úrræða- góð.“ Frá þessu menningarheimili kom María Anna, föðursystir okk- ar Miðtúnsbræðra; yngst fimm systkina. Eftir fráfall Maríusar tók Rannveig í fóstur litla stúlku, Halldóru Óladóttur, sem varð strax ein af systkinunum og nú sú eina sem eftir lifir. Stúlla lærði til ljósmóður við Landspítalann og starfaði þar síð- an sem slík í áratugi. Hún dvaldi tvö ár hjá frændfólki sínu í Kan- ada, vann á fæðingardeild Grace- spítalans í Winnipeg. Hún gekk í raðir Hringskvenna og veitti sá fé- lagsskapur henni mikla gleði. Kært var milli þeirra systkina, föður okkar bræðra – Árna Pét- urs, bónda í Miðtúni, og Stúllu, og var það fastur liður svo langt aftur sem við bræður munum að pabbi hringdi í systur sína kl. 18 á að- fangadag. Eftir að hann féll frá kom það í hlut Sveinbjörns bróður okkar á Húsavík að halda hefðinni við. Það var langt til Reykjavíkur er við bræður vorum að alast upp á Melrakkasléttu og Stúlla var bara frænka fyrir sunnan. Þau Hákon komu þó flest sumur norður og dvöldu einhverja daga og fylgdi komu þeirra alltaf tilhlökkun. Eftir að styttra varð á milli tengdumst við Stúllu betur og nánar. Henni þótti vænt um frændur sína og fjölskyldur þeirra og var sjálfsögð í fjölskylduboð- um. Hún ræktaði ættgarð sinn – vildi hafa samband og glöð þegar hringt var. Það þurftu ekki að vera löng símtöl en aðeins að heyr- ast og fá fréttir af fjölskyldunni. Stúlla var bráðmyndarleg kona með koparrautt hár og alltaf vel tilhöfð. Hún var heilsuhraust, gekk mikið og þrátt fyrir að detta og meiða sig illa fyrir nokkrum ár- um bar hún sig allaf vel. Hún var handavinnukona og til hennar var gott að leita að gömlum munstrum í sængur og kodda. Hún vissi að hverju stefndi og hafnaði lyfjameðferð; þetta væri orðið ágætt – engu að kvíða. Hún hefði átt gleðiríkt líf, yndisleg börn og barnabörn; kominn tími til að kveðja. Megi góður Guð blessa og varð- veita frænku okkar um eilífð alla. Níels Árni Lund. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Mig langar að skrifa nokkur orð og kveðja elskulega móður- systur mína, Stúllu frænku, eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum alltaf í góðu sambandi og hringd- um hvor í aðra til að spjalla. Nokkrum sinnum komu Stúlla, Hákon og Magnús í sumarbústað- inn til okkar Haraldar. Þá var skroppið í berjamó eða setið úti á palli og horft á útsýnið. Stúlla ferðaðist talsvert til út- landa. Hún varð ljósmóðir árið 1949, var í tvö ár í Kanada og vann við ungbarnahjúkrun. Síðan vann hún á vöggustofu fæðingardeildar Landspítalans þar til starfsferli lauk. Stúlla fór til Kaupmanna- hafnar og var þar í um þrjú ár og lærði andlits- og handsnyrtingu. Hún var alltaf svo vel tilhöfð. Elsku Magnús, Obba og fjöl- skylda, ég bið Guð að styrkja ykk- ur. Elsku frænka mín, ég kveð þig með litlu ljóði eftir Leif, mág þinn. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Rannveig Lovísa Leifsdóttir. María Anna Lund ✝ Gróa Aðalheið-ur Þorgeirs- dóttir fæddist á Vopnafirði 11. mars 1931. Hún lést 18. desember 2015. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Þorsteinsson, f. 5. október 1891, d. 10. janúar 1947, og Jóna Kristín Jóns- dóttir, f. 9 janúar 1897, d. 16. ágúst 1989. Systkini Gróu voru Jón Þor- geirsson, f. 2. júní 1926, d. 22. apríl 2012. Sigríður Þorgeirs- dóttir, f. 8. júní 1927. Þorsteinn Einar Þorgeirsson, f. 25. maí 1929. Margrét Þorgeirsdóttir, f. 18. janúar 1933, d. 10. janúar 1999. Jósep Hjálmar Þorgeirs- son, f. 30. mars 1934, d. 23. jan- úar 2011. Guðlaug Erla Þorgeirsdóttir f. 3. júlí 1937. Kristín Karolína Þorgeirsdóttir, f. 26. júní 1941. Krist- ín Sveinsdóttir, f. 6. maí 1947. Gróa eignaðist Kristínu Rannveigu Óskarsdóttur, f. 18. febrúar 1959, með Óskari Ósvalds- syni, f. 7. maí 1926. Kristín gift- ist Kristjáni Erni Valdimars- syni, f. 22. apríl 1954, d. 28. ágúst 2006. Synir þeirra eru Andri Kristjánsson, f. 16. mars 1988, og Brynjar Kristjánsson, f. 1. desember 1989. Dóttir Brynjars er Ísabella Anastacia, f. 26. október 2010. Útför Gróu fór fram frá Há- teigskirkju 29. desember 2015. Ég kynntist Gróu fyrir fjór- um árum. Við vorum að spila bridge og hún við dóttur sína Kristínu Rannveigu. Gróa var hrein og bein, sagði það sem henni fannst, það var gott, þá vissi ég alveg hvern mann hún hafði að geyma. Við áttum margar spilastundir, spjallstundir, ferðalög og var þeim stundum vel varið. Síðastliðið sumar fórum við pabbi, þú og Kristín til Vopna- fjarðar og þar hittum við systk- ini þín og ættingja þína. Síðan lá leiðin til Seyðisfjarðar og hafðir þú ekki komið þangað áð- ur. Þrátt fyrir lasleika þá naustu ferðarinnar og þér þótti gaman að ferðalaginu. Þjóðmálin voru henni hug- leikin og horfði hún mjög rétt- sýn þar á. Fjölskyldan og vinir voru henni allt. Hún vildi fylgjast með og studdi í hvívetna, hafði mikla samkennd. Gróa hugsaði fram í tímann, í nóvember keypti hún peysu handa mér í jólagjöf. Já, kæra vinkona, takk fyrir samfylgdina, gjöfina. Hugheilar samúðarkveðjur til ættingja þinna og vina. Brynjar Kristjánsson. Gróa Aðalheiður Þorgeirsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.