Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 35

Morgunblaðið - 15.01.2016, Page 35
IESE í Barcelona sem kallast Deve- loping Leadership Competencies. Inga Lind hóf störf sem blaða- maður á DV 1996 en byrjaði í sjón- varpi þegar SkjárEinn var stofnaður haustið 1999. Hún var frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 um árabil en hefur undanfarin ár unnið sjálfstætt að sjónvarpsverkefnum sem sýnd hafa verið ýmist á Skjá- Einum eða Stöð 2. Hún starfrækir nú, ásamt Hlyni Sigurðssyni, eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir SKOT productions. Inga Lind var virk í starfi ungra sjálfstæðismanna áður en hún hóf að starfa sem fréttamaður, skipaði m.a. efsta sætið á framboðslista Vöku ár- ið 2000, stundaði ræðumennsku á framhaldsskólaárunum og vann sér, fyrst kvenna, inn titilinn Ræðumað- ur Íslands í MORFÍS 1995. Hún sat í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ 1995-2013, var formaður síðustu átta árin, og sat í stjórn Hjallastefnunnar 2006-2013. Inga Lind flutti með fjölskyldu sinni til Barcelona sumarið 2012 og aftur til baka sl. sumar. Helstu áhugamál Ingu Lindar fyr- ir utan menntamál og jafnrétti kynjanna eru stangveiði, skíðaferðir og tennis, en umfram allt samvera með fjölskyldunni og góðum vinum: „Við hjónin förum mikið í veiði- ferðir og eigum okkur uppáhaldsár um allt land. Ég vil samt ekki gera upp á milli þeirra með því að nefna sumar og sleppa öðrum. Það er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Annars eru ár eins og vín: Verðið segir ekki allt. Þú getur farið í dýra á og orðið fyrir vonbrigðum og farið í ódýra á, notið þess til hins ýtrasta og fengið lax sumarsins.“ Fjölskylda Eiginmaður Ingu Lindar er Árni Hauksson, f. 25.7. 1966, fjárfestir. Foreldrar hans eru Margrét Schram, f. 18.1. 1943, heimspek- ingur, búsett í Kópavogi, og Haukur Hauksson, f. 15.8. 1938, d. 13.3. 1971, blaðamaður. Stjúpfaðir Árna er Páll Gústaf Gústafsson, f. 27.10. 1943, viðskiptafræðingur í Kópavogi. Börn Ingu Lindar eru Arnhildur Anna Árnadóttir, f. 23.6. 1992, nemi (stjúpdóttir); Hrafnhildur Helga Össurardóttir, f. 25.3. 1997, nemi; Matthildur Margrét Árnadóttir, f. 29.9. 2000, nemi; Haukur Árnason, f. 16.4. 2002, nemi, og Jóhanna Hildur Árnadóttir, f. 6.6. 2008, nemi. Bróðir Ingu Lindar er Bjarki Karlsson, f. 10.3. 1965, ljóðskáld og málfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Ingu Lindar eru Karl Valgeir Jónsson f. 7.1. 1942, kennari á eftirlaunum, og Hrafnhildur Kon- ráðsdóttir, f. 11.11. 1944, bókari á eftirlaunum. Þau búa í Garðabæ. Úr frændgarði Ingu Lindar Karlsdóttur Ingibjörg Lind Karlsdóttir Benónýja Þiðriksdóttir húsfr. á Grenjum Baldvin Jónsson b. á Grenjum í Mýrasýslu Þuríður Baldvinsdóttir húsfr. í Hrunamannahreppi Konráð Guðmundsson húsasm. í Hrunamannahr. Hrafnhildur Konráðsdóttir bókari í Garðabæ Guðný Arngrímsdóttir húsfr. á Hafurshesti Guðmundur Bjarnason b. á Hafurshesti í Önundarfirði Bjarki Karlsson málfræðingur og ljóðskáld Guðrún E. Guðmunds- dóttir verslunarm. í Rvík Fanney Guðmundsdóttir garðyrkjub. í Fossvogi Ingimundur Guðmunds- son b. á Tannanesi Vésteinn Guðmundsson efnaverkfr. og framkvæmdastj. Kísiliðjunnar við Mývatn Árni Reynisson framkvæmdastj. og vátryggingamiðlari í Garðabæ Björn Sigurbjörnsson rak garðyrkju- stöðina Gróanda í Mosfellsdal Daði Ingimundarson skólastjóri á Ljósafossi Auður S. Vésteinsdóttir bankastarfsm. í Rvík Elín Sveinsdóttir útsendingastj. Stöðvar 2 Ásta Þorbjörg Guðmundsdóttir, fyrsta konan sem lærði og starfaði við járnsmíði hér á landi Guðlaug Árnadóttir húsfr. í Bolungarvík Rósmundur Pálsson vélvirki og járnsm. í Bolungarvík Jónína P. V. Rósmundsdóttir húsfreyja á Flateyri Friðrik G. Jón Guðmundsson múrarameistari í Kópavogi Karl Valgeir Jónsson kennari í Garðabæ Jóhanna Ingimundardóttir húsfreyja í Tannanesi Guðmundur Kr. Guðmundsson b. í Tannanesi í Önundarfirði, bróðursonur Ingileifar, ömmu Halldórs alþm. og Guðmundar Inga skálds Kristjánssonar frá Kirkjubóli Sjónvarps- og þáttagerðarkonan Inga Lind Karlsdóttir. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Hjálmar fæddist á Hvilft í Ön-undarfirði 15.1. 1915. For-eldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi á Hvilft, og Guðlaug J. Sveinsdóttir. Finnur var sonur Finns, bónda þar Magnússonar, b. þar Magnús- sonar, bróður Ásgeirs, alþm. á Þing- eyrum, og Torfa, alþm. á Kleifum, en systir Magnúsar var Ragnheiður, amma Torfa tollstjóra og Snorra skálds Hjartarsona. Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins Rósinkranzsonar, skipstjóra á Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóðleikhússstjóra, en systir Sveins var Kristín, amma Kristjáns Ragnarssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra LÍÚ. Meðal systkina Hjálmars voru Ragnheiður skólastjóri; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiskimálasjóðs; og Gunnlaugur, alþm. á Hvilft. Eiginkona Hjálmars var Doris Finnsson, f. Walker, sem lést 1992, hjúkrunarfræðingur, og eignuðust þau þrjú börn. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MA 1938, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1941 og stundaði framhaldsnám í fyrirtækjastjórnun við University of Southern California 1941-42. Hjálmar stofnaði viðskiptafyrir- tæki í New York 1942, var umboðs- maður íslenskra verslunar- og iðn- fyrirtækja við innkaup í Bandaríkj- unum 1942-48, var framkvæmda- stjóri fyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaður Loftleiða hf. í Bandaríkjunum, m.a. við öflun var- anlegs lendingarleyfis 1947-48. Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavík 1949-52. Þá kom mjög til álita að sameina Loft- leiðir og Flugfélag Íslands og að Hjálmar yrði forstjóri hins nýja flugfélags. Hann var forstjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi 1952-85, sat í Flugráði, í samninga- nefnd um flugleyfi til Evrópulanda og var m.a. formaður Félags við- skiptafræðinga. Hjálmar var fróður maður, hressi- legur í viðmóti og skemmtilegur við- mælandi. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Hjálmar lést 10.7. 2004. Merkir Íslendingar Hjálmar Finnsson 85 ára Axel Sölvason Ásmundur Uni Guðmundsson Hermann Sigtryggsson Ingibjörg Helga Óskarsdóttir 80 ára Eiríkur Gunnar Ólafsson Ernst Hermann Ingólfsson 75 ára Hrafnhildur Guðmundsdóttir Valgerður Sigurðardóttir 70 ára Ástríður Jónsdóttir Dóra Björg Gissurardóttir Guðmundur R. Óskarsson Hrafn H. Oddsson Höskuldur Þráinsson Rebekka Jónasdóttir Svava Guðmundsdóttir Þórleifur Jóhann Haraldsson 60 ára Ástríður H. Thoroddsen Elín Ásta Birgisdóttir Guðbjörg E. Hrafnsdóttir Guðrún Björg Einarsdóttir Guðrún María Kristinsdóttir Gunnar Oddur Rósarsson Henryka Maria Czekala Jens Sigursveinn Herlufsen Jóel Kristjánsson Jóhannes Kárason Konráð Stefán Gunnarsson Margrét Stefánsdóttir 50 ára Árni Þór Freysteinsson Ásgeir Ásgeirsson Guðmundur Karl Karlsson Gunnhildur Helgadóttir Halla Bergþóra Halldórsdóttir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir Jolanta Dziubak Marta Leósdóttir Unnur Magnúsdóttir 40 ára Ásmundur Bjarni Árnason Debbie María Shackelford Edda Björg Sverrisdóttir Elín Sigríður Jónsdóttir Elísabet Hulda Einarsdóttir Gerða Björnsdóttir Guðmundur Þór Gunnarsson Hanna María Hjálmtýsdóttir Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir Ingólfur Rúnar Ingólfsson John Karl Samuel Kristiansen Jón Grétar Höskuldsson Kolbrún Ýr Jónsdóttir Ragnheiður María Sverrisdóttir Sandra B. Gunnarsdóttir Sigurður Helgi Jónsson Steinunn J.L. Þórisdóttir Þóranna Kristín Jónsdóttir Ægir Laufdal Traustason 30 ára Björn Þór Sveinbjörnsson Dagrún Davíðsdóttir Elfa Steinarsdóttir Elvar Þór Hjörleifsson Geir Konráð Theódórsson Hanna María Karlsdóttir Jakob Óskar Heiðarsson Jórunn Guðrún Hólm Margeir Ásgeirsson Rut V. Stefánsdóttir Rúnar Rafn Ægisson Til hamingju með daginn 30 ára Tómas ólst upp í Bandaríkjunum, Belgíu og Hafnarfirði, býr í Hafnar- firði, er að læra kerfis- fræði við HR og er sér- fræðingur hjá Þekkingu ehf. Unnusta: Marta Lucia leikskólakennari. Foreldrar: Jón Bergþór Kristinsson, f. 1962, ráð- gjafi hjá Advania, og Kate- lijne Beerten, f. 1963, gæðavottunarstjóri hjá Hótel Reykjavík Natura. Tómas Dan Jónsson 30 ára Sigríður býr í Garðabæ, lauk lögfræði- prófi frá HR og er lög- maður. Maki: Elvar Örn Svavars- son, f. 1986, vélvirki. Bræður: Ari, f. 1988, lög- fræðingur, og Davíð, f. 1993, viðkiptafræðinemi. Foreldrar: Fanney Ósk- arsdóttir, f. 1958, lög- fræðingur, og Guðjón Er- ling Friðriksson, f. 1954, bæjarritari í Garðabæ. Þau búa í Garðabæ. Sigríður Dís Guðjónsdóttir 30 ára Harpa ólst á Húsavík, býr þar, lauk B.Ed-prófi frá HÍ og er kennari við Borgarhóls- skóla á Húsavík. Maki: Kjartan P. Þór- arinsson, f. 1982, tóm- stunda- og æskulýðs- fulltrúi á Húsavík. Dóttir: Ísabella Anna, f. 2011. Foreldrar: Hafdís Halls- dóttir, f. 1957, og Ásgeir Þórðarson, f. 1957, d. 2012. Harpa Ásgeirsdóttir - vinnufatnaður ogöryggisskór. Vertuvel til fara í vinnunni! 10.472kr. 13.831kr. 8.143kr. 7.661kr. 10.039kr. 11.831kr. 17.846kr. 8.143kr. 10.472kr. 21.193kr. 17.650kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.