Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1992, Page 8

Víkurfréttir - 08.10.1992, Page 8
8 Víkurfréttir 8. október 1992 molar grín ■ gagnrýnl m ■ vangaveltur ■ umsjón: emil páll* Borgar Ólafsson... Borgar Olafsson, veitinga- maður á Boggabar, er í slæmum málum, eftir yfirlýsingar sínar á Brosinu, sem síðan voru end- urbirtar í Suðurnesjafréttum. Þar lýsir hann yfir furðu sinni á fregnum af Wendy's-málinu og vill fá að vita hver hafi kvartað við Víkurfréttir, það hafi ekki verið hann. ...í slœmu móli... Vegna þessa er rétt að upplýsa Borgar og aðra um ýmislegt og árétta annað s.s. að það kom aldrei fram hér í blaðinu að einn eða neinn hefði kvartað. Hið rétta er hins vegar að Borgar óskaði eftir umfjöllun um málið, hann lagði línurnar og svaraði blaðamanni því sem hann þurfti. Engu að síður fór hann strax í vörn þegar fréttin birtist hér í blaðinu. Sami leikurinn endurtók sig þegar blaðamaður við annan mann hitti hann strax að loknu viðtalinu á Brosinu. Er ýmsilegt sem hann hafði skýrt rangt frá var borið á hann kenndi hann urn minnisleysi um hvað hann hefði sagt í útvarpið og viðurkenndi einnig að frásögnin þar hafi verið röng. Fer því ekkert á milli mála að svona háttarlag kemur Borg- ari í slæm ntál og það að eigin sök. ... fótt er þó Fátt er þó svo slæmt að ekki fylgi því eitthvað gott. Það er t.d. niðurstaðan úr Wendy's-málinu að vegna skrifa í Víkurfréttum hefur þarna orðið breyting á. Með öðrum orðum máttur blaðs- ins er ótvíræður og þetta hafa aðrir fjölmiðlar séð unt að aug- lýsa fyrir okkur og því erum við þakklátir. Hvar er jókvœðnin?... Þeir eru margir sem hafa á- hyggjur af eintómum fréttum af kreppuástandi, atvinnuleysi o.fl. héðan að sunnan. Sömu aðilar segja að upphrópun um gjald- þrotamet, sé ekki til að bæta böl- sýnina, nóg sé af henni samt. Nú sé því svo komið að ótti sé víða farinn að grípa um sig og því orðin þörf á að lífga aðeins upp á tilveruna. Því birtum við hér smágrín þó það sé kannski ekki af Suðurnesjum. ...atvinnumólin... Á alþjóðlegri ráðstefnu lýta- lækna sem haldin var í New York, hittust nokkrir af þeint færustu á öldurhúsi, dauða- drukknir, og fóru að rifja upp sín mestu afrek. Sá fyrsti var ástr- alskur lýtalæknir, sem skýrði svo frá: „Við fengum til okkar náunga sem hafði fest sig í prentvél á vinnustað sínum á síðasta ári og það eina sem var heilt á honum var litli puttinn. Lýtalæknaliðið okkar byggði fyrst á hann nýja hendi og handlegg, setti saman nýjan lík- ama og að endingu, þegar hann kom aftur á gamla vinnustaðinn sinn, var hann svo afkastamikill að fimm manns urðu at- vinnulausir vegna hans.“ ...lýtalœknarnir... „Það er ekkert," bætti enskur lýtalæknir við. „Við fengurn til okkar verkamann sem hafði lokast inni í kjarnorkuofni og allt sem var eftir af honum var hárið. Við byggðum nýja haus- kúpu. nýjan búk og nýja lirni og sendunt hann aftur í vinnuna sína. Hann er svo afkastamikill að núna hafa fimmtíu ntanns misst vinnuna". ... og Davíð Oddsson Islenski lýtalæknirinn varð að koma með eitthvað betra. „Eg var á rölti útivið eitt sinn þegar ég gekk fram á nokkuð sterka prumpu lykt. Eg náði henni í ruslapoka og fór með á spít- alann, þar sem ég sleppti henni yfir vinnuborðið okkar og hóf- umst við þegar handa. Fyrst settum við rassgat um Itana, byggðum síðan sitjanda um gat- ið, settum iíkama á annan end- ann og fætur á hinn. Hægt og bítandi sköpuðum við mann sem heitir Davíð Oddsson. Hann er nú á góðri leið með að gera alla í landinu atvinnulausa". Getsagnir... í síðustu MOLUM var bæj- arstjórn Njarðvíkur gagnrýnd fyrir ranga bókun um sjúkra- húsmálið. Sú gagnrýni var þó mjög hógvær miðað við það sem Heilbrigðisráðherra hefur sent frá sér vegna viðkomandi bók- unar. Segir ráðhen'a að umrædd bókun sé að verulegu leyti byggð á getsögnum og flugu- fréttum sem bæjarstjórn hafi ekki leitað eftir staðfestingu á áður en hún gerði samþykkt sína. Síðan segir orðrétt: ...og flugufréttir... „Að byggja mót- mælasamþykkt á því að einhver hafi heyrt að einungis eigi að taka í notkun hluta rúma í nýju hjúkrunarheimili í Grindavík og að fresta eigi framkvæmdum utn óákveðinn tíma eins og segir orðrétt í samþykkt bæjarstjórn- arinnar er merki um óvönduð vinnubrögð því með einu símtali til heilbrigðisráðuneytis hefði bæjarstjórn getað fengið staðfest að þessi flugufregn er ósönn og að engu hafandi. Þá kannast heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra ekki við neina sam- þykkt unt byggingu D-álmu sjúkrahúss Keflavíkur sem hafi verið brotin. Það er ekki til þess fallið að auka tiltrú ráðuneytis til sveitarfélags sem gerir jafn til- hæfulausa samþykkt og hér er um rætt." ...bœjarstjórnar Njarðvíkur Síðan tekur ráðherra fyrir hvem lið á fætur öðrum sem hann hrekur, en lokaorð hans unt málið eru þessi: „Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mót- ntælir harðlega þeint vinnu- brögðum, sem fram konta í bókun bæjarstjórnar Njarðvíkur, þar sem ekki er farið rétt nteð eitt einasta efnisatriði. Ráðherra hvetur bæjarstjórn-armenn á ný til þess að afla sér upplýsinga áður en þeir álykta því að svona vinnubrögð eru bæjarstjórn Njarðvíkur ekki sæmandi". Sonja slœr í gegn Þeir eru fáir sem eru léttlyndir eftir að heilsan bilar og sjúkra- húsvist kallar. I hinum stórgóðu þáttum Omars Ragnarssonar á Stöð 2 um spítalasögu, kynnt- umst við tveimur Suðurnesja- mönnum. Annar rétt sást og heitir Rudolf Thorarensen. var að vísu kallaður Adolf. Hin var í einu aðalhlutverkanna og sló sannarlega í gegn, Sonja Cristensen heitir hún og bjargaði hún nánast þáttargerðinni með skemmtilegri framkomu. Að skemma fyrir Fréttir af hugsanlegri löndun Þjóðverja í Keflavíkur- eða Njarðvíkurhöfn hafa komist í fjölmiðla nú, þrátt fyrir að þessi umræða hafi verið í gangi frá því í vor eða vetur. Þeir sem koma málinu í fjölmiðla virðast hins vegar ekki gera sér grein fyrir viðkvæmni málsins og því að þeir geta allt eins skemmt svo fyrir að ntálið náist aldrei nokkurn tímann í gegn. Fari svo geta þeir státað sig af því að eiga hlut í auknu atvinnuleysi. sem kannnski hefði verið hægt að afstýra ef þeir hefðu leyft að- ilum málsins að vinna lengur að því áður en þeir gerðu það op- inbert. Flugmóðurskipið... Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku fékk Jón Gunnlaugs GK 444 hluta af flugvélarflaki í trollið út af Sandgerði í síðustu viku. Gár-ungarnir í flotanunt eru fljótir að gefa hlutunum nafn og nú gengur skipið undir nafn- inu „Flugmóðurskipið". Það vakti einnig athygli að margir tjölmiðlar skírðu skipið upp á nýtt í síðustu viku og sögðu skipið Heita Jón Gunnlaugsson GK. ... og Steindórsplan Þau eru rnörg fiskimiðin sem heita hinum ýmsu nöfnum. Eitt ágætt veiðisvæði skipti um nafn á dögunum. Sagan segir að bátur hafi verið kallaður uppi og hann spurður hvar hann væri að veið- um. Svarið var að hann væri staddur á Steindórsplani. Stein- dórsplan ntun vera þær slóðir þar sent fiskiskipið Steindór GK-101 strandaði undir Krýsu- víkur-bjargi um árið. Það kom Itins vegar babb í bátinn á dög- unum þegar „rúntinum á Stein- dórsplani" var lokað. en þá var veiðisvæðinu lokað. Blótt bann Samkeppni skemmtistaðanna tekur á sig ýmsar myndir og nær jafnvel inná fjölmiðlana. Þannig er óhætt að segja að Brosið haf- ið ekki beint brosað framan í aðstandendur og þátttakendur Herrafyrirsætukeppni Suð- urnesja í Edenborg sl. laug- ardagskvöld. Engin umfjöllun var um keppnina dagana fyrir hana. Var haft eftir starfsmanni á Brosinu að blátt bann hafi verið sett á umfjöllun um keppnina, þrátt fyrir að hér var um sérstæðan atlturð í skemmt- analífinu að ræða, svo sér- stæðan að stærri fjölmiðlar eins og Byigjan og Stöð 2 fjölluðu um hana bæði fyrir og eftir. Var m.a. sýnt frá keppninni í að- alfréttatíma Stöðvar 2 á sunnu- dagskvöldið. Hermann rekstrar- róðunautur Flugufregnir berast um það að Hermann Ragnarsson hafi boðið bæjarstjórn Grindavíkur að gerast tæknilegur rekst- arráðunautur bæjarins varðandi baðhúsið. Segir sagan að Grindvíkingar vilji nú ráða þennan mesta fjandmann sinn í Bláa lónsmálinu til starfsins. Takmarklega skarpir Stjórnendur Sjúkrhússins og Heilsugæslustöðvarinnar fengu mikinn reiðilestur frá hendi bæjarstjórans í Keflavík á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Var hann mjög óhress með það tap sem nú er á rekstrinum og það hvernig stjórnendur ætla sér að bregðast við því. En þeirra hugmyndir eru að loka síma- vaktinni unt nætur og draga úr sjúkraflutningaþjónustu. Verði símanum lokað þurfa þeir sem þurfa á neyðarþjónustu að halda að leita upp í blöðum hvaða læknar séu á vakt og hvaða síntanúmer þeir hafi. Taldi bæj- arstjóri að nær hefði verið að semja við Brunavarnir sem er með sólarhringsvakt að annast símann yfir nóttina. Voru lýs- ingarorð eins og að stjórnendur væru takmarklega skarpir notuð til að lýsa því hvernig stjórn- endur SK og HSS virðast vera. Meira um það síðar. Bankaróðsmenn ó ferðinni Bankaráðsmenn Landsbanka Islands ntun ferðast um Suð- urnesin í dag og á morgun og kynna sér þau fyrirtæki sent eru í rekstri hjá bankanum. Segir sagan að þeir komi einnig við í Fjölbrautaskólanum og gefi gjöf þar og síðan endi ferðalagið með blaðamannafundi og hófi á morgun. Kvennafundur í bœjarstjórn 800. fundur bæjarstjórnar Keflavíkur var haldinn á þriðju- dag. Fundurinn sem varð einn sá lengsti í sögu bæjarins, eða í fimm og hálfa klukkustund var merkilegur m.a. fyrir að konur voru þar í hreinum meirihluta, auk þess sent ein kvennana Ingibjörg Magnúsdóttir sat nú sinn fyrsta bæjarstjórnarfund. Aðar konur er sátu fundinn voru Drífa Sigfúsdóttir. Jónína Guð- mundsdóttir, Björk Guðjóns- dóttir og Anna Margrét Guð- mundsdóttir. Aðalfundur KFK verður haldinn nk. miðvikudag 14. október í íþróttavallarhúsi Keflavíkur við Hringbraut kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Knattspyrnufélag Keflavíkur TIL i'OLU Mikið breyttur TOYOTA LANDCRUISER GX Turbo Diesel '88. Ekinn 94 þús. EINN EIGANDI. í toppstandi. 2.400.000,- BILAKRINGLAN Grófin 8 - Sími 14690

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.