Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.01.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 ✝ Jón Þórissonfæddist á Siglu- firði 19. október 1948. Hann lést á heimili sínu 1. jan- úar 2016. Foreldrar Jóns voru hjónin Þórir Kristján Konráðs- son bakarameist- ari, f. 10.7. 1916 á Ísafirði, d. 20.3. 1995, og Hrönn Jónsdóttir húsmóðir, f. 4.1. 1918 á Siglufirði, d. 18.5. 2005. Systkini Jóns eru Fylkir, f. 1941, Helga, f. 1943, Jens, f. 1946, Konráð, f. 1952, d. 2014, Vörður, f. 1958, og Þorbjörg, f. 1959. Jón kvæntist Ragnheiði Krist- ínu Steindórsdóttur leikkonu, f. 26.6. 1952, 2014 eftir áratuga sambúð. Börn Jóns og Ragn- heiðar eru Steindór Grétar, f. 1.10. 1985, og Margrét Dórót- hea, f. 9.5. 1990. Sambýliskona Steindórs er Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988. Sambýlis- maður Margrétar er Jón Geir Jóhannsson, f. 1975. útilistaverk og minnisvarða, t.d. Hvirfil í Sandgerði. Hann átti þátt í hönnun og leikhús- tæknilegri útfærslu á Borgar- leikhúsinu og gerði hátt í 40 leikmyndir fyrir LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleik- húsinu. Hann vann mikið við kvikmyndir og sjónvarp, þ.á m. eru Land og synir, Útlaginn, Vér morðingjar, Steinbarn, Hælið, Dómsdagur og Brekku- kotsannáll (í samstarfi við Björn Björnsson). Jón kom að undirbúningi og hafði umsjón með nokkrum er- lendum gestasýningum á Lista- hátíð, m.a. fyrir San Francisco- ballettinn. Hann átti sæti í stjórn LR af og til á árunum 1982 til 2000. Einnig var hann um langt skeið í inntökunefnd Félags íslenskra leikara og var einn af stofnend- um Samtaka um leikminjasafn og sat þar í stjórn. Á seinni árum starfaði Jón einkum við söfn og sögusýn- ingar og gerði m.a. Þórbergs- setur á Hala í Suðursveit og Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 15. janúar 2016, klukkan 13. Jón lauk gagn- fræðaprófi á Siglu- firði 1965 og starf- aði síðan nær óslitið við leikmyndagerð í leikhúsi og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann stundaði nám við MHÍ 1970-1972, nam leikmynda- gerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hlaut starfs- þjálfun hjá Danmarks Radio & TV. Jón starfaði lengst af hjá LR en einnig fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslensku óperuna, Íslenska dansflokkinn, Ríkissjónvarpið, Stöð 2, þýsku stöðina NDR, London Weekend, Ísfilm og fjölda áhugamannaleikfélaga. Jón vann með fjölmörgum sjónvarps- og kvikmyndagerð- armönnum, setti upp vörusýn- ingar og hlaut verðlaun fyrir hönnun sýningarbása og um- búða. Hann innréttaði veit- ingastaði og verslanir og gerði Kær bróðir minn er látinn eftir hetjulega baráttu. Minningarnar eru dýrmætar, – góðar, fallegar, skemmtilegar, ljúfar og jafnvel erfiðar og sárar en allar dýrmæt- ar. Ein sú allra yndislegasta er þegar Nonni og Heiða buðu í partí í Iðnó hinn 30.8. 2014. Veðrið var dásamlegt og svanirnir syntu við Tjarnarbakkann. Þau tóku á móti okkur í anddyrinu glöð og glæsi- leg, Heiða í rauðum kjól og rauð- um skóm, Nonni í gráum fötum með rautt bindi. Síðan var boðið í salinn, sviðið var blómum skreytt og ljúfir tónar þeirra félaga Sig- urðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar ómuðu. Gestirnir komu sér fyrir og Nonni og Mar- grét Dóróthea stigu á svið. Allir biðu með eftirvæntingu eftir framhaldinu og þá hljómaði brúð- armarsinn og Steindór Grétar leiddi mömmu sína inn gólfið og upp á svið þar sem séra Örn Bárð- ur gaf þau saman. Þetta var und- urfallegt, hjartnæmt og óvænt, það var varla þurrt auga í salnum. Eftir faðmlög, kossa og mynda- tökur var boðið upp á næstu hæð. Þar beið einstaklega hátíðlegt og fallegt borð, ljúffengur matur og vel valin vín. Sigríður Thorlacius andaði fallegum söng sínum til okkar í nokkrum lögum. „Sérleg- ur sendiherra“ var toppurinn. Heiða las ljóð af sinni alkunnu snilld og Nonni hélt skemmtilega ræðu um kynni þeirra Heiðu. Þeg- ar þessi unga og fallega leikkona, nýútskrifuð frá London, kom til að leika Lillu í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Farið var með Saumastofuna í sýningarferð um landið og flaug Nonni vestur á Ísafjörð til að koma á Heiðu gull- hnút sem hún hefur síðan borið á fingri sér. Veislan endaði uppi á efsta lofti í Iðnó. Staðurinn svo táknrænn, staðurinn þar sem þau kynntust og störfuðu. Fyrir rúmlega 50 árum var auglýst leiksviðsstarf hjá Leik- félagi Reykjavíkur, ég svaraði auglýsingunni fyrir Nonna hönd. Þetta gæti hentað honum á meðan hann væri að komast að hvað hann vildi læra eða vinna við. Á skrif- stofu Leikfélagsins tóku á móti mér Sveinn Einarsson og Stein- þór Sigurðsson. Þeir voru hissa þegar ég kom inn, svolítið eins og: Hvað er hún að vilja, heldur hún að þetta sé kvennastarf? Ég lýsti Nonna; duglegur, handlag- inn, verkhagur, listrænn, hug- myndaríkur og útsjónarsamur. Hugsar verk í þaula, útfærslu og lausnir áður en hann framkvæmir. Hann væri að mála fyrir Rarik úti á landi og því ekki hægt að ná í hann. Þeir spurðu spurninga og þögðu um stund, litu svo hvor á annan og sögðu mér síðan að senda drenginn til þeirra þegar hann kæmi í bæinn. Þá var það erfiðasta eftir, – að segja Nonna frá þessu frumhlaupi mínu. Mér til mikils léttis tók hann því ótrú- lega vel. Hann var ráðinn, tæp- lega 17 ára gamall, fann sína hillu í lífinu og fékk sitt ágæta viður- nefni Mínus. Hann hefur aldrei kvartað alvarlega yfir stjórnsemi minni. Ég tel mig eiga lítinn þátt í að við fengum þennan happafeng í fjölskylduna sem Heiða er og seinna, miklu seinna, augastein- ana þeirra Steindór Grétar og Margréti Dórótheu. Að missa bæði Nonna og Konna á rúmu ári er sárt og sökn- uðurinn mikill en líka þakklæti fyrir góða samfylgd. Helga Þóris. Það er með sárum söknuði að við kveðjum góðan bróður, frænda og mág eftir langan að- draganda sem einkenndist af góð- um og slæmum fréttum til skiptis, en Nonni, eins og fjölskyldan kall- aði hann, var alltaf rósemin sjálf og tók þessu öllu af einstakri þol- inmæði og það var stutt í grínið eins og þegar frændi frá Ísafirði heilsaði honum og sagði: „Mikið lítur þú vel út.“ Þá svaraði Nonni: „Þú ættir að sjá mig að innan.“ Nonni hóf ungur störf sem sviðsmaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í gamla Iðnó og heill- aðist af leikhúsinu og fór fljótlega að læra leikmyndateiknun hjá Steinþóri Sigurðssyni, sem þá var leikmyndateiknari í Iðnó, og þar starfaði hann lengi eftir að námi lauk. Það var sérstakur skóli að læra leikmyndagerð í Iðnó og krafðist mikillar útsjónarsemi og hug- myndaflugs að gera leikmyndir þannig úr garði að hægt væri að skipta um svið milli atriða á ásætt- anlegum tíma þrátt fyrir að þar væri leiksviðið ekki stærra en góð stofa nú á tímum og nær engar geymslur fyrir leiktjöld og þar við bættist að ekki voru miklir fjár- munir úr að moða til efniskaupa. Í Iðnó lærði Nonni að gera góða leikmynd fyrir lítið fé sem var góð undirstaða. Nonni var sérlega vandvirkur og kynnti sér vel bakgrunn og tíð- aranda fyrir þær leikmyndir sem hann gerði og sem voru bundnar við ákveðið tímabil í sögunni og var sérlega fróður um verklag, innréttingar og húsbúnað á hinum ýmsu tímum Íslandssögunar og teiknaði búninga fyrir þær leik- myndir sem hann gerði. Á árunum sem sviðsmaður í gamla Iðnó hafði Nonni það verk- efni að draga frá leiktjöldin þegar sýningar hófust og það varð til þess að hann fékk viðurnefnið Jón mínus sem hann bar með stolti alla tíð. Nonni gerði fleira en að teikna leikmyndir fyrir leikhús, óperur, sjónvarp og kvikmyndir, hann setti upp fjölda safna og sýninga víða um land og hlaut verðlaun fyrir besta sýningarbásinn á Sjáv- arútvegssýningunni 2002, hann hannaði tréumbúðir fyrir Álfa- stein og hlaut fyrir þær Scanstar- verðlaunin 1992 og einnig Worldstar-verðlaunin 1992, einn- ig teiknaði hann innréttingar fyrir mörg veitingahús, verslanir og rakarastofu, hann tók þátt í og vann samkeppni 2007 um hönnun minnisvarða um vélbátaútgerð frá Sandgerði í hundrað ár, verkið heitir Hvirfill og stendur við höfn- ina í Sandgerði. Eftir að Nonni stofnaði heimili með Ragnheiði Steindórsdóttur og börnin Steindór og Margrét komu til sögunnar urðu fjöl- skyldutengslin nánari og þar sem báðir foreldrar unnu í leikhúsi og þurftu oft á barnapössun að halda kynntumst við börnunum vel. Minnisstætt er brúðkaup þeirra hjóna sem þau héldu öllum að óvörum og var það haldið á gamla vinnustaðnum þeirra beggja í Iðnó við Tjörnina. Samheldnin í fjölskyldunni var alltaf góð og Nonni hélt uppi stemningunni í fjölskylduboðum með óþrjótandi sögum og gaman- semi. Nonna er sárt saknað en minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Ragnheiði, Steindóri Grétari og Margréti Dórótheu vottum við innilega samúð okkar. Fylkir Þórisson, Bärbel Valtýsdóttir, Jens Fylkisson. Það var yndislegt að eignast lítinn bróður Einkum til að leika sér við hann Í furðumyndum birtist þessi bróðurást Í bernskunni en fyrir einhvern galdur Við sem þurftum hálfan daginn helst að slást Hættum báðir því um skólaaldur Ég man hann sagði „ekki borða allt frá mér“ Þó ekki festist á hann nokkurt spik Með frásagnir hann lærði fljótt að leika sér Svo líklega var þetta skammarstrik Að láta ekki góða sögu gjalda þess Sem gerðist kannski í veruleika og raun En segja frá og yrkja jafnvel annað vers Þá uppsker maður gleði í sögulaun Það var yndislegt að eignast lítinn bróður En ákaflega sárt að missa hann Jens. Látinn er langt fyrir aldur fram elskulegur mágur minn. Hann var eftirtektarverður í þjóðfélaginu frá unga aldri í hvítum gærupels með hatt yfir liðuðu síðu hári hippatímans. Hann gerði leik- mynd fyrir okkur í Versló og eign- aðist vini fyrir lífstíð meðal skóla- félaga minna en hann var ætíð vinmargur og fór aldrei í mann- greinarálit. Síðar kynntist ég hon- um þegar ég kom inn í fjölskyld- una sem feimin kærasta Konráðs, yngri bróður hans. Ég var fljót að átta mig á því hvílíkur mannkosta- maður hann var. Nonni hjálpaði okkur unga parinu að koma undir okkur fótunum og lánaði í útborg- un í lítilli íbúð. Þegar við greidd- um skuldina tók hann ekki í mál að við greiddum vexti. Í sumar minntist ég á þetta með þökk, þá varð honum að orði: „Nú, ég var alveg búinn að gleyma þessu.“ Við upprifjun á rúmlega fjöru- tíu ára samleið með Nonna finn ég aðeins góðar minningar. Slíkt er dýrmætt. Hann sýndi því ætíð áhuga sem aðrir í fjölskyldunni voru að gera, leiðbeindi og hjálp- aði. Jón var búinn miklum listræn- um hæfileikum sem hann var ós- ínkur á að deila með öðrum. Má þar nefna þegar ég var búin að vera lengi að basla við að raða saman ljósmyndum fyrir sýningu og fékk að sjálfsögðu hjálp hjá Nonna. Hann raðaði myndunum saman á örskotsstund og auðvitað var þetta best eins og Nonni gerði það. Bræðurnir Nonni og Konni voru um margt samstiga, þrátt fyrir að hafa valið sér mismunandi starfsvettvang. Oft sköruðust leiðir þeirra, t.d. þegar þeir tóku þátt í fyrstu uppsetningu á Hárinu, og unnu báðir að Vísinda- vöku. Þannig voru þeir oft sem tvær hliðar á sama peningi enda líkir að skapferli og höfðu svipaða kímnigáfu. Konni fylgdist náið með Nonna í veikindum hans, Nonni var einn af fáum sem náðu að heimsækja sjúkrabeð bróður hans rétt fyrir óvænt andlátið. Í þessu birtist væntumþykja þeirra hvors gagnvart öðrum þótt ekki ræddu þeir það sérstaklega, en æðruleysi og umhyggja fyrir öðr- um var eitt af því sem sameinaði þá. Nonni var hæfileikaríkur lista- maður og verkin mynda honum minnisvarða víða í þjóðfélaginu. Hann hafði ríka frásagnargáfu, sagði sögur sem hann kryddaði með góðri kímnigáfu. Nonni var alla tíð barnagæla, ekki er langt síðan ég fór til þeirra Heiðu með barnabörnin. Þar tók hann sér góðan tíma í að leika við tæplega tveggja ára stúlku. Eftir heimsóknina tönnlaðist hún á: „Nonni, Nonni.“ Lýsandi fyrir það hvernig hann snerti hug allra. Þetta síðasta ár hafa Nonni og Heiða verið okkur fjölskyldunni ómetanlegur styrkur og er óskilj- anlegt hvernig þau á sinn óeigin- gjarna hátt hafa stutt okkur í erf- iðleikum, þrátt fyrir alvarleg veikindi Nonna. Slíkt verður aldr- ei fullþakkað. Elsku Heiða mín, Steindór Grétar, Margrét Dórothea og allir sem eiga um sárt að binda, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hans er sárt saknað, en með lífi sínu skilur hann eftir lærdóm sem við sem eftir lifum höfum vonandi vit á að láta verða okkur leiðarljós inn í framtíðina. Ég kveð minn elskulega mág með orðunum sem hann kvaddi mig svo fallega með örstuttu fyrir andlátið, þar sem hann sat og skartaði enn liðaða hárinu sínu: „Góða nótt.“ Margrét Auðunsdóttir. Ég man ekki eftir Nonna öðru- vísi en brosandi í kampinn, alltaf svolítill töffari, undir hárinu glitr- andi augu. Ég átti lengi risastóran gráan mjög loðinn tuskuhund sem var í miklu uppáhaldi. Ég náði ekki utan um loðinn tuskuhundinn fyrr en ég var orðin sex ára, svo fyrirferðarmikill og glæsilegur var hann, og ég nefndi hann að sjálfsögðu Nonna í höfuðið á gef- andanum sem var líka í uppáhaldi enda fyndinn og hugmyndaríkur frændi auk þess að vera á þeim tíma ansi loðinn með mikið hár og skegg og oft í loðnum jakka. Hann var hlýr, hógvær og ljúfmenni, alltaf tilbúinn til að bjóða fram að- stoð og undantekningalaust með margar góðar lausnir á ýmsum vandamálum sem gátu komið upp. Það var því auðvelt að leita til hans þegar við vorum að bisa við að setja upp nemendaleikrit eða finna leikmuni fyrir danssýningar. Sköpunargyðjan hefur alltaf fylgt Nonna og Heiðu og heldur áfram á ýtinn hátt að gauka hug- myndum að yndislegum frænd- systkinum mínum, Steindóri Grétari og Margréti Dórótheu, sem eru skemmtilega ólík þegar kemur að því hvaða aðferðir þau nota til að vinna úr þeim. Hann var umhyggjusamur og natinn við börnin þegar þau voru lítil og ég man sérstaklega vel eftir því hversu vel hann passaði upp á að þau færu sér ekki að voða. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með Nonna, en syrgi að sá tími varð ekki lengri því hann var einn af þeim sem auðga og skapa og gleðja. Leik- húsið er þannig að verkin standa ekki nema í stutta stund og geym- ast í myndum og minningum en önnur verk hans, eins og þau sem hann vann fyrir kvikmyndir, standa enn og valda hughrifum. Þar vil ég sérstaklega nefna Þór- bergssetur sem Nonni hannaði á þann veg að engu er líkara en menn gangi að bókum Þórbergs í landi trölla, sem vafalaust verður þess valdandi að fólk brosir í kampinn sem fer þar um. Þrátt fyrir að þau hjónin hafi boðið okkur systkinunum oftar í leikhús en ég get talið og opnað augu mín fyrir fleiri verkum en mér hefði sjálfri dottið í hug fannst Nonna ómögulegt annað en að greiða mér fyrir að passa Stein- dór og Margréti eina kvöldstund. Þetta var dæmigert fyrir Nonna, hann var mannvinur og fór vel að fólki og fannst það svo lítið mál að aðstoða og gleðja fólk að það tók því ekki að muna sérstaklega eftir því. Takk fyrir allt. Fífa Konráðsdóttir. Elskulegur föðurbróðir okkar er látinn, langt fyrir aldur fram. Hann var gull af manni og við munum sakna hans sárt. Við erum ekki trúuð en þó vonum við að hann og pabbi okkar séu einhvers staðar núna að teika bíla, búa til leiksýningar eða spjalla um dag- inn og veginn. Nonni hjálpaði okkur iðulega við ýmis verkefni. Það borgaði sig alltaf að spyrja hann ráða þegar maður var að hanna og smíða. Sama hvað þurfti að búa til, Nonni gat annaðhvort stungið upp á góð- um efnivið og aðferð eða hann þekkti mann sem gat gert það. Það kom fyrir að hann var skyndi- lega búinn að teikna hlutinn fyrir mann meðan á samræðunum stóð. Það vita það kannski ekki margir en Nonni hafði líka mikinn áhuga á fornleifafræði og var afskaplega gaman að spjalla við hann um sýn- ingar sem hann var að setja upp hér og þar um landið. Hann var alltaf góður við börnin og það var algengt að sjá hann með eitthvert krílið í fanginu í fjölskylduboðum. Hann sýndi þeim einlægan áhuga og gaf sér tíma til að ræða málin við þau. Eitt skiptið tókst honum meira að segja að fá ungan frænda til að taka fyrstu skrefin sín. Nonni var endalaust forvitinn um verkefni okkar og viðfangs- efni. Hann var óþrjótandi upp- spretta af frábærum sögum, enda umgekkst hann marga áhuga- verða karaktera gegnum tíðina. Hann tók sjálfan sig mátulega al- varlega og var alltaf til í grín, sér- staklega þá gerð af gríni sem köll- uð er pabbagrín eða fimm- aurabrandarar og átti hann þá ófáa á lager. Nonni tók músum og mönnum alveg eins og þau komu fyrir. Slíkur maður er ómetanleg- ur. Merki ósérhlífni hans, látleysis og natni finnast víða um samfélag- ið og margir finna sig knúna til að minnast hans í dag. Nonni minn, Heiða þín og Margrét og Steindór eiga alla okkar samúð. Vertu sæll kæri frændi og takk fyrir allt. Hrönn Konráðsdóttir og Svavar Konráðsson. Með skömmu millibili hafa stór skörð verið höggvin í barnahóp þeirra Nönnu Jóns og Þóris bak- ara frá Siglufirði. Látinn er í bar- áttu við illvígan sjúkdóm vinur minn, samstarfsmaður og frændi, Jón Þórisson leikmyndahönnuð- ur. Rétt rúmt ár er síðan við kvöddum Konna bróður hans. Jón er alinn upp í stórum systk- inahópi, á Siglufirði í hringiðu Síldarævintýrisins. En búsetan var ekki eingöngu bundin við Sigló því bakarinn Þórir sá land- vinningana víðar á landinu; Sauð- árkróki, Grímsey, Neskaupstað og Reykjavík. Ég hafði fylgst með frænda úr fjarlægð þegar tók að bera á hon- um í fjölmiðlum, s.s. sjónvarpinu þar sem hann byrjaði ungur að vinna ásamt Fylki bróður sínum. Jón var uppátækjasamur lista- maður og húmoristi og því oft fenginn í sprell. Hann kom svo oft norður með leikhópum íklæddur gæru með hár niður á herðar og vakti þá ekki síður athygli. Í slíkri múnderingu vann hann við gerð myndarinnar Lands og sona, sem tekin var í Svarfaðar- dal. Þá steig frændi út úr drossíu sinni í gærunni á sandölum. Bens- índömunni þótti mikið til koma og mælti: Þú ert bara alveg eins og Jesús! Nonni gekk inn og greiddi fyrir dropann en kastaði svo fram þessari vísu þegar hann steig upp í dollaragrínið: Þó að svipaðir séum í sjón og sama birta af okkur lýsi þá er víst að ég er Jón því Jesú greiðir öðruvísi. Eftir Nonna liggja ótal leiksýn- ingar, kvikmyndirnar Land og synir og Útlaginn. Og Þórbergs- setur þar sem mér finnst sköpun- argleði hans rísa hvað hæst. Leiðir okkar lágu svo saman í fyrirtæki mínu Merkismönnum, þar sem segja má að Jón hafi tekið að sér Skeljung í sambandi við sjávarútvegssýninguna stóru. Ár- ið 2002 vann bás Skeljungs fyrstu verðlaun sem besti sýningarbás- inn, tilnefndur 2005 og aftur 2008 og fyrstu verðlaun 2011. Samstarf okkar Nonna bar svo sannarlega árangur. Hann var einstaklega ljúfur í allri umgengni. Hækkaði aldrei róminn. Hafði sitt fram með hægð og festu. Hóaði í frænda þegar fór að hvessa. Nonni var sagnaglaður og skemmtilegur. Hermdi vel eftir. Jón Þórisson HINSTA KVEÐJA Sannri vináttu verður aldrei lýst með orðum. Sé það hins vegar reynt, duga bara orð færustu penna. „Þokan sem skríður inn eftir dalnum, er í sama lit og húsið. Hún umvefur það, einsog yfirgef- ið barn. Ef einhverntíma rofar til aftur, sést að þokan hefur tekið húsið með sér og bara trén eru eftir.“ (Gyrðir Elíasson, úr smáprósanum Eyðibýlið) Vinarkveðja, Egill Eðvarðsson. Vissum vel hvað við átt- um, áður en við misstum. Vináttu góðs félaga í leik og starfi. Söknum. Þökkum. Gleðjumst yfir gnótt ljúfra minninga. Jóhanna og Tómas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.