Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 13

Morgunblaðið - 27.02.2016, Page 13
Velkomin á landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu Sunnudaginn 28. febrúar verður landbúnaði og mat gert hátt undir höfði í Hörpunni í Reykjavík. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður formlega sett við hátíðlega athöfn og fyrirtæki úr landbúnaðarklasanum kynna sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Þeir sem hafa áhuga á kraftmiklum dráttarvélum fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það verður vélasýning bæði úti og inni, lambakjöt á grillinu í umsjá Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og hamborgarabíllinn Tuddinn verður á svæðinu. Allir eru velkomnir á setningarathöfn Búnaðarþings sem hefst með hádegishressingu í boði íslenskra bænda. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona stýrir athöfninni en ýmsir vel valdir listamenn koma þar fram. Formaður Bændasamtakanna og landbúnaðarráðherra ávarpa gesti. Í fyrsta sinn verða veitt Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað. Sunnudaginn 28. febrúar klukkan 11 til 17 sunnudaginn 28. febrúar kl. 12.30-14.30 Hádegishressing í salnum Flóa á jarðhæð og hátíðardagskrá í Silfurbergi á 1. hæð. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.