Morgunblaðið - 15.01.2016, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
✝ Kristinn JónasSteinsson
fæddist í Ólafsfirði
10. ágúst 1935.
Hann lést 30.
desember 2015.
Foreldrar hans
voru Steinn Þorgils
Jónasson bóndi á
Bakka í Ólafsfirði,
f. í Skagafirði 10.
júlí 1900, d. 13.
febrúar 1975, og
Oddný Jónsdóttir, f. í Ólafsfirði
18. október 1906, d.8. mars
1999.
Systkini Kristins: Sigurjón, f.
1927, d. 1972, Stefanía Guðlaug,
f. 1928, d. 2007, og Garðar, f.
1942.
Dóttir Kristins og Hólmfríðar
Elsu Guðmundsdóttur er María
Guðmunda Kristinsdóttir, f.
1955, búsett á Akranesi. Hún er
gift Þorsteini Óskarssyni og
eiga þau Óskar Rafn, Sig-
urlaugu og Maríu Hlíf.
Hinn 18. júlí 1959 giftist
Kristinn Auðbjörgu Maríu
Sigursteinsdóttur, f. á Akureyri
Orra, Smára, f. 15.5. 1999, d.
15.5. 1999, Rakel Hebu og Huldu
Bríeti.
Langafabörnin eru orðin 19.
Kiddi, eins og hann var ávallt
kallaður, ólst upp á Bakka í
Ólafsfirði. Í æsku áttu íþróttir
hug hans allan og skíðin þar efst
á blaði, hann keppti í göngu,
stökki og svigi og þótti vel lið-
tækur í flestum greinum.
Um haustið 1954 hóf hann
nám í húsasmíði við Iðnskólann
á Akureyri og öðlaðist meist-
araréttindi að því loknu. Byggði
hann fjölda húsa á Akureyri og
víðar en starfaði einnig um tíma
við fasteignasölu og bílasölu.
Þegar til Akureyrar kom
varð hann Þórsari og keppti
undir þeirra merki í frjálsum
íþróttum á sumrin og skíðum á
veturna. Hann var um tíma í
stjórn félagsins og einnig í
stjórn skíðaráðs Akureyrar.
Kiddi var einn af frumkvöðlum
Andrésar andar leikanna á skíð-
um sem haldnir hafa verið í 40
ár á Akureyri og var í undirbún-
ingsnefnd leikanna. Hann var
fyrsti formaður nefndarinnar
og áður en yfir lauk urðu árin
25 sem hann var þátttakandi í
bakvarðasveit leikanna.
Útför Kristins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 15. jan-
úar 2016, klukkan 13.30.
7. mars 1931. For-
eldrar hennar voru
Sigursteinn Gunn-
laugsson frá Ak-
ureyri, f. 1896, d.
1959, og Kristín Jó-
hannesdóttir frá
Nolli í Grýtubakka-
hreppi, f. 1893, d.
1957.
Kristinn og Auð-
björg eignuðust
fjögur börn: 1)
Kristinn Sigursteinn, f. 1959,
búsettur í Garðabæ. Hann á son-
inn Guðjón Ágúst. Kristinn var í
sambúð með Helgu Þóreyju
Sverrisdóttur og eiga þau dæt-
urnar Auðbjörgu Maríu og Hildi
Ýri. Sambýliskona Kristins er
Sigrún Jóhannesdóttir og eiga
þau dótturina Gyðu Ásdísi. 2)
Rannveig, f. 1961, gift Reyni B.
Eiríkssyni og eiga þau Kristínu
Hólm og Ottó Hólm. 3) Oddný, f.
1963, gift Ólafi Rúnari Ólafssyni
og eiga þau Ölmu Rún, Evu
Dögg og Gyðu Björk. 4) Smári,
f. 1967, giftur Birnu Dagbjörtu
Þorláksdóttur. Þau eiga Baldvin
Elsku pabbi.
Þegar Birna mágkona
hringdi í mig um morguninn 30.
desember síðastliðinn heyrði ég
á rödd hennar að eitthvað al-
varlegt væri að, þá sagði hún
mér hver staðan væri hjá þér.
Stuttu seinna kom svo símtalið
um að þú hefðir ekki lifað þetta
af.
Það var erfið stund í
vinnunni þennan dag, en það
hafðist.
Á þessari stundu komu upp
ótal minningar í hugann, bæði
góðar og sárar.
Þegar ég var bara tveggja
ára voruð þið mamma skilin að
skiptum og ég var svo alin upp
á Akranesi. Þá var nú ekki allt-
af verið að skreppa til Akur-
eyrar mörgum sinnum á ári,
bara einu sinni. Það vildi svo
vel til að ég fékk frábæran
pabba sem hefur hugsað vel um
mig líka. Þegar ég kom norður
kom ég alltaf til ykkar Diddu
og var með systkinum mínum.
Ég man þegar ég kom í heim-
sókn á smíðaverstæðið þitt bak
við Sjallann. Þegar ég var 16
ára kom ég með vinkonu mína
með mér norður og við vorum í
viku.
Síðasta kvöldið kynntist ég
nú Steina mínum og við stöll-
urnar komum ansi seint heim,
eða um klukkan 7. Þá komst þú
á móti okkur vinkonunum og
sagðir: „Veistu hver var að
keyra þig heim, það var frændi
þinn?“ Ekki urðu orðin fleiri.
Þú varst frekar fámáll, mikill
safnari og safnaðir pennum,
barmmerkjum, svo ekki sé nú
minnst á hnífasafnið sem öll
barnabörnin þín skoðuðu með
lotningu.
Sennilega hef ég erft söfn-
unaráráttuna. Þegar þú varðst
eldri þá kom bílaárátta í þig.
Þú skiptir oft um bíla en vildir
aldrei kaupa græna bíla. Í sum-
ar sem leið þá áttum við góðan
dag.
Þá fórum við þrjú systkinin
og makar og tvö barnabörn í
Ólafsfjörðinn þinn, keyrðum að
Bakka og stoppuðum þar og
ræddum um gamla tíma, skóla-
göngu þína í dalnum og hvar
gömlu húsin stóðu.
Þetta var yndisleg stund og
svo var farið gegnum Ólafs-
fjörðinn fallega og til Siglu-
fjarðar gegnum göngin. Það
var frábært veður og við sett-
umst úti og fengum okkur nær-
ingu í hreint frábæru veðri. Þú
varðst 80 ára 10. ágúst og gát-
um við hjónin ekki verið með
þér þann dag, en við komum
helgina á eftir. Ég var ákveðin
í því að bjóða þér út að borða
en þú varst ekki mikið fyrir
það.
En mér tókst það, sennilega
hefur einhver hjálpað mér að
koma þessu í kring. Þessi ferð
var yndisleg í alla staði, að sitja
í Hofi og skoða útsýnið yfir
pollinn og vera með þér, elsku
pabbi, og manni og tveimur
barnabörnunum mínum. Þegar
ég talaði við þig milli hátíða
áttum við yndislegt samtal
saman og það verður sterkt í
minningunni um þig.
Þá ert þú kominn nær ömmu
Oddnýju og Steina afa. Ég skal
alltaf kíkja á leiði þitt líka eins
og allra ættingjana okkar
Steina. Hvíldu í friði, elsku
pabbi. Kveðja frá okkur Steina.
þín dóttir,
María Guðmunda.
Elsku pabbi.
Nú hefur það því miður gerst
að vond fregn til manns berst.
Kær faðir er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær,
pabbi minn góði sem Guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði
svo margt,
og því miður get ég ekki nefnt það
allt.
Að tala við hann var svo gaman,
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo
klár,
æ hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst,
og það á við mig ekki síst.
Að ég sakna hans svo mikið,
ég sakna hans svo sárt,
hann var mér góður faðir, það er
klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
pabbi minn góði, sem ég ann,
í himnaríki fer hann nú,
þar verður hann glaður, það er mín
trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt,
svo við getum sofið vært og rótt.
Hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku pabbi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima,
En eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti vinur, það varst þú.
(K.R.Þ)
Blessuð sé minning þín,
elsku pabbi okkar. Við kveðjum
þig með söknuði. Þín börn,
Kristinn, Rannveig,
Oddný og Smári.
Elsku afi Kiddi. Nú ertu
engill á himnum með fallega
vængi. Við eigum eftir að sakna
þín mjög mikið. Sakna þess að
koma í graut til þín á laug-
ardögum. Sakna þess að fá allt-
af ís þegar við komum til þín.
Sakna þess að hitta þig á elli-
heimilinu hjá ömmu.
Þú átt stóran stað í hjarta
okkar.
Á litlum skóm ég læðist inn
og leita að þér, afi minn.
Ég vildi að þú værir hér
og vært þú kúrðir hjá mér.
Ég veit að þú hjá englum ert
og ekkert getur að því gert.
Í anda ert mér alltaf hjá
og ekki ferð mér frá.
Ég veit þú lýsir mína leið
svo leiðin verði björt og greið.
Á sorgarstund í sérhvert sinn
ég strauminn frá þér finn.
Ég Guð nú bið að gæta þín
og græða djúpu sárin mín.
Í bæn ég bið þig sofa rótt
og býð þér góða nótt.
(S.P.Þ.)
Þínar elskandi langafastelp-
ur,
Rannveig Sara
og Hólmfríður María.
Elskulegur afi okkar er horf-
inn á braut. Ekki óraði okkur
fyrir því að hann færi svona
fljótt og snöggt en sennilega
hefur þetta einmitt verið sú leið
sem hann vildi fara. Eins og
amma sagði þegar hún frétti af
andláti hans: „Hann vildi fara
þessa leið.“
Við trúum því að hann vaki
yfir okkur sæll og glaður, um-
vafinn ástvinum og akandi um á
Hondu.
Afi var ekki maður margra
orða en það sem hann sagði var
vandlega hugsað og orð hans
oft hnyttin.
Hann þurfti ekki mörg orð
til að sýna okkur hlýju og
væntumþykju. Honum þótti
fátt skemmtilegra en að fá
börn, barnabörn og barna-
barnabörn í heimsókn.
Alltaf átti hann til ís handa
yngstu molunum og skilja þau
ekkert í því að afi taki ekki á
móti þeim núna í Valagili og
fari strax í ísskápinn að sækja
Kristinn Jónas
Steinsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi Kiddi. Takk
fyrir allar góðu minning-
arnar sem við geymum í
hjarta okkar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Baldvin Orri, Rakel
Heba og Hulda Bríet.
✝ KristmundurHalldórsson
fæddist 12. nóv-
ember 1939 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu 6.
janúar 2016.
Foreldrar hans
voru Hrefna Björns-
dóttir, f. 1911, d.
2002, frá Mýnesi á
Fljótsdalshéraði, og
Halldór Kristmunds-
son, f. 1907, d. 1972, úr Reykja-
vík. Systkini hans eru Har-
aldur, f. 1933, d. 2006, Högni
Björn, f. 1943, d. 1999, Baldur,
f. 1946, og Edda, f. 1948.
iðnaðarráðuneytinu frá 1974 og
þar til hann fór á eftirlaun
2007. Þar vann hann ýmis störf
og var í nefndum á vegum
ráðuneytisins, m.a. norrænni
embættismannanefnd um orku-
mál og í stjórn Norræna iðn-
aðarsjóðsins.
Alla tíð stundaði hann ýmis
félagsstörf, ferðalög innanlands
og utan og útivist, má þar m.a.
nefna uppbyggingu skíðadeild-
ar Breiðabliks. Var formaður
Hestamannafélagsins Gusts í
fjögur ár og sat í stjórn Lands-
sambands hestamanna. Sat í
stjórn eldri borgara í Kópavogi
2007-2011.
Eftir starfslok keyptu þau
hjón land austur í Rangárþingi
ytra og byggðu sér lítið sum-
arhús þar.
Útför Kristmundar fer fram
frá Digraneskirkju í dag, 15.
janúar 2016, kl. 13.
Kristmundur
kvæntist Gróu
Jónatansdóttur
23. október 1964.
Kristmundur
útskrifaðist frá
MR 1959 og
stundaði síðan
nám í eðlisfræði í
Dresden í Þýska-
landi 1959-1964,
nám í hagræð-
ingar- og rekstr-
artækni í Noregi 1964-1965 og
starfaði eftir það hjá Alþýðu-
sambandi Íslands til 1970.
Starfaði hjá Byggingafélagi at-
vinnubílstjóra 1970-1974 og í
Í dag kveð ég Kidda, frænda
minn, eins og hann var alltaf kall-
aður. Kiddi var næstelsti bróðir
föður míns af fimm systkinum.
Hann og Stella bjuggu í Bræðra-
tungunni sem er nánast við hlið-
ina á æskuheimilinu mínu í Voga-
tungu. Ég á svo margar góðar
minningar um samveru með þeim
Stellu og Kidda í Bræðratung-
unni. Þegar ég var lítil fannst
mér mjög merkilegt hvað Kiddi
frændi var með mikið skegg og
þótti gaman að fá að spá og
spekúlera í því.
Æskuvinkona mín úr Voga-
tungunni hún Sandra er frænka
Stellu svo við vorum oft að ves-
enast eitthvað hjá þeim. Það var
mikið sport þegar þau komu
með hestana sína í „heimsókn“
og leyfðu þeim að bíta grasið í
garðinum í Bræðratungunni.
Við fengum líka stundum að fara
upp í hesthús með þeim. Þá var
gaman að fara og sækja fullt af
heyi og hestanammi og gefa öll-
um hestunum í húsinu en
skemmtilegast var að fá að fara í
reiðtúr.
Eitt áttu þau Kiddi og Stella
sem var fáránlega spennandi en
það var blár forláta Volvo-hús-
bíll. Bíllinn var búinn öllum
helstu þægindum þess tíma eins
og gaseldavél, eldhúsvaski, sófa
sem hægt var að breyta í rúm og
bílasíma ef ég man rétt. Þar gát-
um við leikið okkur löngum
stundum við að þykjast elda á
gaseldavélinni, búa um okkur
þannig að hægt væri að leggja
sig, þykjast keyra bílinn á fram-
andi staði og ýmislegt fleira. Við
fórum líka oft á vorin með þeim
upp í Biskupstungur í sauðburð.
Þar fengum við að knúsa lömbin,
hoppa í hlöðunni og leika við
hundana.
Ég á fullt af fleiri góðum minn-
ingum um tímana hjá Kidda og
Stellu sem ég geymi í hjarta mínu.
Takk fyrir allt, elsku Kiddi.
Sem afbragðs dreng við þekktum þig,
og þökk og lotning vor,
og miklu fleiri, fjær og nær,
þér fylgja hinstu spor.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Vér munum þína högu hönd
og hetjulega dug,
og ríkan samhug, sanna tryggð
og sannan öðlingshug.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Guðrún Svava
Baldursdóttir (Dúna).
Leiðir okkar Kristmundar
lágu fyrst saman í Æskulýðsfylk-
ingunni og Samtökum hernáms-
andstæðinga á sjöunda áratugn-
um, síðar sem vinnufélaga á
Hagræðingardeild Alþýðusam-
bands Íslands (ASÍ). Hann var
einn af sjö mönnum sem Iðnaðar-
málastofnum Íslands valdi haust-
ið 1964 til að fara í hagræðing-
arnám í Noregi. Að því loknu
starfaði hann hjá ASÍ við ráðgjöf
og námskeiðahald til ársins til
1970. Á árinu 1974 réðist hann til
iðnaðarráðuneytisins og starfaði
þar óslitið til ársins 2007 að hann
fór á eftirlaun.
Með námi í eðlisfræði í Dres-
den í A-Þýskalandi á árunum
1959-1964 aflaði Kristmundur sér
víðtækrar þekkingar sem sam-
fara fjölþættri starfsreynslu
dugði honum til lífstíðar. Í iðn-
aðarráðuneytinu var hann fljót-
lega skipaður deildarstjóri og
honum falið að hafa með höndum
umsýslu fjármála gagnvart und-
irstofnunum ráðuneytisins. Hann
sat sem fulltrúi þess í mörgum
stjórnum, nefndum og ráðum. Ég
nefni sem dæmi stjórn Orku-
stofnunar og stjórn Norræna
Iðnaðarsjóðsins (NI) en sjóður-
inn styrkti mörg áhugaverð iðn-
aðarverkefni sem ráðuneytið
hafði forgöngu um og mikil áhrif
höfðu á íslenska atvinnuþróun.
Eitt ár var Kristmundur formað-
ur stjórnar NI. Ég held að það sé
ekki ofsagt að hann hafi á starfs-
tíma sínum notið óskoraðs traust
allra ráðherra sem fóru með iðn-
aðar- og orkumál í ráðuneytinu,
óháð því hvaða ríkisstjórn var við
völd. Sem samstarfsmaður minn í
iðnaðarráðuneytinu var Krist-
mundur afar ráðagóður, m.a.
þegar verið var að koma fótum
undir starfsemi Einkaleyfastof-
unnar.
Kópavogi tók Kristmundur
þátt í bæjarmálunum og ýmsum
framfara- og menningarmálum,
var m.a. fulltrúi bæjarins í Blá-
fjallanefnd. Einnig var hann í
hópi stofnenda Bókasafns Kópa-
vogs. Á síðari árum starfaði hann
m.a. í samtökum aldraðra í Kópa-
vogi og í bridsdeildinni spilaði
hann af lífi og sál til loka nýliðins
árs.
Sem áhugamaður um náttúru-
og umhverfisvernd hafði Krist-
mundur yndi af því að ferðast um
landið. Eitt sumar upp úr 1980
mæltum við okkur mót austur á
Héraði og við hjónin gengum
með honum og Gróu á Snæfell.
Auk sumarferða starfsmanna,
sem ráðuneytisstjóri okkar Páll
Flygenring skipulagði, fórum við
hjónin í þrjár ferðir með Ferða-
klúbbnum Arnarfelli sem Krist-
mundur og Ólafur Jensson verk-
fræðingur voru í forsvari fyrir.
Báðir höfðu gaman af söng og
fjölritaða söngvakverið „Magn-
fríður“ var jafnan með í för.
Á sextugsafmæli Kristmundar
rifjaði ég til gamans upp eina til-
vikið þar sem okkur greindi veru-
lega á um leiðir: Arnarfellshóp-
urinn var að klífa Herðubreið.
Ofarlega í fjallinu stóð valið milli
þess að fara yfir allbreiða snjó-
fönn eða þræða fyrir hana um
grjótskriðu neðan við hamrabelt-
ið. Ég var smeykur við fönnina og
lagði til að við færum skriðuna.
Fararstjórinn Kristmundur
mælti með fönninni og líklega
voru þeir ívið fleiri sem fylgdu
honum! Allir komust óskaddaðir
á toppinn.
Vinátta okkar stóð alla tíð
traustum fótum. Fyrir hana
þökkum við hjónin af alhug nú að
leiðarlokum.
Gunnar og Sigrún.
Kveðja frá Rótarýfélögum
Kristmundur Halldórsson, fé-
lagi okkar í Rótarýklúbbi Kópa-
vogs, lést hinn 6. janúar sl. á 77.
aldursári. Kristmundur kom til
liðs við klúbbinn árið 1991 og var
því búinn að vera félagi óslitið í 25
ár. Hann sat í stjórn klúbbsins
starfsárið 1992-1993 og aftur
starfsárið 1998-1999. Hann starf-
aði einnig í flestum nefndum
klúbbsins og lagði því víða hönd á
plóg í starfi Rótarýklúbbs Kópa-
vogs. Kristmundur var góður fé-
lagi sem ætíð lagði gott eitt til
mála enda fróður og víðlesinn.
Hann bjó nær allt sitt líf í Kópa-
vogi, fluttist í bæinn tveggja ára
gamall. Málefni Kópavogsbæjar
og velferð bæjarbúa voru honum
alla tíð afar hugleikin.
Kristmundur var um skeið for-
maður Hestamannafélagsins
Gusts í Kópavogi. Hann var virt-
ur og vel liðinn meðal hesta-
manna og sat einnig í stjórn
Landssambands hestamanna-
félaga. Kristmundur var stúdent
frá MR og hélt að því loknu til
Þýskalands þar sem hann lauk
háskólanámi sínu í eðlisfræði.
Hann var skrifstofustjóri í iðn-
aðarráðuneytinu með meiru og
lauk starfsferli sínum þar. Eig-
inkona Kristmundar og lífsföru-
nautur er Gróa Jónatansdóttir
sem lengi starfaði hjá Kópa-
vogsbæ. Kristmundur og Gróa
voru einstaklega samrýnd hjón
sem áttu sameiginleg áhugamál
sem þau sinntu saman í frístund-
um sínum. Þau áttu ekki börn.
Undirritaður minnist ógleyman-
Kristmundur
Halldórsson