Morgunblaðið - 15.01.2016, Síða 44
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. WOW: Of gott til að vera satt?
2. Alan Rickman látinn
3. Ekki kynlífsleikur heldur morð
4. Hvers vegna sofna karlmenn …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hátíðin Ljósmyndadagar Íslands
hófst í gær og stendur fram á sunnu-
dag með sýningum og öðrum uppá-
komum í söfnum á höfuðborgar-
svæðinu. Tvær einkasýningar verða
opnaðar klukkan 17 í dag í Gerðar-
safni í Kópavogi. Katrín Elvarsdóttir
sýnir ljósmyndaverkið „Margföld
hamingja“ og kemur það samtímis út
á bók. Myndirnar tók Katrín í Kína á
árunum 2010 til 2014 og skapar í
þeim persónulega frásögn með port-
rettmyndum af eldra fólki og náttúru
í manngerðu umhverfi. Á hinni sýn-
ingunni, „Uppsprettum“, gefur að líta
ljósmyndir sem Ingvar Högni Ragn-
arsson tók á nokkrum vikum í mann-
gerðum gróðurvinjum í Búkarest,
höfuðborg Rúmeníu. Ingvar var þar í
hópi fimm ungra norrænna ljósmynd-
ara sem unnu að verkefnum í
tengslum við umsókn Búkarest um
að verða menningarborg Evrópu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Horft til Búkarest og
Kína á sýningum
Sýning verður opnuð í kvöld klukk-
an 20 á verkum Sæmundar Þórs
Helgasonar myndlistarmanns í D-sal
Hafnarhússins, Listasafns Reykjavík-
ur, en salurinn er vettvangur yngri
listamanna. Sýningin
nefnist ÁVÖXTUN %.
Sæmundur skapar
verkin út frá upplýs-
ingum bankanna um
bestu ávöxtun upp-
hæðarinnar sem hann
fékk frá safninu
til að setja upp
sýninguna.
Sýning byggð á upp-
lýsingum bankanna
Á laugardag Suðaustan 5-13 m/s og snjókoma eða slydda með
köflum um landið sunnan- og vestanvert en lægir og styttir upp
eftir hádegi. Hiti um frostmark.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 8-15 m/s á Suður- og
Vesturlandi. Þykknar upp í kvöld og fer að snjóa og dregur úr
frosti. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjart og áfram kalt.
VEÐUR
Línumaðurinn Vignir Svav-
arsson var enn að jafna sig
af magakveisu þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann í
gær, en hann veiktist á hót-
eli íslenska liðsins í Þýska-
landi í vikunni. Hann vonast
til að geta beitt sér af full-
um krafti í kvöld og ekki
veitir af í leiknum mikil-
væga við Norðmenn. Er um
að ræða fyrsta leik Íslands
á EM í Póllandi og hefst
hann klukkan 17.15. »1
Magakveisa herj-
aði á Vigni
„Ragnheiður hefur unnið hörðum
höndum við að koma sér í leikform
eftir að hún kom heim sem hefur
endurspeglast í sífellt betri leik.
Ragnheiður á eftir styrkjast meira
þegar á tímabilið líður og við eigum
eftir að sjá hana enn betri en hún
hefur verið í síðustu leikjum,“ sagði
Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, meðal
annars um miðherjann Ragnheiði Be-
nónísdóttur sem er leikmaður um-
ferðarinnar í Dominos-deildinni í
körfubolta hjá Morg-
unblaðinu. »4
Ragnheiður kemur til
með að styrkjast meira
Nýliðar Hattar á Egilsstöðum hafa
ekki haft heppnina með sér í jöfnum
leikjum í Dominos-deild karla í körfu-
knattleik í vetur. Í gærkvöldi tapaði
liðið eftir framlengingu, 71:81, þegar
Austfirðingar fengu Grindvíkinga í
heimsókn. Grindvíkingar eru nú fjór-
um stigum fyrir ofan fallsæti sem og
ÍR-ingar sem unnu afar mikilvægan
sigur á FSu 106:72. »2-3
Erfið staða hjá FSu og
Hetti eftir töp í gær
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
POWERtalk-deildin Fífa í Kópavogi
fagnar 30 ára afmæli í dag og af því
tilefni ætlar stjórn Fífu að gefa
Kópavogsbæ nokkur gjafabréf fyrir
einstaklinga sem bærinn telur að
hafi gagn af þjálfun hjá Fífu til vors.
POWERtalk eru alheimssamtök
sem leggja áherslu á einstaklings-
miðaða þjálfun í tjáningu. Innan
POWERtalk International á Íslandi
eru sjö deildir og eru um 20 manns í
Fífu og þar af tveir karlar.
Guðrún Barbara Tryggvadóttir,
formaður afmælisnefndar Fífu og
landsforseti 2011-2012, segir að í
POWERtalk sé áhersla lögð á ræðu-
mennsku og fundarsköp. „Æfingin
snýst um venjulega sjálfsstyrkingu,“
segir hún. „Sumir byrjendur koma
titrandi á beinunum og þora varla að
segja nafnið sitt en standa vel fyrir
sínu að þjálfun lokinni.“
Gaman og alvara
Starfið er í föstum skorðum. Verk-
efnum er útdeilt og á næsta fundi
eru þeim gerð skil. Verkefnin geta
verið einföld eins og til dæmis að
lesa upp ljóð eða erindi um afmörkuð
málefni. „Þetta er bæði gaman og al-
vara,“ segir Guðrún og bendir á að
öll námsgögn komi frá alþjóðastjórn-
inni. „Í grasrótinni kennum við eldri
félagarnir þeim yngri.“
Guðrún segir að ástæður fyrir
þátttöku séu mismunandi. Sumir
vilji vera ræðuskörungar, aðrir vilji
fá þjálfun í að stjórna fundi. Sumir
vilji bara fá æfingu í því að standa
upp og segja sína skoðun. „Við erum
með stjórn, þar sem ritarar læra að
gera fundargerðir og gjaldkerar
læra hvernig á að halda utan um
peningamál, svo dæmi séu tekin,“
segir Guðrún.
Mikið samband er á milli deilda.
Reglulega eru haldnir fræðslufundir
og námskeið og landsþing er árlega
á dagskrá, en Ólöf Ásdís Ólafsdóttir,
núverandi landsforseti, er einmitt í
Fífu. Guðrún er á meðal fárra Ís-
lendinga sem hafa tekið stjórnunar-
próf hjá alheimssamtökunum, en
þessir einstaklingar sjá um nám-
skeiðin.
Guðrún gekk í Fífu 1999. Hún seg-
ir að nokkru áður hafi hún farið á
námskeið hjá Dale Carnegie en hafi
ekki haldið sér við og því vantað æf-
inguna í að tala á mannamótum.
„Eftir að ég hafði öðlast sjálfsstyrk-
inguna á ný uppgötvaði ég hvað það
er gaman að gefa til baka, að kenna
öðrum, sjá þá blómstra og þora að
standa með sjálfum sér. Það er það
besta sem hægt er að fá út úr þess-
um samtökum.“
Félagsmenn í Fífu hittast í safn-
aðarheimili Hjallakirkju fyrsta og
þriðja miðvikudagskvöld í hverjum
mánuði á veturna, en afmælishófið
verður kl. 18-20 í Bæjarlind 14-16 í
dag.
Gefandi að sjá aðra blómstra
POWERtalk-
deildin Fífa í
Kópavogi 30 ára
Morgunblaðið/RAX
Leiðtogi Guðrún Barbara Tryggvadóttir var landsforseti og er formaður afmælisnefndar Fífu.