Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 41

Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2016 Alan Rickman, einn dáðasti leik- ari Bretlands, er látinn, 69 ára að aldri, af völdum krabbameins. Rickman var þekktur af mörg- um eftirminni- legum hlut- verkum í kvikmyndum, m.a. sem Snape í Harry Potter-syrpunni og hryðju- verkamaðurinn Hans Gruber í Die Hard. Hann vakti þó fyrst athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í leikhúsi og hóf feril sinn með Royal Shakespeare Company. Af verð- launum sem hann hlaut má nefna Golden Globe, Emmy og Bafta. Rickman látinn Alan Rickman Síleski arkitektinn Alejandro Ara- vena hlýtur hin virtu Pritzker- verðlaun í ár, en þau eru ein virtasta viðurkenning sem veitt er á sviði arkitektúrs. Aravena, sem er 48 ára gamall, hefur einkum einbeitt sér að hönnun ódýrra lausna á íbúðarhúsnæði auk þess sem hann hefur tekið þátt í endurhönnun bæja og borga sem náttúruhamfarir hafa leikið illa. Hönnun Aravenas er af valnefnd- inni sögð vera álitlegur kostur fyrir tekjulága samfélagshópa, glíma á at- hyglisverðan hátt við afleiðingar hamfara, draga úr orkusóun og skapa hlýleg opinber rými. Formaður nefndarinnar segir í yfirlýsingu að byggingar hans séu frumlegar og uppörvandi og sýni hvernig arkitektúr geti, í sinni bestu mynd, haft jákvæð áhrif á líf fólks. Í viðtali hefur Aravena sjálfur sagt verk sín mótast meira af þjón- ustu við samfélagið en fagurfræði- legri hönnun. Hann hefur ekki verið talinn til stjörnuarkitekta samtím- ans en nýtur þó mikillar virðingar og er í ár stjórnandi Feneyjatvíærings- ins í arkitektúr. AFP Kröftugur Miðstöð uppgötvana við kaþólska háskólann í Santiago í Síle, hönnun Alejandros Aravenas sem hreppti nú Pritzker-verðlaunin. Aravena hlýtur Pritzk- er-verðlaunin í ár Helgi Snær Sigurðsson Silja Björk Huldudóttir Annað árið í röð er Jóhann Jóhanns- son tilnefndur til Óskarsverðlauna, að þessu sinni fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Sicario. Þetta kom í ljós í gær þegar tilnefningar til Ósk- arsverðlaunanna í ár voru kunn- gjörðar. Fjögur önnur tónskáld eru tilnefnd fyrir bestu tónlistina, þ.e. Thomas Newman fyrir Bridge of Spies, Carter Burwell fyrir Carol, Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight og John Williams fyrir Star Wars: The Force Awakens. „Þetta er mjög ánægjulegt, gleði- leg tíðindi og mikill heiður að vera tilnefndur í annað skipti. Mér finnst sérstaklega gaman að það sé fyrir þessa mynd og fyrir þessa tónlist. Þetta er tónlist og kvikmynd sem stendur mér mjög nærri og er per- sónulegra verkefni að mörgu leyti en The Theory of Everything. Mér þykir mjög vænt um þessa mynd og sérstaklega af því ég átti mikið sam- starf við leikstjórann, Denis Ville- neuve. Sicario var önnur kvikmynd- in sem við unnum að saman og við erum að vinna að þriðju myndinni núna og að undirbúa þá fjórðu. Þannig að það er mjög ánægjulegt að þessi mynd og þetta samstarf okkar skuli fá þessa viðurkenningu,“ sagði Jóhann um tilnefninguna í gær í samtali við Morgunblaðið. Spennandi verkefni Næsta kvikmynd Villeneuves nefnist Story of Your Life og er hún með Amy Adams og Jeremy Renner í aðalhlutverkum. Í henni segir af málvísindamanni sem bandaríski herinn fær til að kanna hvort geim- verur sem lent hafa á jörðinni séu vinveittar eða hættulegar. „Þetta er vísindaskáldskapur og mjög spenn- andi verkefni. Hún verður væntan- lega frumsýnd í haust,“ segir Jó- hann. Spurður hvernig sé að vera í hópi tilnefndra með heimskunnum kvik- myndatónskáldum á borð við Ennio Morricone og John Williams segir Jóhann það frábært. „Þetta eru hetjur mínar, sérstaklega Morri- cone, og John Williams er náttúrlega mikill meistari. Carter Burwell er líka tónskáld sem ég hef miklar mætur á og þetta eru allt frábærir tónlistarmenn. Það er mikill heiður að fá að vera með í þeim hópi.“ Iñárritu tilnefndur að nýju Kvikmyndin Sicario hlaut samtals þrjár tilnefningar, þ.e. fyrir bestu frumsömdu tónlistina, bestu hljóð- vinnsluna og bestu kvikmyndatök- una. Flestar tilnefningar eða tólf tals- ins hlaut hins vegar The Revenant, en hún er m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir bestan leik karla bæði í aðal- og aukahlutverki auk þess sem Alejandro González Iñ- árritu er tilnefndur sem besti leik- stjórinn, en þess má geta að í fyrra vann Iñárritu til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir Birdman sem jafnframt var valin besta mynd ársins. Alls eru átta kvikmyndir tilnefnd- ar sem besta mynd ársins í ár, en þær eru í stafrófsröð: The Big Short, Bridge of Spies, Brooklyn, Mad Max: Fury Road, The Martian, The Revenant, Room og Spotlight. Fyrir bestu leikstjórn eru til- nefndir þeir Adam Mckay fyrir The Big Short, George Miller fyrir Mad Max: Fury Road, Alejandro Gonzál- ez Iñárritu fyrir The Revenant, Lenny Abrahamson fyrir Room og Tom McCarthy fyrir Spotlight. Fyrir bestan leik konu í aðalhlut- verki eru tilnefndar þær Cate Blanc- hett fyrir Carol, Brie Larson fyrir Room, Jennifer Lawrence fyrir Joy, Charlotte Rampling fyrir 45 Years og Saoirse Ronan fyrir Brooklyn. Fyrir bestan leik karls í aðal- hlutverki eru tilnefndir þeir Bryan Cranston fyrir Trumbo, Matt Dam- on fyrir The Martian, Leonardo Di- Caprio fyrir The Revenant, Michael Fassbender fyrir Steve Jobs og Eddie Redmayne fyrir The Danish Girl. Fyrir bestan leik konu í auka- hlutverki eru tilnefndar þær Jenni- fer Jason Leigh fyrir The Hateful Eight, Rooney Mara fyrir Carol, Rachel McAdams fyrir Spotlight, Alicia Vikander fyrir The Danish Girl og Kate Winslet fyrir Steve Jobs. Fyrir bestan leik karls í auka- hlutverki eru tilnefndir þeir Christi- an Bale fyrir The Big Short, Tom Hardy fyrir The Revenant, Mark Ruffalo fyrir Spotlight, Mark Ryl- ance fyrir Bridge of Spies og Sylv- ester Stallone fyrir Creed. Myndirnar sem tilnefndar eru sem besta erlenda kvikmyndin eru Embrace of the Serpant frá Kól- umbíu, Mustang frá Frakklandi, Son of Saul frá Ungverjalandi, Theeb frá Jórdaníu og A War frá Danmörku. Þess má einnig geta að kvikmynd- in Gamlinginn sem skreið út um gluggann er tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir bestu förðun og hár en einn aðalframleiðenda hennar er Sigurjón Sighvatsson. Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Dolby-leikhúsinu í Hollywood sunnudaginn 28. febrúar nk. og er það í 88. sinn sem verðlaun- in eru afhent. Kynnir verður leik- arinn Chris Rock. Jóhann tilnefndur aftur  The Revenant hlaut flestar Óskarstilnefningar í ár eða 12 talsins  Fast á hæla henni koma Mad Max: Fury Road með 10 og The Martian með sjö alls Tólf Kvikmyndin The Revenant hlýtur 12 tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár og þá m.a. fyrir bestan leik karls í aðalhlutverki, Leonardos DiCaprios. Gullhnöttur Jóhann með Golden Globe-verðlaunin sem hann hlaut í fyrra fyrir tónlist sína við The Theory of Everything. AFP Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands RIDE ALONG 2 5:50, 8, 10:10 NONNI NORÐURSINS 3:50 ÍSL.TAL THE HATEFUL EIGHT 5, 9 DADDY’S HOME 8, 10:10 SISTERS 5:40 SMÁFÓLKIÐ 2D 3:45 ÍSL.TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.