Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016
einn eða jafnvel tvo ísa. Laug-
ardagar verða fátæklegri eftir
fráfall afa þar sem enginn
grautur verður til að sameina
stórfjölskylduna.
Elsku afi, takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur og takk
fyrir að sýna því ávallt áhuga
sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Elskum þig og munum sakna
þín.
Við munum passa ömmu.
Elskulegi afi, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess er, við hlutum,
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum,
vefur sumarfegurð í.
Líkt og sól að liðnum degi,
laugar kvöldið unaðsblæ,
gyllir skýin gullnum roða,
geislum slær á lönd og sæ.
Þannig burtför þín í ljósi,
þinnar ástar, fögur skín.
Okkar fluttu ótal gæði
elskuríku störfin þín.
Hjartkær afi, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæll um allar aldir,
alvaldshendi falin ver:
Inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höfundur ókunnur.)
Þín barnabörn,
Kristín Hólm og Ottó Hólm.
Það fækkar í röð okkar sem
fermdumst í Ólafsfjarðarkirkju
1949.
Kristinn Jónas Steinsson,
Kiddi á Bakka eins og hann var
kallaður, er látinn.
Við Kiddi áttum okkar æsku-
og unglingsár í Ólafsfirði og
vorum nánir vinir.
Reyndum með okkur í íþrótt-
um, og þá einkum skíðaíþrótt-
inni, sem var okkur hjartfólgin
og ljúft var að rifja upp hin
seinni ár.
Þá þyrlaðist mjöllin um
minningarnar.
Fáa vini hef ég átt jafn
trygga og hann. Iðulega kom
hann óvænt í heimsókn til okk-
ar Heiðu að spjalla og hafði þá
með súkkulaði eða einhvern
smáhlut sem hann vissi að mér
þætti fengur í.
Erfitt reyndist mér, aftur á
móti, að launa með vasahníf eða
merki sem ekki voru þegar til í
góðu safni hans.
Skömmu fyrir jól kom Kiddi
í síðustu heimsókn og hafði
meðferðis nýtt hald á sporjárn
sem hann vissi að hafði eyði-
lagst hjá mér.
Er ég bauð honum greiðslu
fyrir var svar hans: „Hvað, er-
um við ekki vinir?“
Það voru síðustu orð hans til
mín um leið og hann gekk niður
útitröppurnar.
Kiddi var lærður húsasmiður
og starfaði lengst við þá iðn og
hafði réttindi byggingameistara
í greininni.
Áhugamál hans voru á sviði
íþróttamála og lesturs fræðandi
bóka.
Hann var einn af frumkvöðl-
um Andrésar andar-vetrarleik-
anna á Akureyri.
Hann var maður hægur í fasi
en stutt var í kímnina og marg-
ar skemmtilegar sögur gat
hann sagt frá æskustöðvum
okkar í Ólafsfirði.
Ég kveð Kidda vin minn með
orðum Hannesar Péturssonar
skálds:
Innst í því öllu sem gerist
öllu sem tekst þú í fang
heyrir þú stundirnar hverfa
heyrir þú klukkunnar gang.
Og þaðan mun þögnin koma –
þögnin og gleymskan öll
er hinsta mínútan hnígur
á hvarma þér, eins og mjöll.
Áfram lifir minningin um
góðan dreng sem gaf mér vin-
áttu sína.
Við vottum eiginkonu hans
og fjölskyldu dýpstu samúð.
Jón Geir Ágústsson og
Heiða Þórðardóttir.
legra ferðalaga með þeim hjón-
um, á hestbaki um uppsveitir og
öræfi Íslands og einnig ferðar á
Íslendingaslóðir í Vesturheimi
sem við Rótarýfélagar efndum til
svo eitthvað sé nefnt af þeim Rót-
arýferðum sem þau hjón tóku
þátt í.
Að láta gott af sér leiða og
stuðla að friði eru megingildi
Rótarýhreyfingarinnar. Ein-
kunnarorð Rótarý um allan heim
eru eftirfarandi: Er það satt og
rétt? Er það drengilegt? Eykur
það velvild og vinarhug? Er það
öllum til góðs? Manngildin sem
felast í framangreindum orðum
lýsa Kristmundi Halldórssyni
vel. Hann var heill í hvort heldur
var starfi eða leik.
Við félagar hans í Rótarý-
klúbbi Kópavogs minnumst
Kristmundar með söknuði og
virðingu og sendum eiginkonu
hans, Gróu Jónatansdóttur, svo
og öðrum ættingjum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Kópavogs,
Hallgrímur Jónasson.
Vinur minn, Kristmundur
Halldórsson, er látinn eftir lang-
vinn veikindi en samt var það svo
óvænt, þegar Gróa sagði mér
fréttirnar. Þegar við töluðum
saman milli jóla og nýárs var
hann að velta fyrir sér möguleika
á stiga á milli hæða í Bræðra-
tungunni. Næst þegar ég heyrði í
honum var hann fallinn frá því,
en var áfram að velta fyrir sér
næstu skrefum inn í framtíðina
sem svo sannarlega hafði breyst
síðastliðin þrjú ár vegna veikinda
hans. Leiðir okkar lágu saman í
gegnum hestamennskuna. Þegar
ég leigði hjá þeim í hesthúsinu í
Glaðheimum myndaðist með okk-
ur vinátta sem enst hefur síðan.
Margar góðar minningar eru úr
reiðtúrunum, hestaferðunum og
hestastússinu í Krikanum, en þar
hef ég fengið að vera með hest-
ana mína hjá þeim. Kristmundur
var fjölhæfur maður, hann var
þessi virðulegi embættismaður
sem vann verk sín af samvisku-
semi og einurð og sá eiginleiki
nýttist afburðavel þegar hann
var formaður Hestamannafélags-
ins Gusts. Hann var líka tækni-
maður og var aðdáunarvert að
sjá hvernig þau Gróa komu sér
fyrir í Krikanum með sjálfbæru
rafmagni í gegnum vindmyllu og
sólarsellur. Tækniáhugi Krist-
mundar kom ekki síst fram þegar
gps-tækin komu fyrst fram. Þá
var hann með þeim fyrstu sem
ferðaðist á hestum með slík tæki
sem þóttu mikil undur á þeim
tíma. Í hestmennskunni fundu
þau hjónin sig vel. Þau ferðuðust
saman á hestum í áratugi og
þekktu vel margar fallegar og fá-
farnar leiðir. Þau léku sér líka í
hrossarækt og þekkja flestir vin-
ir þeirra til gráu meranna sem
allar fæddust svartar eða
kannski bláar, svo svartar voru
þær. En allar urðu þær svo gráar
að lokum. Fleiri góðra hesta
þeirra væri hægt að minnast, en
öll eru hrossin þeirra samstæð og
augljós sönn vinátta ríkir á milli
þeirra og eigenda þeirra. Hopp-
andi og skoppandi kringum hóp-
inn geltir svo hundurinn Sámur.
Ég þakka fyrir vináttu og
hjálpsemi og votta Gróu mínar
dýpstu samúð.
Óskar Bergsson.
✝ Antonía Sigríð-ur Jónsdóttir
fæddist í Laufási á
Stöðvarfirði 21.
september 1921.
Hún andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 7. janúar
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þóra Jónsdóttir
húsfreyja, f. á
Þiljuvöllum á Berufjarð-
arströnd 24. maí 1894, d. 15.
janúar 1977, og Jón Samúelsson
frá Stöðvarfirði, útvegsbóndi
og formaður á Hvítingi, f. 5.
janúar 1895, drukknaði ásamt
fjórum félögum sínum í róðri
14. september 1927. Þau bjuggu
þá í Kolfreyju á Fáskrúðsfirði.
Antonía var elst fimm barna
þeirra hjóna: Kristján, f. 3.
október 1923, drukknaði í flæð-
armálinu við Kolfreyju 5. ágúst
1927, Jón, f. 16. apríl 1925, d.
22. nóvember 1935, Karen
Andrea, f. 4. mars 1927, d. 31.
maí 1927, og Jóna Kristín, f. 23.
móðir þeirra fór suður með
þeim og Jón lést þar. Tona
flutti ung að heiman og fór að
vinna fyrir sér og þegar Jóna
hafði aldur til fór hún á eftir
systur sinni og þær leigðu sam-
an íbúð á meðan báðar lifðu.
Um árabil bjuggu þær í Hafn-
arstræti 16, við Ægisíðu, Urð-
arstíg og fjölmörg ár á Lind-
argötu 13. Eftir að Jóna andað-
ist keypti Tona íbúð við Rauða-
læk og tók móður sína til sín og
bjó þar uns hún flutti í Norður-
brún. Tona vann á saumastofu
hjá Klæðaverslun Andrésar
Andréssonar á Laugavegi 3 en
fór fjöldamörg sumur og að-
stoðaði móður sína og Bjartmar
við heyskap á Steinaborg. Eftir
að saumastofan hætti rekstri
vann hún m.a. einhver ár við
fiskvinnslu á Kirkjusandi, hjá
Leðuriðjunni Atson og Slát-
urfélaginu. Þær systur ferð-
uðust á sumrin með Ferðafélag-
inu og voru þar virkir félagar
en einnig í fleiri félögum, Guð-
spekifélaginu og Máli og menn-
ingu enda bókelskar, áttu og
lásu ógrynni bóka. Tona var
víðlesin og ljóðelsk, alæta á
bækur og las allt fram í andlát-
ið.
Antonía verður jarðsungin
frá Áskirkju í dag, 15. janúar
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
apríl 1928, d. 16.
mars 1965. Uppeld-
issystir þeirra,
fósturdóttir Þóru
og frænka, var
Þóra Stefánsdóttir,
f. 21. ágúst 1913, d.
12. júlí 1990.
1927 var skelfi-
legt ár fyrir litlu
fjölskylduna, Kar-
en dó tæplega
þriggja mánaða,
Kristján drukknaði tæplega
fjögurra ára og Jón fórst með
áhöfn sinni og Þóra stóð uppi
eigna- og fyrirvinnulaus með
börnin og Jónu Kristínu undir
belti. Bjartmar bróðir Þóru fór
þá austur í Freyju og náði í
hana og börnin og fór með þau
öll suður á Strönd til foreldra
þeirra, Jóns Bjarnasonar og
Antoníu Sigríðar Stefánsdóttur
á Steinaborg. Og þar ólust þær
systur Antonía og Jóna Kristín
upp en Þóra yngri fór ungling-
ur að vinna fyrir sér. Systkinin
Tona og Jón fengu bæði berkla
og voru send á Landspítala og
Þau nálgast hratt að verða 50
árin sem við höfum átt samleið og
þótt þú hafir verið 27 árum eldri
breytti það nú ekki miklu.
Kannski komu þessi sterku
tengsl ekki fyrr en þú fórst að
hafa meiri tíma og varst komin á
Rauðalækinn og svo í Norður-
brúnina. Þú varst glæsileg með
þitt þykka svarta hár og brúnu
augu og við hlógum oft saman að
því að ég er nánast orðin hvít-
hærð en þú með gráan lokk.
Elsku Tona, þú varst búin að
nefna nokkrum sinnum að þú
vildir nú bara fara að fá að fara og
hitta þína á tilverustaðnum sem
við trúum að við endum á. Við
ræddum um allt mögulegt, þ.á m.
örlög mömmu þinnar, sem hjá
okkur er alltaf nefnd amma eða
amma long. Kannski er það ekki
tilviljun að útför þín er á dánar-
degi móður þinnar. Um jólin 1969
sagði sú ljúfa kona við mig, og
strauk kúluna sem ég var með, að
þetta væri sú stærsta jólagjöf
sem hún hefði fengið.
Börnunum okkar, Ólafi Jó-
hannesi, Ingvari Þór og Daníelu
Jónu, þótti vænt um Tonu sína og
minnast þín með þökk.
Það mótaði þig alla tíð að þú
varst elst barnanna og upplifðir
svo ótrúlega margt og mikla
sorg sem fáir upplifa. Að missa
litla systur, bróður og föður á
sama árinu, flytja búferlum á
annan stað og hefja nýtt líf.
Fimm urðuð þið systkinin, en
ekki nema tvær systurnar sem
lifðu bernskuna, þú og Jóna. All-
ar voruð þið mæðgurnar Stefáni
ákaflega kærar, amma og frænk-
ur. Ég þakka samfylgdina og all-
ar stundirnar okkar saman. Við
sjáumst þegar minn dagur kem-
ur, eins og við höfum svo oft
rætt.
Það sem þú hefur fært mér og
okkur til varðveislu er vel varð-
veitt; brúðargjafir til foreldra
þinna, gjöf föður þíns til ömmu,
fyrstu skórnir þínir, sem enski
skipstjórinn keypti fyrir föður
þinn, o.fl. o.fl. Þú færðir mér for-
láta skál á sextugsafmælinu og í
bréfi sem fylgdi sagði að Helga
Bjarnadóttir hefði fært þér skál-
ina og hún ætti að vera brúðar-
gjöf þegar þar að kæmi. Í lok
bréfsins segir þú að þar sem þú
hafir aldrei orðið brúður hljótir
þú að mega gefa mér skálina eftir
vörslu ykkar mæðgna í hartnær
80 ár.
Þegar ég var að taka til sitt-
hvað sem þú trúðir mér fyrir fann
ég mynd af þér sem ég held að sé
frá þeim tíma er mamma þín fór
með ykkur Jón til lækninga
vegna berklanna. Þóra amma
hafði skrifað ljóð aftan á myndina
og ég læt það fylgja hér.
Til þín, minn Guð, í ljóssins lönd
ég lyfti hug í bæn og trú;
ég fel þér einum allt á hönd,
því enginn hjálpar, nema þú.
Ég fel í þína föðurmund
ó, faðir, unga barnið mitt,
ó, gef því barnsins ljúfu lund
og leið það fyrir nafnið þitt.
(B.J.)
Og undir stendur mamma.
Allir þessir hlutir og allur sá
trúnaður sem þú sýndir mér
verður varðveittur. Og hafðu
þökk fyrir allt og allt, elskuleg.
Minning þin lifir,
Bára Björk.
Antonía móðursystir mín er
ógleymanleg kona, kímnin í besta
lagi, minnið óbrigðult alla tíð og
hún var víðlesin, fróð og algjör-
lega fordómalaus. Systurnar
voru ætíð nefndar saman, Tona
og Jóna. Tona var hægari en
Jóna meiri æringi. Formleg
skólaganga þeirra var ekki löng
en sjálfsnámið þeim mun meira,
enda voru þær fróðleiksfúsar í
besta lagi.
Ég man reyndar ekki eftir mér
nema þær systur Tona og Jóna
væru einhvers staðar nærri og
mun hafa verið tveggja eða
þriggja ára þegar Jóna sá um
heimilið meðan móðir mín var á
sjúkrahúsi. Systurnar voru tíðir
gestir hjá okkur og við ekki síður
hjá þeim.
Tona vann á veturna á sauma-
stofu Andrésar en fór á sumrin
austur á Steinaborg og létti undir
með móður sinni og Bjartmari í
heyskap og smalamennsku. Sum-
arið 1951 var ég fyrst með í för og
síðan dröslaðist Tona með mig til
ömmu austur á Steinaborg sumar
eftir sumar. Þótt ég hafi ekki skil-
ið það þá máttu þær mæðgur
ekki af mér líta og ég mátti t.d.
alls ekki fara einn niður í fjöru.
Þá var ýmist siglt með Esjunni
eða Breiðunum og siglingin tók
eina tvo sólarhringa, veður voru
misjöfn og ég man að Tona var
alls ekki sjóhraust.
Systurnar dekruðu við mig
alla tíð og ég gisti hjá þeim í vel-
lystingum á Urðarstígnum. Ég
hafði t.d. gaman af að spila og
þær tóku mig með sér á spilavist í
Skátaheimilinu, og þannig má
lengi telja. En ég sentist líka fyr-
ir þær, keypti miða í bíó og gott ef
ekki miða á dansleiki í Mjólkur-
stöðinni. Seinna meir hafði ég,
unglingurinn, lykla að Lindargöt-
unni og gat verið þar í hléum milli
skóla og æfinga. Einhverju sinni
man ég eftir að hafa setið þar í
stofunni á jólum með góða bók,
sérrí, konfekt og vindil, meðan
systurnar lásu bók hvor í sínu
herbergi. Þætti sjálfsagt ekki fal-
legt nú en óhætt að segja frá
þessu hér þegar svo langt er um
liðið.
Vinahópur systranna var stór,
Sigga Guðmunds og Sigga hin,
Þórey, Jóa, Bogga, Dótla, Ásrún
og allar vinkonurnar að austan og
auðvitað hún Edda sem þær syst-
ur hittu fyrst barn í Hafnarstræt-
inu og sá vinskapur hélst alla ævi.
Systurnar fóru í ferðir með
Ferðafélaginu og Þórsmörk var í
uppáhaldi og oft voru þær Sigga
Guðmunds og Þórey, önnur eða
báðar, með í för. Eftir að Tona
var aftur orðin ein fór hún með
móður minni og fleiri frænkum
okkar mörg sumur til sólarlanda.
Fljótlega eftir að Jóna dó 1965
keypti Tona íbúð við Rauðalæk
og tók móður sína til sín en Bjart-
mar brá búi, seldi Steinaborg og
flutti á Stöðvarfjörð og reri þar á
skektunni. Á meðan Tona beið
eftir að Rauðalækurinn losnaði
bjó hún heima hjá okkur í
Hvassaleitinu.
Ættingjarnir að austan voru
aufúsugestir hjá Tonu og ákaf-
lega kært með þeim systkinum
Jóni, Önnu Maríu og Antoníu
Sveinsbörnum og henni. Jón og
Hrafn, maður Önnu Maríu, að-
stoðuðu Tonu við að innrétta
íbúðina og Jón ók henni í viku-
lega verslunarleiðangra og
seinna tók Helga hans við því
hlutverki. Þær Helga, Anna
María og Antonía hafa vart
sleppt af Tonu hendinni síðustu
áratugi og verður sjálfsagt seint
þökkuð umhyggjan og væntum-
þykjan. Frænku minni þakka ég
samfylgdina,
Stefán.
Kæra vinkona. Elsku Tona
mín, mikið er skrítið og tómlegt
að hugsa til þess að þú sért farin
og ég geti hvorki hringt í þig né
heimsótt og að við hittumst ekk-
ert fyrr en mínum tíma hér á jörð
lýkur, því þú ert einn af stóru
tengiliðunum í mínu lífi og sá
stærsti á eftir foreldrum mínum.
Þú hefur verið hluti af lífi mínu
allar stundir síðan ég fæddist og
verið mér svo óendanlega góð og
kær og er ekki hægt að hugsa sér
tryggari vin en þig og alltaf
mundirðu eftir afmælinu mínu
sama hvað árin liðu og fylgdist
svo vel með fjölskyldunni minni.
Tveimur árum áður en ég
fæddist lést litla systir þín, Jóna
Kristín Jónsdóttir, langt um ald-
ur fram. Var hún mikil og góð
vinkona pabba alla tíð frá því
hann mundi eftir sér og voru þau
náin leiksystkini í æsku enda
stutt á milli Steinaborgar og
Fossgerðis þar sem þið bjugguð.
Pabbi sagði mér það oft að um
leið og hann vissi að ég væri á
leiðinni þá vonaði hann að ég yrði
stúlka svo hann gæti skírt mig í
höfuðið á litlu systur þinni, sem
og hann gerði, og hefur nafnið
mitt Jóna Kristín fært mér mikla
gæfu og gleði.
Ég á svo óendanlega margar
góðar minningar um þig, kæra
vinkona, og sérstaklega öll hlýju
þéttu faðmlögin frá þér full af ást
og væntumþykju, allar spjall-
stundir okkar saman og svo var
auðvelt og gott að hlæja með þér
og fyllast bjartsýni og von og trú
á lífið því þú varst alltaf svo já-
kvæð. Þú elskaðir ketti meira en
öll önnur dýr og þeir voru alltaf
stór hluti af þínu lífi. Þú vildir öll-
um vel, talaðir aldrei nokkurn
tímann illa um einn né neinn,
varst tryggari en allt og við eig-
um mörg trúnaðarsamtöl að baki
þar sem við hlustuðum hvor á
aðra og urðum nánari með hverju
árinu sem leið.
Tala nú ekki um allar gjafirnar
sem þú hefur gefið mér um ævina
sem eru óteljandi; allar afmælis-
og jólagjafirnar, allar gjafirnar
sem þú gafst mér þegar þú hafðir
ferðast erlendis og ekki síst alla
fallegu hlutina sem þú gafst mér
sem nafna mín hafði átt.
Allt þetta er svo dýrmætt en
ekkert jafn dýrmætt og hafa átt
þig að og renna tárin hratt niður
kinnarnar þegar ég kveð þig í
huganum og þakka þér fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig og
svo risastór hluti af mínu lífi.
Því miður á ég ekki heiman-
gengt núna til að fylgja þér síð-
ustu sporin sem ég svo vildi geta
gert en veit þú skilur það svo vel
og fyrirgefur mér það því það er
eitt af því sem við ræddum og
vorum sammála um að ef sú staða
kæmi upp þá skipti það svo
miklu, miklu meira máli að hitt-
ast og tala saman í síma meðan
við gætum heldur en að fylgja
hvor annarri þegar önnur hvor
okkar væri látin.
Því þótt þú sért farin, elsku
Tona mín, þá ertu og verður alltaf
ljósið í lífi mínu og við Þór, Sig-
urjón og Kristján Snær vottum
öllum þínum ástvinum okkar
innilegustu samúð og biðjum Guð
og allar góðar vættir að vera með
þér og þeim öllum.
Ég veit að þú ert komin á
bjartan góðan stað þar sem vel er
tekið á móti þér og þökkum þér
fyrir samfylgdina og einlæga og
trygga vináttu.
Þín einlæg,
Jóna Kristín Sigurðardóttir,
Djúpavogi.
Antonía Sigríður
Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar